Vísir - 06.06.1981, Síða 12

Vísir - 06.06.1981, Síða 12
vtsm Paul Laugardagur 6. júní Sting Verðlaun Bretar veita að sjálfsögðu eins- konar Oscarsverðlaun fyrir tón- list og nefnast þau Ivor Novello” verðlaunin. Ar hvert eru popp- arar útnefndir og afhending verð- launa fer fram við mikla viðhöfn, glys og glaum. Þessi hátið er á vegum hinna bresku STEF og FIH sambanda en það eru mjög öflug sambönd einsog gefur að skilja. Meðal verðlaunahafa i ár voru m.a. bassaleikari Police, Sting, sem fékk verðlaun sem lagahöfundur ársins, en á hæla honum komu Bee Gees, Terry Britten og B.A. Robertson. Sting var hógværðin uppmáluö og gerði likt og Jóhn Lennon forðum daga, þ.e. hann .þakkaði 4 áragömlum syni sinum, Joseph að nafni, andagiftina þegar hann semur bestu texta sina. Hins látna meistara John Lennon var minnst sérstaklega fyrir hið mikla starf sem hann vann i þágu tónlistar i heiminum. Jona Lewie fékk verðlaun fyrir lag ársins „Stop the Cavalry”. Jeff Lynne, ELO-foringi fékk verðlaun fyrir besta kvikmynda- lag ársins, „Xanadu” og Roger Waters forsprakki Pink Floyd fékk verðlaun fyrir lagið „Another Brick in the Wall”, sem var útnefnt alþjóðlegt metsölulag ársins. annad Adam Miles Davis snýr aftur Djassgeggjarar ættu að gleðj- ast i hjörtum sinum þessa dagana þvi fréttir hafa nú borist um að Miles Davis sé búinn aðtaka sig saman i andlitinu og ætli að troða upp og blása i trompetinn á tón- leikum i júli nk. Miles kemur fram á tveimur tónleikum á Kool Jazz festivalinu i New York 5. júli en hann hefur ekki komið fram opinberlega i nokkur ár. né sent frá sér nýtt efni á plötu frá þvi platan „Get Up With It” kom út 1974. Til þess að öðlast gamla styrkinn og tilfinninguna aftur i blásturinn, þurfti Miles að leggja mikið á sig, en veikindi hafa hrjáð hann mjög undanfarin ár. „Nú er hann orðinn jafn kraftmikill og áður og hann er tilbúinn” segir George Wein sem fylgst hefur með Miles. „Og hann er tilbú- inn”. segir George jafnframt. Miles Davis er tilbúinn að leika á ný og einnig er hann tilbúinn með plötu sem hann van’n ásamt gamla upptökustjóranum sinum. Teo Macero. Any Trouble Trouble Miles Davis Videó plötur Videó bylgjan ryður sér nú mjög til rúms einsog við Islend- ingar höfum kynnst. Það eru ekki bara kvikmyndir og sjónvarps- efni sem njóta vinsælda. Hljóm- sveitin Blondie gerði videopró- É>ram sem byggir á siðustu plötu þeirra „Autoamerican” og getur hver sem er keypt tón- og mynd- listina á videóspólu i verslunum erlendis. Slikt hið sama hefur Jethro Tull gert, en tónleikar þeirra i New York sem sendir voru i gegnum gervihnattarsendi, eru nú fáanlegir á videói. Videó- diskar eða-plötur eru að ryðja sér til rúms smám saman og innan nokkurra ára getur fólk keypt sér videóplötur með tón og mynd. Að sögn kunnugra eru tóngæði þess- ara videó-plata mun betri en gömlu góðu plastplatanna. Breska hljómsveitin Adam& the Ants undirbýr nú að gefa út spólu jafnhliða næstu breið- sinni og sú mun einnig vera raunin með fleiri hljómsveitir. Yoko-sóló Yoko Ono er nú að leggja siö- ustu hönd á sólóplötu sina sem hlotið hefur 'nafnið „Season of Glass”. Upptökustjórinn, Phil Spector, sem vann að hljóð- ritunum með Yoko er horfinn á braut og nú hljóðblandar hún á fullu með aðstoð Ray Caviano, en hann er þekktari fyrir störf sirr f tengslum við þekkta diskó- og rokkdanshópa. t % tl Frank Zappa — Tinsel Town Rebellion CBS 88516 Þar sem ég er gamall Zappa aðdáandi, þá hef ég ætið sætt mig á endanum við allt sem kappinn hefur verið að gera i gegnum tiðina. Samt tel ég þær plötur sem hann hefur sent frá sér undanfarin ár alls ekki jafn merkilegar og fyrstu Mothers plöturnar voru og reyndar fyrstu sólóplötur Zappa einnig. Zappa vill sjálf- ur meina að timarnir hafi breyst og smekkur manna þróast i átt aö tónlist hans, en ekki öfugt eins og flestir gagn- rýnendur vilja halda fram. Hvað sem þvi liður þá gleðst eg yfir útkomu þessarar plötutvennu sem sannar enn einu sinni hversu frábært vald Zappa hefur á tónlist sinni á hljómleikum. Það er valinn maður i hverju rúmi eins og ætið áður og allt er gert af kunnáttu og leikni. Zappa virðist hljóðrita alla sina tón- leika og helv.... hlýtur karlinn að semja mikið. Hann er sann- kallaður „workaholic” eða vinnuþræll. Tónlistin er að visu poppaðri eða aðgengi- legri en áður og áé það álitinn galli, þá er það annar helsti galli plötutvennunnar. Hinn gallinn er sá að Zappa er ó- neitanlega nokkuð farinn að endurtaka sig. Jónatan Garðarsson skrifar: Nick Mason's Fictious Sports Harvest/EMI SHSP 4116 1 rauninni má það teljast undarlegt að þessi plata skuli talin sólóplata Nick Masoa trommara Pink Floyd, þar sem djasspianistinn Carla Bley er höfundur tóna og texta auk þess sem það var hljóm- sveit Cörlu sem annaðist spilamennskuna að mestu leyti er platan var hljóðrituð 1979. Nick Mason ber að visu bumbur og önnur slagverks- tæki og á þátt i verkstjórninni. En Carla og eiginmaður henn- ar, Mike Mantler, eiga bróð- urpartinn i plötunni. Þetta er kannski aukaatriði þvi tónlist- in skipar að sjálfsögðu höfuð- sessinn á plötunni og sá sess er i hærra lagi. Að minu mati er þetta með bestu plötum sem ég hef heyrt á þessu ári. Þeim tekst að blanda vel saman framsæknum djassi og rokki og útkoman er sérlega athygl- isverð. Samspilið er mjög gott og gaman að heyr'a hve blást- urshljóðfærin koma vel út, enda ekki nema von, þetta fólk er vant að vina saman. Auk þessa eru textarnir margir hverjir þrælgóðir. „Fictious Sports” er plata sem leitar átóninfi hjá mér aftur og aftur. Tónleikar Any Trouble, Start, Taugadeildarinnar og Bara-- Flokksins verða i Höllinni i dag kl. 4.00 Um tima var útlitið ekki gott þvi tónleikarnir sem hefjast áttu kl. 21.00 samkvæmt upphaf- legu skipulagi fengu ekki grænt ljós hjá lögreglustjóraembættinu. Vegna þess að hvitasunnan er helgur dagur má enginn halda skemmtun eftir kl. 18.00 daginn fyrir helgidaginn. Þetta eru gömul lög frá heittrúarskeiðinu og löngp úrelt þvi fólk gerir ná- kvæmlega það sem þvi dettur i hug á þessum degi, enda trúfrelsi i landinu og fæstir sem taka slika hátiðisdaga of alvarlega. En mál- unum var bjargað fyrir horn á siðustu stundu og verða tónleik- arnir þvi haldnir i dag og hefjast kl. 16.00 eða fjögur, með pompi og pragt. Vængstífður Ef það hefur farið framhjá ein- hverjum, þá er Paul McCartney vængjalaus þessa dagana. Hljómsveitin leystist upp eftir að Denny Laine ákvað að yfirgefa hljómsveitina. Plata, sem þeir höfðu unnið að á eyjunni Mont- serrat þar em George Martin ræður rikjum i Air stúdióinum er að mestu tilbúin. Paul McCartney hafði ekki áhuga á að fara i hljómleikaför trúlega af ein- skærri hættu á að vera fyrir skot- árás á tónleikum. Denn}^L,aine kvaðst ekki hafa viljað starfa með Wings ef tón- leikahald yaði aflagt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.