Vísir - 09.05.1981, Blaðsíða 13
mynda setningu þar sem hvert
orö vísaði til stafs i nafninu, —
og datt þá niður á þessa ágætu
setningu: I Put Some Water In
Charlies Hat. Ég vissi að ekki
þýddi að bera svona útlensku á
borð fyrir guðjónana svo ég
leyfði þeim bara að halda upp-
teknum hætti.
Bær bæjanna
Að komast á heimavöll
draumaliðsins hlýtur að gefa i
aðra hönd brot af þeirri himna-
rikissælu sem sögð er handan
við fljótið mikla. Það var þvi
bjartur dagur og fagur i tvenn-
um skilningi sem rann upp
laugardaginn átjánda april
þegar við Axel lögðum af stað
frá járnbrautarveri i Lundúnum
og báðum lestarstjórann að
taka stefnuna á Ipswich Town.
Pílagrí: ms-
för ti i
Portman
Road i
Ekki veit ég af hverju menn
halda með útlensku fótboltaliði.
Enég held með Ipswich sökum
þess að það leikur bestu knatt-
spyrnuna, sem leikin er i heim-
inum. Næst á undan Vikingi.
Þeir sem ekki halda með þess-
um liðum hljóta að fylgjast með
knattspyrnu af einhverjum
annarlegum ástæðum. Ég held
tilaðmynda að fjarlægðin og
bláu fjöllin eigi vel við
Mansjéster Júnætet-aðdá-
endurna hér heima, ekki er
knattspyrnan þeirra svo burð-
ug. Að ekki sé talað um Arsenal.
Aumara lið er vart til á allri
heimskringlunni, nema ef vera
skyldi Roði i Flatey.
Vatnið i hatti Kalla
Leiðindapúkar og hrekkjusvin
kölluðu liðið mitt ævinlega
Isspiss og sögðu það lélegt. Ég
kippti mér ekki upp við glósur
þeirra, sjálfur hafði ég megn-
ustu óbeit á Júnætet, Liverpúl
og Arsenal og öllum þessum rið-
liðum. Aukinheldur kunnu
garmarnir ekki að stafsetja
nafn liðsins, þeir vissu auðvitað
ekki betur en það héti Isspiss
Jens Alexandersson ljósmynd-
ari sagði mér að nafnið vefðist
ekki bara fyrir Islenskum aula-
bárðum, heldur ættu enskumæl-
andi börn fullt i fangi með að
stafsetja það rétt. Þvi hefði einn
gáfumaður úr kennarastétt
brugðið á það snjallræði að
Honum þótti það ekki illa til
fundið, enda leitun að Bretum
sem ekki eru á bandi Ipswich.
Það var dálitið sérkennileg til-
finning að bruna i þessum
undarlegu reiðskjótum, sem
kallaðar eru járnbrautir, I átt
að bæjanna: Ipswich Town.
Finna gamlan draum gæjast
fram úr hugarfyglsninu og
spyrja sisona: Er ég að rætast?
Sælustund
Landið var fagurt, breskar
beljur á beitog við Axel á leið á
Portman Road. Bjórleysið var
það eina sem skyggði á ferða-
gleðina. Yfirvöld höföu tdcið
fyrir bjórdrukk i þvi augnamiði
að reyna að stemma sigu við ó-
látum sem gjarnan fylgja aðdá-
endum Arsenal eftir eins og
skugginn. Axel er Arsenalaðdá-
andi en yfirleitt til litilla van-
dræða.
Þegar við stigum af baki
klárnum á þar til gerðri lestar-
stöð var heiörikjan ! hámarki.
Það var sælustund að drepa
fæti á þessa jörð þar sem hvit-
skylti blöstu við I tugatali: Ip-
swichTown. ,,Eins og að koma
heim til sin eftir endurholdg-
un”, datt mér i hug. Allir voru i
hátiðaskapi og það var engu lik-
ara en þetta væri þjóðhátiðar-
dagurinn. Mannmergðin var ó-
skapleg. Rett sem snöggvast
leið mér eins og sild I tunnunni
góðu en þegar ég áttaöi mig á
OPIMUNARTÍMAR:
Karlar- mánud. midvikud. föstud|
og sunnud.
Konur: þridjud. fimmtud. og laugard
• Komið í Brautarholt 4 og reynið bestu að-
stöðu til líkamsræktar hérlendis.
• Lyftingatæki/ dragvélan leggbekkir, legg-
pressa, bekkpressur ofl. tæki, sturtuböð,
gufubað, setustofa.
• Fyrsta sólin verður sett upp f þessum mán-
uði og enn betri aðstaða er væntanleg með
haustinu.
Þú nærð árangri í Apolló
• Almenn líkamsrækt f þrekþjálfunartækjum
• Megrunarkúrar fyrir karla og konur
• Sérstakir kúrar fyrir konur vegna stað-
• bundinnar fitu (cellufita)
Þarfnast naumast skýringa.
Rauðir hausar, rauðar
tær
Svo kom hlé. 1 seinni hálf-
leiknum endurtók sama sagan
sig. Þessir I bláu búningunum
léku snilldarvel saman, kross-
sendingar þeirra milli kantanna
og litla netta spilið innan vita-
teigsandstæöinganna var unaðs-
legt svo lángt sem það náði, —
þvi takmarkið var auövitað aö
skoramörk. Litlu rauðu tæmar
og rauðu hausarnir voru einlægt
að væflast fyrir og þegar ein
sóknin hjá bláliðum rann úti
sandinn, brunuðu rauðu gaur-
arnir fram og einhver rak ennið
i knöttinn á marklinunni. Þá
hrópaði gamla konan við hliðina
á mé i fullkominni vonsku:
„Komm on jú blúúúús!!”
En allt kom fyrir ekki.
Draumurinn sem hafði orðið að
veruleika breytöst i martröð.
Þegardómarinn flautaði leikinn
af var Axel farinn að gera að
gamni sinu og ókennilegur
glampi var kominn I augun. Mér
var þungt fyrir brjóstinu. Ég
fann til með þessu elskulega
fólki, sem kvaddi leikvanginn
sinn i þögn eins og verið væri að
krossfesta mann.
Á heimleiðinni villtumst við
inni aðdáendalest Arsenal á leið
tilLundúna. Meiri villimenn hef
ég ekki séð á ævinni. Mig lang-
aði aftur til Ipswich, til besta
liðsinsiheiminum, til fallegasta
staðarins á Bretlandi, — þar
sem lifið er stundum vonbrigði,
en alltaf ævintýri. —Gsal.
Skapheitir áhorfendur mótmæla úrslitum knattspyrnuleiks.
þvi að áttatiu prósent af þessu
fólki voru aðdáendur Ipswich
þtítti mér strax leitt að þeir
væru ekki fleiri. Við vorum
örugglega tvo stundarfjórðunga
að troða okkur inn á völlinn,
ennþá var klukkustund þar til
leikurinn átti að hefjast.
Dyggir stuöningsmenn
Við tókum okkur stæði Ips-
wichmegin á vellinum, sem
þýðir að við stóðum aftan við
annað markið, en þar standa
einlægt hörðustu aðdáendurnir.
Ég skil ekki enn hvernig Axel
féllstá þá hugmynd. Þar sem ég
stóð þarna i kösinni skyldi ég
alltieinu hversu mikinn
stuðning bæjarbúar i Ipswich
hafa veitt liði sinu. Þarna voru
áttræðar kellingar með þriggja
ára gömul börn og allt þar á
milli. Og hver einasti kjaftur
hrópaði: Komm on jú blús!! Ég
kunni að meta það betur en
Axel.
Þegar hér var komið sögu i
ensku deildarkeppninni hafði
Aston Villa eins stigs forskot á
Ipswich en minir menn höfðu
einn leik til góða. Jafnframt
hföðu þeir borið sigurorð af
Villa I vikunni á útivelli, — og
titillinn var á leið I fang þeirra.
Að vera staddur á heimavelli
þeirra á slikri stund, það var
nær draumi en veruleika.
Brosti hringinn
Svo byrjaði leikurinn. Húfur,
treflar og veifur voru á lofti og
allir hrópuðu með sömu innilegu
tilfinningunni:
I P S W I C H!! Rauðu
hundarnir vorueitthvað að þvæl
ast fyrir og Kúper markvörður
þurfti að grlpa innfleikinn. Guö,
hvað þeir léku vel þessir i bláu
búningunum! Hinir komu tánni
á milli annað veifið, en boltinn
brunaði milli kantanna þar sem
þeir bláu þeystu I átt að marki
andstæðinganna og fagnaðar-
bylgjan frá aðdáendum renndi
sér fótskriðu niður á völlinn.
Lifið lék við mann. En alltieinu
kom rauð távið tuöruna og hún
kvað uppúr með það að markið
væri gilt. Ég krossbölvaði.
Minir menn héldu áfram að
lemja tuðrunni um völlinn en
inn vildu hún ekki hvernig sem
reynt var. Þessir rauðu voru
allstaðar fyrir hrútleiðinlegir og
þreytandi á að horfa. Axel
hnippti i mig. „Þeir eru farnir
aðhrópaáfram Arsenal”, sagði
hann með drýgindabrosi. Og
ktírrétt var það hjá straR, þeir
hrópuðu „Arsenal” en honum
hafði láðst að hlusta á tvö fyrri
roðin og öll kveðjan var á þessa
leið: „Boring... Boring... Arse-
nal...” Hann stakk glottínu i
vasann.
(þ.e. tuðran) þandi út neta-
möskvana réttviðnefiðá okkur.
Axel brenndi annarri hendinni
úti heiðrikjuna og brosti hring-
inn. Ég baðhann hafa sig hægan
ellegar ég sigaði fjöldanum á
hann. Hann lét spaðann siga.
Dómarinn var nú ekki alveg á
þvi að dæma þetta mark og
spjallaði við linuvörðinn, sem
hlýtur að hafa verið dulbúinn
Arsenalaðdáandi, þvi dómarinn
Gunnar
Salvarsson
skrifar: