Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 26
UMRÆÐAN 26 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND er það land í Evrópu þar sem náðst hefur einna bestur árangur í tannheilsugæslu síðast- liðna tvo til þrjá áratugi. Þann ár- angur má fyrst og fremst þakka íslenskum tannlæknum sem lyft hafa grettistaki til að bæta tann- heilsu Íslendinga. Einnig hefur skynsamlegt framlag hins opinbera haft áhrif til góðs. En nú bregður svo við að opinber framlög til tannheilsugæslu hafa minnkað stórlega síð- astliðinn áratug þann- ig að áhrif stjórn- málamanna virðast frekar orðin til bölv- unar en blessunar. Nýleg könnun Sam- keppnisstofnunar sýn- ir að samkeppni er mikil meðal tann- lækna og verðlagning er í lægri kantinum í samanburði við ná- grannalöndin. Tannheilsa þjóð- arinnar er ein sú besta í heimi. En kannski væri nær að segja að hún hafi verið það því að vísbendingar eru um að við séum að missa tökin á að varðveita tannheilsuna. Ný- legar opinberar tölur segja að reglubundnum heimsóknum barna til tannlækna hafi fækkað umtals- vert á síðustu árum. Heimturnar meðal barna hafa fallið úr 90 í 70%. Á sama tíma hafa tann- læknar orðið varir við auknar tannskemmdir. Er því nema eðli- legt að við spyrjum hvort sam- hengi sé þarna á milli og hvað valdi. Niðurskurður ríkisins Stjórnvöld hafa skorið niður fram- lag til tannheilsugæslunnar og þar með framlag til forvarna. Nið- urskurðurinn nemur um það bil 30 prósentum á rúmum áratug. Tölur Hagstofunnar sýna að á sama tíma hefur framlag hins op- inbera til annarrar heilsugæslu aukist sem nemur sömu tölu. Á hvaða rökum er sú hugsun reist að tannheilsugæsla þurfi ekki hlutfallslega sama stuðning og önnur heilsugæsla? Tannheilsa er hluti af lífsgæðum sem okkur þykja sjálfsögð. Sem vel menntuð og upplýst þjóð getum við ekki tekið því með þegjandi þögninni að stjórnmálamenn reikni óáreittir sparnað á blaði án þess að leiða hugann að afleiðingunum. Eldri borgarar og öryrkjar Fram til þessa höfum við gengið út frá því að elsta kynslóðin fengi bara sínar fölsku tennur. Það er ódýr „lausn“ en hún mun að mestu deyja út með þeim elstu í þessum hópi því að sú kynslóð, sem nú fer að fylla hóp eldri borgara, er með stóran hluta sinna tanna. Þær munu þarfnast mikils viðhalds í framtíðinni því að yfirleitt er um að ræða mikið við- gerðar tennur sem endast tak- markað nema til komi varanleg uppbygging úr gulli og/eða postu- líni. Nú býður hið opinbera fjárhags- lega aðstoð við að rífa tennur úr fólki og smíða falskar tennur eða lausa parta úr stáli eða plasti. En falskar tennur eru fráleitt besta lausnin því að í mörgum tilvikum er hægt að bjóða meðferð með föstum tanngervum í stað lausra. Sú meðferð býður allt önnur og meiri lífsgæði en falskar tennur. Heilbrigðisyfirvöld hafa hins veg- ar tekið ákvörðun um að taka eng- an þátt í kostnaði við slíka með- ferð. Í þeirri afstöðu felast einkennileg skilaboð til þeirra sem hafa lagt elju og fjármuni í að halda góðri tannheilsu. Tannlæknar hafa lengi bent á þá einföldu lausn að sú fjárhæð sem Tryggingastofnun ríkisins greiddi einstaklingum vegna lausra tanngerva gengi upp í með- ferð með föstum tanngervum. Ein- staklingurinn borgaði mismuninn úr eigin vasa. TR hefur hins vegar aldrei léð máls á þessari lausn. Forvarnir barna og unglinga Tannheilsa barna er forgangsmál sem foreldrar láta sig miklu skipta. En foreldrar eiga eðlilega erfitt með að mynda öflugan þrýstihóp. Því hafa tannlæknar reynt að leggja þessu máli lið. Vandamál í tannheilsu barna blasa fyrst og fremst við þeim. Hækkun framlaga til tann- heilsugæslu um 30 prósent mundi strax þýða breytingu til hins betra. Þá væri reyndar um lág- marksframlag að ræða sem væri í samræmi við þær fjárhæðir sem stjórnvöld segjast nú endurgreiða vegna tannlæknaþjónustu fyrir börn. En vegna niðurskurðar á síðustu árum er brýnt að hækka þessi framlög ríkisins um allt að 60 prósent. Fyrst þá væri ríkið að leggja jafnmikið af mörkum til tannheilsugæslu og annarrar heilsugæslu. Þá væri framlagið í takt við framlög til tannheilsu- gæslu annars staðar á Norð- urlöndum. Könnun, sem gerð var á vegum Háskólans nýlega, sýndi að tann- læknakostnaður er farinn að vega þyngst í útgjöldum heimilanna til heilsugæslu. Því er ekki að furða að fólk finni verulega fyrir minnk- andi framlögum ríkisins. Í þessari umræðu hefur reynst mjög erfitt að koma því á fram- færi að framlag ríkisins til tann- heilsugæslu á ekkert skylt við laun eða launabaráttu tannlækna. Þetta mál snýst alfarið um nið- urgreiðslu ríkisins til foreldra barna og unglinga, eldri borgara og öryrkja. „Sparnaður“ ríkisins er farinn að snúast upp í andhverfu sína. Því hvað er ríkið ef ekki við sjálf? Erum við að missa tökin á tannheilsunni? Heimir Sindrason skrifar um tannheilsu ’Heimturnar meðalbarna hafa fallið úr 90 í 70%. Á sama tíma hafa tannlæknar orðið varir við auknar tann- skemmdir. ‘ Heimir Sindrason Höfundur er formaður Tannlækna- félags Íslands. ALLT frá dögum Haraldar lúfu til okkar daga hafa Norsar nýtt auðlind- ir Íslands að hætti nýlenduþjóða. Há- kon gamli gerði Íslendinga skatt- skylda sér 1262 og utanríkisverzlun Íslendinga var í höndum Norsa. Árið 1868 hófu Nors- ar síldveiðar í íslenzkri landhelgi og tóku sér aðstöðu á sjávarlóðum á Seyðisfirði. Þetta varð upphafið að um- fangsmiklum síldveið- um, þorskveiðum og hvalveiðum á Íslands- miðum, sem stóðu í heila öld. Þeir reistu sölt- unarstöðvar og síld- arverksmiðjur við bestu hafnirnar og beittu ýmsum brögðum til þess að fara í kring- um ísenzk lög og regl- ur. Þórarinn Olgeirs- son lýsir vel í ævisögu sinni, hroka og yf- irgangi þessa innrás- arliðs. Öll þessi umsvif Norsa höfðu á sér snið nýlendukúgunar og var rík- isvaldið máttlítið þá sem nú. Á árunum eftir 1878 voru Norsar með um 180 skipa flota á Íslands- miðum, 90 nótalög og 1.800 manna við síldarútveginn. Síldina veiddu þeir í landnætur í fjörðum og notuðu hafnir landsins og aðstöðu í landi, sem væru þeir í eigin landi. Fluttu þeir árlega frá landinu á þessu tímabili um 170.000 tunnur saltsíldar. Árið 1936 voru 121 norskt snurpu- skip við síldveiðar á Íslandsmiðum og var afli þeirra 211.250 tunnur salt- síldar. Auk þess var hér fjöldi norskra reknetaskipa að veiðum. Ár- in 1903 til 1939 fluttu Norsar 4.639.110 tunnur saltsíldar til Noregs af Íslandsmiðum, er þá ótalið það sem þeir fluttu til annarra landa og afli sem lagður var á land á Íslandi í bræðslu og salt. Á síðari stríðs- árunum hurfu Norsar af Íslands- miðum, en strax eftir stríðslok komu þeir aftur með stóran síldveiðiflota á miðin og voru mun betur búnir til veiðanna en Íslendingar. Skip þeirra voru stærri og aflinn saltaður um borð. Nótabátar þeirra voru með kraftmiklum vélum og algengt að Ís- lendingar yrðu undir í samkeppni um veiði á eigin miðum vegna lélegri bún- aðar. Norsar hófu síldveiðarnar mun fyrr á sumrin en Íslendingar og voru fyrstu skip þeirra oft að ljúka fyrstu veiðiferð þegar Íslendingar hófu veið- arnar. Um 1950 kom norskur fiski- fræðingur fram með þá kenningu að með nógu miklu smásíldardrápi í norsku fjörðunum mætti halda stofn- inum í hæfilegri stærð, til þess að hann leitaði ekki vestur í hafið í æt- isleit. Væru Norsar þar með ráðandi á síldarmarkaðnum. Þetta tókst Norsum, með stórkost- legum skaða fyrir líf- ríkið á norðurslóðum og fyrir fiskveiðiþjóðir Evrópu. Á 6. áratugnum var meðalársveiði Norsa á smásíld 156.000 tonn og 1960–1968 var með- alveiðin 140.000 tonn af smásíld. Árin 1967–1971 féll smásíldarafli þeirra úr 107.000 tonnum í 1.000 tonn. Rússar gripu þá í taumana og stöðvuðu glæpinn. Jafnframt síldveið- unum stunduðu Norsar þorskveiðar hér á nær- miðum og voru línu- veiðiskip þeirra hér við land 51 talsins áriði 935 og var fengur þeirra 6.347 tonn af saltfiski. Árin 1929–1939 fluttu þeir af Íslandsmiðum 36.969 tonn af saltfiski til Noregs. Er þá ótalinn sá afli þeirra sem seldur var beint til annarra landa en Noregs. Hvalveiðar Norsa við Íslands- strendur stóðu frá 1883 til 1913. Á þessum tíma höfðu þeir nánast eytt hvalastofnunum við landið. Þessi 30 ár veiddu þeir um 33.000 hvali og framleiddu um 1.000.000 föt af lýsi, auk annarra afurða. Metveiði var hjá Norsum árið 1905 er þeir veiddu 2.000 hvali, sem gáfu af sér 66.000 lýsisföt. Til þess að gera sér grein fyrir gróða Norsa af hvalveiðunum hér við land má hafa til hliðsjónar að á ár- unum 1720 til 1795 gerðu Hollend- ingar út 160 hvalveiðiskip við Græn- land, á Davidflóa og víðar. Veiði þessa mikla flota var 33.000 hvalir á 75 ár- um. Auður sá sem þessir norsku yf- irgangsmenn sóttu á íslenzk nærmið var óhemju mikill eins og sjá má af framantöldum dæmum. Norsar sækja enn á rétt Íslend- inga, er þeir helga sér einhliða rétt yf- ir Jan Mayen og öðrum landsvæðum og hafsvæðum á norðurhjara. Árið 1976 samdi íslenzka ríkið við Elkem um byggingu járnblendiverk- smiðju á Grundartanga. Íslendingar áttu 55% hlut en Norsar 45%. Til verksins var tekið 7 milljarða lán hjá Norræna fjárfestingabankanum. Járnblendiverksmiðjan tók til starfa árið 1979 og tapaði einum milljarði þetta fyrsta starfsár, þrátt fyrir lágt raforkuverð. Árið 1980 var tapið um þrír milljarðar. Ef til vill gátu Norsar stýrt afkomu fyrirtækisins, þar sem þeir önnuðust bæði öflun aðfanga og seldu fram- leiðsluna. Þeir hafa máske haft í hendi sér að láta verksmiðjuna tapa og getað látið gróðann myndast af sölu aðfanga og afurða? Lok þessa hráskinnaleiks urðu þau að ríkið taldi þann kost vænstan að hætta fé- lagsskapnum við Norsana og lét þeim eftir eignarhlut sinn. Enn ætluðu Norsar að komast yfir auðlindir Íslands með hjálp íslenzkra flugumanna, sem alltaf virðast reiðu- búnir að bregðast þjóð sinni og end- urnýja „Gamlasáttmála“. Þeir ætluðu að fórna Austurlandi fyrir norska hagsmuni. Getur verið að efnahags- kreppan, sem gekk yfir þjóðina þá, hafi verið hluti af undirbúningi stór- iðjuframkvæmdanna á Austurlandi? Norsar hafa undanfarið sýnt hug sinn til Íslendinga, með því að krefjast skerðingar á aflahlut íslenskra veiði- skipa í síldveiðum á norðurslóðum. Er ekki kominn tími til þess að ís- lensk stjórnvöld og kaupmanna- samtök skoði samskipti sín við þessa fornu féndur? Lík skulu gjöld gjöfum Einar Vilhjálmsson skrifar um samskipti Íslendinga og Norð- manna Einar Vilhjálmsson ’Norsar hafaundanfarið sýnt hug sinn til Ís- lendinga …‘ Höfundur er fv. tollvörður. ÞAÐ var mér mikil uppörvun að lesa grein Gunnars okkar Þorsteins- sonar, forstöðumanns Krossins, þegar hann leiðréttir nafna sinn Hersvein. Allt er rétt sem Gunnar dregur fram og hvet ég lands- menn alla að lesa hana og helst oft. Í fram- haldi af umræðu um kvikmynd Mel Gibsons vildi ég varpa fram spurningunni: Af hverju? Hvað er Guð að gera? Af hverju allt þetta blóð? Það kom glögglega fram í myndinni að það var ekki á valdi Pontíusar Pílatusar eða faríseanna hvort Jesú yrði fórnað eða ekki. Það var greinilega í höndum Jesú sjálfs samkvæmt vilja Guðs. Í Getsemane- grasagarðinum veit Jesús hver vilji Föðurins er. Sennilega hafa vegir Guðs aldrei verið eins órannsakan- legir og þá. Við krossinn kyssir móðir Jesú fætur hans og munnur hennar og andlit er atað blóði sonar síns. Þegar hermaðurinn stingur í síðu Jesú fossast yfir hann blóð Frelsarans og hermaðurinn hnígur fram á hné og lítur af undrun upp til mannsins sem að hangir þarna bug- aður á krossinum. Hermaðurinn verður fyrir upplifun sem hann kann ekki skýr- ingu á. Hann kann að spyrja: Af hverju allt þetta blóð? Af hverju þessi mikla pína? Hvernig getur Guð verið að fórna sínum eigin syni? Í Móselögunum ger- ir Guð „sáttmála“ við menn. Fyrir synd skaltu fórna þínu besta lambi. Með blóði lambsins mun synd þín hreinsast. Blóð er heilagt. Lambið verður að vera gallalaust! Með Jesú gerir Guð nýjan sáttmála við menn. Þegar María mey hljóp fram með kramið móðurhjarta og hrópaði „ég er hér“ sagði Jesú henni til huggunar: „Ég mun gera alla hluti nýja.“ Hér er Guð að boða nýjan sáttmála! Ekki þarf maðurinn lengur að fórna lambi. Guð hefur fórnað sínu besta lambi fyrir okkur í eitt skipti fyrir öll. Blóð Krists hreinsar okkur. Í stað þess að fórna lambi biðjum við um syndaaflausn í Jesú nafni. Guð hefur sagt að enginn komist óhreinn, syndugur í himnaríki. Dag- lega þurfum við syndarar því að biðja Jesú að blóð hans fossist yfir okkar – að við getum staðið frammi fyrir Guði hrein á hinum komandi dómsdegi syndlaus og við heyrum Guð segja „kom þú!“ Eigum við að reiðast gyðingum? Hitler sagði það. Það voru gyðing- arnir sem að drápu Jesú – eyðum því gyðingum! Nei, Jesús sagði með- an hann hékk kvalinn á krossinum ein síðustu orð sinna: „Faðir fyr- irgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Æðstu prestarnir átt- uðu sig ekki á vitjunartíma sínum og heimtuðu krossfestingu. Þeir voru fastir í gamla sáttmálanum sem þeir voru þó búnir að afskræma. Við reiðumst þeim ekki. Við skulum meira að segja ekki reiðast Júdasi. Í Jóhannesi 13. segir að „Djöfullinn hafði þá þegar skotið í brjósti Júdasi Símonarsyni Ískaríot, að svíkja hann.“ Djöfullinn skaut líka í brjóst Hitlers. Djöfullinn er stöðugt að skjóta í brjóst. Baráttan er við Djöf- ulinn. Við skulum reiðast Djöflinum og átta okkur vel á hvað hann vill!! Barátta Djöfulsins var að gera lambið gallað sem að fórnað ætti. Gallað lamb gefur ekki syndaaf- lausn. Þetta vissi Djöfullinn og freistaði Jesú hvað hann gat. Hefði Jesús látið Djöfulinn skjóta sér í brjóst hefði ætlun Guðs um nýjan sáttmála mistekist. En Jesú tókst ætlunarverk föður síns. Hann lifði syndlaus, var trúr Guði sínum og laut aldrei að vilja Djöfulsins og er sá eini sem hefur tekist það. Það er okkar sigur. Tökum undir orð Gunn- ars í greininni: „Sjáum fegurðina í ótrúlegri pínu og kvöl til lausnar föllnum manni undan ofurvaldi syndarinnar.“ Gleðilega páska, og skora ég á sem flesta að sjá þessa stórbrotnu mynd Mel Gibsons. Hér er ekki um yfirdrifna Hollívúdd tuggu að ræða heldur kærkomna, aldrei of oft, áminningu þess sem gert var okkar vegna. Hreinsumst! Af hverju allt þetta blóð? Geir Jón Grettisson skrifar um kvikmyndina „The Passion of the Christ“ ’... skora ég á sem flestaað sjá þessa stórbrotnu mynd Mel Gibsons.‘ Geir Jón Grettisson Höfundur er sóknarbarn og fyrrver- andi formaður bræðrafélags Árbæj- arkirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.