Tíminn - 05.11.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.11.1969, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. nóv. 1969 TIMINN ¥enaer viö Dyrhólaey gerö? Hin bafnlausa suðurströnd ís lands er fjöigur eða fim>m hundruð kílómetra löng. Þar iiggja hundruð skipsflaka frá liðnum öldum grafin í sandinn, og'etui stranda skipin þar, þrátt fyrir ratsjár og annan tæknibún að þessarar vísindaaldar. Úti fyrir þessari strönd eru beztu og auðugustu fiskimið lands- ins, mest nýtt á þeim tíma árs, sem hafbrimið lemur ströndina fastast. Þannia eru hvorki firðir né flóar, víkur né vogar, svo að teljandi sé. Skammt undan eru Vestmannaeyjar að vísu með góða höfn og skjólsama en öruðuga til innsiglinga og ekki tæka í hvaða veðri sem er. Hún . kernur ekki að nægu haldi sem lífhöfn fyrir skipin úti fyrir hafnlausri suðurströnd inni. íslendingar halda vonandi á- fram að sigla umhverfis land sitt og eiga fiskis'.cp á '.andmið- um sínum næstu aldirnar, þótt ýmislegt breytist- Er'.end skip eiga einnig erindi norður ur.d- ir þessa reginlöngu, hafniausu sandströnd. Lengi befur það verið draumur landsmanna að eignast góða og örugga lífhöfn miðsvæðis á þessari hættulegu sandströnd, þar sem ferleg brkngarðabrot hafsins æða upp á sandinn o-g boðarnir skáima í lest utan af þrítugu dýpi kílómetra leið eða meira. Sá draumur ætti að færast nær veruleikanum með hverju ári á sigurgöngu tækninnar. Menn hafa lengi horft á Dyrhólaey og sandbuginn austan við hana sem líklegasta hafnarstæðið og talað um, að þar væri unnt að byggja brimbrjóta og hafnargarða en grafa höf-nina sjálfa inn í all- stórt lón austanvert við berg- höfðann. En hvað kostar þessi höfn, og hvernig á að gera hana? Þeirri spurningu hefur lengi verið ósvarað — og er ef til vill ósvarað enn, en þó hefur allýtarleg leit að svari farið fram á þessu sumri. Ungur hafnaarkitekt, nýkom- inn frá Tækniháskólanum í Þrándheimi fékk það sem loka prófsverkefni að reikna út og teikna fullkomna landshöfn eða lífhöfn við Dyrhóley, otr b,jr sem þetta var verkefni, tsm vrLa miálaskrifstofan þurfti og átti að láta vinna, bar vel í veiði að sameina þetta, og því samdist svo við yfirvöld hafnarmála að nann ynni þetta verk í sumar. Þessi ungi hafnaarkitiekt er Pálmi Jóhannesson, sonur Jó- hannesar Þ. Jóhannessonar kaupmanns á Rifi, áður bónda að Kvíslarhóli á Tjörnesi. Tím- inn hitti Pálma að máli fyrir skömrnu — daginn eftir að hann kvæntist að loknu þessu sumarverki og daginn áður en hann hélt aftur til Þrándheims, þar sem hann mun starfa sem aðstoðarkennari í vetur við Tækniháskólap" - Hve mörg ár hefurðu verið við nám í Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi, Pálmi? — Fjögur ár. — Laukstu prófi í vor? Hver er sérvrein þín f náminu? — Já, ég lauk bóklegu prófi f vor, en eftir var tilskilin verk- Rætt við ungan hafnaarkitekt, Pálma Jóhannesson, sem teiknað hefur slíka höfn sem lokaprófsverkefni í sumar og gerir ráð fyrir að hún kosti rúmar 500 miffj. Dyrhólaey, með gatinu og dröngunum fram af henni. leg úrlausn. Sérgrein mín er hafnargerðir með sérstakri á- herzlu á mannvirkjagerð fyrir opnu úthafi. Ég leitaði til Vita- málaskrifstofuninar um það, hvort hún hefði ekki handa mér eitthvert hæfilegt verkefni, sem hún þyrfti að láta vinna, og samkomulag varð um, að ég ceiknaði og gerði áætlun um fullkomna höfn við Dyrhólaey. Helzti prófessor minn við há- skólann var Per Bruun, sem er mikill sérfræðingur um sand- strauma við úthafsstrendur og hefur hann rannsakað það fyrir bæri víða um heim, meðal ann- ars sandstrauma við suður strönd íslands. Þó eru þeir eng an veginn nægilega rannsakaðir og þyrfti að herða mjög á slík um rannsóknum, því að hafnar- gerð við Dyrhólaey og víðar verður að byggjast á góðri vitneskju um þetta atriði. — En hafa nægilegar bor- unar- og botnkannanir farið þarna fram? — Nei, alls ebki. Og þess vegna má engan veginn líta á mitt verk sem fu'llkomna fram kvæmdaáætlun. Við náæai'i könnun bergs, footns og strauma gætu forsendur eða líkur þær, sem ég hef byggt á, breytzt verulega. — Við hvaða þarfir miðaóir þú gerð hafnar þinnar við Pyr- hólaey? — Fy-rst og fremst við þarfir allstórr^ fiskiskipa, að hún geti verið lífhöfn fyrir þau, en auk bess yrði hún einnig tæk allstórum vöruflutningaskip- um. — Hve dýr yrði þessi höfn samkvæmt áætlunium þínum? — Rúmlega 500 milljónir króna, en annars er sú kostnað aráætlun ekki örugg, því að hún gæti breytzt við nánari rannsóknir bergs í Dyrhólaey, þar sem taka yrði efni í hafnar- garða, og fleiri atriði greina. I k ur gert f.vrhv e® ’im JKTV af þessum heildarkostnaði yrði vegna varnargarðanna út fyrir brimgarðinn, en aðeins 20% vegna dýpkunar innan þeirra, rennugerðar inn í lónið, dýpkun þess og hafnargarða þar. Með í kostnaðaráætlunina eru því ekki tekin mikil hafnarmann- virki, en þau geta komið síðar. Þó er gert ráð fyrir 800 metra viðlegugarði. —Telur þú þetta helzta hafD a-rstæðið á ströndinni milli Þorlákshafnar og Hornafjarð- ar? — Já, vafalítið er það bezt Þarna er breyting strandárinn- ar einna minnzt og nokkurt hlé milli tveggja varnarveggja — Reymsfj alls' v qg Dyrhólaeyj aijj m —>"Hvernig'yrði ge::ð hafnar innar í stórum dráttum? —- Teikningin, sem þessu fylgir sýnir það ef ti! vill betur en orð. í stuttu máli er hún þannig, að Dyrhó’.aey og drang- arnir fram af henni eru notaðir að vestan og gerður garður milli þeirra og fram fyrir þá til suðausturs. Úr sandfjörunni að austan verður síðan gerður annar garður fram og sveigir til móts við hinn og myndast þar hafnarmynni. Garðarnir þurfa að ná fram á 12—14 metra dýpi, eða fram fyrir grunnbrot. Þeir Yfirlitsteikning af höfn vi3 Dyrhólaey. NeSst hafn argarðar og hafnarmynni, úr henni sýnd cennan upp i væntanlega höfn lóninu austan undir eynni. Pálmi Jóhannesson yrðu að vera gerðir að m-estu úr stórgrýti, og því stærri björg um, sem framar dregur, allt að 10 lestir að þyngd hvert til þess að standast hafrótið. Fremst yrði að gera steinsteypta kláfa eða krabba af sérstakri gerð til þess að standast hinar hamrömu ánásix úthafsins. Grjót í hina miklfu varnar- gerða ætti að vera nóg til i nálægð, þar sem Dyrhólaey ris nokkur hundruð m. frá. Berg hennar er þó ekki nógu vel rann sakað enn, og þyrfti að gera þar nokkrar reynslusprengingar til þess að vita, hvort unnt er að fá þar nógu stór björg og heiL Síðan yrði sandinum dælt úr botni ytri hafnarinnar og graf in renna inn í lónið, sem yrðd dýpkað og gert þar skipalægi. Þetta yrði alveg örugg höfn, þeg ar inm væri komið. Spumingin mesta er enn um það, hvernig sandburði verði háttað inn í höfnána, hvernig sandstraum- arnir ligigi. Mér virðist margt henda til, að sandstraumur liggi, þarna austur við Dyrhóla eyna. —Að hvaða störfum ferðu nú í Þrándheimi, Pálmi? — Staða sú, sem ég mun gegna eitt eða tvö næstu árin nefnist „videnskapelig arki- tekt“, en háskólinn hefur nokkr ar slíkar fastar starfsstöður við ýmsar deildir og ráðast í þær nýúitskrifaðir menn. Þeir vinna að ýmsum verkefnum og tilraunum og eru að nokkru að stoðarkennarar, fara yfir verk- efni fyrir prófessora, aðstoða nemendur við tilraunir og standa fyrir ákveðnum tilraun- um. Ég kaus þessa stöðu heldur en koma heim nú strax að námi lofenu, því að mér þykir mikil vægt að reyna betur á það, hvernig lærð fræði samræmast bagnýtum og tímabærum verk- efnum og rannsóknarstarfi. Ég hef t. d. mikinn hug á að vinna að straumrannsóknum með hlið sjón af sandburði, og einnig að brimrannsóknum og forsendum fyrir svonefndri bylgjuspá eða brimspá. • —Hvernig er stúdentalíf \ Þrándheimi, Pálmi? — Mér hefur fundizt það mjög heilbrigt og skemmtllegt Norskir stúdentai ieggja mikla áherzlu á útivist og líkamsræki., og má það teljast sjálfsagður þáttur í daglegu lífi stúdents að iðka íþróttir, leikfimi eða sund. Prófessorar taka gjarnan góðan þátt í þessu. Norðmenn falla mér vel í geð, og 1 Þránd heimi telst íslendingur heima- maður að minnsta kosti að hálfu, og þar er raunar all margt íslendinga, bæði búsettir þar og við nám. — AK •u,.. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.