Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 20
20 Miðvikudagur 1. júli 1981 VÍSIR Skoðunar- og úlsýn- isferðlr um Akurey. Engey og Viðey Fyrirtækið GARPUR hefur hafið sjostangaveiðiferðir og skoðunarferðir á nýjum 23 feta hraðbáti um sundin og eyjarnar nálægt Reykjavik. Farnar eru tvær til þrjár út- sýnisferðir hvern virkan dag og tekur hver ferð um tvær klukku- stundir. Laugardaga og sunnu- daga eru fjdrar ferðir hvorn dag — klukkan 14,16,18 og 20. Farið er frá Grandagarði og siglt Ut á sundin og umhverfis eyjarnar, Akurey, Engey og Viðey þar sem fuglalif er mjög fjiSbreytt. í jUli verða einnig sérstakar miðnætur- sólarferðir og verður þá haldið Ur höfn klukkan 23.30. Mánudaga til föstudaga geta menn farið með bátnum i veiði- ferðir Ut á Faxaflóa, þar sem gnótter af ýsu og þorski og jafn- vel von um að setja i lUðu, ef heppnin er með. Slikar ferðir verða tvisvar á dag þessa daga, hin fyrri hefst klukkan sjö að morgni en hin siðari klukkan 13. Þetta verða fimm stunda ferðir og innifalinn i verði er allur bUnaður til veiðanna. Sem fyrr sagði er báturinn 23 fet og hæfilegur fjöldi i veiðiferð er sex menn. Auk þessara ferða má fá bátinn leigðan til ferða af öðru tagi. Nánari upplýsingar fást á öll- um feröaskrifstofum og hjá Ut- gerðarmanni og eiganda bátsins, Emi Andréssyni isima 43691 milli klukkan 9 og 12 dag hvern. —HPH Edda Hólm, Guðrún Gisladóttir Guðný Helgadóttir og Sólveig Hauksdóttir sjást hér undirbúa brottför- ina um Norður og Austurland með leikritið KONA KONA um Noröur- og Ausluriand Alþýðuleikhúsið legg- ur i dag upp i leikför um austur-og norðurland með leikritið „Kona” eftir Dario Fo og Franca Rame. „Kona” er þrir sjálfstæðir einleiksþætt- ir, sem lýsa á gaman- saman hátt lifi þriggja kvenna við mismunandi aðstæður. Konurnar þijár eru leiknar af Sól- veigu Hauksdóttur, Eddu Hólm og Guðrúnu Gisladóttur. Leikstjóri er Guðrún Ásmunds- dóttir. KONA var frumsýnd i Hafnar- bíói í janiíarlok og eru sýning- amar orðnar 40 talsins þar af 10 utah Reykjavikur. 1 þessari leik- för verður KONA sýnd á eftirtöld- um stöðum : Vik — Kirkjubæjar- klaustri — Höfn — Berufirði — Breiðdal — Stöðvarfirði — Fáskrilðsfirði — Reyðarfirði — Eskifirði — Neskaupsstað — Egilsstöðum — Seyðisfirði — Borgarfirði eystra — Vopnafirði — Þórshöfn — Raufarhöfn — Skdlagarði — HUsavik — Breiðu- mýri — Skjólbrekku — og sein- ustu sýningarnar verða á Akur- eyri 22. og 23. júli, og lýkur þar með annari leikför Alþýðuleik- hUssins þetta leikár. 1 ágUstsbyrjun mun Alþýðu- leikhUsið fara með þriðju sýning- una sina vestur og norður um land en það er Stjórnleysingi ferst af slysförum, og lýkur þar með leikári Alþýðuleikhússins. —HPH Brynjólfur Jóhannesson byrjar lesturinn á út- varpssögunni „Maður og kona” eftir Jón Thor- oddsen. Saga þessi var áður á dagskrá útvarps- ins veturinn 1967-68. Bítlaunnendum til mikillar ánægju, (og þeir eru ekki svo fáir) veröa þættirnir um feril Bitlanna endur- teknir á dagskrá útvarpsins. Þættir þessir nefnast „Fjórir piltar frá Liverpooi” og er i umsjá Þorgeirs Astvaldssonar. Dagskrá útvarpsins i kvöld lýkur með fyrsta þætti Bitlanna. Páll P. Pálsson. Útvarp klukkan 20.00: EINSÖN6IIR, FRÁSÖGU- ÞÆTTIR 0G LJÖ0ALESTUR Eins og að venju er Sumar- vakan á dagskrá Utvarpsins i kvöld og kennirþar margra grasa sem endranær. Sumarvakan hefst á einsöng Þorsteins Hannessonar sem syngur islensk lög, Sinfóniu- híjómsveit tslands leikur með undir stjórn Páls P. Pálssonar. Rósberg G. Snædal flytur frá- söguþátt er nefnist „Helför á Höfuðreyöum ”. Einnig mun Sigurður Kristinsson, kennari segja frá gönguferð milli Loð- mundarf jarðar og Borgarf jarðar. Næsti liður nefnist „Þið þekkið fold með blfðri brá” en það er dr. Kristján Eldjárn að lesa vor- og sumarkvæði eftir Jónas Hall- grimsson. Dr. Kristján Eldjárn. útvarp 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Mið- vikudagssyrpa. — Svavar Gests. 15.10 Miðdegissagan: „Læknir segir frá” eftir Hans Kiilian. Þýðandi: Freysteinn Gunnarsson. Jó- hanna G. Möller les (12). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. 17.20 Sagan: „Hús handa okkur ölium” eftir Thöger Birkeland. Siguröur Helga- son les þýðingu sina (5). 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á vettvangi. 20.00 Sumarvaka. a. Ein- söngur. Þorsteinn Hannes- son syngur islensk lög; Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur með undir st jórn Páls P. Pálssonar. b. „Helför á Höfuöreyðum”. Rósberg G. Snædal flytur frásöguþátt c. „Þið þekkiö fold með bliðri brá”. Dr. Kristján Eldjárn les vor- og sumar- kvæöi eftir Jónas Hall- grimsson.d. „Fariöum háls og heiði”. Sigurður Kristjánsson kennari segir frá gönguferö milli Loð- mundarfjaröar og Borgar- f jaröar. 21.10 lþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar. 21.30 Útvarpssagan: „Maður og kona” eftir Jón Thorodd- sen. Brynjólfur Jóhannes- son byrjar lesturinn. (Aður Utv. veturinn 1967-68). 22.00 Stefán lsiandi syngur ariur Ur ýmsum óperum. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Orö kvöldsins. 22.35 Séð og lifað. Sveinn Skorri Höskuldsson 23.00 Fjórir piltar frá Liver- I pool. Þorgeir Astvaldsson I rekur feril Bitlanna 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. I _____________________________1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.