Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
TETRA Ísland, sem rekur fjar-
skiptakerfi fyrir lögreglu, slökkvi-
lið, björgunarsveitir og fleiri aðila,
lokaði í gær fyrir 16 senda sína af
29 sem hafa verið settir upp víða
um land. Hinir 13 verða í gangi
samkvæmt gildandi samningi um
þjónustu við ríkið og Reykjavíkur-
borg. Kveikt var á fimm sendum
aftur í gærkvöldi þannig að 18 voru
í gangi í nótt og sagði Jón Pálsson,
framkvæmdastjóri Tetra Íslands,
að það væri ekki þeirra markmið
að stefna öryggi borgaranna í
hættu heldur væri markmið þeirra
að fá borgað fyrir þá þjónustu sem
þeir veittu og þeir spöruðu ekki
neinn kostnað á því að vera með
slökkt á sendunum í nótt
Hrólfur Jónsson, slökkviliðs-
stjóri Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins (SHS), og Erling Þór
Júlínusson, slökkviliðsstjóri á Ak-
ureyri, hafa áhyggjur af þróun
mála og vona að lausn finnist hið
bráðasta á vanda Tetra Íslands.
Í tilkynningu frá Tetra Íslandi
er allri ábyrgð af þessum aðgerð-
um og áhrifum þess á starfsemi
viðbragðsaðila vísað á hendur
dómsmálaráðuneytinu en ráðu-
neytið gaf neikvætt svar í gær-
morgun um að endurskoðun á
samningum við ríkið færi fram.
Hefur stjórn Tetra Íslands verið
boðuð til fundar í dag til að ræða
framhaldið en fjárhagsstaða fyrir-
tækisins er mjög slæm, skuldirnar
miklar og tekjur hafa reynst minni
en vonast var eftir í fyrstu.
Áhyggjufullir yfir stöðunni
Dómsmálaráðuneytið telur að
skilyrði hafi ekki verið fullnægt um
að tryggja fjárhagslegar forsendur
fyrir rekstri fyrirtækisins. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra seg-
ir við Morgunblaðið að lausn máls-
ins byggist ekki á hærri greiðslum
frá ríkinu til Tetra Íslands. For-
sendur séu ekki fyrir hendi um
endurnýjun samnings við ríkið.
Hrólfur Jónsson segir að Tetra
Ísland hafi óskað eftir því að SHS
greiddi fyrir notkun á öllum þeim
sendum sem settir hafi verið upp,
en þeim hafi verið fjölgað úr 16 frá
upphaflegum samningi upp í 20 á
umráðasvæði slökkviliðsins. Tetra
Ísland hafi hins vegar ekki sýnt
fram á með óyggjandi hætti að fyr-
irtækið væri með meiri þéttleika í
kerfinu en gildandi samningar
kveði á um. „Við erum að sjálf-
sögðu áhyggjufullir ef kerfið er
ekki lengur nógu gott.“
Tetra lokaði í gær 16 sendum af 29 og opnaði 5 aftur í gærkvöldi
Slökkviliðsstjórar hafa
áhyggjur af kerfinu
Tetra/26–27
SKELJUNGUR lækkaði í gær verð á gas-
olíu sem afgreidd er til viðskiptavina utan
Shellstöðva, svo sem til verktaka, smábáta-
eigenda, bænda o.fl. um 5 kr. lítrann.
Leiðsluverð á hverjum lítra af gasolíu sem
var 41,10 krónur lækkar í 36,10 krónur lítr-
inn. Gasolía til húshitunar lækkaði úr 37,63
kr. lítrinn í 33,06 krónur fyrir hvern lítra.
Almennt verð á dísilolíu hjá Skeljungi er
eftir sem áður 40,10 kr. fyrir fulla þjónustu
og 36,10 kr. fyrir sjálfsafgreiðslu.
Almennt verð dísilolíu á Olísstöðvum fyr-
ir fulla þjónustu er 40,10 kr á lítra og í
sjálfsafgreiðslu kr. 36,10 kr. á lítra. Al-
mennt verð á dísilolíu hjá Olíufélaginu er
41,10 kr. fyrir fulla þjónustu og 36,10 kr. í
sjálfsafgreiðslu.
Lítri af gasolíu
lækkar um fimm
kr. hjá Skeljungi
fimm kíló en hann hafði gleypt
hnífinn með blaðið á undan. Ekki
er ljóst hve lengi þorskurinn synti
með hnífinn í maganum en Stefán
fullyrðir að hann hafi ekki farið í
sjóinn frá þeim á Ólafi.
flatningshnífur. Blaðið á hnífnum
var að vísu brotið þannig að það
er ekki nema hálft en haldið á
hnífnum er óskert. Þorskurinn
sem hafði verið svo hugaður að
gleypa hnífinn var á að giska
STEFÁN Jósefsson, stýrimaður á
netabátnum Ólafi Magnússyni
HU, varð heldur betur undrandi
þegar gert var að aflanum úr
einni trossunni. Upp úr maganum
á einum þorskinum kom hálfur
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Hnífur fannst í þorskmaga
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær að tillögu
menntamálaráðherra að beina því
til ríkisaðila að hugbúnaður á ís-
lensku hafi ávallt forgang fram yf-
ir annan hugbúnað hafi slíkt ekki
veruleg aukin útgjöld í för með sér.
Jafnframt hefur menntamála-
ráðherra hafið undirbúning að því
að innan tveggja ára verði allur al-
mennur hugbúnaður í skólakerfinu
og stofnunum á vegum mennta-
málaráðuneytisins á íslensku, auk
þess sem menntamálaráðuneytið
mun sjálft nýta íslenskan hugbún-
að í þeim mæli sem kostur er. Unn-
ið verður að þessum breytingum
samhliða eðlilegri endurnýjun á
vél- og hugbúnaði og innan venju-
legs fjárhagsramma stofnana og
sveitarfélaga.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið að lagt
væri til að ríkisstofnanir sem
stæðu frammi fyrir endurnýjun
hugbúnaðar síns kæmu til með að
nota íslenskan hugbúnað. Þetta
mundi ekki hafa aukakostnað í för
með sér fyrir ríkissjóð, því Micro-
soft væri tilbúið að leggja út í þýð-
ingar ef fyrir lægi að dágóður
fjöldi ríkisstofnana ætti hlut að
máli.
Mikilvægi íslenskunnar
undirstrikað
„Við sjáum fram á að geta notað
íslenskan hugbúnað í íslenskum
ríkisstofnunum án þess að það hafi
í för með sér aukakostnað fyrir
ríkissjóð. Það sem að mínu mati
skiptir mestu máli er að við erum
að undirstrika mikilvægi íslensk-
unnar,“ sagði Þorgerður Katrín.
Hún sagði að tölvunotkun væri
orðin mjög mikil og það væri auð-
vitað jákvæð þróun.
„Á hinn bóginn verðum við að
reyna að vernda okkar góða móð-
urmál og ef það fæst með tiltölu-
lega litlum tilkostnaði hefur mikið
áunnist,“ sagði Þorgerður Katrín
enn fremur.
Hugbúnaður
á íslensku
hafi ávallt
forgang
Samþykkt ríkis-
stjórnarinnar
MIKIL eftirspurn er eftir flugstjórum og
flugmönnum um þessar mundir og segir
Ólafur Árnason, varaformaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna, FÍA, að at-
vinnuástandið hjá íslenskum flugmönnum
sé ágætt, íslensku flugfélögin séu að ráða
flugmenn vegna aukinna verkefna og út-
lit fyrir að enginn verði atvinnulaus í
sumar, en mest hafi 28 manns verið á at-
vinnuleysisskrá hjá FÍA í haust sem leið.
Ólafur Árnason segir að 20% aukning
framboðs á ferðum hjá Icelandair kalli á
fleira starfsfólk. Rætt hafi verið um að fé-
lagið ætlaði að ráða um 20 nýja flugmenn
og endurráða álíka marga.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags
Íslands, segir að félagið ætli að ráða sjö
nýja flugmenn til framtíðar til að byrja
með og jafnvel þurfi að bæta fleirum við,
bæði til að taka við af öðrum og svo vegna
nauðsynlegrar fjölgunar. „Það er mikill
uppgangur fram undan,“ segir hann.
Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri
Íslandsflugs, segir að félagið ætli að ráða
um 30 til 40 flugmenn í gegnum áhafna-
leigur og síðan fimm íslenska flugmenn
til lengri tíma.
Þórarinn Kjartansson, framkvæmda-
stjóri Bláfugls, segir að félagið þurfi að
ráða þrjá til fjóra flugstjóra með réttindi
á Boeing 757-vél. Bláfugl taki slíka vél í
notkun í júní, en fyrir reki það fjórar Bo-
eing 737 og eigi von á fleiri síðar á árinu.
Mikil eftir-
spurn eftir
flugmönnum
♦♦♦
VÍSBENDINGAR eru um að eldgos gæti hafist í
vestanverðum Mýrdalsjökli og að hlaupið, sem
kæmi í kjölfarið, myndi fara niður Entujökul, niður
í Þórsmörk og á Markarfljótsaura. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að á 1.000–2.000 ára fresti hafi stór-
hlaup komið úr vestanverðri Kötluöskju. Nú er ver-
ið að vinna áhættumat um hlaup á þessu svæði, en
engar áætlanir eru til um hvernig rýmingu byggðar
yrði háttað brysti slíkt stórhlaup á.
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur
segir að ekkert bendi sérstaklega til að slíkt hlaup
gæti orðið á næstu árum, en bendir á að hlaup af
þessu tagi sé atburður af slíkri stærðargráðu að það
verði að vera til áætlanir um hvernig eigi að rýma
svæðið í skyndingu bresti það á. Slíkt flóð gæti farið
yfir Landeyjarnar og láglendið þar í kring. „Ef
áætlanir eru tilbúnar ætti að vera nægur tími til að
minni, þó gæti það orðið verulegt hlaup,“ segir
hann.
Jarðvísindamenn segja að allt bendi til að eldgos í
Kötlu sé í uppsiglingu, virkni í eldstöðinni hafi vaxið
jafnt og þétt undanfarin ár. Katla gaus síðast árið
1918, eða fyrir rúmum 85 árum, en hefur að jafnaði
gosið á 40–60 ára fresti. Magnús Tumi segir að erf-
itt sé að spá fyrir um hversu langt er í næsta gos.
„Ástæðan er einföld. Við vitum ekki hvað Katla þarf
að þenjast mikið út áður en hún gýs. Við höfum eng-
ar mælingar um það, en einn möguleikinn er að
þessi óróleiki hætti og að það verði ekki gos í bráð.
Hins vegar getur þetta ekki endalaust haldið áfram
í þessa átt. Það endar með gosi. Hvort það þarf vik-
ur, mánuði eða ár vitum við ekki,“ segir hann.
rýma flóðasvæðið,“ segir Magnús Tumi. Meðal þess
sem kannað verður í hættumatinu er hvort stærstu
hlaup úr vestanverðri Kötluöskjunni gætu náð inn á
Hvolsvöll.
Ekki útlit fyrir stórt hlaup ef það
gysi þar sem virknin er mest nú
Skjálftavirkni hefur gætt á vestanverðum jökl-
inum að undanförnu og segir Magnús Tumi að ef
það gysi í vestanverðri Goðabungu, þar sem jarð-
skjálftavirknin hefur verið mest undanfarin miss-
eri, yrði hlaupið ekki jafn stórt og þau hlaup sem
vísbendingar eru um að hafi átt sér stað á þessu
svæði.
„Það er ekki við því að búast að gos þar gæti
brætt jafnmikinn ís og ef það gysi vestast í Kötlu-
öskjunni sjálfri, ísþykktin er einfaldlega miklu
Hlaup gæti farið yfir í Landeyjar
Kötluhlaup/4