Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 C 25 Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Jónsgeisli - raðhús Vorum að fá í sölu sérlega vandað og glæsilegt 170 fm tvílyft raðhús ásamt 26 fm innb. bílskúr. Húsið skiptist í saml. stofur, sjónvarpsherb. fallegt eldhús, 3 góð svefn- herb. 2 með fataherb. innaf, tvö glæsileg baðherbergi, þvottahús og geymslu. Húsið er fullbúið, allar innréttingar afar vandaðar, massíf eikarparket á gólfum. Áhv. 9,1 millj. húsbréf. Gvendargeisli Glæsileg 127 fm 5 herb. íbúð á 3. hæð (efstu) með sérinngangi í nýju fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stórar stofur, vandað eld- hús, 3 svefnherb., fataherb., flísalagt bað- herb. og þvottahús. Stæði í bílskýli. Eskihlíð Einstaklega falleg 125 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi með glæsilegu útsýni yfir borgina. Stórar saml. stofur, suðvestursvalir. 2 góð svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Aukaherbergi í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Gler endurnýjað. Nýlegt eikarparket á gólfum. Húsið nýtekið í gegn að utan. Áhv. 8,2 millj. húsbréf. Verð 15,5 millj. Ránargata Þverbrekka Skemmtileg og björt 110 fm íb á 8. hæð (efstu) í góðri lyftublokk. Saml. stofur, park- et. 2-3 svefnherb. Þvottahús í íb. Tvennar svalir. Stórkostlegt útsýni. Skipti á íb. í Hamraborg mögul. Áhv. 3,9 millj. hagst. langtimalán. Verð 13,9 millj. Stóragerði með bílskúr Vorum að fá í sölu mjög góða og vel skipulagða 101 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, 3 svefnherb. parket. Utan- hússviðgerðir standa yfir, sem seljandi kostar. 19 fm bílskúr. Áhv. 7,7 millj. húsbr. og fl. Verð 14,5 millj. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götuhæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinn- gangi. Arinn, flísar á gólfum. Verslunar- leyfi fyrir hendi. Verð tilboð. Glæsileg 6 herb. nýstandsett 140 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinn- gangi. Saml. stofur, glæsilegt eldhús með massífum innréttingum. Vandað baðherb. 4 svefnherbergi. Flísar og parket á gólfum. Gler, gluggar, vatns- og raflagnir endurn. Verð 19,8 m. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Vesturborgin Glæsilegt og mikið endurn. 275 fm einbýli, tvær hæðir og kjallari á þessum eftirsótta stað. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir hús- inu. Í kjallara er 2ja herb. séríbúð. 58 fm bíl- skúr. Fallegur, gróinn garður. Góð staðsetn- ing, fallegt sjávarútsýni. Eign í sérflokki. Mávahraun - einbýli Fallegt og vel skipulagt 275,1 fm tvílyft ein- býlishús auk 33,5 fm bílskúrs. Húsið skiptist í stórar stofur með arni, 4 svefnherb., eldh., baðherb., snyrt. og þvottahús. Í kjallara eru tvö herb. og baðherb. með sérinng. Að auki stór og nýlega innréttuð stúdíóíbúð með sérinngangi í kjallara. Húsið er byggt á 767 fm hraunlóð sem snýr í suður. Ýmsir mögu- leikar. Skipti á minni eign möguleg. Laufásvegur einbýli Vorum að fá í sölu eitt af þessum eftirsóttu einbýlishúsum við Laufásveginn. Húsið er 265 fm á þremur hæðum. Á aðalhæð eru þrjár saml. stofur, vinnuherb., eldhús með nýrri innr. og gestasnyrting, parket og flísar á gólfum. Á efri hæð eru 3 rúmgóð svefn- herb. og baðherb. Í kjallara er 2ja herb. íbúð sem er öll nýlega endurnýjuð. Geymsluris yfir húsinu.Gróinn garður. Eign í sérflokki. Auðbrekka 2 til sölu/ leigu Gott 152 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð með góðri aðkomu og bílastæðum. Allt ný- lega endurnýjað. Rúmgóð móttaka. 5-6 skrifstofuherb. Parket á gólfum. Hentar und- ir léttan iðn. skrifstofur, heildverslun o.fl. Húsnæðið hefur nýlega verið endurnýjað. Laust stax. Verð 15,9 millj. Gautland Mjög góð 80 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Saml. skiptanlegar stofur, gott svefnherb. parket á gólfum. Hús nýlega tek- ið í gegn að utan. Sameign mjög snyrtileg. Laus fljótlega. Hringbraut Vorum að fá í sölu sérlega fallega 3ja herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bíla- geymslu í mjög góðu fjölbýli. Stór stofa, tvö svefnherbergi, nýtt parket á gólfum. Baðher- bergi nýlega endurnýjað. Sameign mjög snyrtileg. Áhv. 7,2 millj. Byggsj. og lífeyr.sj. Verð 13,5 millj. Flyðrugrandi Vorum að fá í sölu 68 fm íbúð á 3. hæð í glæsilegu fjölb.húsi. Rúmgóð stofa, 2 svefn- herb. parket. Norðaustursvalir. Áhv. 5,1 millj. Húsbréf, Verð 11,9 millj. Sólvallagata Mjög góð 82 fm íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi. Stór stofa, 2 rúmgóð svefnherbergi. Góður suðurgarður. Laus strax. Verð 13,8 millj. Kleppsvegur Vorum að fá í sölu 85 fm íb. á 5. hæð í lyftu- húsi. Stór stofa, 2 rúmgóð svefnherb. Rúm- gott eldhús. góðar svalir í suðvestur. Áhv. 6 millj. Húsbréf o.fl. Verð 12,7 millj. Asparfell Mjög falleg og mikið endurnýjuð 57 fm íbúð á 2. hæð i lyftuhúsi. Baðherb. flísalagt, nýl. eldhúsinnr. Suðvestursvalir. Áhv. 3,5 millj. Bygg.sj. Verð 8,2 millj. Sími 585 8800 • www.hibyli.is Þá er komið að því. Árlamorguns, fyrstu fréttirljósvakans eru í loftinu,stjörnubjartur himinn, þá birtist hún sem fyrsti vorboðinn. Það er dagsbrúnin í austri. Svo árla sést birtan koma roðagyllt yfir aust- urfjöllin, gamli góði Eyjafjallajökull fremstur, liggur eins og varðhundur fram á lappir sínar. Að baki honum litli bróðir, Tind- fjallajökull, og síðan kemur hin þóttafulla Hekla. Lætur svo lítið í morgunsárið að sína reisn sína, eng- in slæða um höfuð eins og svo oft. Sá sem hefur sofið vært í mátu- legri hlýju frá jarðvarmanum og aldrei þarf að finna fyrir kulda né sagga innandyra, fyllist tilhlökkun; vorið er á næsta leiti. En það þýðir ekki að falla í draumóra vegna aukinnar birtu sem teygir sig yfir meiri og meiri hluta af sólarhringnum. Það er þessi ein- staka tilfinning að vera á árstíma þar sem birtan verður meiri og meiri með hverjum degi. Það er ekki svo langt þangað til að það verður albjart þegar fyrstu fréttir dagsins berast landslýð öll- um. Þetta er allt að koma Svo er það alvara lífsins En vor- komunni fylgir meira en róm- antískir draumórar og tilhlökkun. Það eru tveir mánuðir til stefnu, það segja lögin. Á komandi tveimur mánuðum skulu öll húsfélög, hvort sem þau eru stofnuð af íbúðaeigend- um eða þeim sem eiga atvinnu- húsnæði, nema hvort tveggja sé, að hafa lokið við að halda aðalfundi. Svo strangt er þetta, en er fyrst og fremst í hag þeim sem eru í slík- um félögum. Þeir eru í þeim af því þeir eiga nokkrar eignir. Já, talsvert miklar eignir og þær eru aleiga margra. Þess vegna er ótrúlegt hvað margir eru skeytingarlausir um aleigu sína. Líklega mundu þeir skilja eignina betur ef hún væri í formi seðla, í formi peninga. Ef á borðinu væri hrúga af fimm þúsund króna seðlum, segjum sem svo að þeir séu 2000 stykki, þá mundi sá hinn sami verða ókvæða við ef nokkur hætta væri á að það glataðist svo mikið sem einn einasti seðill. Nei, fyrr skyldi hann dauður liggja. En þetta horfir svolítið öðruvísi við ef eignin er úr steypu og stáli, gleri og gardínum. Hún er þarna og hleypur ekki í burtu, um það þarf ekkert að hugsa. Fundur er settur Loksins eru þeir, sem neyddir voru í stjórn húsfélagsins fyrir ári, búnir að boða aðalfund, enda er síð- asti dagur aprílmánaðar upp runn- inn. Fyrsta hálftímann eru menn og konur að tínast inn og þá loks er fundur settur. Menn samþykkja reikninga eins og ekkert sé, það er svo sem ekki mikið að samþykkja, alltaf þetta sama og nánast ekkert til í sjóði. Samt stynja allir yfir húsgjöld- unum sem þó eru aðeins til allra nauðsynlegustu rekstrargjalda. Þá er farið að ræða framtíðina. Einn nýinnfluttur kemur skyndi- lega fram með þær byltingarkenndu tillögur að þrefalda framlög í hús- sjóð, safna í vænan framkvæmda- sjóð því í óefni sæki. Málningin flögnuð af utanhúss, teppið á stiga- ganginum gegnslitið, gluggarnir lekir, sumir ofnar hitna ekki, aðrir alltaf brennandi heitir. Eins og það sé ekki nógu stremb- ið að borga gjöldin eins og þau eru? Maðurinn hlýtur að vera eitthvað bilaður. Verðfelld vegna umhirðuleysis En hann situr við sinn keip. Hvers vegna var hann að kaupa í þessu skelfingar húsi ef allt er svo á hverfanda hveli er spurt? Hann svarar að bragði og upplýsir að hann þurfti þetta stóra íbúð og hér í þessu húsi var sú ódýrasta sem hann gat fengið, hér var það sem hann réð við. Hún var verðfelld vegna útlits og umhirðuleysis. Menn setti hljóða, þeir sem voru að hugsa um að selja drúptu höfði. Skelfilegt hirðuleysi Íslendinga um húsbyggingar hefur verið þjóð- arlöstur. Það er samt að verða vakning. Menn eru að vakna til meðvitundar um að það þarf að fara að huga að viðhaldi um leið og flutt er inn í nýtt hús. Það verður best gert með því að í hverju húsfélagi, smáu sem stóru, sé stofnaður sjóður sem lagt er í mánaðarlega, framkvæmdasjóður, það er raunar lagaskylda. Það á að vera óþekkt héðan í frá að einhver kaupi sér íbúð án þess að kanna hve mikið sú íbúð eigi í fram- kvæmdasjóði. Á hún ekkert, er ekki til slíkur sjóður? Það er mikill munur á verð- gildi íbúðar hvort slíkur sjóður er til eða ekki. Það er algjör regla að slíka inn- eign getur enginn tekið með sér, hún fylgir eigninni. Varstu að kaupa? Spurðirðu um þetta? Framkvæmdir við viðhald fasteigna koma ekki jafnt ár eftir ár, það er ekki við því að búast. En kostnaðurinn á að koma jafnt öll ár. Ýmist safnast upp sem sjóður eða þá að hann hverfur vegna fram- kvæmda sem auka verðgildi eign- arinnar. Hugsaðu um fasteignina eins og hrúgu af fimm þúsund króna seðlum, þeirra þarf að gæta vel og ekki nóg með það, þeir eiga að safna rentu, þeir mega ekki rýrna. Húsið má ekki heldur rýrna, þess renta er viðhald og endurbætur. Dagsbrún í austri Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Morgunblaðið/Ingibjörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.