Tíminn - 05.11.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1969, Blaðsíða 2
 - ' \ W-Æ 1 C'X'KSíCCC'XC'X'KvXwavWCW K'K'K'X'KC'K'Ki'KC'l'í TIMINN Verið að berja dýnur fyr,ir utan skálann í Þórsmörk. (Ljósm. Þ.Á.) SVIDAMESSA OG HREINGERNINGAR Ferðafélagið fór 110 ferðir með 2543 þátttakendum á árinu J.Þ.-Reykjavík. Undanfarin ár hefur það verið venja hjá stjórn Ferðafélagsins, að hafa sviðaveizlu uppi í Skíða skála, að loknum sumarferðum. Hefur þá dagblöðum borgarinnar verið boðið að senda einn blaða mann frá hverju blaði til veizlu- haldanna. Að þessu sinni voru tvær flugur slegnar með því að hafa hófið í Skagfjörðsskála í Þórsmörk og ræsta skálann eftir sumardvölina þar. Lagt var af stað í þessa för síoast’iðið föstudagskvöld kl. 8,20 í tverni stórum bílum, með drifi á öUum hjólum. Aldursforsieti ferðarinnar var Eyjólfur EyfelLs máiari, sem orðdnn er 83 ára. Telst hann því vera bominn í Lá- varðadeiLdina. Næst elzti maður ferðarinnar var sá, er þetta ritar. Hann taldist enn vera í öidunga- deildinni, enda vonu nokkrir fLeiri á svipuðum aldrd. AIIs töld- ust farþegar beggja bílanna vera 39. Ekki hafði verið ekið ýkja Lengi, er eftirfarandi staka kom frá Hailgrími Jónassynd: Felast snasvi blað og björk, biikar á mána háifan. Enn skal halda inn á Mörk undiir vetur sjálfan. Enn kemur ný staka frá Hall- grfcrd: Mætti é,g í M-erkunför mínar taugar styrkja. Þegar stútur vætir vör verður létt að yrkja. Ekk5 er enn fullkveðið. Nú bein- ir Hailgrímur eftirfarandi stöku til Hauks rannsóknarlögreglu- manns: Þurr er tunga, þurr er kverk, þar af ledðir bana. Þér ei ætlað þarfaiverk, þú skalt væta hana. Þessi vísa ber árangur. Um svipað leyti kom eftirfarandi staka, er eignuð var Gísla Gests- syni: HalJ Eilmur kvakar og kvakar enn að kverkarnar séiu ei blautar. Lízt honum bezt á lögreglumenn, það lasta ei sessunautar. Geiðist brátt glatt á Hjalla. Stökur gengu enda á milli í bíln- um, þótt ek'ki verði fleiri skráðar að sinni. Var nú ekið sem leið liggur austur yfir Mark,arflj:ót og snúið til vinstri áleiðis til Þórs- merfcur. Mátti þá heita að um veg- leysur einar væri að ræða. Nokkru eftir að farið var fram hjá Merk- urbæjunum, koim þó enn staka frá Haligrími, sem beint var til fararstjórans, Einars Gúðjohn- seus: Ryðggður er rómurinn, raula samt í hljóði: Erfu þarna Einar minn, áttu nokkuð, góði? Viianlega har stakan árangur, enda var næturnepjan farin að segja til sín og jafnvel kulda- hrollur kominn í suma. ínn að skála var komið kl. rúm lega tvö um nóttina. Ekki þótti taka því að hita skálann upp, enda mundu flestir fegnir að stinga sér niður í svefnpokana og fá sér blund til morguns. Blaðamaður Tímans var heldur óánægður yfir því að þurfa að leggjast til svefns í köldum húsakynnum, enda aldr- aður og blóðið farið að kólna. Enda fór svo að hann festi ekki blund það sem eftir var nætur. Að n.orgni var hann loppinn á Lúkum og varð að berja sér J1 hita. En von bráðar var þó xarið að leggja í ofninn og hita kaffi. Þá sá Hallgrímur ástæðu til að senda blaðamannd Tímans eftir farandi stöku: Eíns og gamall syndasauður. sam.''H fallin skógarbjörk, nú er Jón minn næstum dauður, nu er að verða slys í Mörk. Það skal tekið fram, að hvorug- ur okkar Hallgríms vissum þá að einn ai félögunum hafði andazt um nóttina. Brátt tók áð hlýna í skálanum, og líf fór að færast í limd Jóns, entía var nú sjóðbeitt kaffi á boð- stólum. MeÖ •' förinni var Margrét Þor- leifsdóttir, félagi í Ferðafólaginu og ein bezta stoð og stytta félags ins í öllum skemmtiferðum. Ávalt vai húc aðeins köllúð Magga. Þeg ar ég tók hana tali fræddist ég um það að hún var dótturdóttir Sveins frá Mælifellsá í Skagafirði. Sagði ég henni þá, að ég kannað- dst vel við afa hennar. Hann hefði laust eftir 1920 verzlað í söluturn inum i'ið Arnarhól, og að ég hefði sett Veraldarsöguna hans, sem prentu? var hjá okkur í Acta prentsmiðju. Hún taldi sig til Dalas''slu. því móðir hennar hefði gifzt þar manni, er Þorleifur hét, og Margrét því fædd þar og upp- alin Þesa’- líða tók á laugardaginn var framreitt soðið hangikjöt, í stað pviða, og kaffi á eftir. Kvöld vakan átti ekki að hefjast fyrr en kl. 9 Menn skemmtu sér á ýmsan hátt um daginn, sumir gengu á Valahnúk. aðrir fóru ýmsar aðrar leiðir, sumir fóru eftir eins konar ástarbr autum. EyfelLs fór viða um ot; teiknaði óspart, enn aðrir bvíldu sig í rekkjum sínum, til að vera hetur undirbúnir að mæta til leiks á KVÖLDVÖKUNNI, sem nófst stundvíslega kl. 9. Framkvæmdastjóri Ferðafélags- ins Einar Guðjohnsen setti hófið. Byríaði hann á að gefa yfirlit yfir starfsemi félagsins síðaistliðið sum ar Alls hefðu verið farnar 110 ferðir. í Þórsmörk voru farnar 30 ferðir, i Landmannaiaugar 14 ferð ir, t’i Veiðivatna 12 ferðir, á Kjöl 8 ferðír og í Öræfin 3 ferðir. Margar ednstakar ferðir voru auk þess farnar, eða alls 43. Þátttak- endur í þessum ferðum námu alLs 2543. Þá lýsti hann því að gamli skálinn í Landmannalaugum hefði verið rifinn, en nýr skáli, töluíert stærri, væri nú risinn þar. Gætu þar rúmast 120 manns í e:nu og jafnvel allt að 140, ef vel væri á haldið. Að yfirliti hans loknu hófust ræður, söngur með gítarupdirleik og sitthvað fleira, þar á meðal reimleikasögur. Borð voru þakin brauðfötum með áleggi og kaffi eftir þörfum. Tvcim döigum áður en ferðin var farin, hafði Hallgrímur Jónas- son átt 75 ára afmæli. Var þess minnst rækilega í hófinu. Scóð faghaður þessi fram til kl. tvö Skemmtu ailir sér konunglega vel. Sá sorgaratburður skeði þó, er líða tók á nóttina, að einn af þátttakendum fararinnar vaknaði ekki aftur til jarðlífsins. Hann og ég sátum hlið við hHð röska þr.ja tíma kvöldvökunnar. Rædd um við um margt frá liðnum dög um, enda höfðum við þfekkzt um áratugi. Mun hvorugan hafa órað fyri: bví að annar yrði liðið lík að morgni. Vona ég að hann eigi eftii að ferðast um óravíddir himingeimsins í framtíðinni. og við margfalt betri skilyrði en á jarðvistarsviðinu. ÞaP var frekar dauft yfir hópn urn á oeimleiðinni, ekkert orkt og Fraimtiaid a bls. 15. ©AUOLÝSINOASTOFAU IŒ0BUU Yokohama snjóhjólbarðar MeS eða án nagla Fljót og góð þjónusta hjólbarðaviðgerðin GARÐAHREPPI MIÐVIKUDAGUR 5. nóv. 1969 Jókst um 6174 bindi FB-Reykjavík, föstudag. Landsbókasafn íslands, Árbók 1968, 25. árgangur er kotnin út. Finnbogi Guðmuntísson landsbóka vörður skrifar um Landsbókasafn- ið 1968, Ásgeir Hjartarson um ís- lenzk rit 1967, og sömuleiðis ís- lenzk rit 1944—1966 og Rit á er- lendum tungnm eítir ísienzka menn eða um íslenzk efni. Valdi- mar J. Eylands skrifar Gamla bókaskápinn. AðaLgeir Kristi'án=- son skrifar Bréfasafn Brynjólfs Fjallaskáld og Matthías Jochums- son, Ólafur Pálimason skrifar .Minn isverð tíðindi og Eftbfmæli átjándu aldarinnar og Sólveig B. Jensdóttir skrifar Bókaeign Aust- ur-Húnvetniniga 1800—1830. í grein Finnboga um Lands- bókasafnið segir m. a. að bóka- kostur safnsins hafi verið í árs- lok 1968 samkvæmt aðfangsbók 272.374 bindi prentaðra bóka og hafi vaxið á árinu um 6174 bindi. Mikill fjöldi binda var gefinn safn inu eða fenginn í bókaskiptum. í skýrslu um notkun bóka og handrita, um lesendafjölda, útlán og tölu lántakenda segir, að notk- un bóka hafi numið 19.553 bind- um, handrita 4464, lesendur h»fi verið 13.013, útlán 838 bindi og lántakendur verið 201. Mýrasýsla Aðalfundur Framsóknarfélag- anea í Mýrasýslu verður haldiivv í Hótel Borgarnesi sunnudagiim ». nóvember og hefst hann M. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Umræð ur um stjórnmálaútlitið. Stjórnir. Akureyri Framsóknarfélögin á Akureyri halda fund um bæjarmál n.k. fimmtudag 6. nóv. kl. 8,30 í Félags- heimilinu, Hafnarstræti 90. Frum- mælendur verða bæjarfulltrú-arnir Stefán Reykjalín og Sigurður Óli Brynjólfsson. Þá verður rætt um fyrirkomulag og uppsetningu á lista fyrir næstkomandi bæjar- stjórnarkosningar. — Stjórnirnar. Akranes Aðalfundur FUF Akranesi verð ur haldinn miðvikudaginn 5. nóv. : B'ramsóknarhúsinu Sunnubraut 21 M 20.30. Venjuleg aðalfundar störf. Atli Freyr Guðmundsson, erindreM mætir á fundinum. — Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. — Stjórnin. Framsóknarfé!. Dalasýslu Aðalfundur Framsóknarfélags. Dalasýslu verður haldinn að Ásgarði. sunnudaginn 9. nóv. n.k. og hefst kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. Framsóknarfélag Hafnarfjarðar Aðaifundur félagsins verður naldinn fimmtutíaginn 6. nóv. ac Strandgötu 33 og hefst ki 30.30. Fundarefni: 1 Venjuieg aðalftuidarstörf. i íot) Skaftason ilbingismaður ávarpar fundinn '»s ræðir við- áort i byrjun þings. Stjórmn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.