Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 43
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
Charlize Theron:
fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Jack Black fer
á kostum í geggjaðri
grínmynd sem rokkar!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta
mynd allra tíma
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
(Píslarsaga Krists)
SV MblSkonrokk
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Páskamynd
fjölskyldunnar
Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað
það.Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
MIKE MYERS
Ekki eiga við hattinn
hans.
Kötturinn
með hattinn
Frábær mynd fyrir
alla fjölskylduna.
Byggð á hinni
sígildu bók sem
komið hefur út í
íslenskri þýðingu.
Sýnd kl. 4.30. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4. Ísl texti
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Besta
frumsamda
handrit
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.40 og 8.
HP. Kvikmyndir.com
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta
mynd allra tíma
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Páskamynd
fjölskyldunnar
Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað
það.Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30. Með íslensku tali
Sýnd kl. 10.10.
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
There´s Something About Mary
og Shallow Hal
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
FYRIR síðustu jól var einhverra
hluta vegna talsverður hamagangur
í útgáfumálum Ólafsfirðinga. Þannig
gaf áhöfnin á
frystitogaranum
Kleifabergi ÓF-2
út plötu sem Roð-
laust og beinlaust
en platan heitir því
skemmtilega nafni
Beinlaus biti og verður tekin til um-
fjöllunar hér von bráðar. Með hjálp
frá hinu undursamlega alneti hef ég
komist að því að á Ólafsfirði er starf-
rækt fyrirtækið MoGo/music sem
hýsir bæði hljóðver og fjölföldun
(www.mogo.is). Með sömu tækni
komst ég að því að téður Gísli er ekki
nema 18 ára og hefur m.a. unnið sér
það til frægðar að hafa verið valinn
besti söngvari Músíktilrauna árið
2000 (þá með sveitinni Ecko). Hins
vegar þori ég ekki að fara með það
hvort hann er skyldur hinum norð-
lensku Hvanndalsbræðrum sem
gáfu frá sér hljómdisk á dögunum.
Alltént er nóg á seyði norðan heiða,
svo mikið er víst!
En að plötunni. Það verður nú að
segjast að hún er nokkuð kyndug.
Lögin fjögur fremur ófrumleg popp/
rokklög með einföldum textum. Eitt
þeirra á ensku; einhvers konar
Mezzoforte-fönk. Í fyrstu tveimur
lögunum, sem byggjast á fremur
hefðbundnum poppmelódíum, er þá
að finna sargandi þungarokksgítar.
Blanda sem gengur engan veginn
upp – hér a.m.k. Gísli er fínn söngv-
ari en mér finnst að hann mæti beita
sinni góðu rödd á áhrifameiri hátt.
Of mikið grugg-jarm, sem á vonandi
eftir að eldast af honum.
Alvarlegri eru þó upptökumálin.
Hljóðblöndunin vægast sagt ein-
kennileg; gítarinn mjög lágvær, líkt
og hann seytli í gegnum vegginn frá
íbúðinni á móti hljóðverinu. Í laginu
„Aðfangadagur“ eru aukinheldur
vafasamar hljóðtilfærslur. Þarna
hefði mátt vanda betur til verka.
Á heimasíðu MoGo/music er fjöl-
földunartækinu, sem notað var til
framleiðslu á diskinum, fagnað. Eðli-
lega. Ég vil þó benda forráðamönn-
um á að áferð disksins er undarlega
klístursleg og þegar ég þrýsti fingri
á sjálfan diskinn verður eftir óafmá-
anlegt fingrafar. Kannski er hægt að
bæta úr þessu með einhverjum still-
ingum á tækinu.
Það er satt að segja margt sem
hefur farið aflaga á þessari útgáfu.
Síðasta lagið er meira að segja staf-
sett svo: „Merry Cristmas“! Gísli
þarf þannig að huga að ýmsu ef hann
ætlar í áframhaldandi ævintýr á
þessu sviði.
Tónlist
Bergmál
engla
Gísli Hvanndal Jakobsson
Bý til engla
Heimaval ehf.
Bý til engla er fjögurra laga jólaplata
Gísla Hvanndals Jakobssonar. Lög og
textar eru eftir Gísla. Hann syngur en
Gunnlaugur Helgason sér um bassa, bak-
raddir og gítar og Magnús G. Ólafsson
sér um trommuforritun, gítara, hljómborð
og fleira. Útsetning, stjórn upptöku, upp-
taka og hljóðblöndun var í höndum Magn-
úsar G. Ólafssonar.
Arnar Eggert Thoroddsen
Gísli með gripinn góða.
MARGT var um manninn á forsýningu fransk/kanadísku
verðlaunamyndarinnar Les Invasions Barbares eftir
Denys Arcand sem haldin var í Háskólabíói á laugardag í
tilefni af degi franskrar tungu. Það voru Alliance fran-
çaise, franska og kanadíska sendiráðið, Grænt ljós og
Samfilm sem buðu til sýningarinnar.
Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars
Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmynd ársins 2004
en almennar sýningar hefjast 2. apríl.
Frönsk
verðlauna-
mynd forsýnd
Ingunn Jónsdóttir og Jón Ingvar Kjartans
áður en sýningin hófst.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herra og frú Louis Bardollet, Eric Petersson og Olivier Dintinger.