Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 19
ur heilshugar undir það. „Við þvælumst bara hvort fyrir öðru!“ Fjögur börn frá fimm löndum Sigrid vinnur við annað í dag en á þeim tíma sem hún starfaði í faginu var mikið talað um mjólk og mjólkurframleiðslu á heimilinu. „Það gat orðið of mikið,“ segir Guðmundur og í ljós kemur að pabbi Sigrid er mjólkurverkfræð- ingur og bróðir hans mjólkurfræð- ingur. „Það var talað svo mikið um mjólk á heimilinu þegar ég var lítil að mamma sagði að hún gæti tekið prófið hvenær sem væri því hún var komin svo vel inn í fagið,“ segir hún. Í dag einkennast umræðurnar á heimili þeirra Guðmundar og Sig- rid af öðru enda eiga þau fjögur börn sem eru frá fimm löndum, tvö ættleidd, eitt fósturbarn og svo „eitt heimatilbúið“ eins og þau orða það. Heimilið er því bæði barnmargt og alþjóðlegt og um nóg annað að ræða en mjólkuriðn- aðinn. „En svo finnst okkur voðalega gaman þegar við fáum heimsókn frá gömlum skólafélögum og koll- egum frá Danmörku, að spjalla um fagið,“ segir Sigrid og hið sama gildir um íslenska kollega. „Það eru ekki margir í faginu þannig að menn þekkjast meira og minna allir innan þess,“ segir Guðmundur. „Það eru innan við 100 mjólkurfræðingar á Íslandi þannig að þetta er mjög lítið sam- félag.“ Þau eiga því mikið af sam- eiginlegum vinum sem þau hafa eignast í gegnum vinnuna og búa þannig að því að hafa sama fag- lega bakgrunn. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 19 ALLAN sólarhringinn er maður á „vaktinni“, ef svo mætti kalla. Eitt kvöldið þegar við vorum fyr- ir vestan hjá föðurömmu þinni og afa sagði amma þín: „Já, næmt er móðureyrað.“ Við sátum þá öll og horfðum á sjónvarpið, þú varst sofandi inni í rúmi. Ég stóð upp, gekk inn og setti snuðið upp í þig aftur áður en þú vaknaðir alveg. Ég „heyri“ nefnilega langar leiðir þegar snuðið fer og þú ert farin að umla eftir því. Mamma spurði mig fyrir stuttu hvort ég notaði ekkert þessar „talstöðvar- græjur“ sem við keyptum áður en þú fæddist. Ég svaraði henni að ég einhvern veginn þyrfti svo lítið á þeim að halda, ég virðist alltaf heyra í þér. „Sagt er að mæður vakni í rauninni á undan börnunum til mjólkurgjafar,“ sagði vinkona mín við mig um daginn. „Það er einhvern veginn eins og annað eyrað sé vakandi eftir minnsta hljóði, þau þurfa því varla að vakna til fullnustu eða gráta, við bara vöknum.“ Ég held að þetta sé rétt, maður vaknar líka upp við minnsta hljóð. Það sama er ekki hægt að segja um pabba þinn. Hann virð- ist geta sofið ótrúlegustu hluti af sér. Einn morguninn, þegar þú varst um tveggja mánaða, var ég búin að panta mér tíma á snyrti- stofu klukkan 9 um morguninn. Þú og pabbi þinn sváfuð bæði, en ég vissi að um hálftíma eftir að ég færi þyrftir þú væntanlega að drekka. Ég gerði því pelann klár- an og ákvað síðan að láta pabba þinn vita að ég væri farin. Ég kallaði til hans lágt yfir herbergið en ekkert gerðist. Ég kallaði því aftur, aðeins hærra en þó þannig að ég færi nú ekki að vekja þig. Hann rumskaði ekki og því varð úr að aftur og aftur kallaði ég á hann og hækkaði róminn aðeins í hvert sinn. Þegar hann loksins vaknaði, var ég náttúrlega orðin svo hávær að þú varst auðvitað vöknuð sjálf. Það fóru því allir snemma á fætur þennan morg- uninn.  DAGBÓK MÓÐUR Stöðugt á vaktinni Meira á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.