Vísir - 21.04.1981, Side 22
.Þvingandi fórn og svo mátum viö kónginn..”
Mátum kónginn
Kötturinn Patterson
kann ýmislegt fyrir sér og
m.a. er hann afburða snill-
ingur í skáklistinni.
Patterson er heimiliskött-
ur hjá Þráni Lárussyni,
starfsmanni Visis, og á
meðfylgjandi myndum,
sem Þráinn tók af honum,
sjáum við hvernig skák-
meistarinn fer að því að
máta kónginn.
„Ha, er ég fallinn á tima...?”
,,Ég trúi þessu ekki..."
t hópnum er rúmlega 30 manns og hér sjáum viö nokkra söngvar-
anna.
Þekktir skemmti
kraftar koma
til Islands
— ,,The Young Ambassadors”
skemmta um helgina á vegum
körfuknattleiksdeildar Vals
Bandarisku skemmtikraft-
arnir „The Young Ambassa-
dors”, eru væntanlegir hingaö
til lands nú um helgina og munu
þeirhalda hljómleika i Háskóla-
bfói á föstudaginn og i Keflavik
og á Selfossi á laugardaginn.
Eru sýningarnar hér á landi
upphaf á ferð hópsins til Dan-
merkur, Sviþjóðar, Finnlands
og Noregs.
t hópnum er 31 maður þar á
meðal: söngvarar, dansarar
hljómlistamenn, ásamt tækni-
mönnum, en þau eru öll nem-
endur i Brigham Young Uni-
versity i Provo, Banarikjunum.
The Young Ambassadors komu
fyrst fram á Expo ’70 i Osaka,
Japan og siðan hefur hópurinn
verið á ferðalögum viðs vegar
um heim t.d i Sovétrikjunum,
Póllandi, Þýskalandi, Astraliu,
Sviss, Kina, Taiwan, Hong
Kong, Filipseyjum, Suður -
Afriku, Grikklandi, Egypta-
landi og Norður og Mið-
Ameriku.
„The Young Ambassadors”
hafa alls staðar fengið frábæar-
ar móttökur enda um að ræða
skemmtiatriði fyrir fólk á öllum
aldri. Hópurinn skemmtir með
alþýðutónlist frá ýmsum lönd-
um og dönsum, gamanþáttum
og þvi besta sem er að gerast i
nútimatónlist i Bandarikjunum
í dag.
Það er körfuknattleiksdeild
Vals sem hefur haft milligöngu
um komu skemmtikraftanna og
sagði Halldór Einarsson for-
maður deildarinnar, að þeir
Valsmenn hefðu frekar kostið
að leggjaút i þetta fyrirtæki til
fjáröflunar, og gefa fólki um
leið kost á að njóta góðrar
skemmtunar, en að fara út i
happdr ætti eða betlistarfsemi
til að bæta fjárhaginn.
Ol og
ham-
borg-
ari
— I morgunmat
hjá ráöherrunum
Ef einhverjir halda að ráð-
herrar sitj i ávallt við veisluborð
ætti meðfylgjandi mynd að
sannfæra þá um að svo er ekki
alltaf. Myndin var tekin á þingi
Norðurlandaráðs i Kaupmanna-
höfn nú nýverið og þar hittust
þeir við morgunverðarborðið,
Ráöherrarmr viö morgunveröarboröiö, f.v. Ingvar Gislason, Jan-Erik Wikström, Dorte Bennedsen, Einar Förde og Pár Stenback.
ráðherrarnir Ingvar Gislason
frá íslandi, Jan-Erik Wikström
frá Sviþjóð, Dorte Bennedsen
frá Danmörku, Enar Förde frá
Noregi og Par Stenback frá
Finnlandi, sem allir fara með
menntamál i rikisstjórnum
landa sinna. Ogekki var veislu-
kostinum fyrir að fara þar, —
þeir létu sér einfaldlega nægja
hamborgara og öl i þetta skipt-
ið.