Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 30

Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ljúf dægradvöl að sitja við bókaskáp, láta augun hvarfla um hillurnar; taka fram bók og bók, lesa setn- ingu, nokkrar línur, eða síðu og síðu; setja þær svo aftur á sinn stað. Stundum, þegar ég er kominn með einhverja bók í hendurnar, rekur mig minni til þess að hafa talað við höfundinn. Þau kynni verða til þess að bókin verður mér tilefni til fleira en lesturs. Þannig var ég að glugga í eitt bindið af Dalalífi, þegar upp í hug- ann kom samtal, sem ég átti við höfundinn; Guðrúnu frá Lundi, þegar hún var 85 ára og á loka- spretti rit- höfundarferils síns. Guðrún var mér einstaklega hlý og kímin kona. Þegar við hittumst var hún að skrifa sína 26. bók. Sjálf taldi hún, að þetta yrði hennar síðasta bók „Ég held það hljóti að verða. Kerl- ing eins og ég má ekki skrifa svona mikið!“ Bókin, sem Guðrún var að skrifa, var þriðja bindið í skáldsög- unni Utan frá sjó og varð ekki hennar síðasta bók, því hún bætti fjórða bindinu við árið eftir. Þar með urðu bækur hennar 27 talsins; sextán skáldsögur í 27 bindum; ein bók á ári í rúman aldarfjórðung. Guðrún frá Lundi var 59 ára, þegar fyrsta bók hennar kom út; fyrsta bindið af Dalalífi. Það var þó ekki svo, að hún hefði ekki sett eitthvað niður á blað fyrr. Þrettán, fjórtán ára gömul var hún farin að skrifa „einhverjar söguvit- leysur,“ en vildi halda þeim fyrir sig. Þegar hún svo staðfesti ráð sitt og fór að búa, brenndi hún öll sín skrif, nema nokkur blöð – úr Dalalífi. – Hvers vegna léztu eldinn fá öll skrifin? spurði ég. „Nú. Ég sá, hvað þetta var allt vitlaust! Og bústörfin þoldu ekki skriftir. En þessi blöð úr Dalalífi geymd- ust alltaf. Og svo þegar fór að hægjast um, urðu þau mér of mikil freisting og ég fór að reyna að setja saman um þau sögu.“ Í samtali við sr. Helga Konráðs- son, sem birtist í Morgunblaðinu á aðfangadag jóla 1952, lýsti Guðrún skrifum sínum seinustu búskapar- árin svo: „Þá fór ég að taka einn klukkutíma á dag til að yfirfæra gömlu blöðin frá æskuárunum og hirða úr þeim það sem mér fannst nýtilegt, án þess þó mér dytti nokkurntíma í hug, að það kæmi fyrir almenningssjónir.“ – Hvaða tíma á deginum vald- irðu? spurði séra Helgi. „Venjulega gerði ég þetta með- an ég var að elda miðdagsmatinn, og féll mér mjög illa, ef þetta fórst fyrir sökum anna og gestagangs.“ 1939 brugðu Guðrún og maður hennar búi og fluttu á Sauðárkrók og hún fór „fyrir alvöru“ að gefa sig að ritstörfum.“ Leiðin til lesandans varð þó nokkuð löng og torsótt, því fyrsta bókin kom ekki út fyrr en 1946. „Þá var handritið búið að vera á flækingi milli útgefenda í þrjú ár, þar til Gunnar í Leiftri miskunnaði sig yfir mig. Gunnar þurfti ekki að sjá eftir því miskunnarverki, því Dalalíf varð metsölubók og svo mun einnig hafa verið um aðrar bækur Guðrúnar. Marín Guðrún Hrafnsdóttir segir á rithöfundavefnum, að Gunnar hafi stundum sent menn á Sauðárkrók eftir handritinu og stundum áður en Guðrún hafði lok- ið við bókina. Hún átti svo að senda niðurlagið sem fyrst suður! Ekki urðu þessi vinnubrögð til þess að endinn vantaði á einhverja bókina, en einu sinni fórst upphaf- ið fyrir! Í samtali okkar sagði Guð- rún samskipti þeirra Gunnars allt- af hafa verið með ágætum. „Hann hefur gefið út allar mínar bækur og það hefur fátt orðið til að spilla á milli okkar. Þó minnist ég þess nú, að þegar Stýfðar fjaðrir komu út, þá vantaði í bókina fyrsta kafl- ann.“ Guðrún frá Lundi naut penna- taksins út í æsar. „Mér hefur alltaf veitzt ósköp létt að skrifa. Og mér leiðist dagurinn, sem ég pára ekki eitthvað,“ sagði hún við mig 85 ára gömul. Mörgum bókmenntamann- inum þótti framan af ekki mikið koma til bóka Guðrúnar frá Lundi. Langt fram eftir rithöfundarferl- inum lét hún orð eins og kerling- arbækur, langhunda og kaffiþamb sem vind um eyru þjóta. „Ojá. Og kaffibollaþvaður hefur líka heyrzt og sézt, þó með þeirri viðbót, að það væri nú gaman, þegar ómenntuð kona legði slíkan bóka- stafla á borð með sér!“ Guðrún frá Lundi hitti nefnilega alltaf lesand- ann fyrir og þótti meira til hans koma en hinna. En svo fór að þeir tóku hana í sátt líka; þá breyttist kaffiþambið í munni þeirra í breið- ar mannlífs- og þjóðlífslýsingar. Þá held ég, að Guðrún frá Lundi hafi kímt ofan í kaffibollann sinn! „Ég hugsa aldrei um lesandann sem slíkan, þegar ég skrifa,“ sagði hún við mig. „En ég reyni að gæta þess, að sagan mín verði aldrei fjarri því, sem ég veit að gæti gerzt. Það hefur svo einhvern veg- inn orðið, að ég hef aldrei skrifað mjög fjarri fólkinu.“ Hún var drottning sveitasög- unnar. Og þar sem allir Íslend- ingar voru úr sveit, var hún mesti lesni rithöfundur þjóðarinnar ár- um saman. Ég spurði hana hvort hún notaði lifandi fyrirmyndir í sögunum, en hún neitaði því og sagðist búa til sínar sögur sjálf. „En mínar bækur draga dám af Skagafirði. Hann hefur lagt mér til landið.“ Guðrún B. Árnadóttir fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum 3. júní 1887. Ellefu ára fluttist hún með fjölskyldunni að Enni á Höfða- strönd og síðar að Ketu á Skaga og Syðra-Mallandi. Hún giftist Jóni Þorfinnssyni og bjuggu þau lengst af á Ytra-Mallandi, en fluttu til Sauðárkróks 1939. Guðrún lézt 22. ágúst 1975 og var jarðsett á Sauð- árkróki. Drottning sveitasög- unnar Hér er fjallað um skáldið Guðrúnu frá Lundi sem lét allt hjal um kerlingar- bækur og kaffiþamb sem vind um eyru þjóta og lét frá sér 27 bækur á 27 árum! VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ✝ Halldór Arasonvar fæddur á Sökku í Svarfaðar- dal 27. júlí 1925. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. febrúar síðastliðinn. Halldór var eina barn hjónanna Halldóru Gísladóttur frá Hofi, f. 9. mars 1896, d. 4. ágúst 1925, og Ara Þor- gilssonar á Sökku, f. 21. apríl 1893, d. 6. maí 1971. Hall- dór var skírður í höfuðið á móð- ur sinni og ólst upp á Sökku hjá föður sínum og hjónunum og systkinum foreldra sinna þeim Rósu Þorgilsdóttur og Gunn- laugi Gíslasyni. Rósa gekk hon- um í móður stað Halldór lærði bifvélavirkjun á verkstæði BSA á Akureyri 1946–1952 og hlaut meistara- réttindi 1955. Halldór kvæntist 25. október 1952 Huldu Þórarinsdóttur, f. 26. október 1926 frá Finnboga- stöðum í Árneshreppi á Strönd- um. Börn þeirra eru: 1) Ari, f. 2. september 1954, búsettur í Bremerhaven í Þýskalandi og nemur þar öldrunarfræði. Kona hans er Lütfiye Kaptan-Hall- dórsson hjúkrunarfræðingur. Þau eiga tvo syni, Alexander, f. 27. mars 1991, og Max- imilian Ágúst, f. 5. september 1992. Sonur Ara og Ey- gerðar Þorvalds- dóttur er Halldór, f. 25. september 1981. 2) Gyða Þuríður, f. 23. júní 1959, tón- listarkennari, gift Jóni Ragnarssyni sóknarpresti í Hveragerði. Börn þeirra eru Hulda, f. 24. ágúst 1991, og Ragnar, f. 9. febrúar 1994. Halldór starfaði á BSA og Bif- reiðverkstæðinu Þórshamri og hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri allt til starfsloka. Hann rak verkstæðið Ás s/f ásamt Halli Júlíussyni í hartnær áratug. Halldór var í forustu og stjórn Sveinafélags járniðnaðar- manna og síðar Félags málmiðn- aðarmanna á Akureyri í aldar- fjórðung, 1965–1988. Formaður þessara félaga var hann sam- fellt 1965–1976 og heiðursfélagi frá 1991. Hann var í skólanefnd Iðnskólans á Akureyri og í byggingarnefnd Verkmennta- skólans á Akureyri. Útför Halldórs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sit við borðstofuborðið þeirra foreldra minna og horfi frá nýju sjónarhorni á Svarfaðardalsmál- verkið eftir frænku okkar, sem hún færði pabba að gjöf árið sem þau bæði urðu „löggilt gamalmenni“. Hann er fallegur Svarfaðardalurinn. Stóllin fyrir miðri mynd. Við höfum stundum haft það í flimtingum að jafnvel þyrfti að leita í himnaríki til að finna sambærilega nátúrufegurð og í þeim væna dal. Þeim hefur ábyggilega þótt dal- urinn fríður og framtíðin björt fyrir 80 árum henni Halldóru Gísladóttur frá Hofi og Ara Þorgilssyni á Sökku, vorið sem þau giftu sig – amma mín og afi. Hann hafði þá þegar búið á Sökku í tvö ár. Sama dag giftu sig einnig systkini þeirra þau Gunnlaugur Gíslason og Rósa Þorgilsdóttir og bjuggu ungu hjónin nú tvíbýli á Sökku. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar pabbi var níu daga gamall dó Halldóra amma mín frá honum og var hann skírður nafninu hennar við kistuna daginn sem hún var jörðuð. Hann var í fyrstu fóstraður hjá Sigur- veigu föðursystur sinni, sem hafði hann á brjósti ásamt Sólveigu dótt- ur sinni. Þau hjón, hún og Pjetur Eggerz Stefánsson, hefðu gjarnan tekið hann til fósturs, en þar sem þau voru í þann veginn að flytjast úr landi, þá hefði það þýtt aðskilnað þeirra feðga. Afi minn brá búi tveimur árum síðar, enda hafði framtíðin einhvern veginn numið staðar fyrir hans hönd við að missa konu sína. Þeir feðgarnir bjuggu samt áfram á Sökku. Rósa opnaði honum pabba mínum faðm sinn og gekk honum í móðurstað. Hann var alla tíð eins og eitt af börnum hennar, sem voru Jóna, tvíburarnir Dagbjört og Hall- dóra og yngstur Þorgils. Auðvitað finnst mér að sól hafi skinið í heiði þegar ég hlustaði á pabba rifja upp bernsku sína á Sökku þar sem strákur, forvitinn um alla hluti í kringum sig, stundaði margvíslegar náttúrurannsóknir auk „verklegra æfinga“ á borð við að kenna hananum að synda á bæj- arlæknum, eða ganga á skíðum aft- urábak út í sefið á Saurbæjartjörn til silungsveiða með hunangsflugur og bláber í beitu. Börnin á Sökku undu sér auðvitað ekki bara við leiki eins og við af næstu kynslóð upp- lifum þegar þau rifja upp allar skemmtilegu sögurnar og bernsku- brekin. Auk skólagöngunnar tóku þau til hendinni með fullorðna fólk- inu. Á þessum árum voru búskap- arhættir að færast úr kyrrstöðu ald- anna og tækninýjungar tóku við hver af annarri, enda hefur Sök- kubúið orðið eitt hið myndarlegasta á landsvísu. Hugsjónabændur fram- an af 20. öldinni ræstu fram landið og ræktuðu tún. Pabbi vann í mörg sumur á skurðgröfu í þágu jarða- bóta í Svarfaðardal. Jarðfræði dals- ins vakti honum forvitni. Hvers vegna komu grettistök upp úr mýr- inni niður undir dalbotni? Hvar voru merki um skriðuföll og berg- hlaup? Brunnið grjót í Hvarfinu og merki um annað gróðurfar á und- angengnum hlýindaskeiðum. Fugla- lífið í votlendinu, sem hnignaði við skurðgröftinn og „framfarirnar“. Á seinni árum sagðist hann glaður fara og moka aftur ofan í skurðina, ef hann bara mætti. Á unglingsárum sínum fór pabbi í Iðnskólann á Akureyri og nam bif- vélavirkjun og starfaði við þá iðn alla tíð. Árið 1952 lágu leiðir foreldra minna saman. Mamma deildi þeirri reynslu með pabba að vera ekki alin upp af móður sinni. Föðursystir hennar gekk henni í móðurstað með stórfjölskylduna að bakhjarli. Við tóku dæmigerð ár lífsbaráttu, barneigna og uppeldis. Pabbi vann langan vinnudag, lengst af hjá Vegagerð ríkisins og var oft fjarver- andi vegna viðgerðaferða vítt og breitt um Norðurland. Hann tók líka virkan þátt í kjarabaráttu málmiðnaðarmanna og sat í stjórn stéttarfélags þeirra í 25 ár. Pabbi var mikill hugsjónamaður og hafði ríka réttlætiskennd. Hann var trúr sannfæringu sinni og fylgdi henni fast eftir. Við systkinin ólumst upp við gott atlæti og nutum ástríkis foreldra okkar og með tilkomu barna- barnanna og öllu dekri afa og ömmu við þau finnst mér ég upplifa hvað foreldrar mínir glöddust yfir tilveru okkar. Alnafni pabba, Halldór yngri, hefur verið þeim bæði sem barn og barnabarn. Þau fengu að njóta hans alveg sérstaklega um nokkurra ára skeið þegar hann bjó á heimili þeirra, en þá voru jafn- framt á heimilinu móðurafi minn og HALLDÓR ARASON afasystir – fjórir ættliðir undir sama þaki. Pabbi var sterkbyggður og mikið hraustmenni lengst af, en mátti undanfarin 12 ár ítrekað þola alvar- leg heilsufarsleg áföll, sem þó krenktu hann furðu lítið. Seinustu þrjú árin hafa þó verið mjög erfið, en við erum þakklát fyrir að hann gat verið heima og farið ferða sinna fram á seinustu daga sína. Hann var ekki sáttur við þær hömlur sem heilsutjónið lagði á hann og var í raun feginn hvíldinni. Blessuð sé minning hans. Gyða Halldórsdóttir. Það er svo skrítið að hugsa til þess að afi sé farinn. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar manni er færð sú frétt að hann sé dáinn, svo margt að við komum því ekki fyrir í einni minn- ingargrein. En við ætlum að telja upp það helsta. Afi var alltaf mikill gleðigjafi og það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þegar hann og amma komu í heim- sókn eða við til þeirra. Okkur er minnisstætt þegar við fórum stund- um til afa á morgnana þegar hann rakaði sig, og við ásamt tuskudýr- unum okkar, þeim Fjólu og Brúna Bangsa, fengum „rakstur“. Stund- um fengu Fjóla og Brúni Bangsi líka smá rakspíra í feldinn. Þó að langt sé síðan þau fengu það síðast, þá ilma þau ennþá af rakspíranum. Afi fór líka oft með okkur í „skran- búð“, en það var orð sem hann hafði yfir leikfangaverslanir. Mörg af okkar uppáhalds leikföngum voru keypt í þessum ferðum, t.d. veiði- stengur, flugdrekar, Lego, Sylv- ania-dúkkur, tuskudýr og svo margt, margt fleira. Bæði á veturna og á sumrin fór afi með okkur í bíl- túr fram í Vín, inn í Kjarnaskóg, út í Svarfaðardal og upp á Heiði. Í þess- um ferðum var alltaf tekið með nesti, kex, safi og vínber. Oft átti afi líka brjóstsykur og þurrkaða ávexti í hanskahólfinu. Stundum fengum við að fara með þegar afi fór að veiða, og voru fyrstu fiskar okkar beggja veiddir í ferðunum með afa. Afi kunni líka mjög vel á allar árnar, og fór bara með okkur á þá staði þar sem það var gulltryggt að við fengjum fiska og enginn yrði fyrir vonbrigðum. Við systkinin fórum líka bæði ein til að vera í lengri tíma hjá afa og ömmu á Akureyri oftar en einu sinni. Það var alltaf gaman, og alltaf gert eitthvað af ofantöldu. Ef þetta var um sumar fengum við að leika okkur í vatnsstríði úti í garði og tjalda, eða ef þetta var um vetur fórum við á snjóþotu í Kjarna- skógi, bjuggum til snjókarla og „hjálpuðum“ afa að moka snjóinn af stéttinni fyrir utan Þórunnarstræt- ið. Þegar þau aftur á móti komu til okkar var farið í bíltúr á Eyrar- bakka og Stokkseyri og stundum stoppað á Kaffi Lefolii. Þessi fyrstu æviár okkar voru mikil sæluár. En svo haustið 2000 var hringt í okkur og okkur sagt að afi væri uppi á sjúkrahúsi, því að hann hefði fengið blóðtappa í höfuðið. Var hann nú ekki búinn að fara í gegnum nóg? Hjartaáfall og krabbamein, hann var búinn að lifa þessi tvö áföll af, en allt er þegar þrennt er. Eftir þetta var afi veikari en hann hafði verið áður og þurfti mikið að hvíla sig. Samt náði hann sér ótrúlega vel upp úr þessu áfalli og hélt áfram að fara í stutta bíltúra innanbæjar og fram í Fjörð. Hann keyrði meira að segja austur í Mývatnssveit og kom til okkar um jólin 2000, og aftur haustið 2001 þegar að amma varð 75 ára. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að eiga afa og fyrir allar sam- verustundirnar með honum. Minn- ingarnar um þær eru fjársjóður sem við munum eiga alla ævi. Hulda og Ragnar. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.