Vísir - 09.05.1981, Blaðsíða 2
2
VÍSIR
%
Laugardagur 9. mal 1981
ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPI*
Sumar-
tungl í
vexti
1 dag er 9. mai, 129 dagur árs-
ins og sumartungl i vexti. A
morgun er Eldaskildagi, sem
á6ur fyrr var stór dagur og bund-
inn kvfða, þvi þá skiluðu leigulið-
ar ,,úr eldunum ', þ.e. þeir af-
hentu jarðeigendum það búfé,
sem þeim hafði verið skylt að
hafa á fóðrum yfir veturinn sem
leigugjald. Þau skil eru nú úr sög-
unni og önnur komin i staðinn þvi
ekki læknar timinn allt á leið
sinni, þrátt fyrir allt.
Og i tilefni Lokadagsins, sem
samkvæmt fornum sið er á mánu-
daginn, þ. 11, er hér áminning um
hverfulleikann, tákngerð af
stundaglasi:
Gamaltvín á
nýjum belg
Heyrt á árshátíö:
Áhugakona um ballet:
„Hvaða dans er þetta
eiginlega sem hann Guð-
mundur Jaki er að
dansa?”.
Eiginmaður að vestan:
,<Þetta er ekki dans, kona
góð, þetta er verkalýðs-
hreyfingin.”
Heyrt í Straumsvík:
//Það er nú meira hvað
ykkur körlunum er ósýnt
um að klæðast smekklega,
t.d. hvað varðar liti. Konur
kunna tökin á þessu, þær
eiga jafnvel til að hafa
kjólinn í samræmi við
hárið."
Forstjórinn: „Já, þú
segir nokkuð — þá yrði nú
aldeilis tekið eftir okkur
sköllóttu!"
Á sjötugsafmæli for-
sætisráherrans í vetur,
sagði kurteis Ijósmyndari:
„ Ég vona að ég fái að taka
mynd af yður, þegar þér
verðið hundrað ára, herra
forsætisráðherra."
„Já, þvi ekki það, ungi
maður," svaraði ráðherr-
ann,. „Mér sýnist þér vera
svo hraustlegur og
sprækur."
Emn að austan
Þegar þessar teikningar birtust i riissnesku bókmenntatlmariti, fór
allt á annan cndann, bréfum rigndi yfir ritstjórn og sumir gengu jafn-
vel svo langt aö hafa samband við miðstjórn flokksins. Hvers vegna?
Jú, ef teikningarnar eru grand-
skoðaðar kemur i ljós að lista-
mainirnir hafa gert regin mis-
tök. A myndinni „Til stjarnanna”
hefur stjarna Daviðs, sjálf Gyð-
ingastjarnan óvart komið i stað
sovésku stjörnunnar. Sú siðar-
nefnda er fimmhyrnd, sú fyrri
sexhyrnd. Flokksbundin
stjdrn blaðsins hafði ekki fyrr
beðist afsökunar og velvildar á
þessum voðalegu mistökum, en
hin myndin stakk upp kollinum.
Myndin sýnir veggspjald, teiknað
af listamanni frá Moldaviu, I
tilefni 26. flokksþingsins.
Umhverfis þetta handtak félag-
anna er röð fána rikjanna i so-
vésku blokkinni. Þeirra á meðal:
fáni JUgóslaviu.
Stjórnin i Belgrad mótmælti
höstuglega. En nú er búið að ráða
sérstakan fulltrúa við timaritið.
Hlutverk hans er að ritskoða allar
ljósmyndir og teikningar áður en
þær birtast!
Mr. Rawhide
Alltaf heyrast nýjar sögur af'
Bandarikjaforseta blessuðum. Sú
nýjasta hermir að hann kunni illa
loftslaginu i Washington enda
vanur notalega veðrinu i Kali-
forniu. Og svo er honum illa við
þurrt loftið innan dyra i Hvita
húsinu, sem þurft hefur að kynda
það sem af er fyrsta embættisári
forsetans. „Afsakið hvað ég er
seinn” á Rreagan að hafa sagt við
ráðgjafa sina einn morguninn,
,,ég þurfti nefnilega að bera oliu á
andlitið á mér.” Ráðgjafar
Bandarikjaforseta hugsa vist
sem svo að heimsviðburðirnir
ættu að hafa forgang á undan
húðvandamálum kvikmynda-
leikarans fyrrverandi og kalla
hann Mr. Rawhide sin á milli:
það mætti útleggjast hvelja á
islensku!
„Eg vil ekki gera litið úr
Abraham Lincoln, en verð þó að
segja að faðir minn hefur alla
kosti til að bera til að geta orðið
einn af merkustu forsetum
Bandarikjanna.” Haft eftir elsta
syni Ronald Reagans Banda-
rikjaforseta!
,, Þjóðmenmngarlegt
andvaraleysí”
Okkur hefur borist i hendur úr-
klippa úr blaði þeirra Vestur-
tslendinga, þar sem Haraldur rit-
stjóri Bessason skrifar um bók
dr. Hallgrims Helgasonar,
„tslenskar tónmenntir, kvæða-
lög, forsaga þeirra, bygging og
flutningsháttur”. Haraldur segir
þessa bók „ugglaust vera eitt af
merkustu ritum sem gefin voru út
á tslandi siðastliðið ár.” Þá
vitnar Haraldur Bessason til
bókarinnar, þar sem segir:
„Við Islendingar höfum löngum
verið hreyknir af fornbókmennt-
um okkar. Þar hefir skerfur
okkar til samfélags þjóðanna
verið viðurkenndur. En menning
er fjölstrengja harpa og tjóar litt
að knýja aðeins einn þeirra'.
Strengur tónmennta hefir of lengi
legið i þagnargildi. Afleiðing er
þjóðmenningarlegt andvaraleysi,
skeytingarleysi um þjóðleg verð-
mæti og þar af leiðandi skortur á
menningarlegri sjálfstæðis-
stefnu, sem m.a. kemur fram i
gagnrýnislausri upptöku lánslaga
eftir ýmsa erlenda höfunda, undir
yfirskini tónsettra islenskra önd-
vegisljóða. Þannig deyr út ekta
þjóðlegur, lifandi arfur. Upp risa
undir fölsku flaggi „islensk”
alþýðulög og mörgum tslendingi
hefur orðið hált á þvi að kynna
erlendis þessa söngvategund
undir nafni tslands.”
Um þessa tilvitnun segir rit-
stjóri Lögbergs-Heimskringlu:
„Þetta er þörf áminning og
mættum við hér vestra lesa hana
vandlega og leggja okkur hana á
Dr. Hallgrimur Helgason.
minni. Oft hefur undirritaður
sönglað tóna sem hann hélt i ein-
feldni sinni að væru ramm-
islenskir. Siðar kom annar og
traustari sannleikur i ljós og var
slikt ekki litið áfall.”
Með þessari úrklippu fylgja
kærar kveðjur en þær eru efa-
laust sendar i þeim grun, að fleiri
en Vestur-lslendingar þurfi á á-
minningunni að halda.
Sá I miðið er rostungur, séður með augum forfeðra okkar.
Hyllingar
Tveimur kanadiskum visinda-
mönnum, Lehn og Schroeder við
háskólann i Manitoba, létu sér
detta i hug að kanna hvernig
stæði á sögusögnum um sjávar-
skrimsli fyrr á öldum, sbr. mynd-
ir þær sem vikingar höfðu i stafni
skipa sinna.
Kanadamennirnir komust að
þeirri niðurstöðu, að hér væri
hvorki um hjátrú né lygar að
ræða, vikingarnir sáu i raun og
veru kynjaskepnur. Skýringuna
er að finna i hillingum. Um er að
ræða speglun á milli hlýrra og
kaldra loftlaga. Venjulega kólna
lögin niður á við, þannig að efstu
lögin eru kaldari en þau neðstu.
Verði óvenju kalt uppstreymi yf-
ir vatnsfleti, myndast hillingar
svo aö tiltölulegar smáar skepnur
á borð við rostunga eða seli
teygjast þar til þær sýnast risa-
dýr. Þetta er aðeins sýnilegt sé á-
horfandinn sjálfur staddur ekki
hærra en 2 metrum fyrir ofan
vatnsborðið. Vikingarnir voru
einitt undir þvi lágmarki i skip-
um sinum og þvi trúðu þeir aðeins
eigin augum þegar þeir skreyttu
skip sin þessum furöuskepnum.
■
ÚR AFMÆLISDAGABÓKINNl
„Þú ert óvenju vel og
traustlega gerður, bæði
andlega og likamlega.
Þrek þitt er með fádæm-
um og þú virðist búa yfir
ótæmandi orkulindum
innra með þér. Þú vinn-
ur ætið af kappi og hefur
nautn af vinnunni. Sam-
kvæmislif er þér að
skapi og þú hefur með-
fædda hæfni til að
skemmta fólki.”
Jóhannes Nordal, bankastjóri f.
11. mai.