Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 1
„Gjald á vissar grein- ar innflutnings Kemur til greina” segir viOskipta- ráðherra j tömásög Öávíöí „sáttaviðræður” „Rlkisstjórnin hefur ekki * fjallaö um aðiögunargjaldiö I vegna iðnaðarins siðustu dag- ■ ana, þar sem fundir hafa ekki verið haldnir, en þaö verður að | sjálfsögðu rætt við fyrsta tæki- færi. Hins vegar hef ég öskað eftir fundi meö stjórn Félags Is- lenskra iðnrekenda til þess að við getum skýrt sjónarmið okk- ar á báða bóga og þar mun ég meðai annars kanna áhuga á þvl að leggja gjald á innflutning vegna vissra greina, sem heim- ildir eru fyrir”, sagði Tómas Arnason viðskiptaráðherra I morgun. Hann sagði, að i samþykktum EFTA og samningnum við EBE væru heimildir til þess að leggja á verndargjald vegna einstakra greina iðnaðar, þar sem og þeg- ar sérstakur vandi steðjaði aö þeim, en nil ætti að liggja fyrir staða iðnaðarins hér á landi og hverrar greinar fyrir sig. Sér- stök nefnd undir forsæti Jó- hannesar Nordal, seðlabanka- stjóra, hefur unnið að slikri ilt- tekt. „Þess vegna eigum við að sjá i hendi okkar nU, hvar skór- inn kreppir, og getum þannig farið þessa leið, ef þörfin er fyr- ir hendi”, sagði Tómas Áma- son, ,,en ég tel á hinn bóginn að eitt allsherjar aðlögunargjald sé Ur sögunni, vegna samning- anna við EFTA og EBE, enda er aölögunartlmi okkar Islendinga liðinn, sem ekki var þegar 2% gjaldið var lagt á á sinum tlma, og þarna á er stór munur.” „Hitt er svo annað”, sagði Tómas, „að þetta aðlögunar- eða verndargjald, sem aðeins geturstaðið Iskamman tima, er ekki stórt mál og dregur ekki langt til þess að lyfta iðnaöin- um. Þar ræöur það einfaldlega úrslitum, hvort við náum sam- stöðu um aö draga nægilega Ur veröbólgunni.” HERB Hass fannst í hegningar- húsinu Hass fannst I Hegningarhúsinu við Skólavörðustlg I gærkvöldi. Hafði litiu magni af efninu sýni- lega verið blandað saman við tó- bak, og var lögreglan þegar kvödd á staðinn. Menn Ur flkni- efnadeiid lögreglunnar fóru siðan I morgun tilþess að kanna þennan hassfund enn frekar. —AS Helgispjöll i Landakoti HelgispjöII voru unnin I kaþólsku kirkjunni, Landakots- kirkju í Reykjavlk, i gærdag. Kerti voru brotin, blóm rifin Ur vösumog tvístrað, bókum kastað um kirkjuna, auk þess sem tveggja kirkjugripa er saknað. Þar er um að ræða litla kristal- skál og rauða helgisnUru. Taliðer víst að spjöll þessi hafi verið unnin á milli klukkan 12 og 16 i' gær, og eru þeir, sem varir urðu við mannaferðir til kirkj- unnar, beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. —AS Það stytti upp, þegar fyrsta gestinn bar að garði til biskups tslands, Sigurbjörns Einarssonar, á sjöt- ugs afmæli hans I gær, og ekki féll dropi Ur lofti fyrr en sá síðasti haföi kvatt.svo að jafnvel veðurguðirn- ir vottuðu honum virðingu sina jafnt og aðrir. Margir góðir gestir komu til biskups, þeirra á meðal Vig- dis Finnbogadóttir, forseti, sem hér sést heilsa biskupshjónunum. (Visism. EÞS) Ráöist á feröamann Ráðist var á 55 ára gamlan norskan ferðamann I Reykjavlk I fyrrinótt og liggur hann nU þungt haldinn á sjUkrahUsi. Atburður þessi átti sér stað i Farfuglaheimilinu við Laufásveg fyrri hluta nætur. Var manninum veitt þungt höfuðhögg, og virtist ýmislegt Ur farangri hans og ann- arra er I hUsinu gistu, yanta, er komið var að manninum. Rannsóknarlögreglan i Reykja- vik hefur nU málið til meðferðar, enímorgun sat enginn inni vegna þess. —AS HalldórReynis- son ráðinn forsetaritari Halldór Reynisson, fréttamað- ur hjá RlkisUtvarpinu, hefur ver- ið ráðinn I fullt starf forsetaritara frá 1. ágUst nk., en fram að þessu hefur einungis veriö um hálft starf að ræða, sem Birgir Möller hefur gegnt. Auk fréttamennsku hjá Utvarp- inu, hefur Halldór starfaö við blaðamennsku við Visi og Tim- ann, en hann er guðfræöingur að mennt og hefur einnig stundaö framhaldsnám i fjölmiðlun við bandariskan háskóla. Kona Halldórs er GuðrUn Þ. Björnsdóttir, kennari. Birgir Möller mun nU að nýju taka viö fullu starfi hjá utanrikis- ráðuneytinu. —JB „Læt hverium degi næg|a sínar hláningar” Steindor Sfeindors son frá Hlöðum i vlðtaii dagsins - Sja bls. 2 Fjölbýlis- lögin óvirk! Hraunbælarmálið á bis. 27 ibröttir - Sjá DIS. 6-7 „A nú vina- auðgi að fagna” Viðtal við forsela Isiands S|a bls. 14 Slórlaxar: 20 krðnur fyrir merkiö BIS. 13 Lelkbússllðrar Iðnó I viðtail - Sjá bis. 9 Woody hressist - Sjá Mannllf bls. 18-19

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.