Morgunblaðið - 29.03.2004, Side 22
UMRÆÐAN
22 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég var sumarstrákur í
sveit, þótti mér það alltaf hálf kátlegt
þegar karlarnir á bænum klæddu sig
uppá í svörtu sparifötin sín á sunnu-
dagsmorgnum. Þegar
ég kom með hestana
stóðu þeir í röð á hlað-
stéttinni, ýmislega
blóðgaðir um kjamm-
ana eftir heljarslóð-
arorustu morgunsins
milli bitlausra rakvéla-
blaða og harðra, viku-
gamalla skeggbrodda.
Allt um það voru þeir
virðulegir sveitastólp-
ar, og á boðungum
svartra jakkanna voru
títuprjónsnældir miðar,
kringlóttir eða þrí-
hyrndir, frá íþróttahéraðsmótinu í
hitteðfyrra, frá kvenfélagsbasarnum
og ballinu eftir réttirnar í fyrra og
margir fleiri slapandi aðgangsmiðar
frá gömlum mannamótum um nálæg-
ar sveitir. Þetta voru sýnilega þeirra
tignartákn um að þeir bældu ekki
fletin heima hjá sér þegar menning-
arlífið kallaði saman vaskleg fjör-
menni héraðsins. Fleiri sýnistákn
komust sannarlega ekki fyrir á svört-
um sparijökkunum.
Síðar á ævinni hef ég spurt sjálfan
mig hvort þessi merkjaárátta sé orð-
in að þjóðlegum kvilla, svo lítt sem
þeir smituðu hafa af sér dregið að
koma merkjum og táknum inn í allar
byggingar og stofnanir í algerum
óvitaskap um stíl, umhverfishefð eða
fegurð gamalla mannvirkja. Byrjað
var á því að flagga íslenska fánanum
inni í hinum hreinláta og nýklassiska
kirkjusal dómkirkjunnar í Reykja-
vík, en þeirri smekkleysu var sem
betur fer afstýrt. Næstir urðu það
Bessastaðir, þar sem fánarnir tóku
næstum því að slapa ofan í snilld-
arverk beztu listamanna þjóðarinnar.
Loks tók þó að fullu
steininn úr, þegar einn
kjörinna þingmanna á
Alþingi lagði til að fán-
inn yrði líka látinn
drúpa yfir ræðustól
sjálfs forseta Alþingis,
rétt eins og þingmenn
gætu ekki munað í
hvaða landi þeir væru
staddir.
Samt var þessi fána-
háttur þingmannsins
sem ekkert hjá hinu,
þegar frábærlega gegn
maður berst fyrir þeirri
ósvinnu að hengja járnsteypt skjald-
armerki lýðveldisins framan á svalir
Alþingishússins og eyðileggja ásýnd
þessa sögufræga og fagra húss. Þá
hlýtur manni að verða spurn, hvort
þessum góða manni nægi ekki að
hafa alla fjóra landvættina vel mót-
aða og steinhöggna undir lágbog-
unum yfir gluggum efri hæðar þing-
hússins. Það eru sannkölluð
snilldarverk Benedikts skálds og
teiknara Gröndals, og hver landvætt-
anna fellur með sérstakri prýði inn í
sitt þrönga og bogadregna rúm. Frá
vinstri talið eru þessu ágætu mynd-
verk: drekinn, örninn, jötuninn og
nautið. Af hverju, megi spyrja þessa
„merkismenn“, duga þessir upp-
runalegu landvættir byggingunni
ekki, en verður að fjölga þeim um
aðra fjóra á utanáhengdu, vandræða-
legu og járnsteyptu skjaldarmerki
lýðveldisins?
Þegar á frumteikningu bygging-
armeistarans að fyrirhugaðri fram-
hlið Alþingishússins, frá nóv-
embermánuði 1879, gerir Meldahl
þegar ráð fyrir „tympanon“, svo sem
miðsett háskraut er nefnt í húsagerð-
arlistinni, og hafði hann að sjálfsögðu
á því sögulega staðfestingu á bygg-
ingartíma hússins, skjöld Kristjáns
konungs Íslendinga hins IX og kór-
ónu hans með gildum laufkransi um-
hverfis. Slíkt háskraut hæfir stíl
byggingarinnar vel og einkar virðu-
lega.
Svo sem oft gerist í huglægri
brenglun manna, snýst áráttan gegn
sjálfri sér. Slíkt hefur og gerzt hér.
Nú vilja þeir sömu merkjafíklar ólm-
ir losna við þetta sögulega tákn af
frambrún hússins, rýja það upp-
runalegri ásýnd sinni og falsa með
því þjóðarsöguna.
Vonandi hefur Alþingi sjálft bæði
vit og metnað til þess að láta þá ekki
komast upp með slík skemmdarverk,
heldur stöðvi merkjafíklana áður en
stór menningarslys hljótast af!
Áskorun til alþingismanna:
Stöðvið merkjafíklana
Björn Th. Björnsson skrifar um
merki og tákn ’Vonandi hefur Alþingisjálft bæði vit og metn-
að til þess að láta þá
ekki komast upp með
slík skemmdarverk …‘
Björn Th. Björnsson
Höfundur er listfræðingur.
FERÐAÞJÓNUSTA á Íslandi
er ung atvinnugrein í örum vexti.
Greinin er þegar orðin annar
stærsti þátturinn í gjaldeyrisöflun
landsins. Það er aðeins örstutt síð-
an Ísland náði þeim áfanga að
kallast ferðamanna-
land, þ.e. þegar fjöldi
erlendra ferðamanna
er orðinn meiri en
íbúafjöldi landsins. Á
þessum tímamótum
er eðlilegt að ferða-
þjónustan ræði
STÓRU spurninguna:
Á íslensk ferðaþjón-
usta að verða „iðn-
aður“ eða viljum við
halda áfram að þjóna
gestum okkar með
persónulegum hætti?
Iðnaðartúrismi eða
ferðaiðnaður er
kanski réttnefni þegar ferðamönn-
um er „mokað“ eins og hverjum
öðrum varningi í þennan túrinn
eða á þennan staðinn. Viljum við
auka framboð á sýndarveruleika
og tilbúna „vöru“ eins og maður
sér svo víða erlendis? Þetta álita-
mál er í raun grundvallarspurning
sem ferðaþjónustan verður að
svara.
Á að lýsa Gullfoss upp með ljós-
kösturum eða láta hann njóta sín
eins og hann er?
Á að setja gervihnattasenda á
hvalina eða hreindýrin til að það
sé öruggt að finna dýrin á fljótleg-
an og auðveldan hátt? Á að setja
upp rúllustiga til að auðvelda að-
gengi að upplýstum Dettifossi? Á
að brúa allar jökulárnar á hálend-
inu til að hægt verði að fara um
hálendið á fólksbílum? Má ekki
setja þyrlupall á Snæfellsjökul eða
Herðubreið til að auðvelt sé að
flytja sem flesta í útsýnisferð á
toppinn?
Spurningarnar eru margar og
misgáfulegar en það er nauðsyn-
legt að umræður fari fram um
þessi mál, þ.e. hvað viljum við
gera til að „þóknast“ ferðamönn-
um. Við ættum kanski
að spyrja; hvað vilja
ferðamennirnir? Það
er ekki víst að erlend-
ir ferðamenn hafi
nokkurn áhuga á
sýndarveruleika, til-
búnum eða upplýstum
náttúruperlum, a.m.k.
er það viðurkennd
staðreynd að til Ís-
lands koma ferða-
menn fyrst og fremst
til að upplifa óspillta
náttúru, njóta sögu og
menningar landsins.
Ef marka má orð jafn
víðföruls manns og Ara Trausta
Guðmundssonar má gera ráð fyrir
að ósnortin náttúra, náttúruleg
upplifun og persónuleg ferðaþjón-
usta komi til með að blómstra á
komandi áratugum en „massatúr-
ismi“ að dvína.
Uppbygging á alls konar af-
þreyingu hefur tekið stakkaskipt-
um hin síðari ár enda er afþreying
hluti þeirrar ástæðu að ferðamenn
koma til landsins og ferðast um
það. Það verður hins vegar að fara
varlega í að breyta helstu nátt-
úruperlum landsins í beina afþrey-
ingu. Að mínu mati á að leggja
áherslu á hreina náttúruskoðun
eða upplifun þegar perlurnar okk-
ar eru annars vegar. Vissulega
þarf aðgengi að þeim að vera
öruggt og gott, boðlegar snyrt-
ingar og greinargóðar upplýsingar
um staðinn en viljum við í raun
moka endalaust fleiri og fleiri
ferðamönnum á fjölsóttustu nátt-
úruperlurnar? Viljum við breyta
ferðaþjónustunni í „iðnað“ (með
fullri virðingu fyrir iðnaði)?
Til að ferðaþjónustan geti vaxið
og dafnað á eðlilegan hátt er
nauðsynlegt að greinin og stjórn-
völd vinni saman að framtíð-
arstefnumótun. Halldór Blöndal,
fyrrverandi samgönguráðherra, lét
vinna skýrslu um framtíð ferða-
þjónustunnar árið 1995. Mark-
miðin sem þar voru sett fram hafa
þegar náðst og gott betur. Nú ný-
lega skipaði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra vinnuhóp sem
ætlað er að móta framtíðarstefnu
fyrir ferðaþjónustuna, það er vel,
en ég vil hvetja ferðaþjónustufyr-
irtæki og áhugamenn um fram-
gang ferðaþjónustunnar til að taka
þátt í þessari vinnu með virkum
hætti. Slóðin inn á vef vinnuhóps-
ins er: http://aaetlun.ferdamal-
arad.is/.
Ferðaþjónusta eða iðnað-
ur? Á að lýsa Gullfoss upp?
Ásbjörn Björgvinsson skrifar
um ferðaþjónustu ’Að mínu mati á aðleggja áherslu á hreina
náttúruskoðun eða upp-
lifun þegar perlurnar
okkar eru annars veg-
ar.‘
Ásbjörn
Björgvinsson
Höfundur situr í stjórn Ferðamála-
samtaka Íslands og Markaðs-
skrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
ÞAÐ virðist vera náttúrulögmál
að fé vanti til að sinna þörfum fólks
vegna sjúkdóma, örorku, aldurs og
fátæktar. Þó aukast árleg fjár-
framlög til þessara málaflokka og
sumpart meira en verðlagsþróun og
fólksfjölgun segir til um. Hvað veld-
ur?
Rannsókn nauðsynleg
Nauðsynlegt er og
raunar skylt að leita
orsakanna fyrir þess-
ari þróun. Liggur hún
í aldursskiptingu þjóð-
arinnar, breyttum lífs-
háttum eða öðrum ut-
anaðkomandi
áhrifum?
Forvarnir
Þegar búið er að
greina vandann er
hægt að vinna að for-
vörnum. Öll viljum við
koma í veg fyrir sjúk-
dóma, örorku og
ótímabæran dauða.
Liggi orsakirnar í lífs-
háttum eða umhverf-
inu þarf að gera breyt-
ingar. Það hefur verið
gert hvað reykingar
snertir með allgóðum
árangri þótt betur
þurfi að gera. Neysla
áfengis og annarra
vímuefna hefur stöð-
ugt verið að aukast.
Fátt veldur meira
heilsutjóni. Offita er vaxandi vanda-
mál, hreyfing er ekki nóg og fleira
mætti nefna.
Á öllum þessum sviðum er hægt
að koma forvörnum við.
Boð og bönn
Ég er á móti boðum og bönnum seg-
ir margur þótt allir viti að enginn
einstaklingur, ekkert heimili og ekk-
ert þjóðfélag geti þrifist án boða og
banna. Með svona fanatískum hugs-
unarhætti verður lítið úr aðgerðum.
Ein almenn regla
Ein meginregla á að gilda um vörur
sem veruleg hætta er á að valdi al-
varlegu heilsutjóni. Það er að beita
verðstýringu þannig að slíkar vörur
borgi allan þann kostnað sem þær
valda með einum eða öðrum hætti
beint eða óbeint. Þess vegna á tób-
aksneysla, áfengisneysla og syk-
urneysla að greiða allan afleiddan
kostnað neyslunnar. Þá borga réttir
aðilar. Verð á þessum vörum þarf
því að hækka mikið. Það er því nauð-
synlegt að fella verð þeirra út úr
vísitölu neysluverðs svo að það raski
ekki öðrum hagstærðum eins og t.d.
verðtryggingu fjárskuldbindinga.
Vísitalan má alls ekki koma í veg
fyrir að hægt sé að vernda heilsu
fólks.
Ábyrgð fyrirtækjanna
Með ofannefndri breytingu mundi
tuga milljarða kostnaður flytjast yfir
á seljendur áfengis, tóbaks og syk-
urvöru. Kostnaðurinn yrði svo mikill
í hlutfalli við tekjur að söluaðilar
myndu verða að leita jafnvægis með
því að draga mjög úr neyslunni.
Rannsóknir sýna að kostnaður
vegna neyslunnar eykst hraðar en
tekjurnar.
Öflug vörn
Verðteygni ofangreindra vara er
mikil. Verðstýring yrði því öflug
vörn og myndi draga stórlega úr
neyslu þessara vara. Þá er verðstýr-
ingin einföld og ódýr lausn og boð og
bönn gætu verið í lágmarki. Þar sem
seljendur þurfa að bera skaða sem
vörur þessar valda mundu þeir vinna
af alefli gegn smygli og bruggi til að
forðast kostnað. Þegar óhollu vör-
urnar bera tjón sitt ættu þær hollu
að geta orðið á viðráðanlegu verði
sem kæmi öllum almenningi til góða
og ekki síst þeim sem minnstan
kaupmáttinn hafa.
Hinn „virki alkóhólismi“
Ég hef verið í hópi þeirra sem hafa
bent á nauðsyn þess að draga úr
áfengisneyslunni.
Áfengisneytendur mynda hinn
„virka alkóhólisma“ Hann hefur ver-
ið ráðandi meðal Evrópuþjóða um
aldir. Þetta er rótgróin afturhalds-
stefna. Hún veldur því að fólk í
hundraða þúsunda tali
liggur í valnum á ári
hverju. Það sýnir að
verið sé að framleiða
sjúkdóma í stórum stíl.
Þrátt fyrir það má engu
breyta. Áfengissýkill-
inn er friðhelgur.
Hvað gerist hér á
landi?
Það nánast tókst að út-
rýma áfengisvanda hér
á landi á öðrum áratug
síðustu aldar. Gegn
þessu reis hinn „virki
alkóhólismi“ af fullum
krafti. Ekki var gott ef
ein þjóð gæti rifið sig
úr viðjum vanans.
Það er viðhaldið
þeim fordómum að fólk
þurfi að þola áfengið
sem ævarandi erfða-
synd sem verði að fá
sínar fórnir þótt blóð-
ugar séu.
Rányrkja
Verði gjöld á áfengi
lækkuð og auki Alþingi aðgengi að
því eykst kostnaðurinn í heilbrigð-
iskerfinu, hjá sjúkrahúsum og víðar.
Atvinnustarfsemi sem að hluta til
byggist á áfengis- og tóbaksneyslu
má líkja við rányrkju. Hún skilur
auðnina eina eftir.
Á ábyrgð þjóðarinnar
Tapið á viðskiptunum með áfengi,
tóbak og sykurvörur hefur verið á
ábyrgð þjóðarinnar. Ofangreindar
tillögur geta breytt því. Það er eðli-
leg krafa að skaðleg starfsemin sé
sjálfbær, borgi allan afleiddan
kostnað vegna starfseminnar auk
eðlilegra gjalda til samfélagsins.
Erum við hrædd?
Þorum við ekki að greina fíkniefna-
vandann. Er hann feimnismál? Það
er vitað að stór hópur sjúkra kemur
úr hópi fíkniefnaneytenda. Heilsan
hefur bilað við langvarandi vímu-
efnaneyslu. Aðrir verða fyrir slysum
sem neyslan veldur. Hefur þjóðfé-
lagið gætt nægilegra forvarna í
þessu efni? Það er þung raun að
missa heilsu og starfsorku fyrir ald-
ur fram. Þar geta sjálfskaparvítin
verið sárust. Markaðssetning hins
„virka alkóhólisma“ er að koma
áfenginu, hinum skæðasta sjálfseyð-
ingarvökva allra alda, í ísskápa
heimilanna svo að börnin venjist því
sem sjálfsögðum hlut í lífsmynstr-
inu. Þá verða þau öruggari neyt-
endur í framtíðinni.
Betri tíð
Nái stjórnvöld að losa sig úr aft-
urhaldsfjötrum hins „virka alkóhól-
isma“ má vænta betri tíma. Færra
fólk yrði fyrir tjóni, heilsufar yrði
betra og meira fjármagn yrði til að-
stoðar þeim sem minnst mega sín.
Sárustu tennurnar yrðu þá dregnar
úr hinum „virka alkóhólisma“ ef
hann verður að borga að fullu tjónið
sem hann veldur. Ábyrgðin hlýtur
að hvíla á Alþingi af miklum þunga.
Minnumst árangursins sem náðist á
fyrstu áratugum síðustu aldar fyrir
samhug félagasamtaka og stjórn-
valda í þessum málum. Nýtt átak á
nýrri öld. Nú er lag. Notum verð-
stýringaraflið til að bæta heilsu og
hag íslensku þjóðarinnar.
Sjúkdómar og
varnir
Páll V. Daníelsson skrifar um
sjúkdómavarnir
Páll V. Daníelsson
’Færra fólkyrði fyrir tjóni,
heilsufar yrði
betra og meira
fjármagn yrði til
aðstoðar þeim
sem minnst
mega sín. ‘
Höfundur er viðskiptafræðingur.