Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. júní 1981 3 • * Nýtt Nýtt Míríama massífur viður „Rúm”-bezta xerzlun landsins INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REVKJAVIK. SIMI 81144 OG 33530 Bmuðbær Heitir hamborgarar *Osta* + BBCL + *Thousand lslands> *Friday * Shellstöðinni v/Miklubraut OPIÐ 730- 2330 1----» Sérverzlun meö rúm Selur Akureyr- ingum rjómaís úrísvagni Hermann Arason leikari með meiru, hefur fengið heimild frá bæjarstjórn Akureyrar til aö selja Akureyringum is á Ráðhústorgi eða við Landsbankann úr isvagni. „Það er meiningin að byrja á fimmtudaginn eða föstudaginn, en annars er það konan min, Kristfn Helgadóttir, sem verður aðal sölumaðurinn”, sagði Her- mann i spjalli viö Visi. „Þvi miður getum við ekki verið með vagninn á Torginu, vegna þess að þar er ekki hægt að koma vagnin- um i samband við rafmagn. Hins vegar hefur Jón Bjarnason i Ces- ar verið okkur hjálplegur og reikna ég með að viö veröum meö vagninn á gangstéttinni fyrir framan verslun hans til að byrja með. Við veröum ekki með þennan venjuiega þeytta is, held- ur gamaldags kúluis i kramar- húsum. Ef vel gengur, þá er ekki að vita nema viö verðum okkur úti um vagn með gasbúnaöi i stað rafmangs. Þá getum við veriö hvar sem er”, sagði Hermann. G.S./Akureyri. Færeylngar sækja um veiðar á 40 bús. tonnum af loðnu - í lögsögu Græniands „Fréttir af þvi eru óljósar, en við erum vongóðir um að það verði ekki mikið,” sagöi Jón L. Arnalds ráðuneytisst jóri í sjá varútvegsráðuneytinu, þegar Vfsir spurði hann hvort mörg skip EBE-landanna mundu veiða loðnu f grænlenskri lögsögu I sumar. Hann sagði að Færeyingar hefðu óskað eftir að fá að veiöa 40 þúsund tonn, sem þeir mundu landa í verksmiðju sinni i Fugla- firði. Mjög óljóst er hvort leyfið verður veitt, aö þvi er Jón sagði, og benti hann á aö Færeyingum hefði aldrei gengiö vel að semja viö EBE. Hinsvegar taldi Jón sennilegt að áður en lýkur muni Færeyingar veiöa þetta magn af loðnu við Grænland og mundu Danir gera þeim það mögulegt með einhverjum ráðum. Jón taldi mjög vafasamt aö Danir muni sjálfir veiöa loönu á umræddum miöum, þar sem það veröi þeim afar kostnaðarsamt. Þeir fá hvorki leyfi til að landa á íslandi né Noregi og ekki taldi Jón ástæðu til aö ætla að verk- smiöjuskip verði sent á miöin. Danir verði þvf að sigla með afl- ann heim til Danmerkur, sem þeir muni tæpast leggja i, vegna kostnaðar. Jón var í leiöinni spuröur um horfur á kolmunnaveiöum Islendinga við Jan Mayen i sum- ar. Hann svaraði að þær heföu lit- iö verið til umræðu enn, en ljóst væri aö leyfi t Q þess muni fást, ef eftir veröi leitað. 1 fyrra reyndu tvö skip veiöar á þessum slóöum, en fengu ekkert. Vel gæti þó verið að kolmunni veiðist þar i ár og veiöitilraunum veröi haldið á- fram, en enginn hefur enn sótt um leyfi. —SV. Elvar Loftsson hefur um árabil veriö búsettur f Sviþjóð og starfar þar nú við Gautaborgarháskóla. island í Nato-partierne och för- svarsfragan, nefnist doktorsrit- 4 gerð, Elvars Loftssonar sem hann varði nýlega við stjórn- málafræðideild Gautaborgarhá- skóla. Ritgerðin fjallar um viðhorf islensku stjórnmálaflokkanna til varnarmálanna með aðaláherslu á inngönguna i Natol949og komu varnarliðsins 1951 Þrjú meginat- riði eru tekin til athugunar: 1 fyrsta lagi greining islensku stjórnmálaflokkanna eftir stjórn- málafræðilegum aðferðum. 1 öörum meginhluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þróun varnar- málanna á Islandi og hvernig þau hafa tengst stjórnmálum á alþjóöavettvangi. 1 þriðja hlutan- um er gerð tilraun til að skýra af- stööu flokkanna til varnarmál- anna með stjórnmálafræðilegum aðferðum og Ut frá þeim stað- reyndum, sem fram koma i fyrri köflum rannsóknarinnar. Ritgerö Elvars er á sænsku, með Urdragi á ensku. HUn mun verða fáanleg i bókaverslunum hér innan skamms. —JSS Nlðurskurðl vegaljár: Dreift á nýjar framkvæmdir „Þetta er nú kallað frestun en ekki niðurskurður”, sagði Helgi Hallgrimsson, sem nú gegnir störfum vegamálastjóra, er Vfsirspurði hann hvernig áform rikisstjórnarinnar um niður- skurð á fjárlögum kæmi niður á vegagerö i sumar. „Það hefur verið ákveðið að fresta Utgjöldum á þrem milljónum króna. Það kemur mest niöur á nýjum fram- kvæmdum, en þetta er um 1% þeirra. Það verður ekki neitt eitt verkefni fellt niöur vegna þessa, en frestuninni dreift á verkefnin i heild.” Aðspurður um helstu verkefni Vegagerðarinnar i grennd við Reykjavik, sagði Helgi að um það bil tveir km af fimm ómal- bikuðum á Kjalarnesi fái bundið slitlag i' sumar og i Hvalfirði verði lagt á um það bil sex km. frá Hvammsvik aö Fossá. A Þingvallaveginum verður lagt bundið slitlag á tvo km. hjá GljUfrasteini og siðan verður undirbyggingu undir slitlag haldið þar áfram meöan fé end- ist, en f það var veitt 4.5 milljónum króna. Þá er tveggja og hálfrar milljóna króna fjárveiting i Bláf jallaveg og verður það not- að til aö hefja gerð nýs vegar að skiðalandinu frá Krisuvikurvegi við óbrynnishóla. Aformað er að i sumar verði lagt bundið slitlag á um 150 km vegar. Mest verður það svoköll- uð klæöning, en þar sem um- ferðin er mest verður notuð oliumöl og jafnvel malbik, að þvi er Helgi Hallgrimsson verk- fræðingur sagði. sv veru islands í NflTO DoktorsrltoerQ um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.