Morgunblaðið - 29.03.2004, Side 15
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 15
snyrtiklefi
Austurstræti, sími 562 9020
Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér
slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun
húðarinnar að yndislega róandi nuddinu.
Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem
stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás,
þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin
umvafin ljúfri munúð og slökun.
Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu
hvað svolítið dekur gerir húðinni gott.
Það kostar aðeins kr. 2.500.
Hringdu og pantaðu tíma í síma 562-9020
Aðeins það besta
fyrir andlit þitt
FULLTRÚAR hagsmunasamtaka
sjómanna á kaupskipum og nem-
endafélaga sjómannaskólanna af-
hentu í síðustu viku samgöngu-
nefnd Alþingis áskorun þar sem
skorað er á Alþingi að bæta sam-
keppnisstöðu íslenskra kaupskipa-
útgerða.
Guðjón Petersen, hjá Farmanna-
og fiskimannasambandi Íslands,
segir samgöngunefnd hafa tekið er-
indinu mjög jákvætt og nefndar-
menn sýnt stöðunni skilning. Hann
segir að áskorunin hafi einnig verið
send samgönguráðherra og fjár-
málaráðherra.
Guðjón segir Ísland sennilega
eina landið í Evrópu sem ekki hafi
gripið til aðgerða til varnar kaup-
skipaútgerðum. Nú sé svo komið að
Íslendingar eigi ekkert kaupskip í
förum milli landa, öll kaupskip í
eigu íslenskra útgerða séu gerð út
undir erlendum fánum. Þetta segir
Guðjón óviðunandi. „Við höfum
engin ráð yfir þessum skipum ef
dregur til viðsjár í heiminum. Við
ráðum engu um mönnun skipanna,
því þótt þau séu að einhverju leyti
mönnuð Íslendingum í dag geta við-
komandi skráningarþjóðir ákveðið
hvenær sem er að manna skipin
sínu fólki. Þetta er hins vegar ekki
aðeins atvinnuspursmál, heldur
kemur einnig við viðskiptalega ör-
yggishagsmuni Íslendinga,“ segir
Guðjón.
Hann segir að í nágrannalönd-
unum hafi lögum verið breytt þann-
ig að skattpeningar sjómanna á al-
þjóðamarkaði renni beint til
útgerðar. Skipin séu þá á alþjóða-
skrá og virki í raun eins og fríríki.
Guðjón segir að vegna þessarar
stöðu hafi dregið mjög úr aðsókn í
störf á kaupskipum og þar með
skapist hætta á að þekkingunni
blæði út. „Við stöndum því frammi
fyrir því að ef heldur fram sem
horfir eigum við ekki fólk með
þessa þekkingu innan fárra ára. Þá
verðum við upp á aðra komin með
siglingamenn og það getur meðal
annars haft áhrif á mönnun varð-
skipanna.“
Hann segir hins vegar ekki sjálf-
gefið að íslenskar kaupskipaútgerð-
ir flaggi skipum sínum undir ís-
lenskan fána, jafnvel þó svo að
samkeppnisstaða þeirra yrði bætt.
Það myndi aftur á móti gefa út-
gerðum í öðrum löndum kost á að
setja skip sín undir íslenskan fána.
Samkeppnisstaða kaupskipaútgerða verði bætt
Þekkingu að blæða út
NÝR bátur bættist nýlega í smá-
bátaflotann á Þórshöfn en það er
Halkíon, um 12 tonna eikarbátur,
smíðaður á Akureyri árið 1972. Eig-
endur Halkíons eru þrír; Jón og
Ólafur Stefánssynir og Sigurður
Jens Sverrisson. Þeir undirbúa nú
bátinn fyrir grásleppuvertíð en eng-
inn kvóti fylgir honum. Mjög góð
veiði hefur verið á línu hjá smábát-
um undanfarnar vikur og er aflinn
upp í 4 tonn á dag á bát en þeir eru
að fá 2-300 kíló á bjóð. Þeir eru nú
flestir hættir línuveiðum og byrjaðir
grásleppuvertíð.
Það er mál manna hér um slóðir
að sjómenn og bændur eigi eitt sam-
eiginlegt og það er árvissa kulda-
kastið sem fylgir grásleppuvertíð-
inni og svo gangnatímanum hjá
bændum. Eftir milt veður síðustu
daga hefur kólnað í veðri svo grá-
sleppukarlar eru uggandi um sinn
hag en þeir leggja næst er veður
leyfir. Um ellefu bátar gera út á grá-
sleppu frá Þórshöfn þessa vertíð.
Halkion til
Þórshafnar
Morgunblaðið/Líney
Ólafur Stefánsson, einn eigendanna, stoltur í stefni nýju fleytunnar.