Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. júni 1981 VÍSIR Ra|ai Kklegastur enirmaður Banl-Saflr - en kosningar hafa veriö ákveönar 24. iúlí Forsætisráðherra irana Moliammcd Ali Rajai, er talinn liklegastur eftirmaður Bani-Sadr i forsetastólinn, en ákveðið hefur verið, að iranir gangi að kjör- boröinu þann 24. júli og kjósi nýj- an forseta. Rajai er tæplega fimmtugur og fyrrverandi stærðfræðikennari. Hann var einlægur andstæðingur Reza Phalavi, fyrrum Iranskeis- ara, enda sat hann oft inni og sætti pyndingum, meðan sá fór með völdin. t blaðaviðtali i Iran i gær var haft eftir Rajai: „Ef fólkið vill mig, mun ég ekki skorast undan embætti forsetans.” Rajai varð forsætisráðherra á siðastliðnu ári eða rétt um þann mund og striðið við Irak hófst. Hann var þvi einn helsti samstarfsmaður Bani- Sadr. Með völdin nú i tran fara þeir Rajai, Rafsanjani þingforseti og Behesti, forsetihæstaréttar.en sá siðastnefndi er sagður valda- mesti maður trans i dag, hann hefur þó lýst þvi yfir, að hann mundi ekki bjóða sig fram til for- seta. Þá var skyrt frá þvi í Teheran, að niu menn, þar af ein kona, hefðu verið tekin af lifi af aftöku- sveit i gær. Þar á meðal voru fjór- ir bahaiar, en þeir sæta nú aukn- um ofsóknum i tran. Allir voru þeir sakaðir um njósnir i þágu tsraels. Hinir, sem liflátnir voru, voru stuðningsmenn Bani-Sadr. Ekkert hefur enn spurst til for- setans fyrrverandi, þrátt fyrir Behesti er nú talinn valdamesti maður trans, þótt Rajai veröi ilk- legastur eftirmaður Bani-Sadr. yfirlýsingu yfirvalda um, aö þeir væru á hælum hans og mundu ná honum á hverri stundu. Leon Spinks fyrrverandi heims- meistari i hnefaleikum, er ákærð- ur fyrir aðhafa haft byssu i fórum sinum án tilskilinna ieyfa. Spinks kemur fyrir rétl Leon Spinks, fyrrverandi heimsmeistari i hnefaleikum, kemur fyrir rétt i dag, ákæröur fyrir að bera byssu án tilskilinna leyfa. Hinn 27 ára gamli Spinks var handtekinn i siðustu viku, er lög- reglumaður fann byssu i bil hans, aðeins sex dögum eftir að hann beið ósigur fyrir Larry Holmes i hnefaleikakeppni, þarsem Spinks reyndi árangurslaust að endur- heimta titilinn. 1 janúar siðastliðnum bar Spinks upp kæru til lögreglunnar i Detroit þess efnis að hann hefði verið rændur. Fékkst ekkert út úr þvi, en talið er að Spinks hafi fengið sér byssu upp frá þvi. Menachem Begin, forsætisráð- herra israels, sagði i gærkvöldi, að israelar myndu eyðileggja, hvaða gjöreyðingarvopn sem væri, sem óvinir israels ætluðu sér að framleiða. „011 slik vopn, sem ætluð eru gegn Israelum, veröa eyðilögð áður en eitthvað hlýst af þeim”, sagði Begin. Rænt og skllað Tólf ára gamalli stúlku, dóttur fyrrverandi embættismanns frá Saudi-Arabiu, sem rænt var i Lundúnum á þriðjudag, var skil- að aftur i gær og var hún heil á húfi. Ræningjarnir kröfðust á annað hundrað þúsund punda fyíir stúlkuna, Reem Al-Harathi, dótt- ur Mushur Al-Harathi, hershöfð- ingja. Stúlkunni var rænt ásamt bilstjóra fjölskyldunnar þegar sá siðar nefndi var að aka henni til skóla. Stúlkan og bilstjórinn fundust svo i gær, bæði heil á húfi. i bil ekki langt frá heimili, hers- höðingjans i Lundúnum. Ræn- ingjarnir hafa ekki fundist. Upp kemst um stðrkostlegt heróínsmygl í Bandaríkjunum Sautján menn, Bandarikja- menn, Sikileyjarbúar og Sýrlend- ingar, hafa verið ákærðir fyrir stórkostlegt heróinsmygl i Bandarikjunum. Er hér um að ræða skipulagðan eiturlyfjahring milli Sikileyjar og New York og er góssið taliö i milljónum doll- ara. Smygl þetta hefur staöið árum saman, en það var fyrst fyrir um ári, að lögreglan komst á snoðir um eiturlyfjahringinn, sem svo leiddi til handtöku höfuðpaursins, Riccardo Cefalu, 54 ára gamals Skileyings, sem er bandariskur rikisborgari. Cefalu hefur búið i Bandarikj- unum árum saman og stundað smyglið næstum jafnlengi. Hann hafði fjölskyldu sina með i spilinu og vinur hans Francesco Mafara sá um málin á Sikiley. Mesta sekt íyrir eiturlyfja- smygl i Bandarikjunum er 15 ára fangelsi og við það bætast háar fiársektir. Páfi að ná sér Jóhannes Páll páfi er á bata- vegi, þótt enn sé hann sjúkur. Læknar hans segja, að veirusýk- inguna.sem hann þjáist af megi liklega rekja til blóðgjafarinnar, sem hann fékk i kjölfar skotáras- arinnar 13. mai siðastliðinn. Læknar páfans segja, að veiru- sjúkdómur þessi geti valdið lifr- arveiki og gulu og geti leikið fólk mjög illa. 1 tilfelli páfa sé hins vegar um mjög væga sýkingu að ræða. Áætlað var að páfi færi i heim- sókn til Lourd i Frakklandi i næsta mánuði en þeirri ferð hefur veriðfrestað. Þá er og fyrirhuguð ferð til Spánar i október, en að öll- um likindum verður ekkert af þeirri heimsókn heldur. Francois Mitterrand, FraKkiandsforseti: VONA AB FRAKKAR FYLKI SÉR UM STJðRNINA F"rancois Mitterrand, Frakk- landsforseti, hélt I gær fyrsta fund hinnar nýju rikisstjórnar. Hann sagði, að hann vonaðist til að Frakkar fylktu sér um stjórn- ina og stefnu hennar, en nú i fyrsta sinn i 34 ár eiga kommún- istar sæti I stjórninni. Viðbrögð manna vegna aðildar kommúnista að frönsku stjórn- inni hafa verið mismunandi. Bandarikjamenn hafa þungar áhyggjur, en George Bush, vara- forseti Bandarikjanna, er nú staddur i Frakklandi og átti fund með Mitterrand eftir rikisstjórn- arfundinn, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sinum. 1 Sovétrikjun- um var stjórnarmyndunarinnar getið, en athugasemdalaust. Þá hafa Evrópuþjóðirnar flest- ar slegið þessu upp. Haft var eftir þýskum embættismanni, að skip- an kommúnista i stjórninni hefði verið það sem allir áttu von á, en ekkert reiðarslag, auk þess sem „Vona aö Frakkar fylki sér um stjórnina og stefnu hennar.” kommúnistarnir færu ekki með nein veigamikil embætti i stjórn- inni heldur hefðu með höndum minniháttar innanrikismál. Smyglhringurinn hafði starfað árum saman, þar til upp komst. Reiðhjól frá Englandi 10 gíra Dekk: 27x11 1/4 Meö Ijósum, vatnsbrúsa, táklemmum og fljótlos- andi útbúnaði á gjöröum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta Árs ábyrgð l/erslunin 414RKIÐ Suðurlandsbraut 30 — Sími 35320

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.