Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 51
Gaukur sig og hófu búskap í lítilli íbúð í Bólstaðarhlíð. „Það var ekki um auðugan garð að gresja í hús- næðismálum á þessum tíma,“ segir Svanhildur. „Við fengum pínulitla tveggja herbergja íbúð með sameig- inlegum inngangi með annarri sams konar íbúð. Við deildum einnig bað- herbergi með íbúum þeirrar íbúðar. Svo skömmu síðar fæddist sonur okkar.“ Svanhildur segir að þau hafi byrj- að búskap sinn með tvær hendur tómar. Hún var flugfreyja á þessum tíma og flaug oft til Ameríku og þar keypti hún ýmislegt smádót í búið, en annað keyptu þau hér heima. „Við fengum okkur t.d. fljótlega sófasett sem við keyptum með af- borgunum hér heima. Þetta sófasett entist okkur lengi og það var yf- irdekkt tvisvar, enda var það keypt á þeim tíma sem hlutirnir áttu að endast.“ Ólafur Gaukur var þá orð- inn þekktur tónlistarmaður og rak meðal annars tónlistarbréfaskóla samhliða tónlistarflutningi og ann- arri kennslu. Svanhildur segir að vel hafi gengið að samræma vinnu og barnauppeldi. „Maður gat verið heima allan daginn og sinnt börn- unum, en síðan þurfti maður að fá pössun á kvöldin. Þegar við æfðum á daginn tókum við börnin með, svo þetta gekk allt vel upp.“ Fengu lán hjá Hinu íslenska prentarafélagi Eins og áður sagði var erfitt um húsnæði á þessum tíma. Ólafur Gaukur segir að eftir nokkur ár á leigumarkaði hafi þau farið að huga að því að koma sér upp sínu eigin húsnæði. „Kaupin gengu nú þannig fyrir sig á eyrinni að maður þurfti að grátbiðja um bæði lóð og lán,“ segir Ólafur Gaukur. „Maður sagði ekki „ég ætla að fá lóð“, heldur sagði maður „heldurðu að það væri nokk- ur leið að ég gæti kannski fengið lóð einhvers staðar á næstu fimm ár- um“. Síðan fór maður í bankann og sat þar skjálfandi í þrjá klukkutíma bíðandi eftir einhverjum kalli, sem síðan sagði blábert nei við láns- umsókninni. Það var náttúrlega al- veg hræðilegt hvernig farið var með fólk á þessum tíma,“ segir Ólafur Gaukur og verður nokkuð heitt í hamsi þegar hann hugsar aftur í tímann. „Það endaði með því að ég fékk lán á himinháum vöxtum til að byggja húsið mitt hjá Hinu íslenska prentarafélagi. Húsnæðis- málastofnun ríkisins neitaði mér hins vegar. Þeir sögðu að ég gæti ekki fengið lán af því að ættum ekki nógu mörg börn, en þá var Anna Mjöll rétt ófædd!“ Lífið tók nýja stefnu Þrátt fyrir tregðu fjármálastofn- ana fékk Ólafur Gaukur lóð í Foss- vogi. „Svavar Gests vinur minn sagði mér að sækja um lóð. Ég jánk- aði því með hálfum huga og sagðist kannski myndu sækja um rað- húsalóð. „Nei, nei, sagði Svavar, þú sækir um einbýlishúsalóð.“ Og það varð úr að ég sótti um einbýlis- húsalóð, án þess að gera mér nokkr- ar vonir um að fá hana. Við fórum því að leita okkur að íbúð og vorum búin að finna eina glettilega góða í Garðabæ sem við ætluðum að kaupa. Til stóð að skrifa undir kaup- samninginn síðla dags, en þann sama dag hringir Svanhildur í mig þar sem ég var upptöku, og segir að það sé komið bréf frá borgaryf- irvöldum. Ég sagði henni að opna það og í því stóð þá að við hefðum fengið einbýlishúsalóð við Kvista- land í Fossvogi. Það munaði því bara nokkrum klukkutímum að við hefð- um keypt hús í Garðabæ en ekki byggt hús hér. Þá hefði líf okkar far- ið í annan farveg en raun varð á. Þetta er eitt af þeim tilvikum sem sýnir að það er eitthvað meira í spilinu en það sem maður getur þreifað á. Þarna var gripið í taum- ana hjá okkur og lífið sveigt í aðra átt en maður hafði ætlað að fara.“ Húsbyggingin tók rúmt ár Ólafur Gaukur og Svanhildur hóf- ust þegar handa við byggingu ein- býlishússins sem þau búa enn í. „Við vorum sett á hornlóð,“ segir Ólafur Gaukur, „því borgaryfirvöld voru þess fullviss að við værum hávaða- söm. Tónlistarfólk væri þannig. Með því vildu þau reyna að koma í veg fyrir að nágrannarnir yrðu fyrir ónæði af okkur.“ Húsbyggingin hófst árið 1969 og þau fluttu inn í húsið ári síðar. „Við fluttum inn 11. ágúst 1970, á afmæl- isdegi Gauks og Andra Gauks, sonar okkar, en þeir feðgarnir eiga afmæli sama dag,“ segir Svanhildur. „Þess vegna er ekki hægt að gleyma inn- flutningsdeginum.“ Ólafur Gaukur byrjaði að kenna tónlist um tvítugt og hefur gert það sleitulaust síðan. Hann starfrækir Gítarskóla Ólafs Gauks og kennir þar m.a. á gítar, rafbassa, tónsmíðar og fleira. Hann segir skólann með nokkuð öðru sniði en hefðbundna tónlistarskóla og sérstaðan felist í námsefninu, sem hann hefur sjálfur hannað og sniðið að skólanum. Skól- inn er fyrir fólk á öllum aldri, en tæplega helmingur nemenda er full- orðið fólk. Nú eru Ólafur Gaukur og Svan- hildur tvö eftir í hreiðrinu með tík- inni Coco, en börnin þeirra tvö búa í Bandaríkjunum. Anna Mjöll hefur fetað í fótspor foreldranna og hefur haslað sér völl sem söngkona og býr núna í Los Angeles. Andri sonur þeirra er skurðlæknir, býr í ná- grenni Boston og á tvö börn. Ólafur Gaukur og Svanhildur fara einu sinni til tvisvar á ári í heimsókn til þeirra, en með nútímasamgöngum er það ekki erfitt. Ólafur Gaukur bendir þó á að álíka langt sé á milli Önnu Mjallar og Andra og frá Ís- landi til Boston. Svanhildur með Andra Gauk tæplega tveggja ára í fyrstu íbúðinni í Bólstaðarhlíð. Hér situr Ólafur Gaukur í fyrsta sófasetti þeirra hjóna og er líklega að vinna við bréfaskólann í litlu risíbúðinni í Bólstaðarhlíð. gudlaug@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 C 51 Nýbyggingar Þorláksgeisli Glæsileg og vel skipu- lögð raðhús í suðurhlíðum Grafarholts með golfvöllinn og náttúruna í næsta nágrenni. Húsunum verður skilað fokheldum, en hægt er að fá þau tilbúin til innréttinga eða fullbú- in allt eftir nánari samkomulagi. Verð 16 millj. Grænlandsleið Höfum fengið í sölu stórglæsileg tvíbýlishús í Grafarholti. Stað- setning og útlit er sérlega skemmtilegt. Íbúðin er um 170 fm auk 32 fm bílskúrs sem er innbyggður. Möguleiki er á 32 fm gler- skála við efri hæð. Minni íbúðin er 84 fm. Húsin afhendast tilbúin til innréttinga eða fullbúin án gólfefna. Teikningar og allar nán- ari uppl. á skrifsofu. Verð 25,9 millj. Grænlandsleið Glæsilegar 3ja her- bergja 117 fm neðri sérhæðir á góðum stað í Grafarholti. Íbúðirnar eru tilbúnar án gólf- efna. Vandaður frágangur og skemmtileg hönnun. Sjón er sögu ríkari. Verð 17,9 millj. Kirkjustétt - Grafarholt Einbýlis- hús 203,6 fm á tveimur hæðum ásamt 35,3 fm bílskúr samtals 238,9 fm. Húsið afhend- ist fokhelt að innan og fullbúið að utan, steinað, hægt að kaupa ómúrað. Bílskúr er innbyggður. GLÆSILEGT HÚS Í SUÐUR- HLUTA GRAFARHOLTS. STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU. Verð 20,9 millj. Nýbygging/fjölbýli Andrésbrunnur Falleg og skemmti- lega innréttuð 5 herbergja 126,9 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í lyftuhúsi ásamt stæði í bíla- geymslu. Forstofa með fatahengi. Sér- þvottahús og geymsla. Stofa með útgangi á suðursvalir. 4 svefnherbergi öll með fata- skápum. Baðherbergi flísalagt með baðkari. Íbúðin er fullinnréttuð en án gólfefna. Sam- eign fullfrágengin. Verð 19,9 millj. Andrésbrunnur GLÆSILEG 3JA HERBERGJA 93,0 FM ÍBÚÐ Í FALLEGU LYFTUHÚSI MEÐ BÍLAGEYMSLU Á JARÐ- HÆÐ. Allar innréttingar og hurðir eru úr spónlagðri eik, baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Skápar í öllum svefnherbergjum sem og í forstofu. Gegnheilt eikarparket á gólfum, flísar á baði og þvottahúsi. Verð 15,2 millj. Vantar í Grafarvogi Vantar raðhús/parhús eða einbýli í Grafarvogi. Verð 22-27 millj. Ákveðinn kaupandi Jórsalir Stórglæsilegt 285 fm einbýli með tvö- földum bílskúr. Húsið er allt hið vand- aðasta með flísum og parketi á gólf- um, allar innréttingar og hurðir eru úr kirsuberjavið. Hiti er tölvustýrður í öll- um gólfum. Húsið er umlukið skjól- girðingu ásamt því að stór og glæsi- leg verönd með heitum potti er í garðinum. Verð 45 millj. Bugðutangi - Mosf.bæ Glæsilegt einbýli 274,2 fmauk 100 fm aukarýmis. Húsið er að stórum hluta nýendurnýjað með glæsilegum inn- réttingum, gólfefnum, hurðum og lýs- ingu. Garðurinn umhverfis húsið er fallegur með veröndum og heitum potti. Sjón er sögu ríkari. Allar uppl. á skrifstofu. Verð 37 millj. Sumarbústaðir Skorradalur/Dagverðarnes Fallegt sumarhús/heilsárshús á einni hæð. Húsið er byggt úr bjálkum frá finnska fyrir- tækinu VUOKATTI. Gott skipulag og falleg hönnun er einkenni þessa glæsibústaðs. Húsið er að flatarmáli 65 fm með ásamt 17 fm verönd. Húsið er í byggingu og er áætl- aður afhendingartími í júní 2004. Húsið er staðsett í landi Dagverðarness í Skorradal. Frábær kostur til komast úr ys og þys höf- uðborgarinnar. Uppl á skrifstofu. 3ja herbergja Torfufell FALLEG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLI. Íbúðin er öll nýmáluð, falleg hvít eldhúsinnrétting og parket á stofu og svefnherbergi. Sam- eign er mjög falleg. Stutt í alla þjónustu. Áhvílandi sem getur fylgt. ca 4 millj. Verð 9,7 millj. Hraunbær Glæsileg, mikið endurnýjuð 3ja herbergja 82,2 fm íbúð í góðu fjölbýli. Gott skipulag, skemmtileg útfærsla á íbúð- inni. Á gólfum eru parket og flísar. Sameign mjög snyrtileg. Húsið steniklætt að framan- verðu. Barnvænn staður. Verð 12,3 millj. Álftahólar Góð 88,2 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli ásamt 29,1 fm bílskúr. Glæsilegt útsýni af 20 fm yfirbyggðum svölum. Húsið hefur allt verið tekið í gegn, klætt að utan. Öll þjónusta í nágrenninu. Verð 14,5 millj. 4-7 herbergja Álfholt, Hafnarf. Virklega skemmti- leg 99 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Útsýni er til suðurs og norð- urs. Íbúðin er öll nýendurgerð, þ.e. innrétt- ingar, málning og gólfefni. Íbúðin er laus. Áhv 9,1 millj. Verð 13,6 millj. Breiðavík Um er að ræða 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í lyftublokk með sérgarði í suðaustur. Kirsuberjainnréttingar, hvítlakk- aðar hurðir og parket á gólfum. Eign á skemmtilegum stað í næsta nágrenni við golfvöll, skóla, leikskóla o.fl. Íbúðin er ný- máluð. Verð 15,8 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.