Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 31
✝ Vilberg Daníels-son var fæddur í
Garðbæ í Grindavík
19. september 1914.
Hann lést á Hrafnistu
hinn 2. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Daníel Daníelsson út-
vegsbóndi, f. 7.4.
1867 í Hrosshaga í
Biskupstungna-
hreppi, d. 8.6. 1956,
og Þóra Jónsdóttir
húsfreyja, f. 15.4.
1874 á Þórkötlustöð-
um í Grindavík, d.
1.5. 1951. Systkini Vilbergs voru
þau Margrét, f. 1899, d. 1981, Sig-
ríður, f. 1901, d. 1998, Jón Val-
garður, f. 1904, d. 1987, Arnfríður
Guðleif, f. 1908, d. 1972, Júlíus Jón
Bjarnþór, f. 1910, d. 2000, og Dan-
heiður Þóra, f. 1912, d. 1995.
Hinn 30. október 1948 kvæntist
Vilberg eftirlifandi konu sinni,
Steinunni Magnúsdóttur, f. 8.9.
1925 á Akranesi. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Magnús Finnsson
bóndi, f. 12.5. 1884 á
Arnbjargarlæk, d.
4.9. 1946, og kona
hans Sigríður Guð-
mundsdóttir hús-
freyja, f. 5.11. 1891 á
Kolstöðum Hvítár-
síðu, d. 29.4. 1982.
Dætur Vilbergs og
Steinunnar eru: 1)
Kolbrún, f. 12.3.
1944. Barn: Guð-
laugur Vilberg. 2)
Fanney Eva, f. 18.7.
1949, maki Gísli
Haraldsson, f. 27.1. 1948. Börn:
Steinunn, Kristín og Eva Dís. 3)
Þóra, f. 15.4. 1954, maki Júlíus
Karlsson, f. 11.12. 1954. Börn: Ás-
gerður, Signý og Einar Karl.
Barnabarnabörnin eru þrjú: Þór-
hallur Arnar, Pétur Hrafn og
Áróra.
Útför Vilbergs verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Tengdafaðir minn, Vilberg Daní-
elsson, er látinn. Eins og ætíð gerist
er kær vinur fellur frá hrannast upp
minningar og einstök atvik, jafnvel
heilu æviskeiðin birtast í sjónhend-
ingu, en um leið stendur tíminn í
stað, kyrr og hljóðlátur, í söknuði
þeirra sem kærleik bera í brjósti.
Fáir, jafnvel enginn hefur orðað
þetta afstæði og þetta einkenni tím-
ans betur en sálmaskáldið Matthías
Jochumson í þjóðsöngnum okkar.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir.
Við fráfall Vilbergs urðu þau
fjörutíu ár sem við urðum samferða
sem dagur væri í huga mér og er þó
margs að minnast.
Tengdafaðir minn ólst upp og
starfaði fyrri hluta ævi sinnar í rót-
grónu útvegsbændasamfélagi í
Grindavík. Menn áttu saman bát,
jafnvel báta, og héldu skepnur með-
fram. Sjálfum sér nægir um flest.
Sú ósérhlífni og þrautseigja í starfi
sem mótaðist við þær aðstæður og
sú þekking og alúð sem nauðsyn-
lega varð að vera fyrir hendi gagn-
vart náttúrunni allri, dýrum, gróðri,
sjó og vindum finnst mér ætíð hafa
einkennt Vilberg.
Árið 1949 flutti hann ásamt Stein-
unni tengdamóður minni til Hafn-
arfjarðar. Kirkjuvegur 11 varð
þeirra heimili í tæp 50 ár, ætíð
rausnargarður og griðarstaður
þeirra er leið áttu hjá, hvort sem lit-
ið var við í kaffi eða dvalið löngum
stundum. Á tímabili áttu dætur okk-
ar Fanneyjar þar sitt annað heimili.
Veganestið mótaði þær svo að sómi
er að.
Störf Vilbergs eftir að til Hafn-
arfjarðar kom tengdust öll þeirri rót
sem hann ólst upp við í Grindavík.
Fiskvinnsla, útgerð, ásamt sér til
gagns og ánægju að halda fé, heyja
og hirða. Lengst af vann Vilberg
sem verkstjóri og fiskmatsmaður en
fyrstu árin voru unnin öll þau störf
er til féllu. Einar Þorgilsson og co,
Útgerðarfélagið Ásar, Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar, Hafnfirðingur hf.
Allt voru og eru þetta virt og fram-
sækin fyrirtæki og allir sem til
þekkja vita að Vilberg vann af
dugnaði og trúmennsku á hverjum
stað. Hann gaf sig ætíð af alhug í
hvert verkefni sem hann tók sér
fyrir hendur eða var falið að sjá um.
Trúr smáu sem stóru.
Sem strákur og fram á unglingsár
þvældist ég oft um bryggjurnar í
Hafnarfirði. Það var nánast árátta.
Þar varð ég málkunnugur tengda-
föður mínum fyrst. Hann talaði við
strákinn sem jafningja um báta og
aflabrögð. Slíkt er sjaldgjæft hjá
önnum köfnum mönnum en ákaf-
lega notalegt og eykur sjálfstraust
unglingsins. Hann var ef til vill ekki
allra en hafði þessa lagni og alúð til
að bera er hrífur ungt fólk með í
leik og starfi.
Ekki vissi ég þá að þessi vörpu-
legi, knái, ljóshærði maður væri fað-
ir stúlkunnar sem ég var feimnastur
við í Flensborg og síðar varð eig-
inkona mín.
Já, margs er að minnast í gegnum
árin og allt sem glímt var við var
leyst með ákefð og gleði í huga.
Hvort það voru smíðar, veggfóðrun,
grjóthleðsla austur á fjörðum, jafn-
vel bílaviðgerðir sem hvorugur okk-
ar hafði mikið vit á urðu ánægju-
efni, ekkert síður en þær ferðir og
ferðalög sem við fórum í á sínum
tíma er heilsa og aðstæður leyfðu.
Fyrir hugskotssjónum eru mynd-
ir af Vilbergi og Steinunni. Þau eru
með okkur Fanneyju norður í Fljót-
um á fallegu sumarkvöldi, setið er
hátt uppi í fjallshlíð með kaffi og
meðlæti. Útsýni ægifagurt yfir sveit
og sæ. Lotning tengdaföður míns
yfir því sem fyrir ber er nánast
áþreifanleg.
Í Hallormsstaðarskógi vakti lerk-
ið í Guttormslundi undrun og litla
hríslan hans Inga T þar sem hún
hallaði sér yfir lækinn sinn varð að
umræðuefni og síðan var ljóðið
sungið af innlifun. Ógleymanleg er
ferð til Vestmannaeyja sumarið
1986. Siglt var um Eyjasund og
hringinn allan í blíðskaparveðri. Við
vorum hugfangin.
Tengdaföður mínum á ég margt
að þakka. Of langt yrði upp að telja.
Þó virði ég mest, að á Norfjarð-
arárum okkar Fanneyjar lagði hann
sitt af mörkum til að hvorki trosn-
uðu né slitnuðu bönd sannrar vin-
áttu, en fjarlægð og árafjöld veldur
of oft slíku þó að enginn ætli sér
það.
Í dag kveðjum við einstakan
mann. Lífsviðhorf hans og líf allt er
til eftirbreytni.
Við kveðjum þig með söknuði en
geymdar verða ljúfar minningar.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þinn tengdasonur
Gísli.
Tengdafaðir minn, Vilberg Daní-
elsson, Villi Dan, er látinn. Ég
kynntist Villa fyrir yfir 30 árum og
hafa þau kynni vaxið með árunum
og orðið að mikilli vináttu okkar.
Það var ekki asi og læti þar sem
Villi fór um. Allt var unnið með
markvissum handtökum þess sem
kunni til verka. Þá gilti einu hvort
það var fiskvinnsla, fjárbúskapur,
garðvinna og matjurtarækt eða
smíðar, allt lék þetta í höndum
hans. Þegar við kynntumst starfaði
hann í fiskvinnslu hjá Ásum, fisk-
vinnslufyrirtæki í Hafnarfirði. Þar
keyrði Villi vörubíl fyrirtækisins
jafnframt öðrum störfum. Mikið var
unnið og sjaldan unni hann sér
hvíldar. Ef ekki var verið að vinna í
fiski var farið til að hugsa um kind-
urnar og hestana sem voru hans líf
og yndi. Þá var það garðurinn bæði
heima fyrir og kartöflugarður í
garðlöndum Hafnfirðinga. Á sumrin
var unnið í heyskap af miklum eld-
móði og minnast margir Hafnfirð-
ingar þess þegar Villi sló með orfi
og ljá svæðið við Olíustöð Esso á
Hvalreyrarholti, besta heyið var í
hallanum. Fjölskyldan kom svo til
að aðstoða við að hirða heyið og
koma því hlöðuna. Þá hafði tengda-
móðir mín smurt brauð og bakað
með kaffinu til að allir hefðu orku í
þessa skemmtilegu vinnu. Á haustin
var smalað í Krísuvík og fór Villi
alltaf í smalamennsku á meðan
hann hélt kindur. Þegar Hafnar-
fjörður þandist út þurfti að færa
kindakofann til og var hann síðast á
því svæði sem nú heita Vellir í
Hafnarfirði. Það var alveg sama
hvar kofinn var, hann bar af fyrir
snyrtimennsku og vandaða um-
hirðu. Þegar voraði fór Villi að
vakna fyrr, svona upp úr fimm á
morgnana, spennan var mikil þegar
sauðburður var í nánd. Þá var farið í
kindakofann á öllum stundum til að
fylgjast með, gefa og passa nýfædd
lömbin. Öll fjölskyldan hafði af
þessu mikið gaman en þó mest
barnabörnin sem fengu að umgang-
ast lömbin og halda á þeim með afa
sínum.
Villi var afar nýtinn á alla hluti og
er mér sérstaklega minnisstætt að
hann fór að verka skötusel þegar
menn töldu skötusel leiðinlegan
fylgifisk humarveiða og var honum
hent á þessum árum, upp úr 1970.
Komið var með verkaðan fiskinn
heim og hann hafður við hátíðleg
tækifæri. Öllum til mikillar undr-
unar var um frábæran mat að ræða.
Ekki spillti fyrir að hafa kartöflurn-
ar hans Villa með en það var alveg
sérstakt mál að hafa góðar karftöfl-
ur og rækta þær sjálfur. Rabarbari
var tekinn og skorinn til fyrir eig-
inkonu og dætur til sultugerðar.
Hangikjötið skipaði alveg sérstakan
sess hjá tengdapabba, en eina leiðin
til að ná því réttu var að reykja það
sjálfur. Á jólum var heimareykt
hangikjöt aðalmálið, það var sérstök
athöfn á Kirkjuveginum þegar það
var smakkað. Villi var einstaklega
barngóður og hændust börnin að
honum. Alltaf var jafngaman að
vera hjá afa og ömmu á Kirkjuvegi
11 og spila og syngja.
Í langvarandi veikindum tengda-
móður minnar sýndi Villi hvað í
honum bjó. Aldrei kvartaði hann
heldur fann alltaf nýjar leiðir til að
leysa málin og gera það besta úr
þeim eins og hægt var. Eftir að þau
fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði tók
Villi virkan þátt í því starfi sem þar
er. Hann var afar stoltur þegar
hann fékk verðlaun fyrir púttkeppn-
ir og pílukastið reyndist heldur eng-
in hindrun. Fyrir tæpum fjórum ár-
um veiktist hann sjálfur alvarlega
en sýndi þá sömu þrautseigju og
vann sig út úr því eins og best var
hægt. Ég mun alltaf minnast Villa
með söknuði, efst er mér þó í huga
seiglan og hvernig hann vann sig
ávallt út úr erfiðum málum á já-
kvæðan hátt. Blessuð sé minning
hans.
Júlíus Karlsson.
Elsku afi minn. Það er svo margt
sem okkur langar að segja en að-
allega viljum við að þú vitir hve
vænt okkur þykir um þig og hversu
mikið við söknum þín. Við eigum
óteljandi margar góðar minningar
sem við munum ávallt varðveita í
hjarta okkar. Núna ertu hjá Guði og
spilar póker eða ólsen ólsen eins og
þú gerðir með okkur þegar við vor-
um lítil og kenndir okkur að
,,beygja“ reglurnar eins og þér ein-
um var lagið.
Mikið vorum við alltaf glöð þegar
lömbin fæddust á vorin og við fórum
með þér að gefa þeim og þá sér-
staklega heimaalningunum sem við
gáfum mjólk úr pela. Signý samdi
litla vísu um lömbin þín og fór alltaf
með hana fyrir þig þegar lömbin
hlupu um í nýsprottnu grasinu:
„Lömbin fæðast létt í lund og
hvílast litla stund.“
Þú kallaðir okkur alltaf litlu
lömbin þín þegar við komum í heim-
sókn og sníktum hjá þér kandís og
molasykur sem þú bleyttir í með
kaffinu þínu. Á jólunum borðuðum
við besta hangikjöt í heimi sem þú
reyktir í reykkofanum þínum og
kartöflur úr garðinum á Kirkjuveg-
inum.
Alltaf þegar við gistum hjá þér og
ömmu þá lést þú okkur fara með
þessa bæn:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaður Jesú mæti.
Svo sastu hjá okkur þangað til að
við sofnuðum og kysstir okkur á
ennið.
Góða nótt, elsku afi, og takk fyrir
allt.
Megi Guð geyma þig og blessa.
Þín barnbörn,
Ásgerður, Signý og Einar Karl.
Jæja, afi minn, þá fékkstu hvíld-
ina eftir erfið veikindi, og ég veit að
þér líður vel núna þar sem þú ert.
Það var erfitt að horfa á þig svona
veikan, þú sem varst alltaf svo
hraustur og mikið „matsjó“ eins og
við Ósk kölluðum þig stundum. Þó
að það sé sárt að kveðja þig þá er ég
óskaplega þakklátur fyrir að hafa
haft þig í lífi mínu í tæp 40 ár.
Minningar streyma fram í hug-
ann, minningar frá fyrstu árum
mínum heima hjá þér og ömmu á
Kirkjuveginum, þar sem við
mamma bjuggum hjá ykkur þangað
til ég var 12 ára. Þar átti ég margar
góðar stundir bæði við leik og störf.
Margir vinir mínir kölluðu mig afa-
barn, en mér var slétt sama, ég vildi
miklu frekar vera með þér uppi í
kindakofa að stússast, heldur en að
vera á róluvellinum að éta sand. Oft
var ég meira að segja með þér í
vinnunni og það var sko gaman,
sitja með þér í vörubílnum og sækja
fisk, jafnvel alla leið til Þorlákshafn-
ar eða Grindavíkur.
Já, það er auðvitað margs að
minnast, við gerðum svo ótrúlega
margt saman þú og ég. Eitt er mér
þó sérstaklega ofarlega í huga. Það
var þegar ég gifti mig og þú stóðst
við hlið mér í kirkjunni, svo glæsi-
legur og stoltur, að unun var á að
horfa. Þessu gleymi ég auðvitað
aldrei. Já, afi minn, það var ynd-
islegt að eiga þig að og ég sakna þín
mjög mikið. Megi góður Guð geyma
þig þangað til við hittumst aftur. Þá
eigum við örugglega eftir að bralla
ýmislegt saman. Þinn afastrákur
Vilberg.
Ég man eftir einum jólum með
þér. Þegar ég fékk fyrsta þríhjólið
mitt. Þú settir það saman fyrir mig.
Þú varst góður og skemmtilegur
maður. Þú varst alltaf að gefa mér
eitthvað. Þú varst alltaf að leika við
mig.
En nú, afi, ert þú farinn til himna.
Þinn
Þórhallur.
VILBERG
DANÍELSSON
Elskulegur fósturfaðir minn, bróðir og frændi,
KRISTINN KRISTJÁNSSON
frá Bárðarbúð,
lést á hjartadeild Landspítalans miðvikudaginn
4. febrúar.
Jarðsett verður frá Hellnakirkju laugardaginn
28. febrúar kl. 14.00.
Rútuferð frá BSÍ sama dag.
Ólafur Magnússon,
Sigurbjörg Farrell,
Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir,
Ólína Gunnlaugsdóttir,
Kristjana Leifsdóttir,
Kristján Leifsson,
Þorvarður Gunnlaugsson,
Kristján Gunnlaugsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
tengdafaðir og afi,
STEINGRÍMUR JÓN ELÍAS
GUÐMUNDSSON,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
12. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Hjartavernd.
Wan Phen Malai,
Íris Anna Steingrímsdóttir, Kjartan Þór Árnason,
Anna Steingrímsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson,
Magnús Guðmundsson Sigrún Hjörleifsdóttir,
Grettir I. Gumundsson, Hrönn Harðardóttir,
Óðinn A. Guðmundsson, Iðunn Lárusdóttir,
Halldór Þór Guðmundsson,
Rebekka R. Guðmundsdóttir, Kristján Róbert Walsh.
Eiginmaður minn,
GÍSLI ÁSMUNDSSON,
Álandi 13,
Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut mánudaginn
9. febrúar.
Alfa Hjálmarsdóttir.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning