Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 35
Viðskiptastofan ehf.
Bókhald/laun.
Ársreikningar/uppgjör.
Skattframtöl.
Skjalagerð.
Alhliða viðskiptaþjónusta.
Ódýr og góð vinna.
Ármúla 29 - Sími 587-4878.
Kjarni ehf. - Bókhald - VSK-upp-
gjör - skattskýrslur - ársuppgjör
- stofnun hlutafélaga - launaút-
reikningar o.fl. Símar 561 1212 og
891 7349 - www.kjarni.net
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslimælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Feng Shui-ráðgjöf í heimahús-
um. Nánari uppl. veitir Jóhanna
Kristín Tómasdóttir í 698 7695 eða
jkt@centrum.is. Einnig á heima-
síðu www.fengshui.is.
Bílskúrshurðir. Hurðamótorar,
öll bílskúrshurðajárn og gormar.
Iðnaðarhurðir og allt viðhald við
bílskúrs- og iðnaðarhurðabúnað.
Bílskúrshurðaþjónustan -
HallDoors - s. 892 7285.
Útihurðir óskast. Óska eftir að
kaupa tvær útihurðir í körmum,
90 cm breiðar. Sími 898 7820.
Teikningar og hönnun. Burðar-
virki og lagnir. Áætlanagerð og
verkefnisstjórnun. Föst verð.
Verðtilboð.
Verkfræðistofan Höfn, sími
5881580 sturlaugur@islandia.is
Þarftu fjárhagsmeðferð?
Fáðu aðstoð FOR!
1. Viðskiptafræðingur semur við
banka, sparisjóði og lögfræðinga
fyrir fólk og fyrirtæki í fjármálum.
2. Greiðsluþjónusta í boði.
FOR Consultants Iceland,
14 ára reynsla, tímapantanir
í s. 844 5725. www.for.is .
Útsala - Útsala
Sængurfatnaður, handklæði
og leikföng.
Smáfólk, Ármúla 42.
Opið frá kl 11.00.
Ökklaháir dömuskór í úrvali
Verð frá kr. 4.485 - 6.985.
Misty-skór,
Laugavegi 178, s. 551 2070.
Skóþurrkarinn, ómissandi á öll
heimili, sumarbústaði og leik-
skóla. Sýndu auglýsinguna og
fáðu 10% afslátt af ST2 þurrkar-
anum.
Expert, Skútuvogi 2.
Mega vinsælu íþrótta-
brjóstahaldararnir nýkomnir aft-
ur á súper verði kr. 1.995,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 2070. Opið kl. 12-18
mán.-fös. og lau. kl. 11-14.
Innri vitundar málverk eftir
Helgu, unnið persónulega fyrir
hvern og einn. Styrkjandi og leið-
beinandi í senn. Pantaðu viðtals-
tíma í s. 691 1391. Greiðslukjör við
allra hæfi. being@vortex.is.
fatnaður. Tilboð á flauels- og
micro-kvartbuxum út þennan
mánuð. Tilvalið í sólarlandaferð-
ina. Verð 2.800.
Glæsibæ,
sími 588 8050.
Fermingar, giftingar, árshátíðir
Veisluborg.is
sími 568 5660.
www.midlarinn.is
Hlutir tengdir bátum og smábát-
um. Net, teinar, vélar, drif, spil,
dælur, rúllur, kranar, skip og bát-
ar. Sími 892 0808.
midlarinn@midlarinn.is
Nissan Sunny árg 1987
Nýskoðaður, Mikið endurnýjaður.
Ný dekk. Verð 80 þúsund.
Upplýsingar í síma 892 1284.
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif.
Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22
sími 564 6415 - gsm. 661 9232.
Sími 590 2000
Hratt og örugglega
frá Bandaríkjunum,
tvisvar í viku
Scania, Volvo eigendur!
Varahlutir á lager. Upplýsingar,
www.islandia.is/scania
G.T. Óskarsson, Vesturvör 23,
Sími 554 6000.
Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði,
ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar,
vatnsdælur, gormar, handbremsu-
barkar og drifliðshlífar.
GS varahlutir,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Aðalpartasalan
Sími 565 9700, Kaplahrauni 11.
Eigum varahluti í Hyundai, Honda,
Peugeot, Mazda , MMC, Opel o.fl.
Kaupum bíla til
niðurrifs.
Ökukennsla - Akstursmat. Kenni
á Ford Mondeo. Aðstoð við end-
urnýjun ökuréttinda. Fagmennska
í fyrirrúmi. www.sveinningi.com
- Sveinn Ingi Lýðsson ökukennari,
KHÍ, s. 892 2860 og 586 1342.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza, 4 wd.
Góður í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Akstursmat vegna tveggja ára
endurnýjunar og aðstoð vegna
endurnýjunar ökuréttinda. Kenni
á Benz 220 C.
Vagn Gunnarsson
s. 894 5200 og 565 2877.
UM næstu áramót er stefnt að því að taka upp sama fyr-
irkomulag á móttöku sorps hjá Gámu á Akranesi og er á
starfssvæði Sorpu í Reykjavík. Tillaga þess efni var sam-
þykkt á fundi bæjarráðs Akraness 25. mars. Sviðsstjóra
tækni- og umhverfissviðs og bæjarritara er falið að
leggja fram tillögu að gjaldskrá þar sem einnig verði gert
ráð fyrir skiptingu sorpgjalda í sorphirðugjald og sorp-
eyðingargjald.
Honum var einnig falið að leita eftir kaupum og upp-
setningu á bílavog í samræmi við þá tillögu sem fram
kemur í skýrslu starfshóps sem skipaður var fyrr í vetur.
Bæjarráð samþykkti einnig að gera könnun á því hjá
fyrirtækjum hvort fyrirtækin vildu almennt sjálf annast
flutning á sorpi til Gámu. Framkvæmdir við malbikun á
svæði fyrir flokkun á timbri munu hefjast í samræmi við
samning Akraneskaupstaðar við Gámaþjónustuna og
GECA.
Útboðsgögn í undirbúningi
Undirbúningur er hafinn af hálfu Akranesskaupstaðar
við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu, leigu gáma og
aksturs með sorp til eyðingar. Kannað verður hvort rétt
sé að taka tillit til niðurstöðu starfshópsins varðandi
flokkun og vigtun sorps. Bæjarráð ætlar einnig að láta
kanna hvort æskilegt sé að bjóða út sérstaklega rekstur
Gámu og verður sveitarstjórnum Borgarbyggðar og
Borgarfjarðarsveitar kynnt málið á næstunni.
Umsjónarmanni sorpmála á Akranesi var falið að
leggja fyrir bæjarráð greinargerð um hvað felist í því að
taka upp sambærilega flokkun sorps á Akranesi og á höf-
uðborgarsvæðinu og hver kostnaðaráhrif slíkrar fram-
kvæmdar séu.
Sorphirðumál í sama farveg
og á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Frá vinnusvæði Gámu á Akranesi.
Akranesi. Morgunblaðið
Mánudagsfundur Samfylking-
arinnar í Kópavogi er í dag, 29.
mars, er að þessu sinni um Mennta-
skólann í Kópavogi og fartölvuvæð-
inguna þar. Gestir fundarins eru
nemendur úr MK og Sigurrós Þor-
grímsdóttir, formaður skólanefndar
MK.
Fundurinn er í Hamraborg 11, 3.
hæð, og hefst kl. 20.30. Allir eru vel-
komnir.
Í DAG
Félag CP á Íslandi heldur
fræðslufund á morgun, þriðjudag-
inn 30. mars, kl. 20 á Háaleit-
isbraut 11–13, (húsi Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra). Fjallað verð-
ur um vanlíðan og lélega sjálfs-
mynd vegna fötlunar og hegð-
unarvandamál.
Fyrirlesarar eru: Inga Hrefna
Jónsdóttir, sálfræðingur á Reykja-
lundi, Guðríður Haraldsdóttir, sál-
fræðingur á skólaskrifstofu Mos-
fellsbæjar og Katrín Einarsdóttir,
sálfræðingur á Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins. Einnig mun
Hildur Bergsdóttir, nemi í fé-
lagsráðgjöf, kynna niðurstöður
könnunar sem hún gerði í sam-
starfi við Greiningarstöðina og CP
félagið.
CP er skammstöfun fyrir cerebral
palsy (einnig nefnt heilalömun)
sem vísar til skaða sem verður á
heila á meðgöngu, í fæðingu eða
rétt eftir fæðingu.
Sagnfræðingafélag Íslands held-
ur fund í Norræna húsinu á morg-
un, þriðjudaginn 30. mars, kl. 12–
13. Þórunn Sveinbjarnardóttir
heldur erindi í fyrirlestraröð Sagn-
fræðingafélags Íslands, Hvað er
(um)heimur? Erindið nefnist: Er
heimsveldið eina einmana? Banda-
ríkin og (um)heimurinn.
Skólaskákmót Reykjavíkur. Ein-
staklingskeppni fer fram þriðjudag
og miðvikudag 30.–31. mars og
hefst kl. 19 bæði kvöldin. Keppn-
inni er skipt í eldri flokk, fyrir
nemendur 8.–10. bekkjar, og yngri
flokk fyrir nemendur 1.–7. bekkjar.
Allir skólar í Reykjavík eru hvattir
til að senda keppendur til leiks.
Tefldar verða níu umferðir eftir
Monrad-kerfi og umhugsunartími
verður 20 mín. á skák.
Umferðataflan er sem hér segir:
Þriðjudagur 30. mars kl. 19–22
fyrsta til fjórða umferð.
Miðvikudagur 31. mars kl. 19–22
verða 5.–9. umferð.
Fjórir efstu í eldri flokki og þrír
efstu í yngri flokki vinna sér þátt-
tökurétt á landsmót í skólaskák
sem stefnt er að á Norðurlandi
eystra 13.–16. maí.
Þátttöku má tilkynna með tölvu-
pósti til tr@mi.is, eða til Torfa
Leóssonar, leo@islandia.is.
Á MORGUN
Eiðanemar um miðja síðustu
öld. Hinn 16. apríl er ráðgert mót
nemenda sem sóttu Eiðaskóla í
kringum miðja síðustu öld, þ.e. á
árunum kringum 1950. Mótið á að
hefjast kl. 20 og verður íð Stang-
arhyl 4 í Reykjavík. Boðið verður
upp á kaffi og kræsingar og
ánægjulega stund saman við minn-
ingar, söng og dans.
Kostnaði verður haldið í algjöru
lágmarki.
Eiðanemar eru hvattir til að láta
vita af þátttöku til Ólafs Ein-
arssonar í síma 551 7284, Eddu
Emilsdóttur í síma 553 1452, Jó-
hanns Antoníussonar í síma 553
4087, Heimis Þórs Gíslasonar í
síma 867 4110 eða Helga Seljan í
síma 553 6665 fyrir 15. apríl.
Málþing um stöðu kvenna í
Framsóknarflokknum. Lands-
samband framsóknarkvenna boðar
til málþings um stöðu kvenna í
Framsóknarflokknum og stöðu
þingkvenna við breytingar í rík-
isstjórn Íslands
Á 11. Landsþingi LFK, sem haldið
var 26.–27. september sl., fór fram
öflug umræða um stöðu kvenna í
Framsóknarflokknum. Á þinginu
kom fram að brýnt væri að konur
hlytu framgöngu í stjórnmálum
hér á landi og að við væntanlegar
breytingar í ríkisstjórn Íslands
hinn 15. sept nk. yrði konum alls
ekki fækkað í ráðherraliðinu, nær
væri að fjölga þeim.
Framkvæmdastjórn LFK hefur
ákveðið að boða til málþingsins á
Hótel Sögu föstudaginn 21. maí
nk.
Dagskrá hefst kl. 13.15 með
ávarpi Halldórs Ásgrímssonar,
formanns Framsóknarflokksins. Á
þinginu verða m.a. flutt ávörp,
kynntar tölulegar upplýsingar um
stöðu kvenna í Framsókn-
arflokknum, starfað í hópum og
niðurstöður kynntar.
Á NÆSTUNNI
VERKALÝÐSFÉLAG Borgarness
tók laugardaginn 20. mars formlega í
notkun nýtt hús sem hefur fengið
nafnið Alþýðuhúsið. Nafnið fékk hús-
ið í undangenginni samkeppni þar
sem vinningshafi óskaði nafnleyndar
en óskaði eftir að verðlaunin rynnu til
Umhyggju, félags langveikra barna.
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason
sóknarprestur flutti húsblessun þar
sem viðstaddir voru trúnaðarmenn
og starfsfólk Verkalýðsfélagsins auk
Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ,
Halldórs Björnssonar, formanns
Starfsgreinasambandsins, Ingibjarg-
ar S. Guðmundsdóttur, formanns
Landssambands íslenskra verslunar-
manna, en Finnbjörn Hjartarson,
formaður Samiðnar, var forfallaður
vegna annarra fundarhalda. Að lok-
inni vígsluathöfn var opið hús og kaffi
fyrir gesti og gangandi fram á kvöld
og bauðst fólki að skoða húsið. Að
sögn Sveins G. Halfdánarsonar, for-
manns Verkalýðsfélagsins, er húsið
sérhannað fyrir félagsstarfsemi fé-
lagsins. Það er 153 fermetrar að
grunnfleti, viðhaldsfrítt sem byggist
á múrklæðningu í þremur lögum.
Húsið og lóð þess býður upp á mögu-
leika á stækkun síðar meir. Arkitekt
hússins er Magnús H. Ólafsson og
byggingaraðili var Sólfell hf. Borg-
arnesi.
Verkalýðsfélag Borgarness
flytur í Alþýðuhúsið
Borgarnesi. Morgunblaðið
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, afhendir Sveini G. Hálf-
dánarsyni, formanni Verkalýðsfélagsins, blóm í tilefni af vígslu hússins.