Vísir - 21.04.1981, Side 6

Vísir - 21.04.1981, Side 6
ó Þriðjudagur 21. april 1981. Þessír tefla viö Korchnoi í kvöld Skákmeistarinn Victor Korch- noi teflir fjöltefii i sjónvarpssal i kvöld og mun verða sýnt frá upp- hafi taflsins i fréttatima og seinna um kvöldið veröur samfelld bein útsending. Þeir sem mæta Korch- noi i þessu fjöltefli eru Björn Þor- steinsson, Daði Guðmundsson, Guömundur Ágústsson, Gunnar Gunnarsson, Gylfi Þórhallsson, Jóhann Hjartarson, Karl Þor- steinsson og varamenn veröa Elvar Guömundsson og Jóhannes G. Jónsson. Móttökunefnd viö komu skák- meistarans er skipuö þeim Guö- finni Kjartanssyni formanni Tafl- Heklu- goslð Heklugosinu lauk á aöfaranótt fimmtudags en þaö hófst fyrir viku. Daginn áöur haföi hraun- rennsli veriö mikiö og fagurt, og voru fyrirhugaöar skipulagöar ökuferöir á gosstaö, daginn sem gosinu lauk, svo litiö varö úr út- sýnisferöum. Jarðvisindamenn telja gos þetta, sem stóö I viku, beint framhald af Heklugosinu fyrr i vetur. — AS félags Reykjavikur, Einari S. syni, Hólmsteini Steingrimssyni Einarssyni, Einari Guðmunds- og Högna Torfasyni. — SG „Sovétrikin lita á skákeinvigiö sem einn þátt i hinu pólitiska striöi. Þvl veröa örugglega fundin upp ný vopn gegn mér. En það sem gildir er að ég nái aö átta mig á eöli þessara vopna”, sagði Viktor Korchnoi I sam- tali viöblaöamann Visis við komuna Igærdag. (Visism. Friöþjófur) Olsaakstur i Grindavik: ðk á kyrrstæðan bli og beytti honum inn I skúr Grindvikingar hófu páskahátlö- ina meö sllkri ölvun aö lögreglan hér minnist ekki sliks annrlkis áöur. Ósköpin byrjuöu kl. 2 aöfara- nótt föstudagsins langa meö út- köilum I heimahús þar sem heimilisfeöur gengu berserks- gang I ölæöi, brjótandi og braml- andi húsmuni og jafnvel milli- veggi I Ibúðum. Um kl. 5 um morguninn missti ungur piltur stjórn á Mustang bif- reiö sem hann hafði aö láni, og skeöi óhappiö á mótum Asabraut- ar og Hraunbrautar. Mustangbif- reiðin skall þar á Mercedes Benz bifreiö sem stóö innil heimkeyrslu húss. Slík var feröin á Mustang- bllnum aöhann kastaöi Benzinum I gegn um lokaöa bllskúrshurðina og klesstist hann þar á Ladabil sem var þar inni og kastaöi hon- um út aö vegg hinum megin I skúrnum. Bilarnir eru mikiö skemmdir eftir ef ekki ónýtir. Fimm manns voru I Mustang bflnum og þykir þaö kraftaverk aö engan skyldi saka. ökumaöur var ekki undir áhrifum áfengis. Tvær litlar stúlkur, 9 og 10 ára áttu fótum fjör aö launa frá öör- um ökumanni sem ók á mikilli ferö um bæinn. Þær létu lögregl- una vita og handtók hún öku- manninn sem var drukkinn. Um kvöldmatarleitið á föstu- dag var útafakstur á Grinda- vlkurveginum. Blllinn fór nokkr- ar veltur á 75 metra kafla utan vegar, en þá skaust hann á toppn- um yfir veginn og hélt áfram hin- um megin vegar eina 50 metra. Tveir menn voru I bilnum og munu ekki hafa slasast alvarlega. Grunur leikur á ölvun. Eins og gefur aö skilja á þessi lýsing hér að framan ekki viö alla bæjarbúa, heldur aöeins lltinn hóp þeirra. En þaö þarf ekki marga varga I veiöistöö til þess aö allt fari á annan endann, og á þvi fékk lögreglan I Grindavlk að kenna um bænadagana. kb-GrindavIk. Skíðaferðin endaðl innl I lyftuskúrnum Ekki eru allar feröir til fjár, þaö fékk hann að reyna skiöa- maöur einp I Hveradölum á föstu- daginn langa. Hann hafði fariö upp með skiðalyftu einni þar á svæðinu og á leiðinni niöur náöi hann ekki aö beygja fyrir lyftu- skúrinn og endaði þvl förina inni I skúrnum. Hann mun þó ekki hafa slasast alvarlega. Nokkur óhöpp uröu I skiöalönd- um Reykvikinga um páskahelg- ina og voru sjúkrabllar nokkrum sinnum kallaöir á vettvang, ekk- ert óhappanna mun þó hafa veriö stórvægilegt, aöeins minniháttar beinbrot' óg snúningar. — KÞ Sjd sæmdir fálkaorðu Forseti Islands hefir sæmt eftirtalda islenska rikisborgara riddarakrossi hinnar islensku fálkaorðu: Adolf J.E. Petersen, verk- stjóra, fyrir félagsmálastörf. Einvarð Hallvarösson, fv. starfsmannastjóra Landsbanka Islands, fyrir embættisstörf. Elsu E. Guöjónsson, safnvörö, fyrir rannsóknarstörf I textll- fræöum. Glsla Andrésson, hreppstjóra, Hálsi I Kjós, fyrir félagsmála- störf. Gisla Konráösson, fram- kvæmdastjóra íltgeröarfélags Akureyringa hf. fyrir störf að sjá varútvegsmálum. Sigurö Demetz Franzson, söng- kennara, fyrir störf aö tónlistar- málum. Frú Sigurveigu Siguröardóttur, Selfossi, fyrir félagsmálastörf. Áfengisútsala fyrstu drjá mánuði ársins: Selt fyrir rúmar 68 milllðnir krðna Afengissala hérlendis fyrstu þrjá mánuöi þessa árs nam 68 milljónum og 863 þúsundum króna. Á sama tima I fyrra nam salan rúmum 48 milljónum króna. Aukning I krónum taliö milli ára er 43,2% en verulegar veröhækkanir hafa orðiö á áfengi á sama tíma. Lang mest sala var frá útsölustööum I Reykjavik eöa fyrir um 52 milljónir króna (5,2 milljarða gamalla króna) en aör- ir útsölustaöir seldu fyrir rúmar 16 milljónir, og þar af Akureyri meö 6,7 milljónir . Minnst útsala var á Siglufiröi, selt fyrir rúma 1 milljón og I Vestmannaeyjum, selt fyrir tæpar 1,7 milljónir króna. — AS Grohe-skákmótið I Borgarnesl: Magnús sólmundarson vann með fullu húsi Sigurvegari I Grohe-skákmót- inu, sem haldið var i Borgarnesi fyrir skömmu, varö Magnús Sól- mundarson frá Reykjavik og vann hann allar skákir sinar, — hlaut 11 vinninga af 11 möguleg- um. 1 ööru sæti varö Jónas Þor- valdsson frá Reykjavik með 9 1/2 vinning, I þriöja sæti ögmundur Kristinsson frá Reykjavik meö 8 1/2 vinning og I fjóröa sæti Björn Lárusson frá Akranesi með 7 1/2 vinning. Skákdeild Ungmennafélagsins Skallagrims sá um framkvæmd mótsins, en Þýsk-Islenska verslunarfélagiö gaf veglegan farandbikar til keppninnar. — P.M.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.