Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 000011 M enntastefna er atvinnustefna, númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Gísli Hjálmtýsson, deildarforseti tölvunar- fræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann telur að íslensk stjórnvöld setji ekki næga fjármuni til menntamála og bendir á að menntun sé atvinnuskapandi. „Mér finnst við sem þjóð oft hafa einbeitt okkur um of að því að horfa á nátt- úruauðlindirnar og að fjárfesta í að virkja þær. Það er allt af hinu góða, en við höfum gert það svolítið á kostnað menntunar. Þó að við tölum mikið um mannauð ber ekki mikið á því að við höfum litið á okkar mennta- stefnu sem atvinnustefnu.“ Gísli bendir á að t.d. hafi fjárhæðum, sem séu gríðarlega háar miðað við það sem er sett í háskólana, verið varið í hluti eins og forkannanir vegna virkjana. „Það end- urspeglar að mínum dómi ómeðvitað verð- mætamat þjóðarinnar. Það eimir enn tals- vert eftir af hugsunarhættinum að vitið verði ekki í askana látið. En ég held að þegar við horfum fram á veginn sé það einmitt það eina sem við getum látið í askana, það er það sem við smíðum á okkar hugmyndum.“ Eykur samkeppnishæfni atvinnulífins Gísli hefur skoðað hvað háskólakerfið kostar hér á landi. Íslendingar setja 5–6 milljarða í háskólamenntun á ári hverju og eru um 10–15 þúsund nemendur í háskólum landsins hverju sinni. „Ein af þeim spurn- ingum sem maður verður að spyrja sig er hvort það sé ekki bara einfaldara að borga skólagjöld fyrir Íslendinga og senda þá til útlanda og vera ekki með neina háskóla á Ís- landi. Nú er ég ekki að halda því fram að svo eigi að vera, en sú umræða á alveg rétt á sér. Menn eiga að velta því fyrir sér, hvað erum við að gera og af hverju erum við að reka háskólakerfi á Íslandi.“ Gísli bendir á að ein rök fyrir því að reka íslenska háskóla sé að það sé gott og göfg- andi fyrir mannlífið. Einnig sé spurning hversu margir kæmu aftur heim ef Íslend- ingar þyrftu að sækja allt sitt háskólanám til útlanda. „Mín skoðun er að það sé í raun það eina sem réttlæti og krefjist þess að við Íslendingar byggjum upp háskólamenntun og séum með háskólastarfsemi í landinu. Það er að atvinnulífið þarf á því að halda, sér í lagi nýtísku atvinnulíf.“ Gísli bendir á að frá því verkfræðideild Háskóla Íslands var stofnuð á fimmta ára- tugnum hafi átt sér sér stað virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir sem hefðu verið óhugsandi ef þessi verkmenntun hefði ekki verið til í landinu. Afrakstur tölvunar- fræðideildar HÍ, sem var stofnuð fyrir ald- arfjórðungi, sé atvinnulíf sem velti 20 millj- örðum á ári. Fjármunir í menntakerfinu nýtast illa „Það er enginn vafi á því að mínum dómi að við erum að setja óþarflega lítið af pen- ingum í skólakerfið. Ég tel einnig að mikið af þeim fjármunum sem við setjum í skóla- kerfið í dag sé ekki virkt fjármagn, heldur fjármagn sem nýtist mjög illa.“ Nefnt hefur verið að yfir 3% af vergri þjóðarframleiðslu sé varið til rannsókna hér á landi. Gísli segir þessa tölu ekki segja alla söguna, því þarna séu framlög til rann- sóknastofnana atvinnulífsins, eins og rann- sóknastofnana fiskiðnaðarins og landbún- aðarins, tekin með og að auki sé hluti af hverju stöðugildi við Háskóla Íslands helg- aður rannsóknum og þannig tekinn með í reikninginn. Prófessorar sem hafi hluta stöðugildis helgað rannsóknum, þurfi þó ekki endilega að vinna við rannsóknir. „Að mínum dómi setjum við ekki nóga fjármuni í rannsóknir og skólakerfið. Ég tel einnig að mikið af þeim fjármunum sem við setjum í skólakerfið í dag sé ekki virkt fjár- magn og nýtist mjög illa. Sumir halda því fram í umræðunni að HÍ eigi að vera eini rannsóknarháskóli landsins. Sumt af því hljómar auðvitað bara eins og örvænting- arhjal hjá staðnaðri einokunarstofnun. Ég held að það væri í rauninni langeðlilegast að fjármögnun rannsókna til háskóla væri að mestu leyti, ef ekki alfarið, árangurstengd. Gísli segir núverandi fyrirkomulag varð- andi styrki til kennslu í háskólum landins, þar sem ríkið borgar með hverjum nemenda, viðunandi, en segir að HR standi verr að vígi þegar kemur að rannsóknum. „Við fáum lítið rannsóknarfjármagn frá ríkinu þó svo að okkar rannsóknarárangur gefi tilefni til að við eigum meira skilið. Háskólarnir í kringum okkur eru að fá umtalsverða fjár- muni beint frá ríkinu, án þess að sýna fram á rannsóknarárangur í samræmi við það.“ Gísli segir að Háskóli Íslands fái um 1,6 milljarða á ári til rannsókna og spyr hvort ekki eigi að vera sjálfsagt að HÍ geri grein fyrir því hvert féð rennur. „Til samanburðar veitti rannsóknarsjóður RANNÍS styrki sem voru samtals 318 milljónir. Af því fékk HÍ auðvitað talsvert. Þeir fengu um eða yfir 200 milljónir af þessum 300. Þeir fá að auki átta sinnum það í fjármögnun frá ríkinu til rann- sókna sem þeir þurfa ekki að gera grein fyr- ir á neinn hátt,“ segir Gísli. Hann segir að HR fái álíka mikið í samkeppnisstyrkjum og fá ríkinu og því halli verulega á. Gísli segist telja umræðuna um að flokka HR sem „fagháskóla“ vart svara verða. „Staðreyndin er sú að HÍ hefur ekki verið rannsóknaháskóli og er ekki rannsókn- arháskóli í þeim skilningi sem menn leggja í það orð,“ segir Gísli. Í Morgunblaðinu í síð- asta mánuði var viðtal við dr. Rúnar Vil- hjálmsson prófessor, þar sem hann ræddi gæðavísa íslenskra háskóla, en Háskóli Ís- lands hefur sett sér það markmið að verða rannsóknarháskóli þjóðarinnar. „Miðað við þá kvarða sem Rúnar leggur fram mun enginn háskóli á Íslandi nokkurn tímann uppfylla það að verða rannsókn- arháskóli. Stærðin ein mun ekki leyfa það,“ segir Gísli og nefnir sem dæmi viðmiðun Rúnars um höfnunarhlutfall. HR hafnar um 50% af umsækjendum um skólavist, en Há- skóli Íslands ekki nema 1,2%, en Rúnar nefnir hátt höfnunarhlutfall sem eitt ein- kenni rannsóknarháskóla. Ekki erfitt að meta árangur Framlög ríkisins til rannsókna ættu að vera árangurstengd, að mati Gísla. „Annars vegar má hugsa sér að efla samkeppnissjóði og hins vegar að veita hærra hlutfalli á sam- keppnisgrundvelli. Hlutfall samkeppnisfjár- magns er tiltölulega lágt á Íslandi og ætti það fé sem er veitt frá ríkinu vera árangurs- tengt í ríkari mæli.“ Aðspurður hvort það geti ekki verið erf- iðleikum háð að meta árangur rannsókna í hugvísindum, tungumálum og öðrum grein- um sem Háskóli Íslands kennir einn ís- lenskra háskóla, segir Gísli ekki svo vera, enda séu rannsóknir skilgreindar í al- þjóðlegu samhengi. Ekki eigi að líta einka- skóla öðrum augum Inntur eftir því hvort einkaskóli eigi að fá jafnmikið fé frá ríkisvaldinu til rannsókna og skóli sem sé í eigu þjóðarinnar, segir Gísli að honum finnist öll umræða um að líta eigi einkaskóla öðrum augum en ríkisskóla, og jafnvel neikvæðum augum, undarleg. „Há- skólinn í Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem hefur það eina markmið að gera þjóð- inni gagn með því að byggja hér upp rann- sóknar- og kennslustarf með það fyrir aug- um að útskrifa toppnemendur og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ef einhvern tímann yrði rekstrarafgangur af þessum skóla, sem hefur ekki gerst enn, færi hann í að byggja þennan skóla upp enn frekar. Eini munurinn á okkur og skóla í eigu ríkisins, er að við þurfum að taka ábyrgð á okkar fjármálum. Þ.e.a.s. ef við værum ríkisskóli og eyddum langt umfram það sem tekjur okkar leyfðu neyddist ríkið til að taka það á sig. Ef HR myndi gera það sem sjálfseignarstofnun legðist skólinn nið- ur. Það er eini munurinn.“ Aðspurður hvort Ísland sé nógu stórt fyrir marga stóra háskóla segir Gísli að HR ætli að einbeita sér að tiltölulega fáum greinum og rannsóknarvinnu. „Við erum fyrst og fremst að stunda okkar rannsóknir í al- þjóðlegu samhengi. Á þeim sviðum sem við einbeitum okkur að, tölvunarfræðinni, erum við í miklu samstarfi við margar af bestu rannsóknarstofnunum heims og við munum halda því áfram. Það skiptir okkur fyrst og fremst máli hvernig við stöndum okkur í samanburði og samkeppni við þessar stofn- anir.“ Fé til menntamála verði meira árangurstengt Morgunblaðið/Sverrir „Það er enginn vafi á því að mínum dómi að við erum að setja óþarflega lítið af peningum í skólakerfið,“ segir Gísli Hjálmtýsson, deild- arforseti tölvunarfræðideildar í HR. Gísli Hjálmtýsson, forseti tölvunarfræðideildar HR, segir að ekki séu nægir fjármunir settir í skólakerfið af hálfu ríkisins. Vill hann að árangurstengdar mælingar verði notaðar við útdeilingu rannsóknarfjár á Íslandi og að samkeppnissjóðir verði efldir. nina@mbl.is LIONSMENN afhentu í gær for- seta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrsta egg Rauðu fjaðrarinnar. Eggin verða seld fyrirtækjum, sem hluti af lands- söfnun Lionshreyfingarinnar. Þau fást í tveimur stærðum og eru gerð af Koggu keramiklistakonu og skreytt af Magnúsi Kjart- anssyni myndlistarmanni. Lands- söfnunin stendur yfir til þriðja apríl næstkomandi, en að þessu sinni er safnað fyrir langveik börn. Reiknað er með að Lions- klúbbar og félög aðstandenda langveikra barna fái tækifæri til að sækja um styrki til verkefna sem tengjast þessu málefni. Landssöfnun Lionshreyfing- arinnar fer í ár fram eftir fjórum leiðum, í fyrsta lagi með merkt- um söfnunarbaukum, í öðru lagi með því að selja umrædd egg og penna í fyrirtæki. Í þriðja lagi er um að ræða söfnunarnúmerið 905-5050, en sé hringt í það skuldfærast eitt þúsund krónur á símanúmerið og í fjórða lagi er hægt að leggja inn á reikning númer 0101-05-285000 í Lands- bankanum, en kennitalan er 640572-0869. Lionsmenn safna fyrir langveik börn Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Sigurjónsson, fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar, afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni fyrsta eggið í tilefni af landssöfnuninni. RÁN var framið í verslun 10–11 á Seljavegi um tíuleytið á föstudags- kvöldið. Ungur maður kom inn í verslunina og ógnaði starfsfólki með sprautunál. Þvingaði hann starfs- fólkið þannig til að afhenda sér pen- inga og hljóp síðan á braut. Lögregla grunaði strax ákveðinn mann eftir lýsingu vitna. Farið var á nokkra staði og var maðurinn handtekinn í íbúðarhúsnæði í Þingholtunum hálf- tíma eftir að tilkynning barst um ránið. Játaði hann á sig verknaðinn við yfirheyrslur á laugardag. Málið telst upplýst og var manninum sleppt strax að loknum yfirheyrslum. Rán framið í 10–11 á Seljavegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.