Vísir - 09.05.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. maf 1981
vtsm
drottningu og kóng?
er Jakob Möller. Hann var
bankaritari Landsbankans og rit-
stjóri i Reykjavik, varð fram-
kvæmdastjóri Sjúkrasamlags
Reykjavikur 1937. Þá átti hann
sæti á Alþingi 1919 til 1945 með
smáhléum og var meðal annars
fjármálaráðherra og siðar fjár-
mála- og dómsmálaráðherra á
þeim tima.
Gosinn er Jón Þorláksson,
verkfræðingur. Hann var meðal
annars landsverkfræðingur og
rak byggingavöruverslun i félagi
við Óskar Norðmann. Hann sat á
þingi 1921-’34 og var fjármála-
ráðherra og forsætisráðherra um
skeið. Þá var hann formaður
Ihaldsflokksins og siðar Sjálf-
stæðisflokksins. Hann gegndi og
starfi borgarstjóra i Reykjavik
frá ’33 til æviloka.
Tíglaþrenning-
in - Jóhannes,
Jón og
Hriflu-Jónas
Köngurinn i efri röðinni á hægri
siðunnier Jóhannes Jóhannesson,
lögfræðingur. Hann var sýslu-
maður á árunum 1894 til 1918,
lengst af i Norður-Múlasýslu.
Hann varð bæjarfógeti i Reykja-
vik ’ 18 og átti sæti á Alþingi 1900
til 1931 með smáhléum.
Drottningin við hliðina á honum
er Jón Magnússon, lögfræðingur.
Hann var sýslumaður i Vest-
mannaeyjum, siðar lands-
höfðingjaritari og enn siðar skrif-
stofustjóri i dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu. Hann sat á þingi
1902 til 1926 með smáhléum, var
meðal annars forsætis-, dóms-,
kirkju- og kennslumálaráðherra
um skeið.
Gosinn er svo Jónas Jónsson frá
Hriflu. Hann var kennari og siðar
skólastjóri Samvinnuskólans,
þegar hann var stofnaður. Hann
átti sæti á Alþingi 1922 til ’49, vai
meðal annars dóms- og kirkju-
málaráðherra og formaður
F'ramsóknarflokksins 1934 til ’44.
Laufaþrenn-
ingin - Klemens,
Magnús og
Ólafur
Friðriksson
Kóngurinn i röðinni fyrir neðan
er Klemenz Jónsson, lög-
fræðingur. Hann var meðal ann-
ars sýslumaður i Eyjafjarðar-
sýslu og bæjarfógeti á Akureyri,
var settur amtmaður i norður- og
austuramtinu og var landritari,
þar til það embætti var lagt niður
1917. Hann sat á þingi 1892 til 1904
og svo aftur 1923 til ’27 og var
meðal annars atvinnu- og sam-
göngumálaráðherra og fjármála-
ráðherra um tima.
Drottningin við hliðina á honum
er Magnús Kristjánsson. Hann
nam beykisiðn og rak meðal ann-
ars verslun og sjávarútgerð á
Akureyri. Forstjóri Lands-
verslunarinnar varð hann 1918 og
rak þá jafnframt útgerð i Reykja-
vik. Hann sat á þingi á árunum
1905 til ’28 með smáhléum þó.
Fjármálaráðherra varð hann ’27
og gegndi þvi embætti til æviloka.
Og gosinn er Ólafur Friðriks-
son. Hann var forgöngumaður um
stofnun Alþýðuflokksins og Al-
þýðusambandsins á sinum tima
og ritstjóri Alþýðublaðsins um
skeið. Hann ritaði mikið um
ævina og auk stjórnmálagreina
skrifaði hann skáldsögur og
fékkst i tómstundum við náttúru-
fræðiathuganir og gróðurtilraun-
ir. Einna þekktastur er hann þó
kannski fyrir afskipti sin af rúss-
neska drengnum, sem hér var
1921 á hans vegum og öll lætin
urðu út af. Eða vita aðrir betur?
—KÞ
Jóhannes
1866-1950
Jóhannesson/ Jón Magnússori/ 1859-1926
Jónas Jónsson
1885-1968
frá Hriflu/
Klemenz
1930
Jónsson/ 1862-
Magnús Kristjánsson/
1928
1862-
ólafur
1964.
Friðriksson/ 1886-
\