Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vertu ekki að glápa þetta, Ísólfur litli, þetta er ekki fyrir börn, góði. Frumkvöðlarannsókn kynnt Samanburður við önnur lönd Um þessar mundirverður kynnt ís-lensk útgáfa svo- kallaðrar GEM-skýrslu, sem unnin er á vegum HR GEM-frumkvöðla- rannsóknarinnar sem er talin ein viðamesta og virtasta rannsókn á frum- kvöðlastarfsemi sem gerð er í heiminum. Rannsókn- in er unnin af rannsókn- arteymum í fjörutíu lönd- um og er stýrt af London Bussiness School og Bab- son College, framkvæmd árlega og er umfang, eðli og umhverfi frumkvöðla- starfsemi í löndunum rannsakað á samræmdan hátt með það að langtíma- markmiði að rannsaka tengsl milli frumkvöðla- starfsemi og hagvaxtar, að sögn dr. Rögnvalds J. Sæmundssonar, lektors við viðskipadeild Háskól- ans í Reykjavík og forstöðu- manns rannsóknastofnunar Há- skólans í Reykjavík í nýsköpunar- og frumkvöðlafræð- um, sem sá um íslensku rann- sóknina. Morgunblaðið lagði nokkar spurningar fyrir Rögn- vald og fara svör hans hér á eftir. – Segðu okkur fyrst frá þess- ari GEM-rannsókn, forsögu hennar og tilgangi? „GEM-rannsóknin (Global Entrepreneneurship Monitor) er alþjóðleg rannsókn á frum- kvöðlastarfsemi. Tilgangur henn- ar er að bera saman umfang og umhverfi frumköðlastarfsemi í ólíkum löndum í heiminum með það fyrir augum að skilja tengsl á milli frumkvöðlastarfsemi og hagvaxtar. Til þess að það sé hægt er gögnum safnað árlega. Rannsóknin hófst formlega árið 1999 þegar 10 lönd tóku þátt í henni en í dag hefur rannsóknin verið framkvæmd í rúmlega 40 löndum.“ – Hvenær kom Ísland að þessu starfi, hvers vegna og á hvers vegum? „Rannsóknin var fyrst fram- kvæmd á Íslandi árið 2002. For- saga rannsóknarinnar á Íslandi er sú að þegar farið var af stað með átaksverkefnið Auður í krafti kvenna fóru þeir sem tóku þátt í undirbúningi þess verk- efnis víða til þess kynna sér hvað vel hafði verið gert í öðrum lönd- um. Þá var GEM-rannsóknin ný- hafin og fyrstu niðurstöðurnar að birtast. Undirbúningshópnum, þar á meðal Guðfinnu S. Bjarna- dóttur, rektors Háskólans í Reykjavík, þóttu þessar niður- stöður mjög áhugaverðar og fannst mikils virði fyrir Ísland að taka þátt í rannsókninni. Í kjöl- farið sótti Háskólinn í Reykjavík um aðild að GEM-samstarfinu og framkvæmdi fyrstu rannsóknina árið 2002.“ – Í hverju er íslenska rann- sóknin fólgin? „Í GEM-rannsókninni er beitt staðlaðri aðferðafræði til þess að hægt sé að bera saman gögn milli landa og milli ára. Annars vegar er um að ræða símakönnun þar sem kannað er hversu hátt hlutfall þjóðarinnar undirbýr stofnun nýs fyrirtækis eða hefur nýlega stofnað fyrir- tæki. Hins vegar er um að ræða viðtöl við sérfræðinga um um- hverfi frumkvöðlastarfsemi á Ís- landi. Sérfræðingarnir eru beðnir að meta bæði styrkleika og veik- leika í íslensku umhverfi og koma með tillögur að úrbótum. Til viðbótar við grunnþátt GEM-rannsóknarinnar gerðum við árið 2003 úttekt á fjármála- vanda nýrra fyrirtækja á Íslandi. Skortur á fjármagni var sá þátt- ur í umhverfi frumkvöðlastarf- semi á Íslandi sem sérfræðing- arnir höfðu mestar áhyggjur af árið 2002 og því þótti okkur ástæða til þess að taka fyrir sér- staklega hvers eðlis þessi vandi væri.“ – Hvernig verða fengnar upp- lýsingar notaðar? „Upplýsingarnar segja til um stöðu frumkvöðlastarfsemi á Ís- landi í samanburði við önnur lönd. Þessar upplýsingar geta nýst stjórnvöldum til þess að meta stöðu mála og hvort ástæða sé til þess að bregðast við með einhverjum hætti. Auk þess geta þær nýst frumkvöðlum til þess að skilja betur það umhverfi sem þeir starfa í.“ – Nú er þessi skýrsla komin út … hvað er í henni? „Það koma út tvær skýrslur á morgun (þriðjudag), annars veg- ar með grunnniðurstöðum GEM- rannsóknarinnar og hins vegar með niðurstöðum úr úttektinni. Í stuttu máli má segja að frum- kvöðlastarfsemi er ennþá mikil en heldur hefur hægt á henni og væntingar frumkvöðla eru minni en í fyrra. Skortur á fjármagni heldur áfram að vera stærsti veikleikinn og virðist fyrst og fremst vera um skort á áhættufjármagni að ræða frekar en láns- fjármagni frá bönkum. Þetta kemur verst niður á ný- sköpunarfyrirtækjum sem er af- ar óheppilegt.“ – Hverjum mun þessi skýrsla nýtast? „Skýrslan er að miklu leyti stíluð á stjórnvöld og þá sem vinna að því að efla frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi. Auk þess nýtist hún frumkvöðlum eins og áður sagði.“ Rögnvaldur J. Sæmundsson  Rögnvaldur J. Sæmundsson er fæddur 3. mars 1968. Giftur Birnu Helgadóttur og á með henni fjögur börn: Sæmund, Sölva, Kára og Auði Höllu. Meist- arapróf í verkfræði frá Háskóla Íslands 1994, doktorspróf í tæknistjórnun frá Chalmers- tækniháskólanum í Gautaborg árið 2003. Starfaði við svefn- rannsóknir á geðdeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss 1991– 1993, einn af stofnendum Flögu hf. og starfaði þar 1994–97. Lektor við Háskólann í Reykja- vík frá 2002. Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskól- ans í Reykjavík í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum frá 2003. … að skilja betur það um- hverfi sem þeir starfa í PÁSKASÖFNUN Hjálp- arstarfs kirkjunnar til stuðn- ings fátækum bænda- fjölskyldum í Malaví er hafin og eru gíróseðlar nú að berast inn um lúgur landsmanna. Ætlunin er að hjálpa 600 fjöl- skyldum eða tvö þúsund manns og bent er á að and- virði eins páskaeggs eða 1.800 krónur geti veitt fólkinu fjöl- breyttara fæði, fækkað sjúk- dómum og bjargað því frá ör- birgð. Söfnunarfé verður notað til að koma á fót áveitum til að auðvelda matjurtarækt, gera fiskitjarnir og kenna fólki á alifugla- og húsdýrarækt. Þannig verði betur tryggt að fólkið hafi aðgang að mat allt árið og fæðan verði fjölbreytt- ari; vatnið verði notað til að auka hreinlæti og draga þann- ig úr sjúkdómum. Heimsenda gíróseðla má greiða í banka og á þeim eru leiðbeiningar fyrir millifærslu í heimabanka. Þá er söfn- unarsíminn 907 2002 opinn en símtalið gefur 1.800 krónur. Andvirði páskaeggs getur skipt sköpum Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.