Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 25 að tryggja aðgengi að þeim á Net- inu, klukkur í prófstofur, gula spjaldið, hærri námslán, mikla aukn- ingu í námsmannaíbúðum, kjörbúð í háskólahverfið og svo mætti lengi áfram telja. Fulltrúar okkar í Stúdentaráði og Háskólaráði hafa mikilvægu hlut- verki að gegna. Háskólinn er í mikilli samkeppni bæði við innlenda og er- lenda háskóla og nauðsynlegt er að stúdentar fari fram á að HÍ setji sér háleit markmið og miði sig við bestu menntastofnanir heims. Því er mik- ilvægt að metnaðargjarnt fólk veljist til starfa fyrir hönd stúdenta og sé óþreytandi að benda á leiðir til að ná lengra. Í dag hafa stúdentar tæki- færi til að færa okkur nær þessu markmiði – í dag hafa þeir tækifæri til þess að kjósa Vöku. ’Fulltrúar okkar í Stúd-entaráði og Háskólaráði hafa mikilvægu hlut- verki að gegna. ‘ Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í SETNINGARRÆÐU sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1999 lagði formaður Davíð mjög þunga áherzlu á „að óskynsamlegt væri að gera lítið úr athugasemdum við fisk- veiðistjórnunarkerfið, síst þeirri að sameiginleg auðlind sé höfð af þjóð- inni“. (Tilv. Mbl.) Þessi orð voru töluð þegar mikla nauðsyn bar til að blekkja kjósendur fyrir alþingiskosningarnar 1999, og láta líta svo út, sem Sjálfstæðisflokk- urinn myndi gerbreyta um stefnu og leysa hin ógnarlegu vandamál og leið- rétta hið mikla ranglæti, sem af kerf- inu hafði hlotizt. Og nærri allir lögðust á eitt, með Morgunblaðið í broddi fylkingar, að nú væri lausnin fundin og þyrftu menn þess vegna ekki að hafa áhyggjur. Það var einkum vegna hræðslu við hinn nýja þjóð- málaflokk, Frjáls- lynda flokkinn, sem þessi Pótemkintjöld voru reist, þar sem sá flokkur setti fiskveiði- stjórnarkerfið á odd- inn í málafylgju sinni. Einnig vegna þeirrar óbifanlegu áráttu forsætisráðherra að laga öll mál í hendi sér svo smérið drjúpi af öllum hans stráum. Það er skiljanlegt að hann hafi uppi villuljós þegar hann ræðir um málefni, sem hann hefir ekkert vit á, eins og fjár- mál og efnahagsmál. En í öllum öðr- um talar hann viljandi tungum tveim. Og herbragðið heppnaðist. Kjós- endur trúðu flestir, enda drógu fjöl- miðlar ekki af sér, sem þá fylgdu allir með tölu ríkisstjórnarflokkunum að málum. Það þótti aðalritara ekkert tiltökumál þá, þótt nú þjóti öðruvísi í þeim skjá, þegar hann hefir ekki lengur fulla stjórn á neinum nema ríkisfjölmiðlunum. En hvernig standa sakir nú þegar messa formanns Sjálfstæðisflokksins er að ná fimm ára aldri? Hvernig hafa ríkisstjórnarflokkarnir hindrað að sjávarauðlindin væri höfð af þjóðinni einsog eiðsvarið var af formanni Sjálfstæðisflokksins á landsfundi fyr- ir kosningar 1999? Hvað báru eigendur auðlind- arinnar úr býtum þegar eigendur Brims hf. hrömmsuðu til sín milljarða króna við söluna á fyrrum „eignum“ Útgerðarfélags Akureyringa? Eða vegna sölu á „eignum“ Akurnesinga? Eða á „eignum“ Skagstrendinga? Allir fjölmiðlar hafa kostgæft að tala um „kvótaeign“ lénsherranna – með hina óhlutdrægu ríkisfjölmiðla í fararbroddi. Ekki hefir sá sem messaði um sam- eiginlega auðlind þjóð- arinnar á landsfundi 1999 haft neitt við þá „eignfærslu“ að athuga. Eða er þetta kannski bara „eignagleði“ í fram- kvæmd, sem hann ræddi fjálglega um á sama landsfundi? Ríkisvaldið úthlutar einkavinum veiðiheim- ildum ókeypis. Ungir sjálfstæðismenn hafa að vísu margsinnis gert samþykktir um að heimildunum yrði breytt í eign. Af því hefir ekki orðið enn sem komið er, því allt hefir sinn tíma. Ókeypis úthlutun sameignar þjóðarinnar er það Framsóknar- „markaðskerfi“ sem við búum við, en mun ganga sér til húðar innan skamms vegna þess að þjóðin hlýtur að rísa upp gegn þeirri svívirðu að sameign hennar hefir verið af henni höfð, á borði þótt ekki sé enn í orði. Brýnasta verkefnið er þegar í stað að banna framsal á veiðiheimildum og stöðva gegndarlausa gripdeild léns- herranna. Að því búnu að mynda frjálst markaðskerfi í sjávarútvegi. Það er svo verkefni í framhaldi af grundvallarbreytingu að sækja í hendur gripdeildarmanna lungann af því fé, sem þeir eiga engan siðferði- legan rétt á, en vildarvinirnir í rík- isstjórn veitt þeim heimild til að sölsa undir sig með sölu á auðlind alþjóðar og stinga andvirðinu í eigin vasa. Sameiginlega auðlindin Sverrir Hermannsson skrifar um fiskveiðistjórnarkerfið ’Brýnasta verkefnið erþegar í stað að banna framsal á veiðiheim- ildum og stöðva gegnd- arlausa gripdeild léns- herranna.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. ÉG var í bullandi þunglyndi, kveið fyrir hverju sem var, stress- ið var að ganga af mér dauðum, ég fór ekki út úr húsi og kveið fyrir því sem verða vildi og því sem var. Ég hugsaði mikið; af hverju hjálpar mér enginn að láta mér líða betur, getur eng- inn séð að ég get það ekki sjálfur? Eða hvað, get ég það ekki sjálfur? Verð ég bara að gera það sem aðrir vilja að ég geri og steinhalda kj...? Verð ég bara að þiggja það sem að mér er rétt, reyna að brosa og bara bíða (eftir að lyfin fari að virka)? Nei, svo aldeilis ekki. Ég hef eitthvert val og sem betur fer þá valdi ég þá leið að gera eitthvað í mínum málum. Ég leit svo á að fyrst ég hafði þennan óskiljanlega hæfileika til að geta látið mér líða illa yfir hverju sem var, þá hlaut ég að geta notað þennan hæfileika til að láta mér líða vel, eða í það minnsta betur en mér leið. Ég ákvað að leita mér aðstoðar hjá aðilum sem ég treysti, hjá fag- aðilum og öðrum sem mig grunaði að væru til í að hlusta og leiðbeina mér, en ekki bara segja mér fyrir verkum. Og vitið þið hvað; það er fullt af fólki sem vill hjálpa, t.d. iðjuþjálfar, fé- lagsráðgjafar, starfs- fólk, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, að- standendur, vinir, fé- lagar, kunningjar, sál- fræðingar og meira að segja læknar, já, það eru til margir læknar sem vilja hjálpa og leyfa manni að koma með hugmyndir, og hlusta á það sem maður hefur að segja og benda manni á ým- islegt sem maður get- ur gert, því það eru jú mörg úr- ræði sem standa manni til boða, en maður verður að leita eftir því. Því við vitum það öll að við verð- um að vilja hjálpa okkur sjálf ef við ætlumst til að aðrir geti hjálp- að okkur. Í dag er ég lyfjalaus, hef verið síðastliðin 3–5 ár, ég man það ekki svo glöggt, ég tek reyndar inn vít- amín og lýsistöflur og lít svo á að það séu geðlyf líkamans, því það býr jú heilbrigð sál í hraustum lík- ama. Ég reyni að virða það sem aðrir gera og kem fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig. Ég hlusta á það sem ég segi og fylgist með því sem ég geri, ég er gagnrýninn á sjálfan mig og lít svo á að allt sem aflaga fer sé bara til að læra af. Ef mér gengur illa í dag þá reyni ég bara að gera betur á morgun, og ég get lofað ykkur því að ég reyni alltaf að gera eins vel og ég get, það er ekki hægt að ætlast til að ég geri betur. Ég reyni ávallt að brosa framan í heiminn, og ég get svo svarið það að heimurinn, hann glottir orðið alltaf framan í mig. (Ég fer ekki fram á meira). Tilgangur minn með þessari grein er að kynna félagasamtök sem ég, ásamt öðrum notendum og fagaðilum geðheilbrigðiskerf- isins erum að koma á fót. Þetta er hópur sem heitir Hugarafl og hug- myndir okkar eru í sjálfu sér ein- faldar, þ.e.a.s. að þeir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar sem náð hafa nokkuð góðum tökum á sínum sjúkdómi munu vinna með fagaðilum við að hjálpa öðrum við að ná tökum á sínum sjúkdómi og að takast á við þær hindranir sem verða því miður alltof oft á vegi geðsjúkra. Eins og er þá er Hug- arafl fámennur hópur sjúklinga og fagaðila með aðsetur í herbergi í heilsugæslunni við Drápuhlíð. Við erum að undirbúa kynning- arráðstefnu sem verður auglýst síðar. Skiljanlega höfum við ekki mikið fjármagn til að standa að svona stóru verkefni og vil ég því biðja alla sem áhuga hafa á að styrkja þetta verkefni að hafa samband við okkur á heimasíðu okkar, hugarafl.ci.is. Allur stuðningur er hjartanlega vel þeginn, hvort sem hann er fjárhagslegur eða málefnalegur. Okkar hagur felst í ykkar stuðn- ingi. Ykkar hagur felst í okkar stuðningi. Hvað get ég gert? Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar um félagasamtökin Hugarafl ’Okkar hagur felst íykkar stuðningi. Ykkar hagur felst í okkar stuðningi.‘ Bergþór Grétar Böðvarsson Höfundur greindist með geð- hvarfasýki fyrir 15 árum, fyrir einu ári byrjaði hann að vinna í 50% starfi hjá Múlalundi, vinnustofu SÍBS. I. Inngangur AÐ UNDANFÖRNU hafa ráða- menn þjóðarinnar bent á nauðsyn þess að endurskoða tiltekna kafla stjórnarskrárinnar og er það vel. Þetta leiðir hugann að ýmsum öðr- um atriðum sem varða viðhorf og gildismat á líðandi stundu, t.d. að réttindum og gæðum sem ættu að njóta stjórnarskráraverndar; rétt- indum sem ekki virðast enn hafa náð athygli stjórnarskrárgjafans. Hér á ég við vernd umhverfis og náttúruauðlinda, svo og vernd rétt- ar almennings til umhverfis og nátt- úru. Í þessu sambandi eru mér ofanlega í huga þrjú atriði: (1) að tryggður verði réttur almennings til um- hverfis og náttúru að tilteknum gæðum. (2) að tiltekin gæði (ástand) umhverfis og náttúruauðlindir njóti verndar í stjórnarskrá. Loks, (3), að tryggt verði í stjórnarskrá að nýting náttúru- auðlinda verði í sam- ræmi við þá grunn- hugsun sem býr að baki sjálfbærri þróun, ekki síst með það að mark- miði að tryggja einnig komandi kynslóðum sanngjarna möguleika til að nýta náttúruauðlindir á sjálf- bæran hátt þegar þar að kemur. Þessi regla er oft nefnd meg- inreglan um jöfnuð á milli kynslóða og er ein af fjórum meginstoðum sjálfbærrar þróunar. II. Norska stjórnarskráin Í umræðu um ýmis atriði sem varða íslenska löggjöf og breytingar á henni er okkur tamt að líta til ná- grannaríkjanna. Ekki mun ég víkja frá þeirri venju hér. Árið 1992 voru gerðar ákveðnar breytingar á norsku stjórnarskránni, m.a. sem varða vernd náttúruauðlinda o.fl., og eru þessar breytingar í grein 110b. Ég mun nú á örstuttan hátt fjalla um efni greinarinnar. Í grein 110b segir m.a. að allir eigi rétt til umhverfis sem tryggi þeim heilbrigði og að allir eigi rétt til náttúru þar sem fjölbreytni er við haldið. Í annan stað segir að náttúruauðlindir skuli nýttar með langtíma hagsmuni að leiðarljósi og m.t.t. hagsmuna komandi kynslóða og réttinda þeirra (sjálfbær þróun). Í þriðja lagi skal almenningur eiga rétt á upplýsingum um ástand umhverfis og náttúru og rétt til upplýsinga um áhrif tiltekinna framkvæmda á umhverfi og nátt- úruauðlindir. Sjálfstætt, lagalegt gildi ákvæð- isins er ekki talið mikið samkvæmt norskum rétti og í öllum aðal- atriðum ræðst inntak þess af ákvæðum almennra laga sem eru sett til þess að ná markmiðunum sem felast í því. Norskir fræðimenn telja að einungis í undantekning- artilvikum geti ein- staklingar eða félög byggt beint á ákvæð- inu og hafa verið nefnd tvö tilvik þar sem þetta gæti átti sér stað: ef ekki er í gildi al- menn löggjöf sem varðar viðkomandi þátt umhverfis- og náttúruverndar, og ef stjórnvöld beita ekki settum reglum í meðferð tiltekinna mála sem áhrif hafa á umhverfið. Annað mikilvægt atriði er vert að nefna en það varðar samþættingu sjónarmiða umhverfis- og nátt- úruverndar við önnur rík sjónarmið sem ákvarðanataka byggist á. Í norskum rétti hefur tilvist greinar 110b orðið til þess að meiri kröfur eru gerðar til undibúnings og rök- stuðnings ákvarðana sem hafa í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfið og hefur dómaframkvæmd þar í landi staðfest þessi sjónarmið og nauðsyn á samþættingu. III. Hverju yrði áorkað? Rétt er að velta því fyrir sér hverju yrði áorkað með því að bæta við ákvæðum í íslensku sjórnarskránna, t.d. ákvæði sambærilegu við það sem er í norsku stjórnarskránni. Gera má ráð fyrir því að slíkt ákvæði tryggði vandaðri og yfirveg- aðri ákvarðanatöku og kallaði á betri rökstuðning þegar ákvarðanir af hálfu löggjafans og annarra sem taka slíkar ákvarðanir væru und- irbúnar, þ.e. ákvarðanir sem varða framkvæmdir sem talið er að muni hafa í för með sér umtalsverð og óafturkræf áhrif á umhverfi og náttúruauðlindir. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið sem lúta að vernd umhverfis og náttúruauðlinda, svo og réttur almennings til umhverfis og náttúru að tilteknum gæðum, jafnrétthá sjónarmiðum sem varða atvinnufrelsi og vernd eignarrétt- inda. Í öðru lagi er ekki óhugsandi að í einhverjum undantekningartilvikum yrði mögulegt fyrir almenning, frjáls félög sem hafa umhverf- isvernd að markmiði sínu, og í ákveðnum afmörkuðum tilvikum op- inberar stofnanir, sem vinna að aukinni umhverfis- og nátt- úruvernd, að byggja kröfur, sem lúta að aukinni umhverfisvernd, beint á slíku ákvæði, þ.e.a.s. ef mögulegt væri að fylgja slíkum kröfum eftir, t.d. í dómsmáli. Í þriðja lagi má gera ráð fyrir því að stjórnarskrárvernd gerði það að verkum að almenningur og ráða- menn þjóðarinnar öðluðust meiri virðingu fyrir gæðunum sem stjórn- arskráin verndaði. Loks má nefna að Ísland yrði í hópi framsæknustu ríkja heims í þeirri viðleitni að tryggja umhverf- isvernd og sjálfbærri þróun trygga lagalega stöðu, þ.e. yrði réttur al- mennings tryggður eins og ég vék að, svo og ef tilteknum umhverf- isgæðum og náttúruauðlindum yrði veitt stjórnarskrárvernd án tengsla við einstaklingsbundna hagsmuni. IV. Lokaorð Ég hef nú vakið athygli á nokkrum atriðum sem varða stjórn- arskrárvernd umhverfis og náttúru. Stjórnarskrárvernd réttar almenn- ings til umhverfis og náttúru að til- teknum gæðum, vernd tiltekinna gæða eða ástands umhverfis og náttúruauðlinda, svo og stjórn- arskrárvernd sjálfbærrar þróunar er verðugt verkefni og ætti að mínu mati að gefa gaum án tafar. Umhverfi og náttúruvernd Aðalheiður Jóhannsdóttir skrif- ar um vernd umhverfis og nátt- úruauðlinda og stjórnarskrána ’Ísland yrði í hópi fram-sæknustu ríkja heims í þeirri viðleitni að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærri þróun trygga lagalega stöðu. ‘ Aðalheiður Jóhannsdóttir Höfundur er lögfræðingur, stundar doktorsnám í umhverfisrétti við Upp- salaháskóla og er einnig aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og stunda- kennari við Luleå-háskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.