Vísir - 06.06.1981, Qupperneq 20
20
Laugardagur 6. júní 1981
= og engar ásakanir”
Úr bók Cynthiu, fyrrv. eiginkonu Lennon
Hér segir frá Yoko Ono og skilnaði hjóna
Yoko Ono
Þó John hefði ekki mörg orð við
mig um það, hvernig ég stæði mig
sem eiginkona, fannst mér alltaf
að hann ætlaðist til meira af mér.
Ég var þvi miður ekki nógu mikið
á hans bylgjulengd. Hann
þarfnaðist meiri stuðnings og
hvatningar við óvenjulegar hug-
myndir sinar. Skömmu eftir að
við snerum heim frá Indlandi,
varðég þess vör, hve rika og vax-
andi þörf hann hafði á þvi að eign-
ast raunverulegan sálufélaga. Án
þess að mér eða nokkrum öðrum
væri kunnugt um það, hafði John
um skeið staðið i bréfaskiptum
við japanska lista- og kvik-
myndagerðarkonu, sem var orðin
nokkuð fræg að endemum fyrir
furðulega framleiðslu sina.
Ég sá Yoko Ono fyrst á hug-
leiðslufundi, sem við efndum til i
London. Þar áður vissi ég að
nokkur bréf, sem hiin hafði stilað
á John voru borin heim. I þeim
hafði hún beðið hann um fjár-
hagshjálp og stuðning til að koma
út bók sinni Grapefruit.Hiin sagði
að enginn fengist til að skilja það
sem hún væri að gera, og ef hún
fengi ekki einhverja hjálp, myndi
hún gefa allt upp á bátinn. Dot
ráðskona mín, upplýsti mig um
að hún hefði komið nokkrum sinn-
um heim að spyrja um John, en
aldrei hitt á hann. Hitt hafði ég
ekki hugmynd um að John hafði
svarað bréfum hennar. Ég hafði
ekki gefið þessari konu gaum,
fyrr en hún kom á þennan hug-
leiðslufund. Hún var svartklædd
og settist hljóðlát i eitt hornið á
herberginu. Ég fékk eitthvert
hugboð, eins og mér væri ógnað,
án þess að nokkur orð gengju á
milli. Kannski var það allt sak-
laust.
Fyrst þegar ég kynntist John
var hann ástfanginn af Brigitte
Bardot, en hinu má ekki gleyma,
að franska existentialista- eða til-
veru-söngkonan Juliet Greco var
i öðru sæti. Y oko Ono var töluvert
lík henni og i fyrsta skiptið sem ég
sá hana, vissi ég, að hún væri sú
rétta fyrir John. Þetta var að visu
einungis hugboð, en mér fannst
þau áns og sniðin hvort fyrir ann-
að. Þeir andlegu straumar, sem
stöfuðu út frá þeim, voru næstum
nákvæmlega eins. Ég þykist viss
um, að John hafi þá ekkert verið
farinn að velta henni fyrir sér, þvi
að þegar Yoko steig upp i bil okk-
ar, er við vorum að aka burt og
fékk far með okkur, litum við
John til hliðar hvort á annað og
grettum okkur eins og við vissum
ekki, hvað i ósköpunum við ættum
að gera við hana. Það var allt
mjög undarlegt.
Cynthia fer i afslöpp-
unarferð til Grikklands
með nokkrum kunningj-
um. Þegar hún kemur
heim aftur, kemur hún
að John og Yoko...
Eina ávarpið sem ég fékk frá
báðum var dauflegt „Ó! Hæ!” Þó
ég hefði um skeið hafthugboð um,
að Yoko ætti eftir að taka John frá
mér, brá mér meira en mighafði
órað fyrir, þegar það nú blasti við
mér. Þau hæfðu svo vel saman,
eins og tvær samlokur, voru svo
eðlileg og samhent við þessar
óraunverulegu kringumstæður,
að ég fann, að mér var gersam-
lega ofaukið þarna. Ég fann lika
að ég missti alla fótfestu og var
gersamlega ófær um að glima við
slikar aðstæður. Ég varð strax
eins og gestur á eigin heimili. t
örvæntingu minni reyndi ég
fáránlega að dylja, hvað mér var
brugðið og það eina sem mér datt
ihug að segja var: „Viðvorum að
hugsa um að bregða okkur öll
saman út að borða i kvöld. Við
snæddum hádegisverði Róm, svo
nú finnst okkur alveg tilvalið að
borða kvöldmat i London. Eruð
þið með?” Þetta hljómaði auðvit-
að algerlega út i hött i ljósi hinna
breyttu aðstæðna. Eina svarið
sem ég fékk var „Nei, takk.” Og
það var allt or sumt. Mig langaði
aðeins til að láta mig hverfa og
það var einmitt það sem ég gerði.
Ég þaut út úr stofunni og upp á
loft til að safna saman i flýti
nokkrum persónulegum munum.
En það eina sem ég hugsaði um,
var að komast út, komast eitt-
hvert burtfrá því sem hafði vald-
ið mér svona miklum sársauka.
Ég var algerlega örvingluð. Þar
sem ég ráfaði eftir stigapallinum,
tók ég eftir japönskum inniskóm,
sem stóðu svo snyrtilega fyrir
framan gestaherbergið. f stað
þess að finna til reiði, langaði mig
aðeins til að ílýja. Jenný og
Alexis voru lika miður sin og
vandræðaleg yfir þvi, og þegar ég
spurði þau, hvort ég mætti vera
hjá þeim i nokkra daga, sam-
þykktu þau það umyrðalaust.
Jenný og Alexis bjuggu saman i
litluhúsi i London. Þau voru ekki
elskendur, heldur vinir, svo dvöl
min hjá þeim olli engum vand-
ræðum. Þau sýndu mér i öllu,
hvaðég væri velkomin. En ég var
mjög illa haldin andlega. Ég hafði
aðeins fundið mér þar athvarf til
bráðabirgða, siðan hafði ég ekki
hugmynd um, hvað ég ætti næst
til bragðs að taka. Ég vissi að
Júlian var i öruggum höndum hjá
Dot, en þráði að komast til hans.
En ég hafði hreinlega ekki hug-
mynd um, hvernigég ætti að snúa
mér næst, svo ég dvaldi hjá Jenný
og Alexis i tvo eða þrjá daga,
þangað til versta áfallið var liðið
hjá og ég gat horfst i augu við
sannleikann, fara heim og ræða
út um málin við John.
Við John settumst niður til að
tala út úr pokanum um okkur
sjálf og hjónaband okkar. Úr þvi
urðu bæði ástar- og syndajátning-
ar. John sagði mér frá framhjá-
höldum sinum og hvernig hann
hefði stöðugt dreymt um aðrar
konur og ég lét mig hafa það að
hlusta á það, án þess að missa
trúna á framtið okkar. Við vorum
loksins komin að kjarna málsins.
Við helltum úr skálum beiskju
okkar um galla hvort annars og
ávirðingar. Að þvi búnu gátum
við aftur sæst. Mér fannst ég þá
aftur komast mjög nálægt John,
hann faðmaði mig að sér, laus
undan allri sektarkennd og sagð-
ist aldrei hafa elskað mig heitar
en nú.
Um stund gekk allt eins og i
sögu. Við gátum verið opinskárri
og heiðarlegri hvort við annað og
við þóttumst vera farin að eygja
framtiðarland. John og Paul voru
um það leyti að ráðgera við-
skiptaferð til New York og þegar
brottfarardagur þeirra nálgaðist,
grátbað ég John um að fá að fara
með. Þegar hann þverneitaði
mér, sá ég mina sæng útbeidda.
Jafnframt varð hann fálátur,
ergilegur og taugaóstyrkur. En
úr þvi að ég mátti ekki koma með
honum til Ameriku, stakk ég upp
á þvi, að við mamma færum með
Júlian i fri til Italiu. Mig langaði
ekki til að sitja ein eftir heima.
Ég vildi að timinn án hans væri
fljótur að liöa. John reyndi ekkert
að ráða mér frá þvi. Hann lét það
bara afskiptalaust og dró sig inn i
sina skel.
Skilnaðurinn
„John ætlar að skilja við þig og
taka Júlian frá þér. Hann sendi
mig til að segja þér þetta.”
Hann ætlar að losa big við
Júlian og senda þig aftur til
Liverpool!”
Stundin, sem ég hafði kviðið
mest fyrir var runnin upp, en ég
gat ekki um annað hugsað, en
hvað hann sýndi mikla rag-
mennsku og grimmd. En þar sem
ég þekkti vel inn á John, skildi ég
hvað bjó að baki. Samviskulaus
framkoma hans og gerðir spruttu
upp úr ýtrustu örvæntingu. Það
var auðveldara og sársauka-
minna fyrir hann að gera það á
þennan hátt. Með þvi að senda
orðsendingu langt burt i fjarlægð,
gat hann friað sig af alvarlegum
afleiðingum gerða sinna og
gleymt sér i nýfundnum ástarun-
aði.
Ahyggjurnar og ringulreiðin,
sem hann hafði gengið i gegnum,
náðu nú hámarki, þegar hann
ákvað að slita hjónabandi okkar.
Ég greindi svo vel hræðslu hans
og efasemdir út úr hranaskapn-
um. Harkalegar aðgerðir hans
stöfuðu af þvi að i rauninni var
hann á báðum áttum. Þvi varð
hann að framkvæma allt i skyndi,
svo þvi yrði ekki haggað. Þannig
fór John að þvi að gera upp hug
sinn, með þvi að brenna allar
brýr að baki sér, ljúka þessu af
eins fljótt og hægt var. Þvi varð
hann að fá þessu framgengt, hvað
sem það kostaði.
Meðan ég var i burtu, hafði
Yoko flutt inn og nú voru þau ekk-
ert að dylja það fyrir umheimin-
um. John var loksins búinn að
finna sér sálufélaga, og ég hafði
meira að segja vitað það á undan
honum. Alexis sneri strax aftur
heim til Englands, en ég lagðist i
rúmið fárveik, bæði á sál og
likama. Hótellæknirinn skipaði
mérað liggja i rúminu, þangað til
ég væri orðin ferðafær og ég var
ekkert að flýta mér að láta mér
batna, þvi að ég hlakkaði ekki
beinlinis til þeirrar ferðar. öll til-
vera min var að hrynja til
grunna, og hvar átti ég þá að
finna þann innri kraft, sem þyrfti
til að geta horfst i augu við allar
hinar hræðilegu og óhjákvæmi-
legu lágaflækjur og standa fyrir
augum almennings. Mamma var
mér til mikils trausts og halds.
Hún sá um að ég væri i rúminu,
þangað til ég væri orðin nógu
hress til að takast á við vanda-
málin. Svo skrapp hún til Eng-
lands til að kynna sér alla mála-
vöxtu. Ég var enn of veikburða til
að hreyfa minnstu mótmælum.
Frænka átti þá að hugsa um Júli-
an á meðan, en mamma lagði af
stað döpur i bragði. Þetta var
hræðileg reynsla. Ég var alger-
lega ófær um að gera nokkurn
skapaðan hlut. Mér fannst mig
vera að dreyma og beið aðeins
eftir þvi að vakna, svo allt kæmist
aftur i samt lag. Hugur minn
sveimaði og hringsólaði einhvers-
staðar fyrir utan likama minn.
Ég vissi að visu, hvað var á seyði,
en skilningarvit min og rök-
hyggja neituðu að viðurkenna
staðreyndirnar, eins og þær lágu
fyrir. Þess i stað sveif ég i lausu
lofti og fætur minir snertu ekki
lengur jörðina.
A álasaði hvorki John né Yoko.
Ég skildi ást þeirra og vissi að ég
var i engri aðstöðu til að hamla
gegn likamlegri og andlegri sam-
einingu þeirra. Það kom mér svo
sem ekki á óvart. 1 undirvitund-
inni var ég farin að búa mig undir
það. En það sem fór svo illa með
mig, var tillitsleysi þeirra, þegar
þau opinberuðu ást sina. Alger
ást þeirra tók ekkert tiliit, hvorki
til sársauka né óhaming;.u. öllum
slikum kenndum skyldi visa
tafarlaust á bug og John lá nú
jafn mikið á og þegar hann visaði
Maharisanum á bug, lét hann
sigla sinn sjó. Nú átti að afgreiða
mig með sama hætti. Yoko tók
John ekki frá mér, þvi hann hafði
aldrei verið minn. Hann hafði
alltaf verið eigin herra og gert
hvað sem honum sýndist. Þannig
hafði mér lika lærst á endanum
að búa með honum. Og nú kom
sér vel að kunna að vera óháð
John. Það kom i ljós i þeirri próf-
raun, sem ég átti nú eftir að
ganga i gegnum. Ég var að visu
örvingluð og miður min, — en ég
var sterk.
Þegar við Júlian snerum aftur
til Englands, var okkur ekið beina
leið heim i ibúð mömmu i hjarta
Lundúna. Ég átti ekki i önnur hús
að venda. En ekki var klukku-
stund liðin frá komu minni, þegar
barið var að dyrum. Mamma
opnaði og henni var rétt innsiglað
ábyrgðarbréf, stilað á mig. Þegar
ég opnaði það, gat ég varla trúað
eigin augum. Við mér blasti
formleg stefna um skilnað, þar
sem ég var sökuð um hjúskapar-
brot. Nú var skörin þó farin aö
færast upp i bekkinn! En ég gat
ekki annað en dáðst að aðferðum
Johns, þvi sókn er alltaf besta
vörnin. En ég gat varla trúað þvi,
að þetta væri að koma fyrir mig.
Ég átti ekki einu sinni að fá neitt
tækifæri til að ræða málin við
John. Það átti bara að skera mig
af eins og lim, sem drep var kom-
ið i, eins fljótt og skurðlæknir
beitir hnif sinum. Fyrstu við-
brögð min voru, að biðja um
áheyrn hjá eiginmanni minum.
Til þess varð ég nú að panta við-
talstima i gegnum Peter Brown
og Apple-skrifstofurnar. Peter fór
allur hjá áer, sem vonlegt var, en
sagðist skyldi gera, hvað hann
gæti. Þar sem ég hafði engan
málsvara min megin, ef svo má
að orði komast, sendi mamma
eldri bróður minum, sem þá
starfaði i Libýu, skeyti um að
koma heim. Hann kom með
fyrstu vél og æddi með mér fram
og aftur um London til að finna
mér góðan lögfræðing.
Akveðið var að við hjóna-
skilnaðar-þrihyrningurinn, John
og Yoko, skyldum hittast heima i
Weybridge. Það varð taugatitr-
andi fundur, hlaðinn tilfinninga-
legri spennu, en algerlega
árangurslaus, þar sem engin
skynsemi komst að, alger sóun á
tima og kröftum. Asakanir Johns
um hjúskaparbrot min féllu i
grýttan jarðveg, en sama dag
sótti ég um skilnað við hann.
Við Júlian fluttum aftur heim
til Liverpool með mömmu. John
og Yoko fluttu hinsvegar inn i
ibúð, sem mamma hafði haft i
London, en hún var i eigu Ringós.
Við reyndum i örvæntingu okkar
að koma okkar gamla heimili aft-
ur i samt lag.
Með aðgerðum sinum velti
John um koll þvi jafnvægi, sem
alltaf hafði rikt innan Bitlafjöl-
skyldunnar. Framkoma hans
gerði þá alla ringlaða og agndofa.
Samt urðu þeir að halda áfram að
standa með honum. Þeir gátu
komist af án Cynthiu, en ekki án
íoringjans.
En meðan á skilnaðinum stóð,
varð ég þó einu sinni steinhissa,
þegar Paul kom einn sins liðs i
heimsókn til min einn sólrikan
eftirmiðdag. Ég varð djúpt snort-
in af þvi að hann skyldi láta sér
svo annt um mig, og enn meira,
þegar hann rétti mér eina rauða
rós og lét gamansama athuga-
semd fylgja með: „Hvað segirðu
um það Cynthia, eigum við ekki
bara að taka saman og gifta okk-
ur?”
Paul var auðvitað bara að grin-
ast og segja þetta til að koma mér
i betra skap. Við hlógum bæði
dátt að tilhugsuninni, hvernig
fólki myndi bregða við hjóna-
bandstilkynningu okkar. Hann
sagðist hafa verið að semja lag á
leiðinni. Það var hið fallega Hey
Jude og hann sagðist vilja til-
einka Júlian það. Ég mun aldrei
gleyma þeirri umhyggjusemi og
hlýju, sem Paul sýndi, með þvi að
heimsækja mig. Mér fannst ég
verða einhvers virði, að einhverj-
um þætti vænt um mig, andstætt
þeirri tilfinningu, sem áður hafði
tökin á mér, að min væri engin
þörf og mætti kasta mér á haug.
Með þvi veitti hann mér styrk og
von og fyrir það verð ég honum
ævinlega þakklát
Margar fórnir voru færðar þau
trylltu ár, sem Bitlaæðið gekk yf-
ir. Stúart og Brian féllu frá og
margir hlutu djúp sár. Sumir
lentu illa i þvi, þegar þeim var ýtt
til hliðar. Menn urðu að vera
sterkir til að komast með heilli há
út úr öllu brjálæðinu og óraun-
veruleikanum. Ég var sú fyrsta
sem hvarf frá borði, áður en
Bitlarnir hættu. Ég get aðeins
þakkað Guði fyrir að gefa mér
styrk til að lifa það af og hafa
komist yfir öll áföllin og von-
brigðin i hjónabandi, sem var
vægast sagt „mjög óvenjulegt”.
Ég lifði lifi og liferni, sem
milljónir manns öfunduðu mig af.
Ég kynntist ótal mörgu fólki, sem
ég virti og elskaði, en lika fólki,
sem ég hlaut að hneykslast á og
fyrirlita. Ég kynntist þvi lika,
hvernig „hinir” lifðu, sem ekki
báru sigur úr býtum, hvernig þeir
eyðilögðu sig og dóu i leit sinni að
skjótfengnum skilningi á lifinu og
tilgangi þess. Lokaorð min læt ég
vera að biðja fólk um að vera ekki
of hart i dómum um gerðir, til-
finningar, velgengni og óhjá-
kvæmileg glappaskot fjögurra
kornungra sveitastaula, sem
lentu i þvi að leggja heiminn að
fótum sér á þeim aldrei, þegar
þeir hefðu átt að vera að þroskast
og kynnast lifinu og helst að læra
einhverja gagnlega iðn. Það var
mesta mildi, að þeir skyldu ekki
allir tapa vitinu. Ég er enn mjög
stolt af Bitlunum og verkum
þeirra. Lif mitt méð þeim var
mjög lærdómsrikt og ég hefði
ekki viljað verða af þeim lær-
dómi. Það skildi eftir sig i mér
svo margt dýrmætt, en engan
biturleika. Það opnaði augu min
en byrgði mér ekki sýn. Eða eins
og Konfúsius segir i Bók breyt-
inganna, I Ching: „Þökk fyrir
minningarnar og engar ásakan-
ir.”
Cynthia og John Lennon. Myndin var tekin viö frumsýninguna á „How I won the war”.