Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 40
DAGBÓK 40 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Haf- súla kemur í dag. Há- kon, de Ruyter og Ás- kell fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Boðið er til föstuguðþjónustu í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 1. apríl kl.14, Kátir karlar syngja og leiða al- mennan söng organisti Sigrún M. Þórsteinsd. prestar Lárus Hall- dórsson og Gísli Jón- asson, kaffiveitingar í boði sóknarnefndar. Rútuferð frá Afla- granda Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13.30 dans. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlað- hömrum. Kl. 16 spænskunámskeið. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn verður með ferðakynningu á morg- un þriðjudag kl. 14.30, í Dvalarheimilinu Hlað- hömrum. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kvenna- leikfimi kl. 9.30, kl. 10.20 og kl. 11.15, gler- bræðsla og pílukast kl. 13, öldrunarfulltrúi með viðtalstíma kl. 13. spænska, byrjendur, kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, billj- ardsalurinn opinn til 16, tréútskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30, kóræfing Gaflarakórs- ins kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. kennt að orkera frá há- degi spilasalur opinn, kl. 10.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug. dans fellur niður í dag. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids og bútasaum- ur, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun þriðjudag sundleikfimi í Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, ma. söngur, fé- lagsvist. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 spiladagur, félagsvist. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Brids í félagsheimilinu í Gull- smára 13 Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 29. mars, 89. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Faðir, ef þú vilt, þá tak þenn- an kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji. (Lk. 22, 42.)     María Margrét Jó-hannsdóttir skrifar á frelsi.is: „Í nýju frum- varpi dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga er gert ráð fyrir því að fullum að- gangi launafólks frá til- teknum nýjum ríkjum ESB og EES að íslenskum vinnumarkaði verði frest- að, nánar tiltekið launa- fólki frá Eistlandi, Lett- landi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékk- landi og Ungverjalandi. Með þessu er verið að „nýta aðlögunarheimildir samnings um stækkun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæð- isins“, en í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að þegar stækkunin taki gildi muni „rík- isborgarar þessara ríkja að óbreyttum lögum njóta sömu ívilnunar á Íslandi og ríkisborgarar annarra EES-ríkja og EFTA- ríkja.“ Ó, nei …     Þeir sem byggðu uppvaldamesta ríki heims, Bandaríkin, voru innflytjendur sem komu til þessa lands með von um betra líf handa sér og fjölskyldu sinni. Það fólk hafði oftar en ekki flúið hræðilegar kring- umstæður í heimalandi sínu. Fólk býr enn víða við slæmar aðstæður – og er svar okkar við því að reyna að koma í veg fyrir að þetta fólk leiti sér betra lífs í öðru landi? Í greinargerðinni kem- ur ennfremur fram að samkvæmt fyrrnefndum stækkunarsamningi sé heimilt að beita sér- stökum aðlögunar- ákvæðum að því er varð- ar frjálsa för launafólks frá hinum nýju ríkjum, öðrum en eyríkjunum Möltu og Kýpur, og fresta þannig fullum aðgangi launafólks frá þessum ríkjum að íslenskum vinnumarkaði og hefur ríkisstjórnin, í samráði við aðila vinnumarkaðar- ins, ákveðið að leggja til að fyrrnefndum aðlög- unarákvæðum verði beitt.     Því er oft haldið framað innflytjendur taki störfin frá „réttnefndum“ Íslendingum. Þetta er al- rangt. Það er ekki til neinn ákveðinn fjöldi starfa til að úthluta, held- ur er vinnumarkaðurinn í stöðugri þróun og nýtt vinnuafl eykur sveigj- anleika hans. Fólk af er- lendum uppruna er líka oftar en ekki að vinna þau störf sem aðrir fást ekki til að vinna. Það hefur sýnt sig að nýtt fólk flytur með sér nýja þekkingu, reynslu og hugmyndir. Einnig skap- ast, með hverjum íbúa, þörf fyrir aukna fram- leiðslu og það skapar fleiri störf. Engin ástæða er til að hafna duglegu fólki sem vill koma til landsins og bæta kjör sín. Þær breytingar sem lagðar eru til með frum- varpinu bera vott um órökstudda fordóma gagnvart erlendu vinnu- afli. Slíkar reglur á Al- þingi ekki að leggja bless- un sína yfir.“ STAKSTEINAR Fordómar? Víkverji skrifar... Víkverji er einn af þeimfjölmörgu, sem stunda stuttar gönguferðir sér til heilsubótar og ánægju, kannski klukkutíma spöl á laugardögum og sunnudög- um en oft eitthvað skemmra aðra daga. Um margar gönguleiðir er að ræða hér á höfuðborgarsvæðinu en á veturna lætur Vikverji yf- irleitt nægja að ganga í kringum Vífilsstaðavatn eða Hvaleyrarvatn og eftir Vífilsstaðahlíðinni. Þetta hefur Víkverji stundað í mörg ár og stund- um einn á ferð hér áður fyrr. Á síð- ustu árum hefur hins vegar orðið sannkölluð bylting hvað varðar þessa heilsusamlegu og skemmti- legu líkamsrækt. Eiga bæjaryfirvöld í Garðabæ sinn þátt í henni með því að leggja góðan göngustíg í kringum Vífilsstaðavatn en hér áður gat verið erfitt að komast yfir mýrlendið við austurenda vatnsins. Nú má sjá þar fólk á göngu alla daga og stígurinn gerir þeim, sem aldurinn er farinn að sækja á, kleift að komst leiðar sinnar án þess eiga á hættu að hnjóta um næstu þúfu. Göngustígurinn með Vífils- staðahlíðinni er ekki síðri, allt frá girðingunni við Maríuhella og upp að brekkunni í Hjöllunum. Þar er líka hægt að skjótast inn í skóginn og njóta þeirrar náttúru, sem hann hef- ur upp á að bjóða, skoða sveppa- gróðurinn, sem prýðir skógarbotn- inn á sumrin, til dæmis fagurrauðan en að vísu eitraðan berserkjasvepp- inn, og það er sama hvort það er vet- ur eða sumar, alltaf kveður skóg- urinn við af fuglasöng. Víkverji sá þar fyrir fáum dögum ekki færri en fimm glókolla, þennan fallega nýbúa, sem nú er smæsti fuglinn hér á landi. Hvaleyrarvatn og umhverfi þess verður sífellt eftirsókn- arverðara sem útivistarsvæði. Þar var að vísu fyrir skóg- arreiturinn hans Hákonar heit- ins Bjarnasonar og skógræktin í Höfða en Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er nú á góðri leið með að breyta öllu um- hverfi vatnsins í samfellt skóg- ar- og gróðurlendi. Gallinn við að ganga kringum vatnið er hins vegar sá, að gönguleiðin er að hluta til niðurgrafin moldargata, sem breytist í svað í rigningum, svo ekki sé nú talað um þegar hestamenn hafa spænt hana upp. Vonandi er, að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sjái sér fært að bæta úr þessu. Innan ekki langs tíma verða stór svæði fyrir ofan sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu skógi vaxin og vötnin fjögur, Elliðavatn, Vífils- staðavatn, Urriðakotsvatn og Hval- eyrarvatn, geta þá orðið hluti af úti- vistarsvæði, sem ekki á sér sinn líka í þessu landi. Allt þetta svæði þarf hins vegar að skipuleggja og tengja saman með stígum og annarri að- stöðu. Vill Víkverji að lokum hvetja til, að í það verk verði ráðist nú þeg- ar. Morgunblaðið/Golli Fluguköstin æfð í Vífilsstaðavatni. Panelumræður ÉG var að hlusta á útvarp- ið og heyrði þar auglýstar panelumræður. Gaman væri að fá skýringu á þessu orði: panelumræður. Ég hef oft heyrt talað um hringborðs- og langborðs- umræður en aldrei panel- umræður. Hvað eru þessar panelumræður? Guðmundur Bergsson. Sammála föður ÉG tek eindregið undir orð „föður“ sem skrifaði í Velvakanda nýlega um Disney-myndir. Bendi einnig á að teiknimyndir fyrir yngstu börnin eru sýndar alla vikuna á til- teknum tíma. Þessar gömlu „Disney“- myndir sem um ræðir eru líka kærkomin tilbreyting frá ævintýra- og spennu- myndum nútímans og hafa oftar en ekki einhvern góðan boðskap að bera. Á meðan sonur minn 10 ára sér ástæðu til að hlakka til þessarar stundar er ég ánægð. Móðir. Hver þorir? ÉG vil taka undir skrif þess sem skrifaði um nagladekkjafár 23. mars sl. og er honum algjörlega sammála. Spurningin er: Hver þorir að banna eða skattleggja nagladekkja- notkun? Það virðist enginn þora að taka á þessu máli. Nagladekkin eru ekki að- eins skaðleg vegna þess að þau tæta malbikið upp í andrúmsloftið og valda lungnasjúkdómum, m.a. krabbameini, heldur kosta þau skattborgarana hundruð milljóna á hverju ári, m.a. með viðgerðum á gatnakerfinu í Reykjavík. Og svo er hljóðmengun af þessum dekkjum. Allt er þetta óþarfi vegna þess að það má fá önnur hentugri dekk, t.d. loftbóludekk, harðkorna- dekk og gróf snjódekk. Lesandi. Kötturinn með hattinn! ÉG er afar ósáttur við hina nýútgefnu bók „Kött- urinn með hattinn“. Það fyrsta sem maður rekur augun í er fullkomlega rangur titill bókarinnar. Hvað var þýðandinn eig- inlega að hugsa? Þegar ég var barn hét þessi skemmtilega fígúra „Kött- urinn með höttinn“. Hér er á ferðinni innrím, sem festir nafn persónunnar í sessi, auk þess sem orðið höttur er gott og gilt ís- lenskt orð. Hvaða hugsan- lega tilgangi gæti það þjónað að breyta nafni þessarar persónu? Við gætum allteins talað um Hróa hatt eða eitthvað þaðan af asnalegra! H. Z. Sammála ÞRIÐJUDAGINN 23. mars birtist í Bréfum til blaðsins gagnrýni Elinóru Jósafatsdóttur á viðskipta- hætti eiganda verslunar- innar NLFÍ-búðarinnar í Hlíðarsmára. Vil ég taka undir orð hennar því ég þekki þetta af eigin reynslu. Júlía Sigurðardóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 hnífar, 4 slöngu, 7 gangi, 8 svipað, 9 ófætt folald, 11 axlaskjól, 13 skrifa, 14 mannsnafn, 15 kögur, 17 háð, 20 fugls, 22 votur, 23 grefur, 24 deila, 25 skánin. LÓÐRÉTT 1 kröfu, 2 hillingar, 3 sleit, 4 málmur, 5 hagn- aður, 6 búa til, 10 var- gynja, 12 bein, 13 á húsi, 15 baggi, 16 ilmur, 18 smá- seiðið, 19 skrifið, 20 grama, 21 sárt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 steinsnar, 8 sýpur, 9 eimur, 10 afl, 11 rýrar, 13 lánið,15 músar, 18 stert, 21 ann, 22 slöku, 23 aftur, 24 ökutækinu. Lóðrétt: 2 tapar, 3 iðrar, 4 skell, 5 arman, 6 ósar, 7 bráð, 12 aða, 14 átt, 15 mysa, 16 skökk, 17 rautt, 18 snakk, 19 ertin, 20 tóra. Krossgáta    Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.