Vísir - 09.05.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 09.05.1981, Blaðsíða 18
frjáls og á þá lund, sem ungt fólk er f innst manni, bæBi hvaö varðar klæöaburð og hugsunarhátt. Ungi maöurinn kynnist fjölskyldu sinni á nýjan leik —eöa hvað? Reyndar hlýtur hann að hafa vitað flest þetta áður þvi hann er fjarver- andi þegar skýringin á hegðan fjölskyldunnar er skýrð — og get- ur i leikslok ekki annað en axlað þann arf, sem honum fellur i skaut. Ólikt öðrum bandariskum leikritum kiknar ungi maðurinn ekki undan kröfum fjölskyldunn- ar, þvert á móti er honum það i sjálfsvald sett hvort hann er eða fer. Það eru sem sagt ekki aöeins hvað, hvar..? ... Austurbæjarbió sýnir nú eina lauflétta frá Sviþjóð en myndin ber nafniö Ég er bomm. Sviar eru svosem ekki neinir ann- álaðir háöfuglar, en þeir geta vel gert aö gamni sinu og mynd frá Norðurlöndunum er kær- komin tilbreyting frá ofgnótt engilsaxneskra mynda sem hér er boöið uppá... Stjörnubló sýnir margrómaöa kvikmynd, Kram- er vs. Kramer betta er mynd sem óhætt er að mæla meö, þó tilfinningaseminni sé oft á tið- um litt i hóf stillt þegar túlka á væntumþykju Kramerhjónanna i garö sonar sins og hvors ann- ars... Regnboginnhefur nú tekiö við sýningum myndarinnar Punktur punktur komma strik og þeir sem hingað til hafa horft framhjá þessari Islensku ný- smið ættu að láta af slfkri hegöan og berja Andra Haralds- scn og félaga augum... t Regn- boganumer Filamaðurinnenn á boöstólum en það verður seint of oft itrekaö að hér er á ferðinni ein albesta mynd sem framleidd var á siðasta ári og má þegar teljast með klassiskum meistaraverkum kvikmynda- listarinnar... Mörg ljót orö hafa verið látin falla um feril leikkonunnar Farrah Fawcett á hvita tjaldinu og fáu við þau að bæta. Konu- kindinni virðist lifsins ómögu- legt að bæta frammistöðu sina Farrah Fawcett. eins og best sannast I geim- ferðamyndinni Saturn 3i Regn- boganum. Kirk Douglas lét draga sig út i vitleysuna meö Fawcett... Laugarásbió sýnir hrolivekjuna Eyjuna þar sem urmull úrhraka ráðast á góða menn á borð við Michael Caine... Nýjabló býöur „allri fjölskyldunni” eöa að minnsta kosti yngri meölimum hennar upp á gamanmyndina H.A.H.O. en það er ekki I hverri viku sem yngstu biógestunum gefst kost- ur á að komast 1 bió á öðrum tima en klukkan þrjú á sunnu- degi... foreldrarnir, eða sú kynslóð sem plægir jörðina, sem ádeilan bitn- ar á, heldur ungi maðurinn sá sem á að erfa landið. Honum er gröfin grafin. 1 öðru lagi. Siðan ég sá leikritið á frumsýningu i siðustu viku hafa vaknað hjá mér spurningar um leikhús sem ég á.engin svör við. Sýningin er sjálf e.t.v. nýstárlegri en leikritið i þvi að þar er fram- borinn texti sem eins ætti heima i raunsæislegu umhverfi og að um- hverfið þ.e. leiktjöldin eru ekki i stil við það raunsæi. Sýningin býr yfir þessum andstæðum og i vangaveltum vegna þessa hefi ég komist að þeirri niðurstöðu að lik- lega sé þetta nokkuö sniðugt bragð hjá þeim Stefáni Baldurs- syniog Þórunni Sigriði Þorgrims- dóttur. Eru persónurnar raun- sækjar i fáránlegu umhverfi eða er umhverfið kannski það raun- sæja og fólkið fáránlegt? Ekki að- eins var barn i garöinum, heldur hafði fólkið lika grafiö sér sina eigin gröf fundið sér felustað i til- verunni. Stiginn, sem trónar upp úr þeim felustað endar i vistar- veru móðurinnar og hún er sú eina sem hefur yfirsýn og útsýn. Aðrirsem þangaðfara, sjá aðeins fortiðina i myndunum á veggjun- um. Eða hvað? Og hvers vegna? Spurning á spurningu ofan, bæði hvað varðar efni og túlkun. En er það ekki einmitt einn tilgangur leikhúss, að ýta við hugmynda- fluginu, vekja spurningar? And- stæður orðræðunnar og leik- myndarinnar vöktu hjá mér svipaða tilfinningu og þegar ég sá viðbjóðslegu ofbeldi teflt gegn yndislegri tónlist Beethovens i kvikmyndinni „Clockwork Orange”. Eiginleikar hvoru tveggja urðu enn ljósari en ella. En hvað sem ósvöruðum spurningum kann að liða, þá er hitt ljóst að sýningin á „Barni i garðinum” er áhrifamikil og e.t.v. sú mest spennandi og skemmtilegust þeirra sýninga, sem ég hef séð hér i vetur. Hún er jafnframt óhugnaleg svo aö manni setur kviða meöan leikur- inn fer fram. Þeim áhrifum hefur verið náð með útliti sviðsins og leik og getur þó varla verið áhlaupaverk á sviði. 1 kvikmynd- um, svo aftur sé minnst á bió, er hægur vandi að skapa spennu eða jafnvel hrollvekju á þann hátt sem allir kannast við úr slikum myndum. A leiksviði hlýtur það að vera erfiðara. Þar er ekki hægt að spila með leikhljóð, sjónarhorn eða klippingu likt og á hvita tjald- inu. En þetta tekst i „Barni i garðinum”. Auk umhverfisins er um að þakka snjöllum leik allra leikaranna. Hanna Maria Karls- dóttir gat einhvern veginn miðlað ofsafenginni hræðslu og óbifandi hugrekki á þann hátt að maður kvaldist fyrir hennar hönd og var eins og i hennar sporum. Þor- steinn Gunnarsson var aldeilis óhugnalega sannfærandi vesa- lingur án þess nokkurn tima að sýna raunverulegum þjáninga- bræðrum sinum litilsvirðingu með þvi að gera þá skoplega. Þau tvö eru mér minnisstæðust en aðrir skiluðu sinu með sæmd. Þó má vera að presturinn i meðför-1 um Guðmundar Pálssonar verði of máttlaus persóna vegna þess hvað hann er fyndinn. Þau orð sem honum eru i munn lögð eru i rauninni mjög til skammar kirkjunni en sú ádeila veröur broddlausari en efni standa til. Þýðing Birgis Sigurðssonar heyrðist óaðfinnanleg. Mjög myndarleg leikskrá gerir töluverða grein fyrir forvitnileg- um höfundi og þvi umhverfi sem hann fjallar um. Slik leikskrá er til fyrirmyndar. Hanna María Karlsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Steindór Hjörleifs- son I hlutverkum sinum (Ljósm. Emil) Þaö hefur reynst mér erfiðara aðskrifaum þessa leiksýningu en flestar aörar. Þetta kemur til af ýmsu. Fyrir það fyrsta er ekki hægt ab bregba á það ráð að skýra frá ga/igi leikritsins svo nokkru nemi. Það myndi taka ánægjuna frá væntanlegum leikhúsgestum að vita fyrirfram um þá atburði sem gerast. Nafn leiksins gefur að visu mikið upp. en þar meö er ekki öll sagan sögö. Læt ég þvi nægja að segja sem svo að hér segifrá ungum manni, sem heim- sækir heimili sitt eftir langa fjar- veru og hefur kærustuna meö sér. Þau eru á leið suður á bóginn, *KKOG rAn Tónabíó Kvikmyndin „Lestarránið mikla" byggir á sögu um fyrsta lestarrán mannkynssögunnar, en það var framið á Viktorfu- timanum. Það eru engar smá- stjörnur sem fara með aöalhiut- verkin i „Lestarráninu mikla” heldur þeir Donald Sutherland og Sean Connery. Lesley Ann Down fer með aöalkvenhlut- verkið i myndinni, sem er bæði spennandi og einnig fyndin á köflum. Leikstjóri myndar- innar er Michael Crichton. Engin ástæða er til að rekja söguþráð myndarinnar, en I henni eru f jölmörg glæfraleg at- riði sem ættu að reyna á taugar áhorfandans. Sean Connery hefur þann undarlega sib, þrátt fyrir alla frægðina, að nota ekki staðgengla i glæfralegustu at- riðum. 1 „Lestarráninu mikla” er meöal annars atriði þar sem Connery stendur á þaki lestar- innar meðan hún þýtur i gegn- um göng af lægri gerðinni. Að- eins hársbreidd var milli höfuðs Háskólabió hefur fengið kvik- myndina „Rockshow” til sýn- ingar en hér er á feröinni frábær fréttafllma frá hljómleikum Wings, hljómsveitar Páis bitils, i Seattle 1976. Myndin er rétt og slétt hljómleikamynd, ein klukkustund og fjörutiu minútur að lengd, ekkert skraut, engar uppáfinningar, ekkert óvænt. Þeir sem hafa gaman af tónlist Wings ættu að drifa sig I bló um leiö og sýningar á „Rockshow” hefjast, hinir geta alveg látiö það vera. Frá þvi að myndin var tekin hefur fyrrum gitarleikari Wings, JimmyMcCullough, ytir- gefið þennan heim og leikur nú i stóru hljómleikahöllinni á himnum. Joe English trommu- leikari er heldur ekki lengur með hljómsveitinni, afdrif hans eru ókunn. Auk þessarra tveggja gefur I „Rockshow” að lita og heyra Lindu McCartney og þarf ekki tónglöggan mann til að geta fundiö sitthvað að söng hennar, svona út frá fagur- fræðilegu sjónarmiöi, svo ekki sé minnst beinlinis á falska tóna og þá sem eru hreint ekki með. Paul, höfuðpaurinn sjálfur, missir röddina um tima I laginu „Baby I’m Amazed” og Denny Laine (hann yfirgaf Vængina á Linda og Paul McCartney spjalla við Snowdonhjónin á frumsýningu „Rockshow". dögunum) hlykkjast um sviöiö eins og fiskur á öngli. Enginn veit hvaö taföi sýn- ingu „Rockshow” I ein fimm ár, en hún var frumsýnd I London rétt fyrir páskana. Jarlinn af Snowdon, Phil Lynott og Mike Oldfield mættu á frumsýning- una hjá Páli og Lindu, svo og margur litill skithaugur sem taldi sig stóran fjóshaug. Gifur- lega mikið fé safnaðist á frum- sýningunni sem var nokkurs- konar góðgerðarskemmtun. Allur ágóðinn var látinn renna til menntunar vangefinna. Connerys og þaksins i göngun- um, og lestin var þar aö auki á tvöföldum áætluöum hraöa þegar atriðið var kvikmyndað. Connery reiddist að vonum öku- manni eimreiöarinnar og sakaöi hann um gáleysislega meöferö á mannslifum. Lestarstjórinn svaraði þvi einu til að þvi miöur Sean Connery. heföi veriö nauðsynlegt aö nota allgamla lest við gerð kvik- myndar frá Viktoriutimanum, I þeim væru engir hraðamælar svo hann heföi bera talið sima- staurana sem bar fyrir augum út um gluggann. „AB visu” bætti ökuþórinn viö, „var ég farinn að telja nokkuð hratt um þaö bil sem við fórum inn i göngin.” Lestarránið mikla er skemmtilegt sambland spennu og gamanmyndar, hún hefur hvarvetna hlotið góöa dóma og væntanlega spillir ekki ab stundum er glannaskapur Connerys ósvikinn. Sólveig K Jónsdóttir. skrifar Leikfélag Reykjavikur sýnir: Barn i garðinum eftir Sam Shepard Þýðing: Birgir Sigurðsson Lýsing: Daniel Williamsson Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrimsdóttir Leikstjóri: Stefán Baldursson. Magdalena Schram skrifar VlSylM Laugardagur 9. mai 1981 Sér grefur gröf og öörum.....................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.