Morgunblaðið - 17.03.2004, Síða 7

Morgunblaðið - 17.03.2004, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 7 HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur skilað Orkustofnun niðurstöð- um mælinga á hafsbotni umhverfis landið, sem gerðar voru á síðasta ári vegna undirbúnings að grein- argerð til Landgrunnsnefndar Sam- einuðu þjóðanna um tilkall Íslend- inga til hafsbotnsins. Frá þessu greinir á vef Orkustofnunar. Síðasti áfangi þessara mælinga fer fram á þessu ári. Mælingar síðasta árs fóru fram á hafrannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni í Síldarsmugunni, á Reykjaneshrygg, úti fyrir Suður- landi, á Færeyjahrygg og á Hatton- Rockall svæðinu. Úthaldsdagar voru 84 og mælingar gerðar á lín- um sem eru alls 15.400 km að lengd. Orkustofnun segir gæði dýptarmælinga Hafrannsóknastofn- unar hafa verið í góðu lagi og standast vel kröfur Landgrunns- nefndar SÞ. Í ljósi þess árangurs sem stofnunin hefur náð í afköstum og gæðum fyrirhugar Orkustofnun að semja við Hafró um að taka einnig að sér síðasta áfanga mæl- inganna sem á að fara fram á þessu ári. Um er að ræða landgrunnshlíð- arnar suður af landinu og frekari mælingar á Reykjaneshrygg. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að íslensk stjórnvöld ætla m.a. að gera tilkall til Hatton-Rock- all svæðisins. Bretar, Danir og Írar hafa einnig gert tilkall til þess svæðis, sem er fyrir utan 200 mílna lögsögu Íslands. Stjórnvöld ákváðu á sínum tíma að verja 700 millj- ónum króna til þessa verkefnis. Stefnt er að því að skila grein- argerð um kröfur Íslands árið 2005 en frestur til þess rennur út vorið 2009. Mælingar á hafsbotni halda áfram umhverfis Ísland DAUFBLINDRAFÉLAG Íslands fagnaði tíu ára afmæli sínu á mánu- dag. Daufblindrafélagið er félag þeirra einstaklinga sem búa bæði við mjög skerta sjón og heyrn. Daufblinda er alvarleg fötlun og hefur í för með sér mikla einangrun og erfiðleika fyrir þá sem við hana búa. Þar má t.d. nefna erfiðleika með skynjun á umhverfi, samskipti við aðra og öflun hvers konar upp- lýsinga. Megintilgangur félagsins er að rjúfa einangrun félagsmanna sinna og vinna að hvers konar hags- munamálum þeirra. Í tilefni afmælisins var boðið til móttöku í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Við móttökuna flutti formaður félagsins, Svanhildur Anna Sveinsdóttir, ávarp og kynnti nýtt merki félagsins. Merkið hann- aði Ingunn Anna Þráinsdóttir graf- ískur hönnuður og gaf félaginu í af- mælisgjöf. Þá var einnig á dagskrá söng- flutningur Bergþórs Pálssonar söngvara ásamt Eyrúnu Ólafs- dóttur sem flutti lögin á táknmáli. Öll dagskráin var túlkuð af radd- máli yfir í táknmál og öfugt þar sem það átti við, segir í frétta- tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Bergþór Pálsson söngvari flutti tvö lög í afmælisveislu Daufblindrafélags Íslands ásamt Eyrúnu Ólafsdóttur sem flutti lögin á táknmáli. Félag dauf- blindra tíu ára HEILBRIGÐIS- og tryggingaráð- herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær breytingar á lögum um sótt- varnir, þar sem kveðið er á um að ákveðin sýklalyf verði skráningar- skyld, en tilgangurinn er að fylgj- ast betur með sýklalyfjanotkun svo hægt sé að fyrirbyggja að upp komi ónæmi vegna notkunar þeirra. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðuneytisins er þessi laga- breyting lögð til vegna tilmæla frá Evrópusambandinu og Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni, sem hafa hvatt til þess að betur sé fylgst með notkun sýklalyfja. Bólusóttinni bætt inn Í heilbrigðisráðuneytinu er einn- ig í undirbúningi setning reglu- gerðar um skráningu á fleiri smit- sjúkdómum en til þessa. Til dæmis verður bætt inn bólusótt. Talið hefur verið að búið væri að útrýma henni, en nú eru uppi áhyggjur af því að hún kunni að verða notuð í hryðjuverkaárásum og því er henni bætt inn nú. Þá er einnig bætt inn ýmsum öðrum sjúkdóm- um, eins og inflúensu af a-stofni, sem hugsanlega gætu orðið að far- sóttum um allan heiminn. Sýklalyf gerð skrán- ingarskyld ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.