Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 33
✝ Guðný Jakobsdóttir fæddist áAkureyri 23. nóvember 1951.
Hún lést á heimili sínu 6. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hennar
voru Jakob Pálmason, f. 28.11.
1915, d. 19.2. 1998, og Friðrika
Gestsdóttir, f. 16.5. 1929, d. 29.5.
2002. Guðný átti einn hálfbróður,
Stefán Sveinbjörnsson, og einn al-
bróður, Pálma Jakobsson.
Guðný giftist ung Sigtryggi
Antonssyni og eignaðist með hon-
um eina dóttur, Pálmeyju, f. 26.9.
1969. Sigtryggur og Guðný skildu
eftir tveggja ára hjónaband.
Upp úr 1970 kynntist Guðný
Þóri Jakobssyni sem hún bjó með í
rúm 20 ár og eignaðist með hon-
um einn son, Óskar Jakob, f.
10.11. 1975. Síðustu árin bjó
Guðný með syni sínum en var ný-
flutt til Akureyrar og bjó þar ein.
Útför Guðnýjar var gerð frá
Höfðakapellu á Akureyri hinn 16.
janúar – í kyrrþey að ósk hinna
látnu.
Mig langar að minnast gamallar
vinkonu minnar Guðnýjar Jakobs
eins og hún var alltaf kölluð í vina-
hópnum, en hún lést langt um aldur
fram, aðeins 52 ára.
Mig langar að þakka þér fyrir að fá
að kynnast þér og allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman bæði í
vinnunni og utan hennar. Ég man
hvað þú varst vinnusöm og góð við
sjúklingana á deildinni og vildir láta
gott af þér leiða
Svo vil ég þakka þér fyrir hvað þú
tókst vel á móti mér þegar ég byrjaði
að vinna, ég var svo hrædd og óörugg
en þú komst og leiddir mig í gegnum
þetta og varst svo hjálpsöm.
En við vorum ungar og vorum mik-
ið úti á lífinu og ekki leið sú helgi að
ekki væri eitthvað að gerast hjá okk-
ur, bæði gott og miður skemmtilegt,
og mjög oft fóru hlutirnir úr bönd-
unum, en alltaf var reynt að sjá
spaugilegu hliðarnar á hlutunum en
við vorum duglegar að breiða yfir
sannleikann og hlæja bara nógu mikið
að öllu saman. Innst inni var mikil
sorg og sársauki sem þér tókst aldrei
að vinna þig út úr því Bakkus er harð-
ur húsbóndi og tók völdin snemma.
Okkar leiðir skildi. Ég fór að gera
aðra hluti en ég hugsaði mjög oft til
þín og reyndi að hafa samband því
mér þótti mjög vænt um þig og ég
vildi að ég hefði getað miðlað til þín
því sem ég hef öðlast í lífinu, en stund-
um er það svona að sumir ná þessu
aldrei, því miður og þú varst ein af
þeim.
Drottinn blessi minningu þína.
Þín vinkona,
Guðrún Sigríður
Valdemarsdóttir.
GUÐNÝ
JAKOBS-
DÓTTIR
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
JAKOBÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Skuld,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn
14. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kvennfélagið Líkn, Vestmanna-
eyjum.
Sigurgeir Jónasson,
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Gunnar K. Gunnarsson,
Guðlaugur Sigurgeirsson, Sædís M. Hilmarsdóttir,
Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, Börkur Grímsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir
og mágur,
GUÐBJÖRN FRIÐRIKSSON,
Löngumýri 20,
Garðabæ,
sem lést fimmtudaginn 5. febrúar, verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn
12. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Ragnheiður Björgvinsdóttir,
Friðrik Björgvin Guðbjörnsson,
Fanney Guðmundsdóttir, Friðrik Sigfinnsson,
Sigríður Friðriksdóttir, Mohammad Sardar,
Halldóra Friðriksdóttir,
Kristín Friðriksdóttir, Björgvin Áskelsson,
Sigurbjörg Friðriksdóttir.
Elskulega konan mín, móðir okkar, dóttir
og tengdadóttir,
RUT BERGSTEINSDÓTTIR,
Rauðagerði 54,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 13. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hinnar látnu, er bent á Barna-
spítalasjóð Hringsins eða aðrar líknarstofnanir.
Kristján Kristjánsson,
Rán, Steinunn, Andrés Lars,
Þórunn Andrésdóttir,
Bergsteinn Ólason,
Guðný Björnsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
FRIÐGERÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
elliheimilinu Grund.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3A á
elliheimilinu Grund fyrir kærleiksríka umönnun
og alúð.
Einar Erlendsson, Elín Margrét Höskuldsdóttir,
Ardís Erlendsdóttir,
Ingibjörg Erlendsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON,
Thomsonsveg 18,
Malmö, Svíþjóð,
lést á sjúkrahúsi í Malmö fimmtudaginn 5. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrafnhildur, Kjartan og Védís.
Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð
og vinarhug við andlát og útför frænda
og fósturbróður,
GUNNARS KRISTINS AUÐBERGSSONAR
frá Eskifirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Sveinsdóttir, Jónas Helgason,
Kjartan Pétursson, Guðríður Valdimarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
LEIFUR VALDIMARSSON,
Árskógum 6,
Reykjavík,
andaðist að morgni þriðjudagsins 10. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Gísladóttir,
Hrefna E. Leifsdóttir, Þorsteinn Árnason,
Heiða K. Leifsdóttir,
Auður Leifsdóttir, Guðmundur Gunnlaugson,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EIÐUR SIGURÐSSON,
Vogagerði 3,
Vogum,
lést mánudaginn 9. febrúar.
Árni Klemenz Eiðsson, Anna Hulda Friðriksdóttir,
Vala Eiðsdóttir, Jón Óskar Valdimarsson,
Hanna Eiðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
mömmu, tengdamóður, ömmu og langömmu,
DÓRU GUÐRÍÐAR SVAVARSDÓTTUR,
Brekkugötu 3,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss
Vestmannaeyja.
Halldór Pálsson,
Aðalheiður Halldórsdóttir, Ævar Þórisson,
Hafþór Halldórsson, Sigríður V. Ólafsdóttir,
barnabörn, barnabarnabarn
og aðrir aðstandendur.
Systir okkar,
ÞÓRHILDUR SALÓMONSDÓTTIR
fyrrum forstöðumaður
Þvottahúss ríkisspítalanna,
verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal
laugardaginn 14. febrúar nk. kl. 14.00.
Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstu-
daginn 13. febrúar kl. 13.30.
Guðríður Salómonsdóttir,
Sæmundur Salómonsson,
Gunnar Salómonsson,
Svandís Salómonsdóttir,
Björgvin Salómonsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BIRNA EGGERTSDÓTTIR NORÐDAHL
frá Hólmi,
dvalarheimilinu Barmahlíð,
Reykhólum,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi sunnudagsins 8. þessa
mánaðar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eggert N. Bjarnason, Berta G. Rafnsdóttir,
Inga Vala Ólafsdóttir, Hörður Garðarsson,
Þórarinn Ólafsson, Ann Andreasen,
Indíana S. Ólafsdóttir, Erlingur Jónsson,
Anna M. Ólafsdóttir, Guðni Sigurðsson,
Vaka H. Ólafsdóttir, Björgvin Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.