Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 13
hvað með þig?
Íslendingar sjá kostina við aðild
icelandair.is/vildarklubbur
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 13
LAGÐAR hafa verið fram til-
lögur að bættu umferðaröryggi
bifhjólafólks. Njáll Gunnlaugs-
son, bifhjólakennari og blaða-
maður, og Ágúst Mogensen, hjá
rannsóknarnefnd umferðar-
slysa, hafa samið tillögurnar og
eru þær byggðar á skýrslu um
bifhjólaslys árin 1999 og 2000.
Leggja þeir m.a. til að stefnt
skuli að 33% fækkun bifhjóla-
slysa til ársins 2008 og að þau
verði ekki fleiri en 40 á ári. Slys-
in voru um og yfir 100 á ári á
fyrri hluta síðasta áratugar en
voru komin niður í 60 árið 2001
en nýrri tölur um bifhjólaslys
liggja ekki á lausu. Um helm-
ingur slysanna verður á gatna-
mótum og í 80% tilvika lenda
bíll og bifhjól sama.
Í skýrslunni segir að freist-
andi sé að tengja fækkun slysa
því forvarnastarfi sem unnið
hafi verið í málaflokknum síð-
ustu árin. „Bifhjólasamtök lýð-
veldisins hafa staðið fyrir um-
ferðarátökum í samvinnu við
aðrar stofnanir (m.a. árin 1992
og 1997) auk smærri verkefna
sem hleypt hefur verið af stokk-
unum á vorin þegar bifhjólafólk
kemur á göturnar eftir vetr-
arfrí,“ segir m.a. og að slík áróð-
ursverkefni séu af hinu góða og
stuðli að aukinni vitund bifhjóla-
fólks um hættur í umferðinni.
Til að fækka bifhjólaslysum enn
frekar segir að setja þurfi mæl-
anleg markmið og tilgreina
þurfi hvernig þeim skuli náð.
Vinna þurfi eftir heildstæðri
áætlun, eins konar umferðarör-
yggisáætlun bifhjólafólks.
Markmiðið talið raunhæft
Talið er raunhæft að fækka
slysunum úr 60 í 40 til ársins
2008 og er til samanburðar vís-
að í umferðaröryggisáætlun rík-
isstjórnarinnar fyrir árin 2002
til 2012 þar sem stefnt er að 40%
fækkun alvarlegra umferðar-
slysa á Íslandi.
Lagt er til í skýrslunni að
fylgja þurfi eftir markmiðum
umferðaröryggisáætlunar bif-
hjólafólks og koma þeim að í
umferðaröryggisáætlun ríkis-
stjórnarinnar. Einnig þurfi bif-
hjólamenn að koma fulltrúum
sínum að í ráðum, nefndum og
hópum sem fjalla um málefni
þeirra. Gerður verði samningur
við Umferðarstofu um að fá ná-
kvæma greiningu á bifhjólaslys-
um á hverju ári og fylgjast verði
með þróun slysa, notkun örygg-
isbúnaðar o.fl.
Þá er lagt til að lögregla skrái
jafnan notkun öryggishjálma og
annars öryggisfatnaðar í
skýrslum um bifhjólaslys, að
bifhjólanemendur fái sérstaka
kennslu um hvernig nálgast
skuli gatnamót, verkleg próf
verði bætt og gert verði ráð fyr-
ir sérstöku svæði til verklegrar
kennslu.
Stefnt
skuli að
33% fækk-
un bif-
hjólaslysa
Tillögur um bætt
umferðaröryggi
bifhjólafólks
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
SMS FRÉTTIR mbl.is Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
STJÖRNUSPÁ mbl.is