Tíminn - 05.11.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1969, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. nóvember 1969. TIMINN 7 VETTVAIMGUR RITSTJÓRAR: BJÖRN PÁLSSON og SVAVAR BJÖRNSSON Páll Lýðsson, bóndi: F.U.F. í Arnessýslu 20 ára Félag ungra Framsóknar- manna í Árnessýslu varð tutt- ugu ára gamalt á þessu ári; stofnað að Brautarholti á Skeið um 11. júní 1949. Félagið hef ur haldið uppi reglulegri starf semi allan þennan tíma, haldið aðalfundi fyrir hvert einasta starfsár og haldið fjárhag sín- um í góðu lagi. Það hefur beitt sér fyrir ýmsum umbótum í flokksstarfi austanf jalls, og munu nú ura 200 félagsmenn með fullum atkvæðisrétti vera í félaginu. Félagið minntist m. a. af- mælis síns á sumarhátíð sinni í Aratungu í ágústlok. Bauð það þá m. a. öltum fyrrverandi formönnum til hátðarinnar. Þess er vert að minnast einnig að FUF í Árnessýslu hefur beitt sér fyrir 6—7 málfunda- námskeiðum í héraðinu og eiga ýmsir þessari starfsemi það að þakka, að þeir gátu „losað um tungubein sem þeim var áður tregt að hræra.“ FUF í Arnessýslu var stofn að í einni sóknaröldu framsókn armanna hér í Arnessýslu árið 1949. Félagið fór vel af stað og átti sinn þátt í mjög miklum kosningasigri Framsóknarflokks ins hér í kjördæmi um haust- ið. Fyrsti formaður var kjörinn Þoi-steinn Eiríksson skólastjóri að Brautarholti, en aðrir í stjórn voru Sigurður Þorsteins son á Vatnsleysu og Gunnar Halldórsson á Skeggjastöðum. Fljótlega fór félagið að svip «st um eftir hentugum verkefn- um, og varð því fyrst fyrir að jkora á unga sjólfstæðismenn i Árnessýslu til kappræðufund ar sem frarn fór að Selfossi, 18. október 1949, rétt viku fyrir kosningar. Áttust þar við ung kappar sem síðan urðu hér aðs- og landkunnir, svo sem Sig urgeir Kristjánsson, nú forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Gunnar Sigurðsson í Selja- tungu og þj'istinn Helgason í Öalakoti. í*essi fundur var íiatdinn fyrir troðfullu húsi, og töldu ungir framsóknarmenn sig hafa farið vel út úr honurn. Á fyrsta aðalfundi FUF eftir stofnfund, 3. júní 1950 baðst Þorsteinn Eiriksson undan íor mennsku, enda þá kominn yfir aldursmörk. Var þá Jón B. Kristinsson húsasmiður Sel- fossi kjörinn formaður. Því starfi gegndi han ní 3 ár, fram að aðalfundi haustið 1953. í formannstíð Jóns mótaðist fé- lagsstarfið í allfast form. Tekið var að halda sumarhátíðir í Þrastaskógi við Sog og lögðu þá félög eldri framsóknar- manna í sýslunni einnig fram mikla vinnu við skemmtihaldið. Þessi Þrastaskógarmót voru yf irleitt mjög fjölsótt og vel heppnuð og félagsmenn sam- hentir um þau. Þá hófust einnig málfunda- námskeið, og var hið fyrsla þeirra haldið á Selfossi vetur- inn 1950. Starfað var siðan næstu ár í dreifðum málfunda hópum og einnig var á þessum frumherjaárum staðið fyrir útbreiðslufundum sem víðast í héraðinu, og lögðu þá félagar gjarnan sjálfir til skemmtiatr- iði. Gunnar Halldórsson á Skeggjastöðum tók við for- mennsku af Jóni á aðalfundi 13. des. 1953 og jók nú félagið enn málfundastarfið. Veturinn 1954 var haldið 3 fundanám- skeið, oftast á Selfossi, en fundir voru einnig á Brautar holti og Minni Borg. Voru þeir fjölmennir, enda höfðu for ystumenn flokksins þá, þeir Hermann'Jónasson og Evsteinn Jónsson framsögn þar. Mótin i Þrastaskógi voru oft vel heppn uð, en þar réðu einnig veður- guðirnir nokkru um. Óþurrka sumarið 1955 komst útihátíðin aldrei á; var frestað tvisvar. og haldið síðan mót inni í Selfoss bíói. Vegna veðurs misheppn uðust einnig hátíðahöld 1957 og 1958. Var þá horfið til þess ráðs að flytja sumarhátíðirnar inn í félagsheimilin, sem þá risu glæst að útliti og innviðum vítt um sveitir. Umbrot fylgdu stundum fé- lagsstarfinu og m. a. vorið 1956 kom XruF í Árnessýslu áber- andi við sögu framboðsmála í Arnessýslu. Þá var Jörundur Brynjólfsson að ljúka glæstum þingferli og ungir framsóknar menn bentu á arftaka hans, mjög álitlegt ungt þingmanns- efni. Sá maður dró sig á síð- ustu stunda til baka, og studdu félagsmenn þá eindregið Ágúst bónda Þorvaldsson á Brúnastöð um. Þessi átök styrktu mjög fé lagið en samheldni hefur á- vallt verið góð innan þess og líklega aldrei orðið neinn á- greiningur á aðalfundum með stjórnarkjör og er þá ekki þar með sagt, að þurft hafi að kjósa menn í trúnaðarstöður með lófaklappi. Er kjördæmabyltingin varð, þótti rétt að endurskipuleggja félagsstarfið nokkuð. Sigurfinn ur Sigurðsson þá bóndi í Birt- ingaholti tók við formennsku á aðalfundi á Selfossi 17. maí 1960. í hans tíð var efnt til mjög fjölsótts málfundanám- skeiðs á Flúðum í Hrunamanna hreppi með um 25 þátttakend um. Félagsmálaskóli Sambands ungra fram.sóknarmanna starf- aði svo á vegum FUF veturinn 1961—1962 og hélt eina 3 fundi á Seifossi. Sumarhátíðirn ar tóku á sig fast form og hafa nú í mörg ár ýmist verið haldn ar í Aratungu eða á Flúðum. Þær hafa verið fjölsóttar, gest ir komist upp í 630 og síðast liðið sumar sóttu um 580 manns sumarhátíðina í Ara- tungu. Margar hugmyndir hafa vakn að og orðið síðan að veruleika vegna starfs FUF í Arnessýslu- Félagsfundur bryddaði í febr. 1963 upp á því að framsóknar- menn austanfjalis reistu sér fé lagsheimili. Ef til vill verður sú hugmynd brátt eitthvað meira en óskin ein. Um þetta ieyti' urðu enn formannaskipti. Páll Lýðsson bóndi í Litlu-Sand yík var kjörinn formaður á Flúðum 17. okt. 1963. Gekkst stjórn hans m. a. fyx'ir fjöl- sóttu málfundanámskeiði í Ara- tungu veturinn 1965 og mjög þörfu hreppsmálanámskeiði á Selfossi 1966. Þá beitti félagið sér vel í kosningunum 1967, launaði m. a. erindreka flokks- ins nokkurn tíma og vann hann félaginu í staðinn vel með söfn un félagsmanna. Garðar Hannesson símstöðvar stjóri í Aratungu tók við for mennsku af Páli á aðalfundi 2. nóv. 1967, og hefur stýrt félag inu síðustu tvö árin. Undir for mennsku hans sótti fólagið enn fram, komið var á árlegum full trúafundum. en fulltrúaráð fé- lagsins hefui' alltaf verið mjög virkt. hefur það m. a. séð um reglulega innhéim-tu árgjalda og spjaldskrá yfir félagsmenn hefur verið haldin um 10 ára skeið. Traustur fjárhagur FUF í Árnessýslu hefur m. a. byggzt á mjög duglegum gjaldkera um 10 ára skeið Gunnari Guðmunds syni frá Önundarholti, og er Framsóknarfélögin hér í kjör- dæmi réðust í kaup Þjóðólfs gat FUF í Arnessýslu stutt það drjúgum með hagstæðu láns- fé. Þannig er saga FUF í Árnes- sýslu síðustu tuttugu ár, það hefur sigið vel áfram með verk efni sín og félaginu er nú skil að vel í hendur enn nýrra manna. Síðastliðinn vctur gekkst það myndarlega fyrir 2—3 fundum um hina einstöku þætti atvinnumála héraðsins, m. a. landbúnaðarmál og málefni Sláturfélags Suðurlaaids. Félag ið hefur sýnt það í verki að það fylgist náið með vandamálum líðandi stundar og býr félags- menn sína undir komandi bar áttu þar. Því er eins gott að starfa þannig, líta vel fram á veg um leið og það minnist lið inna baráttuára. Aðalfundur Félags trngra Framsóknarmanna í Árnessýslu var haldinn á Seifossi 22. okt. sl- Garðar Hannesson fráfarandi formaður stýrði fundi. Gestir fundarins voru Helgi Bergs rit ari Framsóknarflokksins, Stefán Jasonarson bóndi og Atli Freyr Guðmundsson erindreki SUF. Ýmiss mál bar á góma, sv’o sem kaup á húsnæði tii félags starfseminnar. Ríkti bax'áttu- hu-gur á fundinum. Ný stjóm var kjörinn og er Eggert Jó- hannesson form. hennar. Einnig voru kosnir 7 fulltrúar á kjör dæmisþing. Að síðustu hélt hinn nýkjörni formaður ræðu og Helgi Bergs flutti ávarp. I tilefni 20 ára afmælis FUF í Ámessýslu, fékk Vettvangurinn Pál Lýðsson bónda í Litlu-Sand vík tii að rita hér ágrip af sögu félagsins. Málfuiidanáinskcið liafa verið mikill þáttur í staríi félagsius og fært þvi íuarga þróttmikla félagsmcun. Þessi ínynd cr frá uámskciðiiiu i Aratungu 1965. Lciðbeinandi var Sigui'finnur Sigurösson, lcngst til vinstri i fremri röð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.