Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 20

Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 20
LISTIR 20 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ VINSÆLDIR Litlu hryllingsbúð- arinnar má að mestu leyti þakka skemmtilegri og grípandi tónlistinni. Söguþráðurinn er þó ágætlega sam- inn og verkið dramatískt með ágæt- lega skrifuðum samtölum og vaxandi spennu sem nær hámarki í lokin. Æv- intýrið um plöntuna sem vex rækt- anda sínum yfir höfuð með ógurleg- um afleiðingum má túlka á ýmsa vegu þó það liggi beinast við að túlka það sem ádeilu á græðgi og heimsku. Per- sónusköpunin er ágæt í verkinu, svo langt sem það nær í söngleik sem þessum, og sumar persónurnar eru fyndnar í ýktum afkáraskapnum. Allt þetta skilaði sér að mestu í stórsýn- ingu leikfélagsins í FG þar sem um það bil hundrað krakkar koma að sýn- ingunni með einum eða öðrum hætti. Í skólanum er boðið upp á áfangann Dans Leiklist Tónlist 103 og fá krakk- arnir þannig metnar einingar til prófs fyrir að taka þátt í herlegheitunum. Þetta er mjög jákvætt en það verður seint metið fyllilega hvað svona vinna er þroskandi. Eins og áður sagði er Litla hryll- ingsbúðin stórsýning hjá FG og nem- endafélagið leggur mikið undir til að allt megi verða sem veglegast. Auk leikstjórans hafa þau ráðið þrjár reyndar atvinnumanneskjur til þess að sjá um tónlist og dans. Sá þáttur sýningarinnar er mjög vel heppnaður. Tónlistin er vönduð og söngur krakk- anna afbragð. Leikstjórinn Unnur Ösp Stefánsdóttir er tiltölulega nýút- skrifuð sem leikkona og það er mikið hugrekki af henni og leikfélaginu að ráðast í svo stóra og dýra sýningu sem byrjunarverk í leikstjórn á sviði. Þó að margt sé vel útfært hjá Unni verður ekki komist hjá því að nefna slagsíðuna milli leikstjórnar og tón- listarflutnings. Fyrri hlutinn var allur betur unninn en sá síðari en svo virt- ist sem ekki hefði gefist nægur tími til að vinna með stöður og samleik aðal- leikaranna í undir lokin. Sem dæmi má nefna samskipti þeirra Auðar og Baldurs Snæs en samband þeirra sem var byggt fallega upp endaði í hálfgerðu flaustri þegar nauðsynlegt hefði verið að gefa því tíma og rými í sýningunni. Atriðið í rólunni þegar Baldur er að missa tökin en Auður veit það ekki ennþá var til dæmis ekki unnið til hlítar. Samúðin og spennan í verkinu snýst nefnilega mest um samband og örlög þessara sakleys- ingja og þarf að vinna það í smáat- riðum. Sviðið í hátíðasal FG er stórt og glæsilegt en að mörgu leyti óhent- ugt til leiksýninga auk þess sem engin upphækkun er í salnum sjálfum. Leikstjórnin miðaði of lítið við þessar aðstæður og nokkur atriði fóru for- görðum eða heyrðust illa nema áhorf- endur sætu framarlega fyrir miðju. Auk þess var ramminn sem átti að ramma inn sviðið ekki hugsaður til enda, gerði meira ógagn en gagn. Að öðru leyti hefur vinna leikstjórans skilað góðri vinnu, því margt var snið- uglega hugsað og kraftmikill andi í leikhópnum. Slíkur andi er alltaf frá leikstjóranum kominn. Búningana hönnuðu krakkarnir í skólanum sjálf- ir og eru þeir vel heppnaðir og flottir. Plantan hræðilega er listaverk út af fyrir sig og förðun hennar og annarra einnig mjög vel gerð en hún var einn- ig unnin innan hópsins. Lýsingin var stórglæsileg og hljóðvinna sömuleið- is. Af mörgum ágætum leikurum og söngvurum er nauðsynlegt að nefna nokkra. Alma Guðmundsdóttir bar af öðrum í söng og leik, með gott vald og fallegri röddinni og úgeislun í hlut- verki ljóskunnar. Plantan sjálf, Auður II, var mjög vel leikin af Hrefnu Bóel Sigurðardóttur og söngur hennar mjög góður. Baldur Snær var túlk- aður af einlægni af Pétri Rúnari Heimissyni og Broddi Sadó var skemmtilega töffaralegur í meðförum Einis Guðlaugssonar en hann hafði einnig góða rödd í hlutverkið. Að öllu sögðu var gaman að sækja heim hina kraftmiklu krakka í FG og ekki annað en hægt dást að stórhuga sýningu þeirra á Hryllingsbúðinni. Sívinsæll hryllingur LEIKLIST Leikfélag Nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Garðabæ Höfundur: Alan Menkin. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Danshöfundur: Selma Björnsdóttir. Söngstjóri: Margrét Eir Hjartardóttir. Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson. Hljóð: Ívar Bongó. Frumsýning í FG, 18. mars, 2004. LITLA HRYLLINGSBÚÐIN Hrund Ólafsdóttir HUGMYNDIN að baki starfsemi hins 4 ára gamla Contrasti-hóps hef- ur frá upphafi verið að tefla saman andstæðum nútíma- og forntónlist- ar. Svo var einnig á tónleikum þeirra í Hafnarborg, þar sem að- sókn áheyrenda, eins og stundum áður, var í litlu samræmi við ótví- rætt tónlistargildi viðburðarins. Það er ekki oft sem eitt atriði sker sig ótvírætt úr á einum og sömu tón- leikum. Að þessu sinni var samt enginn efi í huga undirritaðs um að túlkun þeirra Mörtu Guðrúnar Hall- dórsdóttur sóprans og lútuleikarans Snorra Arnar Snorrasonar stuttu eftir hlé á angurværa lútusönglagi Johns Dowlands „Sorrow stay“, perlu frá öndverðri 17. öld er vísar fram á Schubert, hafi samt náð að skyggja á annað er fyrir eyru bar. Fyrir slík snilldartilþrif, þegar stað- ur og stund leysast upp í tímalausan agndofa, hefðu hlustendur vel mátt klappa á fæti. Ekki svo að skilja að restin væri neitt slor. Í upphafi léku þrjár mist- stórar gömbur tvær recercötur eftir Diego Ortiz, og lútan tilbrigði eftir spænskan landa hans Alonso Mud- arra úr spænskri 16. aldar endur- reisn af stakri prýði. Síðan lék Snorri aðra recercötu eftir Ortiz um dansbassaþrástefið passamezzo ant- iguo (la so la mí | do so lamí la) í samleik við tenór- og bassagömbu. Skemmtileg Fantasía Alonsos Mud- arra fyrir lútu fylgdi á eftir, og síðan kom seimdræg en heillandi útsetn- ing Hildigunnar Rúnarsdóttur á ís- lenzka þjóðlaginu Í Babýlon við vötnin ströng fyrir sópran, þrjár gömbur og lútu. Hin kröfuharða fjórþætta tónsmíð Hafliða Hall- grímssonar við ljóð rússnesku skáld- konunnar Önnu Akmatovu, „You will hear thunder“ fyrir sópran og selló útheimti nánast „instrúment- ala“ nákvæmni af söngvaranum, en var engu að síður flutt af slíku ör- yggi, að lifandi upptaka hefði getað ratað beint á plötu. Sérstaklega höfðaði III. þáttur („Fragment II“) til manns, þar sem afströkt en samt hálýrísk úttekt tónskáldsins skil- aði sér beint í hjartastað í hnit- miðað einlægum meðförum syst- kynanna. Systir þeirra Hildigunnur Halldórsdóttir lék eftir hlé Ada- gio fyrir fiðlu án undirleiks eftir Tryggva M. Bald- vinsson á þaulmúsíkalskan hátt, er hleypti þessari fjölleitu en samt formrænt vel skipulögðu smíð á hríf- andi flug. Hvort 4 upphafstónar þess, er líktust helzt „Heyr, himna- smiður“ – ásamt tilvitnunarkennd- um fangamarksfrumum nauðalíkum „DEsCH“ [= Sjostakovitsj], og m.a.s. BACH(!) – hafi verið tón- skáldinu fullmeðvituð, skal ósagt. En óneitanlega kitluðu þau ímynd- unaraflið. Síðustu tvö tónlistaratriði kvölds- ins voru hinn kunni „balet“ Thom- asar Morleys við kvæði úr Shake- speareleikritinu As you like it, „It was a lover and his lass“, þar sem Marta söng efstu rödd við næstu fjórar úr lútu Snorra, og Tveir brúð- kaupssöngvar eftir Heinrich Albert (1604-51) við þrjár gömbur og lútu. Þó að söngsviðið væri í efra lagi í Morley fyrir minn smekk – þríund lægri tóntegund hefði sennilega hljómað betur – var söngurinn í þýzku lögunum eins og bezt varð á kosið. Svanhildur Óskarsdóttir miðalda- fræðingur las inn á milli tónlistar- atriða upp kvæði eftir Salinas og Tichborne, er studdu endurreisnar- stemninguna – þó að markmið prósakaflans eftir Braga Ólafsson frá heimsþingi esperantista næst á undan verki Hallgríms færi fram hjá undirrituðum í gefnu samhengi. Brezkar barnagælur Vel var mætt í Sigurjónssafni á tónleikum þeirra Oddnýjar Sigurð- ardóttur og Krystynar Cortes. Burtséð frá óperuaríu í byrjun og enda – O, del mio dolce ardor (Gluck) og Mon coeur s’ouvre a ta voix (Saint-Saëns) var ljóðasöngur- inn í forgrunni. Fjögur lög eftir Schubert (Seligkeit, Um Abendrot, Ellens zweiter Gesang og An den Mond), fjögur eftir Edvard [ekki með w-i!] Grieg (To brune Øjne, Med en Primula Veris, Med en Vandlilje og Jeg elsker dig), tvö eft- ir Sigvalda Kaldalóns (Svanasöngur á heiði og Heimir). Eftir hlé kom hinn ljúflingsheillandi en samt furðufjölbreytti fimm laga barnagæ- lusveigur Brittens, A Charm of Lullebies, og loks Chanson triste eftir Duparc. Margt var dável gert, sérstaklega í íslenzku lögunum og Britten. Söng- konan hafði til að bera fallega mezzorödd með góða hæð og fyll- ingu, nema hvað botninn vildi detta úr neðsta raddsviðinu. Framburður var oft nokkuð skýr, þó að norski hreimurinn ætti varla við í dönsku Grieg-textunum, enda lögin ætluð dönsku eiginkonu hans, Nínu Hag- erup Grieg. Víðfeðmust en um leið einlægust var túlkun Oddnýjar á barnagælunum, ekki sízt í The Highland Balou og The Nurse’s Song. Óperuaríurnar voru heldur óöruggari, einkum sú fyrri, og vant- aði meiri ástríðu í frönsku aríuna úr Samson og Dalilu. Píanóleikur Krystinar var oftast til fyrirmyndar vandaður, ýmist fastur fyrir eða dúnmjúkur, þótt franska arían væri slök og einstaka loftnóta léti á sér kræla á blábotni styrksviðsins. Virtist hún sérstak- lega vel heima í Britten-lögunum þar sem hún fór á kostum. Efnilegur kammerkór Kammerkór Reykjavíkur hélt vel sótta tónleika í Laugarneskirkju, er að stærð og hljómburði virðist henta 20 manna sönghóp mjög vel. Ekki hafði undirritaður áður heyrt í kórn- um, er mun ekki nema tveggja ára gamall, en eftir árangri dagsins að dæma virðist hann á góðri uppleið. Bezt kom það fram af seinustu atrið- um dagskrár þar sem sönggleðin naut sín mest. Einsöngvarar voru allir innan raða kórfélaga. Af rúmlega tuttugu atriðum KR má nefna dúett Ardísar Ólafar Vík- ingsdóttur og Sigurlaugar Arnar- dóttur úr Stabat Mater, er hljómuðu mjög vel saman á líðandi víxlstreit- um Pergolesis við mjúkan orgelleik Bjarna Þ. Jónatanssonar. Eftir tvö frekar hnuggin Ave verum corpus (Mozart og Elgar), hið seinna með einsöng Ardísar er söng einnig ein- söng með kórnum í Ave María eftir kórstjórann við íslenzkan texta Valdimars Lárussonar; ekki ótign- arlegt lag en kannski fullhægt og þungt í flutningi. Hann átti og prýði- legt lag eftir hlé í síðrómantískum sálmalagsstíl, Meistari Himna (t. Björn Guðlaugsson). Kórinn færði sig nú niður á gólf vegna a cappella hluta dagskrár og hljómaði mjög fallega í gamla ítalska Þrenningarlofsöngnum Alta trinità beata, þrátt fyrir heldur hægferðugt tempó er einnig dró svolítið úr birtu canzónu Lassos, S’io ti vedess’una, og Með glöðum söng Heinrichs Schütz. Sömuleiðis verk- aði Bach-kórallinn „Minn herra Jes- ús, hvert fer þú“ (frumheitis ógetið), líkt og Locus iste Bruckners, í svifa- seinna lagi, og karlaraddir virtust að auki svolítið hikular í Salve Regina eftir Liszt. Sönghópur Þorgeirsbræðra, karlatólftett samnefndrar Oddfell- owstúku, söng undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur síðan gömlu dæg- urlögin Erlu og Ágústnótt við píanó- leik Bjarna og fallegt lítið þjóðlag frá Úkraínu a cappella. Þokkalegasti söngur – þótt innslagið væri nokkuð í andstöðu við alvarlegu kirkjuverk- in á undan og eftir. Upp úr seinni hluta stóðu hvað flutning varðar síðustu fimm lögin. Fyrst frábær útsetning Hafliða Hallgrímssonar á Nú vil ég enn í nafni þínu, svo Gloria Tibi (Jón Ás- geirsson), Heilræðavísa Jóns Nor- dal, Ektamakinn elskulegi (Tryggvi M. Baldvinsson) og fyrrgetið lag kórstjórans. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Fyrir slík snilldartilþrif, þegar staður og stund leysast upp í tímalausan agndofa, hefðu hlustendur vel mátt klappa á fæti,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson meðal annars um tónleika Contrasti-hópsins í Hafnarborg. Snilldartilþrif TÓNLIST Hafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Endurreisnarverk eftir m.a. Dowland, Muderra, Purcell og Albert og verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Hafliða Hall- grímsson og Tryggva M. Baldvinsson. Contrasti-hópurinn (Marta Halldórsdóttir sópran, Snorri Örn Snorrason lúta, Sig- urður Halldórsson sóprangamba/selló, Hildigunnur Halldórsdóttir tenórgamba/ fiðla og Ólöf S. Óskarsdóttir bassa- gamba). Upplestur: Svanhildur Ósk- arsdóttir. Sunnudaginn 21. marz kl. 15:15. Sigurjónssafn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir m.a. Schubert, Grieg, Sig- valda Kaldalóns og Britten. Oddný Sig- urðardóttir mezzosópran og Krystyna Cortes píanó. Sunnudaginn 21. marz kl. 17. Laugarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis kór- og einsöngsverk. Kammerkór Reykjavíkur u. stj. Sigurðar Bragasonar. Bjarni Þ. Jónatansson orgel/píanó. Gest- ir: Sönghópur Þorgeirsbræðra u. stj. Sig- nýjar Sæmundsdóttur. Fimmtudaginn 20. marz kl. 16. Oddný Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.