Vísir - 30.04.1981, Side 9

Vísir - 30.04.1981, Side 9
Fimmtudagur 30. april 1981 VÍSIR Hvernig mela verkalýðsforingjarnir stððu hreyfingarinnar i. maí? Kristján Hhorlacius lormaður bsrb: pp Hallað undan fæti i kjara- málunum" „Kjarasamningar félags- manna BSRB gilda til næstu áramóta. Þeim þarf að segja upp með þriggja mánaða fyrir- vara, og tel ég ekki vafa á að það verði gert,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. „Stjórn BSRB hefur ákveðið að boða til formannaráðsetefnu i september næstkomandi þar sem fjallað varður um kjara- málin, og væntanlega mörkuð meginstefnan i þeirri kröfugerð sem lögð verður fram á samningaviðræðunum á hausti komanda. Undanfariö hefur hallað undan fæti i kjaramálunum. Hagfræðingur BSRB hefur reiknað kaupmáttarrýnrunina, sem orðið hefur frá samningunum 1977, og er kaupmátturinn i febrúar 1981 talinn vera rúmlega 12% minni en i desember 1977 hjá þeim semþávoruið. launaflokki.og tæplega 17% minni i 13. launa- flokki. I þessu sambandi ber þó að hafa i huga, að skattar eru ekki teknir með i þetta dæmi né heldur vaxtaútgjöld. Nú er að hefjast undirbún- ingur undir kjarakönnun, sem unnið verður aö á næstu mánuðum á vegum BSRB og fjármálaráðuneytisins, og af þessu sést að mikil verkefni biða samtakanna næsta vetur i sambandi við samningana og kjaranmálin". —P.M. „Það sem helst hefur áunnist frá þvi að 1. mai var haldinn hátiðlegur siðast er ný löggjöf um vinnuvernd, og þá sérstak- lega ákvæðin um hvildartima og vikulega fridaga ', sagði Jón Kjartansson, formaöur Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja. „Það er hins vegar ekkert launungarmál, að það er megn óánægja innan verkalýðs- hreyfingarinnar með siðustu kjarasamninga, og ég tel að hreyfingin hafi mjög sett ofan vegna þeirra. Verkalýðsfor- ystan lét draga sig á asna- eyrunum i tiu mánuði og fékk svo smánarlega litið út úr samningunum. Það sem er þó kannski blóð- ugast við þetta allt saman, er að topparnir i verkalýðs- hreyfingunni samþykktu með hangandi hendi þá kröfu, sem Verkamannasambandið mótaði á sinum tima, um þak á verð- bætur, en siðan var þetta alger- lega hundsað.” Samningar A.S.l. og Vinnu- veitenda verða lausir 1. nóvem- ber, og sagði Jón það vera brýn- asta verkefni hreyfingarinnar nú að búa sig sem best undir þær samningaviðræður sem þá fara i hönd. 1 þvi sambandi sagðist hann búast við þvi að stóru „samflotin” i kjara- samningum færu að riðlast nokkuð, enda hefði reynslan af þeim verið misjöfn. „Sannleikurinn er lika sá að pólitikin hefur leikið verkalýðs- hreyfinguna það grátt, að mér sýnist á öllu að menn taki meira mið af flokkspólitiskum linum heldur en hagsmunum hreyfingarinnar", sagði Jón Kjartansson. —P.M. Jón Kjartansson: „Verkalýðs- hreyfingin setti ofan við siöustu kjarasamninga". Jón Kjartansson lormaður verkalýðsféiags vestmannaeyja: „POLITIKIN LEIKKJ HREYFINGUNA GRATT” 91 Kristján Thorlacius: „Kaupmáttur rýrnað um 12—17% frá þvi 1977. KAUPMATTURINN MUN LAKARI EN 1978 segir Magnús L. hjá verslunarmannafélagl Reykjavíkur ii „Allir endar lausir” - seglr Jón Helgasonjormaður Einingar „Astandið finnst mér hafa einkennst mikiö af þvi hvaö allir endar eru lausir”, sagði Jón Helgason, formaöur Einingar á Akureyri. „Það er ekki almennt farið að ræða kröfugeröir i verkalýðs- félögunum þannig aö ekki er ljóst til hvaöa úrræða við grip- um. Forystumenn verkalýðsfé- laganna hafa verið nokkuö sam- mála um að biða yrði eftir þvi að eitthvaö ákveðiö boö kæmi frá rikisstjórninni áöur en ákvaröanir yröu teknar. Ég hræðist það að atvinnu- vegirnir séu i mikilli kyrrstöðu eða jafnvel i afturför, þvi úr öll- um áttum heyrast neyðaróp at- vinnurekendanna. Menn eru þvi skiljanlega heldur smeykir við að fara út i hart kjarastriö, ef hjá þvi verður komist. Astandiö hjá fyrirtækjunum er greinilega slæmt, og þess vegna er leiöinlegt aö fara út i harða kjarabaráttu og berjast um krónur, sem ekki eru til. Við teljum aö nú eigi stjórn- völd, aö gripa inn i og bæta úr fyrir launafólki, enda ættu ytri aðstæður svo sem góö aflabrögð að leyfa það. Þaðheld ég sé eina leiöin til aö komast hjá striði á vinnumarkaðnum”, sagöi Jón. —ATA „Varðandi þaö hvað helst ávannst á siöasta ári má geta þess að samningar tókust 27. október eftir tiu mánaða samn- ingastapp og boðað hafði verið allsherjarverkfall i einn dag,” sagði Magnús L. Sveinsson hjá Verslunarmannafélagi Reykja- vikur. ,En Adam var ekki lengi i Paradis. Blekiö var varla þorn- að i undirskrift samninganna þegar rikisstjórnin ógilti þá og tok með einu pennastriki sem næst þá upphæö, sem samiö var um. Launþegum þótti afrakst- urinn litill eftir tiu mánaöa samningaþras og átöldu verka- lýðsforystuna fyrir slælega framgöngu i samningunum viö vinnuveitendur. Launin, sem samið var um fyrir dagvinnu voru á bilinu 3.600—5.000 krónur um siöustu áramót fyrir megin- hluta launþega innan ASt. Það var þvl út af fyrir sig engin ástæða til að hrópa húrra fyrir samningunum, sem gerðir voru i október. En rikisstjórnin var á annarri skoðun. Henni fannst ástæða til að ógilda þessa samn- inga og skeröa þessi laun um sjö prósent frá fyrsta mars án nokkurs samráðs viö verkalýðs- hreyfinguna. Rikisstjórnin gaf fyrirheit um að bæta þessa skerðingu með skattalækkun. Jafnvel þó svo væri, sem oftast er erfitt að henda reiöur á, eru laun þessa fólks svo lág, aö þau nægja hvergi nærri fyrir brýnustu lifs- nauösynjum meðalfjölskyldu, hvað þá aö hægt sé af þeim að borga skatta. Varðandi stöðuna i dag þá er hún þannig, að samkvæmt spá sem lögð var fyrir formanna- fund félaga innan ASl, i mars, er gert ráð fyrir að kaupmáttur kauptaxta allra launþega veröi 1.5—2 prósent lakari 1981 en hann var 1980. Meö samningun- um frá þvi i október var að sjálfsögðu stefnt aö þvi að kaup- mátturinn yrði ekki lægri á þessu ári en i fyrra og helst hærri. Kaupmátturinn er nú kominn langt niður fyrir það sem hann var 1978 þegar verka- lýöshreyfingin brást hvað harð- ast viö efnahagsaðgerðum þá- verandi rikisstjórnar með verk- föllum og útflutningsbönnum. Þessi þróun kaupmáttarins hlýt ur þvi að vera mikið og alvar- legt ihugunarefni fyrir forystu verkalýöshreyfingarinnar. Það sem er þó hvaö alvarleg- ast I minum huga er siendurtek- in Ihlutun stjórnvalda i gildandi kjarasamninga sem er orðin hrein ógnun við frjálsan samningsrétt launþega, sem verkalýöshreyfingin getur ekki unað við lengur. Samningarnir renna út fyrsta nóvember. Ég sé ekki annað en sú varnarbarátta sem verka- lýðshreyfingin hefur háö á undanförnum árum, haldi áfram og veröi aðal verkefni sem framundan er. Mikilvæg- asta verkefni verkalýöshreyf- ingarinnar I framtiöinni er að minu mati þaö, að komast upp úr þvi láglaunafeni, sem launa- taxtar flestra verkalýðsfélag- anna innan ASl eru. Launa- taxtarnir eru svo lágir og allir vita að það er fjarri lagi að fjöl- skylda geti lifað af þeim miöaö viö dagvinnuna eina saman. —ATA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.