Vísir - 06.06.1981, Síða 6

Vísir - 06.06.1981, Síða 6
I I I *UV:> VÍSIR Laugardagur 6. júní 1981 Ad vera eda vera ekki TÖFF Spjallað við þrjá gullverðlaunahafa í kvikmyndagerð Ilitinn var óskaplegur og því samþykkt aö setjast út i garö. Strákarnir tóku Þey af fóninum og báru boröstofustólana út á ver- öndina. Þeir eru santján ára gamlir, guliveröiaunahafar I kvik- myndagerö, og við erum staddir á hcimavclli þeirra í Hafnarfirði. Myndin þcirra, Sætbeiska sextánda áriö, hlaut gullverölaun á fundi norrænna samtaka áhugamanna um kvikmyndagerö á dögunum. Myndin var i flokki sextán ára og yngri, og var talin besta myndin i þessum fiokki. Tvær aörar fsienskar myndir voru lagöar fram á fundi Nordisk Sinalfilm, í flokki 16-24 ára, og fékk önnur myndin, Haustdagar, viöurkenningu dómnefndar. Leikstjóri verðlaunamyndar- innar er Davið Þór Jónsson. Mættur. Kvikmyndatökumaöur Bjarni Sigmundur Einarsson. Mættur. Aðalleikari Steinn - Armann Magnússon. Fjarver- andi. Leikari Ingi Hafliði Guð- jónsson. Mættur. Og leikkona Málfriður Baldvinsdóttir. Fjar- verandi. „Mamma hringdi i mig i vinn- una og sagði fréttirnar", segir Davið. ,,Ég ætlaði tæpast að trúa henni, auðvitað var maður i sjöunda himni og lét tiðindin strax ganga til strákanna.” „Ég sagði honum bara að þegja þegar hann hringdi,” seg- ir Ingi. „Hann sagði þá ákveðiö: „Ég þegi bara ekki neitt” og þá féllst ég á að trúa honum.” „Það gerði enginn okkar ráð fyrir gullverðlaunum, þó auð- vitað hafi maður verið fullur vonar,” segir Davið. Beðið i blankheitum Strákarnir þrir eru allir nem- endur i Flensborg en þar er mikil gróska i 8mm kvikmynda- gerð og siðan SÁK (Samtök á- hugamanna um kvikmynda- gerð) var stofnað hafa fyrstu verðlaun einlægt lent i Firðin- um. Á siðustu hátið SÁK, sem haldin var i febrúar, voru fjórar myndir verðlaunaðar og þar af voru þrjár framleiddar i Hafn- arfirði. „Við gerum þetta allt sjálfir,” segir Davið, „faðir minn er að visu starfandi kvikmyndagerð- armaður, en við höfum mest orðið að stóla á sjálfa okkur.” „Við fjármögnum myndirnar mest úr eigin vasa,” segir Bjarni, „stundum höfum við átt i fjárhagslegum erfiöleikum og tökur hafa orðið að biða i blank- heitum”. „En það er alltaf hægt aö redda þvi,” bætir Davið við, „og siðasta úrræðið er að hlaupa til foreldranna og biðja um lán.” „Ennþá höfum við bara haft tök á þvi að gera 8mm myndir, en 16mm myndir eru auðvitað draumurinn og kannski kemur þaö næst. Hljóðið á 8mm mynd- um er oft ekki uppá marga fiska” Nokkur orö um verðlauna- myndina, takk. „Þessi mynd er algerlega okkar 'verk, þetta er okkar hug- arfóstur og gerð á okkar veg- um.” Lifir i hugarheimi Morgan Kane Og fjallar um hvað? „Hún fjallar um okkur að vissu leyti. Flestar myndir sem teknar hafa verið i skólanum eru um ástina, strákur verður skotinn i stelpu og um siðir fell- ur alít i ljúfa löð.” Þaö er Davið sem heíurorðið. Hann heldur á- fram: „Þessi mynd er öðruvisi. Stúlkan i myndinni er nokkrum númerum of stór fyrir strákinn. Hann er raunar hálfgerður væskill og á engan sjens.” „Aðalspurningin i myndinni er þessi: Að vera eða vera ekki töff, — um það snýst heila mál- ið,” segir Ingi. „Myndin lýsir sýndarmennsku væskilsins”. „Strákurinn lifir i hugarheimi Morgan Kane bókanna,” heldur Davið áfram, „og tvisvar i myndinni lætur hann sig dreyma dagdrauma þar sem hann skýtur mig með köldu blóði að hætti Morgan Kane. Ég leik nefnilega strákinn sem nær stelpunni, skilurðu? En hugprúða hetjan er hörð af sér og i draumum sinum imynd- ar hann sér einvigi við ósvikna töffarann. Reynt er að lýsa til- finningum þess sjenslausa i garð töffarans.” Hvernig endar svona mynd? „Það komu fram fjölmargar hugmyndir,” segir Ingi. „En niðurstaöan var sú að við létum myndina enda i partý, þar sem söguhetjunni er visað á dyr. Hann gengur út i myrkrið. Allt er vonlaust. Allir hafa gefið skit i hann, jafnvel sá sem þóttist vera vinur hans.” Ingi getur trútt um talað, þvi hann leikur umræddan vin. Fellur ekki i kramið En eru strk«arnir að segja með þessu að þeir sem eru óframfærnir, feimnir og kannski pinulitið ófriöir, — eigi ekki sjens i lifinu? „Nei, hreint ekki," segja þeir allir. „Miklu fremur erum við að reyna að gera áhorfandanum grein fyrir liðan þess sem er minnimáttar. Við reynum að fá áhorfandann til þess að finna til samúöar með þeim sem ekki er töff, án þess þó að spila uppá væmnina.” Samt er hann glataður i lok myndarinnar? „Hann er ekki glataður. Hins vegar fellur hann ekki i' kramið. Honum er likt farið og söguhetj- unni i leikritinu „Gusti” sem veriö er að sýna i Þjóðleikhús- inu, — sá sem ekki fellur inni hjöröina hann er útskúfaður.” Strákarnir kváðust ekki hafa hugmynd um þaö hversu marg- ar myndir hefðu borist á Nord- isk Smalfilm i þessum flokki. „Við vonum bara að þær hafi veriö fleiri en tvær!”, segir Daviö. „Sennilega höfum við verið aö keppa við myndir eftir krakka sem eru dálitiö yngri en viö, þvi við vorum allir sextán ára þegar myndin var gerö”. Taka myndarinnar hófst i september siðastliðnum en fjár- hags- og veðurskilyrði gerðu það að verkum að endanlega var henni ekki lokið fyrr en 20. febrúar. Daginn eftir var kvik- myndahátiö SÁK og hlaut myndin þar silfurverðlaun. Á hinn bóginn hlaut „Voðaskot” gullið og aðrar myndir sem við- urkenningu hlutu voru „Feil- pústið” og „Haustdagar”. Ógurlega stoltir En hvaða augum lita strák- arnir á gullverðlaun einsog þau sem þeim hlotnaðist á Nordisk Smálfilm? „Þetta er fyrst og fremst við- urkenning. Þetta sýnir að við getum gert þetta og gefur okkur aukinn styrk. Við erum ógur- lega stoltir auðvitað." Hvað með hugmynd og hand- rit? „Það er raunar okkar allra i sameiningu. Steini átti upphaf- legu hugmyndina en Davið skrifaði lauslegt handrit. Við gáfum leikurunum tækifæri á impróveseringu, svo við bund- um okkur ekki alltof mikið við handrit”. Myndin er fimmtán minútur aðlengd og filmukostnaður nam rúmum þúsund nýkrónum. „Við höfum ekki reiknað út annan kostnað en fyrir filmum nema hvað viö borguðum strák fyrir biltúr uppi Heiðmörk og til baka, eneittatriði myndarinnar gerist þar.” Hvað verður um myndina? Hvar verður hún kynnt? „Við reynum að sýna hana i öllum skólum og koma henni að á sem flestum stöðum. Hún hef- ur þegar verið sýnd i skólum Hafnarfjarðar, en er þó ekki bú- in aö borga sig upp. Kvik- myndahúsin geta tæplega sýnt 8mm myndir nema kannski Regnboginn og þeirri hugmynd hefur skotið upp að ef til viil væri þjóðráð að smella fjórum 8mm myndum saman og sýna i Regnboganum. Það yrðu þá myndirnar „Feilpústið”, „Fyrsta ástin” (hlaut verðlaun SAK i fyrra) „Voðaskot” og „Sætbeiska sautjánda árið”. Ekki kváöust strákarnir hafa aðra mynd i bigerð, þeir sögðust vera i frii yfir sumarið. Spurn- ingu um þaö hvort þeir hygðust leggja kvikmyndagerð fyrir sig sem atvinnu i framtíöinni, svör- uðu þeir á þann veg að löngunin væri fyrir hendi, en það væri svo óttalegt basl á kvikmyndagerð- armönnum. „Ætli við höldum þessu ekki sem fristunda- gamni”, sögðu þeir. Kvikmyndatökumaðurinn Bjarni hefur átt tökuvél i nokk- ur ár. „Ég notaöi þá peninga sem ég fékk i fermingargjöf til þess að kaupa vél og klippara,” sagði hann. Zúpermann „Sætbeiska sextánda árið” er önnur kvikmyndin sem þessi hópur stendur að. Sú fyrri var „grinmynd sem fáir föttuðu húmorinn i” og nefnist Zúper- mann og ku vera skopstæling á Superman. „Þetta er glataðasta mynd tæknilega séð sem gerð hefur verið,” segir Davið, „og eftir hana sáum við að við yrð- um að gera betur. Þetta var bara dellumynd, ekkert handrit, allt samið á staðnum og nánast enginn söguþráður.” Þess má að lokum geta að Davið leikur þrjú kvenhlutverk i þeirri mynd. Hún tekur þrjátiu minútur isýningu og verða allir sem sjá hana hundleiðir undir lokin, að sögn höfundanna. Ein gaf leiða, önnur gull. —Gsal. „Reynum að fá áhorfandann til þess aö finna til samúöar meö þeim sem EKKI er töff. — Bjarni, Davið og Ingi, sem hlutu gullverðlaun á Nordisk Smalfilm. Visismynd: Þráinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.