Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Forsætisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana
og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands
Stjórnsýslulög í áratug - áhrif þeirra og árangur
Morgunverðarráðstefna á Grand Hótel 31. mars kl. 8.30-11.00.
Fjallað verður um hvernig til hefur tekist um framkvæmd
stjórnsýslulaganna og þróun íslenskrar stjórnsýslu og stjórn-
sýsluréttar síðasta áratuginn. Hefur tekist að tryggja réttar-
öryggi borgaranna í skiptum þeirra við stjórnvöld og gera
stjórnsýsluna skilvirka og málsmeðferðina einfalda og hrað-
virka?
Ávarp: Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Tímar breytinga í stjórnsýslunni:
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
Stjórnsýslulög í nútíð og framtíð:
Páll Hreinsson prófessor við H.Í.
Reynsla stjórnarráðsmanns af stjórnsýslulögum:
Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri.
Ráðstefnustjóri: Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri.
Ráðstefnan er öllum opin.
Aðgangseyrir er kr. 3.000,- og er morgunverður innifalinn.
Skráning fer fram með tölvupósti, msb@hi.is eða á veffanginu:
http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/stjornsyslulog_skraning
Bretar fækka sendiráðum
Unnið er að róttækum breyt-
ingum innan bresku utanríkisþjón-
ustunnar og meðal annars stefnt að
því að fækka sendiráðunum. Kom
þetta fram í Sunday Telegraph í
gær. Þar sagði að í stað um 40 sendi-
ráða ætti að koma einn maður með
fartölvu og ekki endilega með sendi-
herratign. Nefndi blaðið nokkur ríki
í þessu sambandi, þar á meðal Ísland
og Nýja-Sjáland, en John Howard
Culver, sendiherra Bretlands hér á
landi, sagði í viðtali við Morg-
unblaðið að honum væri ekki kunn-
ugt um nein áform um að leggja nið-
ur sendiráðið hér.
Samið um bónusgreiðslur
Gengið hefur verið frá sam-
komulagi milli starfsmanna og Im-
pregilo við Kárahnjúka um bón-
usgreiðslur. Reiknað er með að nýja
bónuskerfið skili starfsmönnum al-
mennt 12–14% launahækkun og allt
að 20% við bestu aðstæður.
Sharon ákærður?
Fjölmiðlar í Ísrael sögðu í gær að
Edna Arbel ríkissaksóknari hefði þá
um daginn lagt til við dóms-
málaráðherrann að Ariel Sharon
forsætisráðherra yrði ákærður fyrir
spillingu. Snýst málið um hugs-
anlega mútuþægni meðal annars.
Einn ráðherra í Ísraelsstjórn sagði í
gær að Sharon yrði að segja af sér
yrði hann ákærður og undir það tek-
ur stjórnarandstaðan.
Versnandi tannheilsa
Endurgreiðslur Tryggingastofn-
unar til foreldra vegna tannlækn-
inga barna hafa lækkað verulega á
undanförnum árum og vaxandi hóp-
ur foreldra hefur ekki efni á að veita
börnum sínum grundvallartann-
læknaþjónustu, segir dr. Sigurður
Rúnar Sæmundsson, barnatann-
læknir og sérfræðingur í samfélags-
tannlækningum. Sigurður segir að
minnkandi kostnaðarþátttaka hins
opinbera í vörnum gegn tann-
skemmdum endurspeglist í versn-
andi tannheilsu hjá mörgum börnum
og tannheilsa þeirra fari æ meira
eftir tekjum foreldranna.
Markmið vegna útselsins
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, vill að stjórn-
völd svari því hvernig þau ætli að
bregðast við áskorun Norður-
Atlantshafsspendýraráðsins,
NAMMCO, um að Ísland setji skýr
markmið um framtíð útselsstofnsins
við Ísland. Á aðalfundi NAMMCO
kom fram að útselsstofninn hér hefði
farið minnkandi undanfarin tíu ár.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 41
Viðskipti 14 Bréf 38
Erlent 17 Dagbók 40/41
Listir 20/21 Leikhús 42
Umræðan 22/28 Fólk 42/45
Forystugrein 24 Bíó 42/45
Skoðun 20 Ljósvakar 46
Minningar 29/33 Veður 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FRIÐRIK Þór Guðmundsson, faðir
eins þeirra sem létust af völdum flug-
slyssins í Skerjafirði um verslunar-
mannahelgina árið 2000, segir að
samkomulag um að Codan, trygg-
ingafélag Leiguflugs Ísleifs Ottesen,
greiði erfingjum fórnarlambanna
skaðabætur feli í sér viðurkenningu á
ábyrgð flugfélagsins á slysinu. „Pen-
ingarnir eru í sjálfu sér aukaatriði,“
segir hann, „en við túlkum þetta sem
svo að menn hafi viðurkennt sína
ábyrgð.“ Hann segir ennfremur sam-
komulagið fela í sér siðferðilegan sig-
ur fyrir ættingjana; þeir hafi ávallt
haldið því fram að slysið mætti rekja
til lögbrota sem framin voru í Banda-
ríkjunum. Íslensk flug- og lögreglu-
yfirvöld hafi á hinn bóginn ekki talið
ástæðu til að kanna þann þátt málsins
sérstaklega.
Friðrik segir upphæð bótanna
trúnaðarmál en telur augljóst að hún
hefði verið lægri ef málið hefði aðeins
verið rekið á Íslandi. Bæturnar, verða
að sögn Friðriks, greiddar að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum, sem
tryggingafélagið fór fram á, m.a. um
að trúnaður verði um innihald sam-
komulagsins.
Refsivert athæfi
í Bandaríkjunum
Ættingjar farþeganna sem létust
af völdum flugslyssins árið 2000 höfð-
uðu mál fyrir bandarískum dómstól-
um, tæpum tveimur árum eftir slysið,
gegn Ísleifi Ottesen, eiganda leigu-
flugs Ísleifs Ottesen, Þorleifi Júl-
íussyni, eiganda vottunarfyrirtækis-
ins Julie’s Aircraft Service, og fleirum
sem komu að ferli vélarinnar þar í
landi. Lögfræðistofa í Bandaríkjun-
um tók að sér málareksturinn upp á
að fá allt að helmingshlut í hugsanleg-
um skaðabótum en ættingjarnir
myndu engan kostnað bera.
Ættingjarnir vildu með málshöfð-
uninni leiða í ljós hvort refsivert at-
hæfi hefði átt sér stað í Bandaríkj-
unum varðandi feril flugvélarinnar.
Þeir bentu m.a. á að Ísleifur hefði
keypt vélina á uppboði í Bandaríkj-
unum, gert hana þar upp, og viðhalds-
stöðin Julie’s Aircraft í El Paso, í eigu
Þorleifs Júlíussonar, hefði síðan vott-
að lofthæfi vélarinnar. „Viðhaldsfyr-
irtækið vottaði að þetta væri hin besta
flugvél, að okkar mati gegn betri vit-
und, og hleypti þar með þessum
garmi til Íslands,“ segir Friðrik og
bætir því við að yfirvöld hér á landi
hafi tekið pappíra viðhaldsfyrirtækis-
ins góða og gilda; þau hafi ekki einu
sinni skoðað vélina.
Aðalmeðferð í október
Umrætt samkomulag er einungis
við tryggingafélag Leiguflugs Ísleifs
Ottesen og því mun aðalmeðferð í
málinu gegn Þorleifi Júlíussyni fara
fram í Bandaríkjunum í október
næstkomandi. Friðrik bendir á að í
báðum málunum hafi mótaðilar viljað
fá málaferlin flutt til Íslands, en því
hafi verið hafnað í Bandaríkjunum.
„Það liggur því fyrir úrskurður dóm-
ara fyrir vestan um lögmæti þess að
flytja málið í Bandaríkjunum,“ út-
skýrir hann. „Það komu m.ö.o. fram
nógu sterkar vísbendingar um að
skaðabótaskyldur gjörningur hafi átt
sér stað í Bandaríkjunum.“
Friðrik segir að þegar þessi úr-
skurður hafi legið ljós fyrir hafi lög-
fræðingar Codan, og þar með Ísleifs
Ottesen, gert erfingjum hinna látnu
tilboð um skaðabætur, sem ná myndu
til málaferla í báðum löndunum, þ.e.
Bandaríkjanna og Íslands. „Og við
ákváðum að taka því tilboði,“ segir
hann.
Friðrik segir að það sem eftir
standi, þegar búið sé að greiða hlut
lögfræðinga og annan málskostnað,
skiptist jafnt í fimm hluta.
„Ég legg áherslu á að aðstandend-
ur og erfingjar allra farþeganna
standa einhuga saman í þessu. Sú
samstaða felur í sér að ekki verði
dregið í dilka. Í það sem kemur til
okkar er deilt með fimm. Jafnframt er
dánarbú flugmannsins aðili að sam-
komulaginu.“
Faðir eins þeirra sem létust í flugslysinu í Skerjafirði í ágúst 2000
Samkomulag siðferðilegur
sigur fyrir ættingjana
MORGUNBLAÐIÐ bauð áskrif-
endum sínum í heimsókn á sýningu
Ólafs Elíassonar í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um
helgina. Hátt í tvö þúsund áskrif-
endur nýttu sér boðið og nutu sýn-
ingarinnar. Einnig nutu þeir leið-
sagnar starfsfólks um sýninguna.
Ólöf Sigurðardóttir, deildarstjóri
fræðsludeildar Listasafns Reykja-
víkur, segir heimsóknina hafa verið
afar vel heppnaða. „Við fengum að
gera margt sem hefur verið boðið
upp á á sýningartímabilinu í meira
mæli en venjulega og náðum þann-
ig til fleiri gesta. Meðal annars var í
boði ratleikur fyrir fjölskyldur, í
raun leiðsögn í formi ratleiks og
mæltist það mjög vel fyrir,“ segir
Ólöf og bætir við að sér hafi fundist
það á gestum að þeir hafi haft
mikla ánægju af uppákomunni.
Einnig var opin listsmiðja allan
daginn og gátu gestir og gangandi
prófað að búa til hluti í anda Ólafs
Elíassonar, meðal annars litlar
kviksjár, en Ólafur leikur sér gjarn-
an með ljós og blekkingar augans.
Morgunblaðið/Jim Smart
Áskrifendur Morgunblaðsins skoða spennandi listaverk í heimsókn á Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
Vel heppnuð
heimsókn
RÍKI í Evrópusambandinu og á
Evrópska efnahagssvæðinu munu
taka í notkun samræmt heilsu-
tryggingakort sem íbú-
um landanna er ætlað
að bera en kortið á að
veita þeim sama rétt á
læknisþjónustu hvar
sem er innan sambands-
ins og í EES-löndum.
Íslensk stjórnvöld
stefna að því að heilsukortin verði
tekin upp hér á landi en óvíst er á
þessari stundu hvenær af því get-
ur orðið, skv. upplýsingum sem
fengust hjá Davíð Á. Gunnarssyni,
ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu.
Þrettán lönd stefna að því að
hefja dreifingu kortsins meðal íbúa
sinna hinn 1. júní næstkomandi en
aðildarlöndin geta tekið sér frest
til loka ársins 2005 til að taka
kortið í notkun. Heilsukortið leysir
af hólmi svonefnt E-111 vottorð
sem Tryggingastofnun hefur gefið
út og veitir sjúkra-
tryggðum einstakling-
um á ferðalagi innan
EES-svæðisins rétt á
læknishjálp og lyfjum á
sömu kjörum og íbúar
viðkomandi lands njóta.
Samkvæmt fréttum
frá ESB í Brussel á kortið ekki að
innihalda persónulegar heilsufars-
upplýsingar s.s. um blóðflokk kort-
hafa eða sjúkraskrárupplýsingar.
Hins vegar geta lönd sem þegar
hafa tekið upp kort með slíkum
upplýsingum fellt það saman við
evrópska heilsutryggingakortið í
eitt kort.
Heilsutryggingakortin verða
auðkennd með einu sameiginlegu
evrópsku tákni.
Heilsutryggingakort ESB
verða tekin upp á Íslandi