Vísir - 09.05.1981, Blaðsíða 8
8
vtsm
Laugardagur 9. mal 1981
VlSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigf ússon,
Fríöa Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi
Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnús-
son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaðurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls-
son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson,
Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
AAagnús Olafsson. Safnvöröur: Eirfkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla8. Símar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð f lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Pabbi er ekki heima
Ekki hefur forsætisráðherra
fyrr brugðiðsér úr landi, fyrr en
allt er komið í óefni í verðlags-
málum. Sumir kynnu að segja að
það stafaði einfaldlega af því, að
nú væru afleiðingar óraunhæfs
verðlagsaðhalds og vitlausrar
niðurtalningar að koma í Ijós. En
það er misskilningur, grund-
vallarmisskilningur. Gunnar er
farinn og þá sitja veslings ráð-
herrarnir uppi án þess að vita sitt
rjúkandi ráð. Þingmenn töldu sjö
sinnum í ræðu viðskiptaráðherra
i gær, þar sem hann sagðist ekki
vita svarið, þegar spurt var um
verðlagsmál. Þaðsama gildir um
aðra ráðherra.
Þeir vita ekki ennþá, hvaða
þak vérður sett á verðhækkanir
sem taka áttu gildi um síðustu
mánaðamót. Þeir vita ekki enn
hvaða afstöðu þeir taka til
ákvarðana sem verðlagsráð
samþykkti í síðustu viku. Þeir
vita ekki enn hvort þær ákvarð-
anir eiga að ganga inn í vísitölu-
útreikninga fyrir 1. júní.
Þeir vita ekki enn hvort verð-
lagsstjóra er heimilt að beita
svokallaðri 5-15 reglu.
Það eina sem þeir vita er að í
stjórnarsáttmála var prentuð
stefna Framsóknarflokksins um
margfræga niðurtalningu, um
tímasett verðmiðunarmörk, og á
þá stefnu er einblínt af trúarleg-
um ákafa.
Forstjórar ríkisverksmiðjanna
Zk\M
sitja á biðstof um ráðherranna og
bankastjóranna til skiptis svo
hægt sé að halda verksmiðjunum
opnum frá degi til dags. Eigend-
ur atvinnufyrirtækjanna sitja
uppi með hækkaðan rekstrar-
kostnað án þess að fá um það
minnstu vitneskju hvort verð
f ramleiðsluvörunnar megi
hækka til samræmis við kostnað-
inn.
Allar líkur eru á því að frjáls
álagning,þar sem hún hef ur verið
i gildi, verði afnumin og vald
verðlagsstjóra verði þrengt en
ekki rýmt eins og látið hef ur ver-
ið í veðri vaka.
Nú hefur formaður útgerðar-
ráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur
tilkynnt, að fyrirtækið muni
einfaldlega hætta að selja þann
fisk, sem ekki fæst hækkaður í
verði. Fleiri eiga sennilega eftir
að fylgja í kjölfarið, því ekki er
annað að sjá, en það sé ei na ráðið
i því öngþveiti sem nú ríkir, að
setja vöruna alls ekki á markað-
inn. Þá verður stutt í fram-
leiðslustöðvun og atvinnuleysi.
Nú í vikunni hafði verðlags-
stjóri gefið vilyrði um að tala á
fundi iðnrekenda um verðlags-
mál. Hann tilkynnti á síðustu
stundu, að af því gæti ekki orðið.
Astæðan: Verðlagsstjóri vissi
ekki hvað hann átti að segja.
Hann veit ekki hvernig ber að
túlka nýsett lög um verðlagsað-
hald.
Það eru f leiri en hann sem eru
orðnir ruglaðir í ríminu. AAenn
hafa átt erfitt með að skilja þá
verðstöðvun sem gi It hef ur í heil-
an áratug, og endaði með
fslandsmeti í verðhækkunum.
Menn áttu enn erfiðara með að
skilja hina hertu verðstöðvun um
áramótin. En nú er nýjasta uppá-
koman með öllu óskiljanleg, og
þá helst ráðherrunum sjálfum.
Enginn furða þótt hún gangi und-
ir nafninu ,,hin forherta verð-
stöðvun" meðal almennings.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að eftir því sem verðstöðvanir
gerast forhertari, því blómlegri
verða hækkanirnar í verslunun-
um.
En niðurtalning skal það vera
og öll þessi vandamál verða leyst
á þriðjudaginn. Þá verður for-
sætisráðherra, stóri pabbi, kom-
inn heim og kippir allri þessari
niðurtalningarvitleysu í lag.
Hann veit al It best. Þá verður öll-
um misskilningi eytt.
Eins og allir vita byggjast
verðhækkunarbeiðnir á misskiln-
ingi, runnar undan rótum Geirs-
klfkunnar í Sjálfstæðisflokknum.
Það sama má segja um vanþekk-
ingu Tómasar. Hún stafar af
misskilningi, já grundvallarmis-
skilningi. Það mun koma vel í
Ijós, þegar stóri pabbi kemur
heim.
Af erroxibus
Góöviljaöir menn á förnum
vegi lifs mlns hafa tjáö mér aö
ég hafi fariö nokkuö frjálslega
meö tildrög visu I slöasta þætti.
Þegar Drottni þakkaöi
þjónn hans fyrir haröindi,
heyröist mér i Herrans sal
horféö jarma i Noröurárdal.
Þessi vlsa á aö hafa veriö ort,
mjög svo aö gefnu tilefni, eftir
þingsetningarpredikun 1914.
Ekki er ég bær aö draga þaö I
efa, enda stendur svo skrifaö I
þingvlsnasafni Jóhannesar úr
Kötlum. I áratugi hef ég barist
viö aö koma frá mér villulaus-
um texta. Meö góöra manna
hjálp tekst þaö stundum. Ætli
hitt sé þó ekki algengara?
Þetta er holl lexla fyrir kenn-
ara. Viö erum alltaf aö segja
fólki hvaö sé „rétt”, viö erum sl
og æ aö „leiörétta villur”, og viö
erum aö dæma og „fyrirgefa”.
Hvaö er sannleikur? er haft
eftir Pllatusi sáluga. Vitur
maöur hefur hann veriö og llk-
lega betri en stundum er látiö
af.
Sannlega yöur ég segi,
sök finnst meö honum eigi,
sem dauðadóms verö er,
stendur I Passíusálmunum, aö
hann hafi sagt um Krist.
En svo fóru Júöar frjálslega
meö lögmáliö, eins og viö var aö
búast og þeim var likt.
Rétt iög, sem rituð finnast,
rangfæröu Júöar hér.
Oss ber þar á aö minnast,
ill dæmi foröumst vér,
dómurinn Drottins er,
segir Hallgrlmur. Bara aö okk-
ur tækist aö foröast hin illu
dæmi og vera vægir I dómum,
vib erum ekki svo óskeikulir
sjálfir. Okkur hættir til aö fara
frjálslega með, eins og Þorvaldi
á Völlum.
Stefán Þorláksson segir aö
miösvetrarfundurværihaldinn I
Þistilfiröi, svo sem varö I sveit-
um þessa lands. Og nú áttu
bændur meöal annars aö tlunda
skilvlslega hvort nokkur vesöld
eöa ókennilegir sjúkdómar
heföu komiö upp á sauöfé þeirra
og annan búpening. Þegar
hreppstjóri spyr aö þessu,
veröur fyrst nokkur þögn, og lit-
ur hver á annan. Hefst slöan upp
Þorvaldur á Völlum og segir:
„O, ekki er nú frltt viö þaö,
hreppstjóri góöur”.
„Og hvers kyns pest var
þaö?”
„Nokkrar af ánum minum
blésu upp eins og loftbelgir og
lognuöust svo út af og drápust”,
segir Þorvaldur, „ég geröi þaö
fyrir forvitnis sakir, aö ég stakk
á einni þegar hún var dauö, og
þá rann úr henni vökvi og kvapi
sem fyllti einn kjagga og tvær
blokkfötur”.
Hreppstjóri: „Helduröu aö þú
sért nú ekki farinn aö fara nokk-
uö frjálslega meö, Þorvaldur
minn?”
„Jú, þaö er alveg rétt, hrepp-
stjóri góöur. Nákvæmt mál er
þetta ekki. Þaö fór mikið
niöur”.
Aö sjálfsögöu fer mikiö niöur,
þegar saga sem þessi er færö I
letur, en ekki sögö meö leikræn-
um tilburðum af eöalbornum
snillingi. Og margur fer frjáls-
lega meö annar en Þorvaldur á
Völlum. Viö megum bara ekki
gleyma þvl aö þaö er ekki slöur
mannlegt aö færa I stllinn en
þaö er mannlegt aö skjátlast.
Vandinn er sá aö kunna aö taka
þessu. Hvaö á nú til dæmis
kennari aö „fyrirgefa” sem
fékk þá þjóökunnu ritgerö um
Húnavatnssýslu sem hér á aö
vera „rétt”, en hefur þvi miður
birst afbökuö annarstaöar:
„Húnavatnssýsla er hálend-
asta sýsla landsins. Þar er ekk-
ert nema fjöll og firnindi. — Þó
er þar einn dalur og heitir
Svarfaöardalur. Um hann renn-
ur Svarfaðardalsá út I
Svarfaöardalsvatn, sem er lok-
aö I annan endann”.
Stundum valda hugrenninga-
tengsl og orðalikingar alls kon-
ar samruna og blöndun. Eng-
lendingar halda sliku mjög til
skila og setja á sérstakar bæk-
ur: „A census taker is a mann
who goes from house to house
increasing the population”.
Robinson Caruso was a famous
singer who lived on a desert is-
land”. „Benjamin Disraeli
produced electricity by rubbing
cats backwards”.
Kannski getum viö tlnt eitt-
hvert lltilræöi til á móti þessu?
„Suöurey I Færeyjum er skipt
I tvo prestakalla”.
„Slöasti landshöföingi yfir ls-
landi var einn af Fjölnismönn-
um. En þaö var ekki Jónas Hall-
grlmsson, þaö var ekki Tómas
Sæmundsson, þaö var ekki Kon- ■
ráö Gíslason, heldur hinn!”
Eöa þá hrognkelsinn sem átti |
sér varnarmarkmib!
„Hrognkelsinn er meindýr af •
skolpdýraættinni. Hann hefur |
einn maga en út úr honum .
ganga 9 botnlangar. Þegar hann >
verður fyrir árás, spýr hann frá |
sér dökkleitum vökva, og ■
veröur þá óvinurinn svartur I 8
framan”.
Um þá eilifu iöju manna aö .
gera villur og útrýma þeim hef- I
ur enginn komist jafnsnillilega I
að oröi,meö jafnmikilli heim- 1
spekilegri ró og æöruleysi hug- *
ans eins og Arni Magnússon |
handritasafnarinn mikli frá .
Kvennabrekku:
„Svo gengur þaö til I heimin- |
um, aö sumir hjálpa erroribus _
(villum) á ganga og aörir leitast I
siöan viö aö útryöja aftur þeim |
sömu erroribus. Hafa svo hvorir 1
tveggju nokkuð aö iöja”.
Eitt hef ég lært. Viö erum ■
aldrei nógu góöir kennarar. •
Hvaö skyldum viö hafa kennt |
þeim nemanda I islenskri menn- .
ingarsögu, islenskri atvinnu- I
sögu, Islenskri mannllfssögu, I
sem sagöi á landsprófi um til- -
drög kvæöisins Feröalok, aö I
Jónas Hallgrimsson og Þóra I
Gunnarsdóttir heföu oröiö sam- J
feröa I rútunni norður I Oxnadal |
etc.?
Eöa hvernig var þetta ann- *
ars? Er ég kannski oröinn |
ruglaöur? Man ég ekki rétt aö ■
hann greiddi henni lokka viö '
Galtará en gæfi henni ekki pulsu I
I Staöarskála?
Og svo er þaö alvöruspurning- I
in: A Galtará aö renna I róman- I
tik sinni um sina heibi, rétt eins _
og á dögum Þóru litlu og Jónas- I
ar, eöa á aö virkja hana til þess I
aö skerpa undir pylsupottinum
á Staö I Hrútafiröi?
2.5.’81