Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 17 DAVID Trimble var í fyrradag end- urkjörinn leiðtogi Sambandsflokksins á Norður-Írlandi. Voru keppinautar hans tveir og báðir andvígir friðar- samkomulaginu við kaþólska menn. Trimble, sem leitt hefur flokkinn frá 1995 og deildi friðarverðlaunum Nóbels með John Hume, hófsömum, kaþólskum stjórnmálamanni, 1998, fékk næstum 60% atkvæða á flokks- þinginu en David Hoey 21,6% og Robert Oliver 17,6%. Trimble, sem var forsætisráðherra í n-írsku stjórninni, sem nú hefur ver- ið vikið frá um stundarsakir, hefur legið undi ámæli margra flokksfélaga sinna vegna lítils gengis flokksins í kosningunum í nóvember síðastliðn- um en þá fékk hann minna fylgi en flokkur harðlínuklerksins Ian Pais- leys. Í Bretlandi og á Írlandi líta hins vegar margir svo á, að Trimble sé einn fær um halda nýrri samsteypu- stjórn á N-Írlandi saman. Trimble end- urkjörinn Belfast. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verð- ur að segja af sér, verði hann formlega ákærð- ur fyrir spillingu. Var þetta haft eftir einum ráðherra í ríkisstjórn Shar- ons í gær en ísraelskir fjöl- miðlar fullyrða, að ríkissak- sóknarinn hafi lagt það til í gær, að Sharon verði lögsótt- ur. „Sharon verður að segja af sér, verði hann ákærður,“ sagði Yosef Paritzky, skipu- lagsráðherra í Ísraelsstjórn, en sagt er, að Edna Arbel ríkissaksóknari hafi lagt til í gær við Meni Maz- uz dómsmálaráðherra, að Sharon yrði ákærður fyrir að hafa tekið við mútum frá verktakanum David Appel. Var Appel ákærður fyrir tveimur mánuðum fyrir að reyna að múta Sharon þegar hann var utanríkisráðherra og hafa þá notið við það aðstoðar Gilads, sonar Sharons. Þá er Sharon einnig sakaður um hafa fengið mikið fé frá suður-afrískum kaupsýslumanni og notað það til að borga upp ólögleg kosningaframlög. Fyrir utan Paritzky vildu dómsmálaráðherr- ann og aðrir ráðherrar í stjórn Sharons ekkert um þetta segja nema hvað Benny Elon, ferða- málaráðherra úr Þjóðlega sameiningarflokkn- um, sem er langt til hægri, hrósaði Arbel rík- issaksónara fyrir „hugrekki“. Vinstrimaðurinn Yossi Beilin, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skoraði einnig á Sharon að segja af sér, yrði hann ákærður. Kvað hann það óviðunandi, að hann gegndi áfram embætti undir þeim kringumstæðum, jafnvel þótt lög leyfðu. Sharon og talsmenn hans vísa á bug öllum ásökunum um spillingu og segja þær af póli- tískum rótum runnar. Nokkur tími, jafnvel mánuðir, getur liðið þar til dómsmálaráðherrann tekur af skarið um ákæru eður ei en þangað til vofir það yfir Shar- on og dregur úr trúverðugleika hans. Mun það hvíla eins og skuggi yfir viðræðum hans við Bandaríkjastjórn í næsta mánuði og hafa áhrif á aðrar fyrirætlanir hans, til dæmis brottflutn- ing ísraelsks herliðs frá Gaza en meirihluti ráð- herra í Ísraelsstjórn er andvígur honum. Ariel Sharon hvattur til að segja af sér Ríkissaksóknari í Ísrael sagður vilja ákæra hann fyrir spillingu Jerúsalem. AP, AFP. Ariel Sharon ÍRSKIR reykingamenn fjölmenntu á krárnar í gær til að njóta þar synd- arinnar í síðasta sinn en á miðnætti gekk í gildi á Írlandi eitt víðtækasta reykingabann sem um getur. Frá og með deginum í dag er bannað að reykja innandyra á öllum opinberum stöðum og varða brot við því háum sektum. „Ég læt daginn líða í reykj- armekki,“ sagði múrarinn Seamus McCann en hann beið við dyrnar er kráin hans í Dyflinni var opnuð á há- degi í gær. Var hann með tvær síg- arettur í gangi samtímis og ætlaði að halda það út til miðnættis. Bertie Ahern forsætisráðherra, sem ekki reykir en finnst gaman að bregða sér á krána, kvaðst sjá fyrir sér Írland framtíðarinnar þar sem fólk vissi ekki af eigin raun hvernig það væri að vinna í reykmettuðu um- hverfi. Michael Martin heilbrigð- isráðherra kvaðst telja, að það myndi taka um tvo mánuði að festa bannið í sessi. Skoðanakannanir sýna, að meiri- hluti almennings styður bannið og það og meðfylgjandi áróður hefur hvatt fjöldann allan af reyk- ingamönnum til að reyna að hætta. Hótel- og kráareigendur óttast hins vegar samdrátt á næstunni vegna bannsins og spá því, að allt að 65.000 manns muni missa vinnuna. Heilbrigðisráðuneytið bendir hins vegar á könnun, sem sýnir, að helm- ingi fleira fólk en áður vilji koma við á kránni þegar það er laust við reykjinn. Hér eftir verða reyk- ingamenn að fara út, vilji þeir kveikja í sígarettu. „Það getur vel verið, að krabba- meinstilfellum muni fækka,“ sagði Earnon Clarke, reykingamaður á krá í Dyflinni, „en ég er viss um, að þeim mun fjölga, sem deyja úr kulda og trekki. Hér eftir verð ég að fara í föðurlandið og tvenna sokka þegar ég fer á krána.“ Víðtækt reykingabann á Írlandi AP Reykingamenn fóru sínu fram á írsku kránum í gær en hér eftir verða þeir að koma sér út, hyggist þeir kveikja í sígarettu. Unnt er að dæma eigendur veitingastaða í háar sektir, leyfi þeir reykingar innandyra. Dyflinni. AP. YFIRLÝSINGAR ísraelsku leyni- þjónustunnar um gereyðingar- vopnaeign Íraka voru byggðar á ágiskunum en ekki á staðreyndum. Hefur rannsóknarnefnd ísraelska þingsins komist að þessari niður- stöðu en hún telur samt ekki, að vís- vitandi hafi verið reynt að blekkja bandamenn Ísraela á Vesturlöndum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var birt í gær og segir þar, að fyrir innrásina í Írak hafi leyniþjónustan talið „afar líklegt“, að Írakar réðu yf- ir langdrægum eldflaugum, sem búa mætti gereyðingarvopnum, án þess þó að hafa neitt fyrir sér í því. Þá hafi mat á þessari hættu og vígbúnaði Íraka stóraukist í aðdraganda inn- rásarinnar. Yuval Steinitz, sem fór fyrir rann- sókninni, segir, að þessum röngu upplýsingum hafi verið miðlað til leyniþjónustna á Vesturlöndum og þær síðan byggt á þeim á næsta sam- ráðsfundi með Ísraelum. „Hér var um að ræða sjálfvirkan vítahring án nokkurra sannana,“ sagði Steinitz. Giskað á gereyðing- arvopn Ísraelska leyniþjón- ustan harðlega gagnrýnd Jerúsalem. AP, AFP. ♦♦♦ SALA á bleikingarefni sem gerir húðina hvítari hefur aukist veru- lega í Asíu undanfarið, samkvæmt könnun markaðsfyrirtækisins Synovate. Nærri helmingur kvenna sem spurðar voru í Hong Kong í fyrra kváðust hafa keypt slíkt efni, en árið á undan höfðu 38% að- spurðra kvenna keypt sér húð- bleiki. Rúmlega þriðjungur kvenna í Indónesíu, Malasíu og Taívan keyptu húðbleiki í fyrra, og sam- kvæmt upplýsingum japanska snyrtivöruframleiðandans Shiseido jókst sala á hvítuaukandi vörum í Asíu um 20% frá 1997–2003, og nam 23% af heildarsölu fyrirtæk- isins í heimsálfunni. Ástæða þess að asískar konur vilja hafa sem hvítasta húð er sú að meirihluti asískra karlmanna telur ljósa húð meira aðlaðandi, sam- kvæmt könnun Synovate. Konur í Asíu eru sammála körlunum um þetta. AP Þessar kínversku fyrirsætur virðast ekki þurfa á neinu bleikiefni að halda til að auka á fegurð sína. Aukin sala á húðbleiki Hong Kong. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.