Vísir - 21.04.1981, Síða 8
vtsm
Þriöjudagur 21. aprll 1981.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon,
Frfða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir,
Kristín Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón
Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á
Akureyri: GísliSigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur
O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, AAagnús Olafsson. Safnvörður:
Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur
Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, slmar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vfsir er prentaður I Blaðaprenti, Síðumúla 14.
ÞEGRR SOLIN SKlN
Einstök veðurbliða hefur rikt
um páskana. Hiti hefur komist
upp í átján stig og það hef ur verið
eins um okkur mennina eins og
veðurguðina/ — við höfum ekki
kunnað okkur læti.
I skíðalöndum hafa þúsundir
manna riotið útivistar og enn aðr-
ir hafa refiðá hestbaki, spókað
síg í göróum eða á götum úti,
brosandi framan í vorið og ver-
öldina.
Það er skrítið hvað gott veður
hefur jákvæð áhrif á lundarfar,
hegðan og reyndar allt umhverf i.
Ungir foreldrar spígspora með
barnavagnana, yngismeyjar
draga fram sumartískuna og
karlmennirnir snúa sér í heila
hringi af einskærum fögnuði yfir
öllum hinum nýútsprungnu
blómarósum.
Horf inn er drungi og leiðindi og
menn takast á við verkefnin með
fangið fulltaf krafti. En kannske
er þettaekkert skrítið. Birtan og
ylurinn þ íðirog vermir, náttúran
vaknar af vetrarblundi og lífið
tekur við sér. Gróður vex, blóm
springa út og sjálf springum við
einnig út og finnum til þess
hversu gott er að vera til.
Það er gaman að fylgjast með
því, hversu útilíf hef ur orðið vin-
sælt með þjóðinni. Hesta-
mennska, gönguferðir, fjall-
göngur, skíðaiðkan, sund og
hverskonar trimm er að verða
fastur þáttur í daglegu lífi.
Þjöðin byrgir sig ekki lengur
inni, sjónvarpið má missa sig,
brauðstritið yfirbugar engan
svo hann megni ekki að lyfta sér
upp. Og nú finnur fólk lífsfyll-
ingu í annarskonar skemmtan en
áfengisdrykkju og ballferðum.
Fólk eyðir ekki frítíma sínum,
heldur ver honum.
Þettaer gíf urleg breyting á að-
eins örfáum árum. útilíf og
iþróttir eru jafnframt farin að
höfða til hárra sem lágra.
Akademískir uppskafningar
töluðu gjarnan um sportidíóta
með fyrirlitningu, og enginn var
í þeirra augum maður með
mönnum, sem ekki kunni latínu
upp á tfu eða dragnaðist náfölur
með gáfumannasvip á milli
kaff ihúsa.
Slíkur hégómi er ekki lengur á
borð borinn. Fólk er frjálsara,
það lifir ekki eftir því hvað aðrir
halda að sé fínt, heldur hvað þvi
sjálfu finnst skemmtilegt. Það
hefur uppgötvað.aðheilbrigðsál i
hraustum líkama er ekki frasi
fyrir íþróttamenn heldur lífs-
kenning fyrir fjöldann.
íslendingar vinna mikið.
Starfsdagurinn getur verið lang-
ur, enda eru þeir ófáir í þessu fá-
menna landi, sem vinna tvöfalt
starf á einni ævi. En eftir þvi
sem okkur auðnast að stytta
vinnudaginn, þá eru tómstundir
ekki tími iðjuleysis. Þær eru auð-
vitað til hvíldar, en hvíld er ekki
ætíð fólgin í því að liggja uppii
sófa, heldur í tilbreytingunni,
öðru umhverfi, áhugamáli.
Sjáum við stoltari mann en
knapa á gæðingi? Er það ekki
ómældur þroski að finna mátt
sinn aukast við líkamsrækt? Lít-
um við fallegri einstakling en
hraustanog heilbrigðan ungling?
Er ekki hvíld í þeirri þreytu, þeg-
ar komið er heim að kvöldi eftir
daglanga útivist á f jöllum uppi?
Hafa augu þín opnast fyrir
fegurð fjallanna, sólbráðnum
snjónum eða glampanum á haf-
f letinum?
Sá,sem ekki vaknar við vorið.er
dauður maður úröllum æðum og
skilur ekki tilgang lífsins.
I veðri eins og því, sem ríkt hef-
ur um páskana, er land, veður-
guðir og náttúra að bjóða okkur
upp á þessar gersemar. Við meg-
um þakka fyrir þau forréttindi.
Þrátt fyrir óáran í veraldlegu
vafstri, verðbólguog vandamál á
virkum dögum, þá verður sú gjöf
aldrei frá okkur tekin að hvergi
er betra að búa en á (slandi —
þegar sólin skín.
r--—---------------------------------------------------
Ný reglugerð um skyldusparnað:
„Hagstæöara en að fjár-
festa í steinsteypu”
- seglr féiagsmálaráðherra
„Þaö er ekki nokkur vafi á
þvi, aö meö nýju reglugeröinni
veröur skyldusparnaöurinn
hagstæöasta form sparnaöar.
Þaö er til dæmis mikiö skyn-
samlegra aö geyma peningana
meö skyldusparnaöi, en aö festa
þá i steinsteypu”, sagöi Svavar
Gestsson, félagsmálaráöherra,
er hann kynnti nýja reglugerö
um skyldusparnaö fyrir frétta-
mönnum.
Skyldusparnaöurinn veröur
fullkomlega verötryggöur og
auk þess eru tvö prósent vextir.
Þessar ávöxtunarreglur gilda
frá og meö 1. júli 1980.
önnur veigamikil breyting
hefur oröiö á ávöxtun skyldu-
sparnaöar. Veröbætur eru
reiknaöar út mánaöariega og
veröbæturnar siöan lagöar viö
höfuöstólinn, þannig aö einnig
veröbæturnar eru veröbættar.
Til þessa hafa veröbæturnar
ekki bæst viö höfuöstólinn,
heldur hafa þær veriö lagöar á
sér reikning. Getur reiknings-
hafa munaö verulega um þessa
breytingu.
Sem dæmi um þessa
breytingu má taka reikning,
sem ekki hefur veriö hreyföur i
ein þrjú ár. Höfuöstóllinn er
5.128 krónur, en þegar veröbót-
um fyrri ára er bætt viö, er
höfuöstóllinn kominn upp i
12.451 krónu 1. júli 1980, þegar
nýju reglurnar taka gildi. A þá
upphæö reiknast siöan veröbæt-
ur 1. júli, i staö þess aö reikna
veröbæturnar á upphaflega
höfuöstólinn, 5.128 krónur.
Sem fyrr er aldur skyldu-
sparenda 16-26 ára, en helstu
breytingar um undanþágur frá
skyldusparnaöi má telja, aö
fólk, sem veriö hefur i óvigöri
sambúö I eitt ár eöa meira, eöa
á fyrir barni aö sjá, er undan-
þegiö skyldusparnaöi. Þaö er
þvi ekki nauösynlegt lengur
fyrir sambýlisfólk aö giftast til
þess eins aö ná út sparimerkj-
unum. Eina sem þarf er vottorö
frá skattstjóra um aö sambúö
hafi staöiö yfir i ár eöa meira.
Eitt þeirra málefna, sem
nefndinni er samdi reglugeröina
var faliö aö kanna, voru kostir
og gallar þess aö flytja skyldu-
sparnaöinn til Póstgiróstof-
unnar og samræma þannig in-
heimtu orlofs og skyldusparn-
aöar. Niöurstaöan varö sú, aö
þessi sameiginlega innheimta
myndi leiöa til betri og öruggari
skila á skyldusparnaöi en tíl
þessa hefur veriö unnt aö ná.
Staðalíbúðir
Á fundi félagsmálaráöherra
meö fréttamönnum voru einnig
kynntar svokallaöar staöalibúö-
ir, sem notaöar voru viö undir-
búning laga aö miöa upphæöir
Húsnæöismálastjórnarlána viö
fjölskyldustærö umsækjenda.
Teiknaöar voru fjórar geröir
staöalibúöa. Sú fyrsta var miö-
uö viö aö umsækjandi væri ein-
staklingur. önnur viö 2-4 manna
fjölskyldu, sú þriöja viö 5-6
manna fjölskyldu og sú fjóröa
viö fjölskyldur, sjö manna eöa
stærri.
Gerö var könnun á þvi hversu
dýrar viökomandi fbúöir yröu i
byggingu, og út frá þeirri tölu
var lánsupphæö ákveöin. Þetta
kerfi auöveldar Húsnæöismála-
stjórn aö framreikna lánin miö-
aö viö hækkandi verölag.
Lán til einstaklinga, sem
geröu fokhelt á fyrsta ársfjórö-
ungi þessa árs hafa samkvæmt
þessu veriö ákveöin 84 þúsund
krónur, 107 þúsund til 2-4
manna fjölskyldna, 127 þúsund
til 5-6 manna fjölskyldna og 147
þúsund krónur til fjölskyldna,
sjö manna og stærri.
Þess má geta, aö viömiöunar-
Ibúöirnar voru hannaöar i par-
húsum eöa raöhúsum, þannig aö
ekki er miöaö viö ódýrasta
byggingarmáta.
Annaö nýmæli, sem vert er aö
geta I þessari reglugerö, er aö
heimilt er aö taka aldraö fólk,
sem þarf umönnunar viö, inn i
fjölskylduna og þannig öölast
umsækjandi rétt á hærra láni.
—ATA