Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 14
14 MiOvikudagur 1. júli 1981 VlSIR „EG VAR VINARIK FYRIR EN NÚ BÝ EG VIÐ VINAAUÐ - segir tfigdis Finnbogadótlir forseti fslands Eitt ár er nú liðið siðan fslend- ingar völdu Vigdisi Finnboga- dóttur forseta lýðveldisins en hún tók viö embættinu þann 1. ágúst eða mánuði eftir forsetakosning- arnar. 1 tilefni þessa spjallaði blaðamaður VIsis við Vigdisi og spurði hana hvernig siðastliðið ár heföi verið fyrir hana. „Þegar svo stórt er spurt verð- ur vist fátt um svör. En vist er að sá tfmi, sem ég hef gegnt for- setaembættinu, hefur verið mjög reynslurikur og ég hef stöðugt verið að læra eitthvað nýtt, hvern einasta dag. Mér hefur iðulega liðið eins og i gamla daga þegar próf-spenningurinn tók að gera vart viðsig. Það er nefnilega ekki hægt aö gera neinn hlut vel ef manni er sama um hvernig fer”, sagöi Vigdis. Aðspurð um það hvað væri eftirminnilegastfrá árinu svaraði forsetinn að þar væri allt jafn eftirminnilegt og erfitt væri að taka eitt umfram annað. „Hinn sólriki morgunn fyrir réttu ári liður mér að sjálfsögðu aldrei úr minni. Þá er heimsókn mintilDanmerkur mér ofarlega i •huga og sérstaklega sú hlýja, sem streymdiá móti okkur gestunum, Það var söguleg stund fyrir réttu veldisins. Hún tók slðan formlega ári þegar Vigdisi Finnbogadóttur var fagnað, sem fjóröa forseta lýð- viö embættinu 1. ágúst. þar i landi. Mér fannst verulega gott að finna hvernig vináttu- tengsl þjóðanna styrktust og allt, sem mörgum hefur stundum ver- ið óljúft að nefna um fortiðina, fyrndist. Nýliðin heimsókn min i Dali og á Strandir var stórkostleg og ekki má gleyma öllum þeim vinum, sem ég hef eignast, bæði þar og annarsstaðar. Ég var vinarik fyrir en nú bý ég við mik- inn vinaauð”. Þá sagði Vigdis að forsetaem- bættið hefði komið sér á óvart að þvi leyti að það væri mun viða- meira en hún hafði gert sér i hugalund. „Ég gekk þó að þessu starfi án þess að hafa gert mér neina mynd af þvi og ég hef reynt að ganga að hverju verkefni fyrir sig og leysa það eftir bestu kostum”. Starfið kvað Vigdis hafa verið mjög annasamt og margt er á döfinni. „Ég fer aftur út á land i byrjun júli og verð viðstödd Landsmót ungmennafélaganna á Akureyri þann 10. júli. Þá langar mig til að nota tækifæriö og hitta fólk að máli. 1 lok mánaðarins hef ég þegið boð um að vera viðstödd brúðkaup Karls Bretaprins en við þekkjumst persónulega má segja frá þvi er hann kom hingað að veiða i fyrrasumar. Og þann 20. október fer ég siðan i opinbera heimsókn til Noregs. Þannig er nóg að starfa og ég vona að okkur öllum farnist vel á þessu ári og um alla framtið”, sagði Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, að lokum. —TT SÁÁ flytur i nýtt húsnæöi: „TRYGGIR RETUR STARF SAM- TAKANNA OG SJALFSTÆÐI” - segir Björgóllur Guðmunflsson lormaður SÁA Samtök áhugalólks um áfengis- vandamálið (SAA) hefur tekið i notkun nýtt húsnæði fyrir hluta af starfi sinu, i Siðumúla 3-5. Sam- tökin eiga þetta húsnæði, sem er öll cfri hæð hússins. Af þessu tileíni var haldin mikil veisla i hinum nýju húsakynnum. Þá sagði Björgólfur Guömunds- son formaður samtakanna m.a. að þetta væri nýr áfangi i starfi samtakanna og mundi tryggja starf þeirra og^sjálfstæði. „Þvi betri aöstaða, þeim mun betri árangur,” sagði Björgólíur. Hann sagði einnig að næsti áfangi væri aö byggja sjúkrastöð og væru þegar fengin vilyröi borgaryfir- valda fyrir lóð i Selásnum eða öðrum heppilegum stað. Strax og lóðamálin eru frágengin verður hafist handa um bygginguna. Þá vék hann að samstarfi SAA og Afengisvarnadeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur- borgar, sem hefur tekið hluta húsnæðisins á leigu, og lauk miklu lofsorði á það. I sama streng tóku talsmenn deildarinn- ar, svo og Adda Bára Sigíúsdóttir formaður Heilsuverndarráðs Reykjavikur. Bar öllum saman um að árangur þess samstarfs væri i einu orði sagt stórkostleg- ur. Samtökin voru stofnuð 1. okt. 1977 og telja nú um 9000 félaga, viða um land. Tilgangur þeirra er að vinna gegn áfengisvandamál- inu meö fræðslu og fyrirbyggj- andi aðferðum og að vinna að endurhæfingu hinna sjúku. Einn- ig að útrýma hindurvitnum, van- þekkingu, og fordómum á vanda- málinu. SÁÁ starfrækir: Ráðgefandi þjónustu að Siðu- Þá varhaldin mikil veisla.Séöyfirhluta veislusalarins. múla 3-5, þar sem ráðgjafar eru til viðtals daglega kl. 9-17, simi 82399. Sjúkrastöð fyrir 30 alkóhólista að Silungapolli. Hún tók til starfa 7. des. 1977. Endurhæfingarheimili fyrir 30 manns að Sogni i ölfusi, tók til starfa 14. ágúst 1978. Endurhæfingarheimili að Staðarfelli i Dölum, fyrir 20 manns. Það tók til starfa 29. nóv. 1980. Fjölskyldudeild, i samvinnu viö ÁHR, sem fyrr var nefnd, og er til húsa i Siðumúla 3-5. Þar eru hald- in kvöldnámskeið fyrir aðstand- endur alkóhólista. Fræðsla og fyrirbyggjandi störf. Ráðgjafar eru sendir i skóla, á vinnustaði og á félags- fundi, eftir óskum. Fjöldi starfsmanna hjá SÁA er nú um 40. Björgólfur ságði að frekar væru valdir starfsmenn, sem þekkja vandamálið af eigin raun og sú stefna hefði sýnt sig að vera rétt. Kvöldsimaþjónusta er einn af mikilsverðustu þáttum starfs samtakanna og benda forystu- menn þeirra fólki á að færa sima- númerið 81515 inn á minnisblað simaskrárinnar. Þar er reynt að leiðbeina alkóhólistum og að- standendum þeirra og hafa um 1200 manns notfært sér þessa þjónustu á siðasta ári. -SV Þessi röbbuöu við blaðamenn, rétt áður en veislan hófst. Frá vinstri: Eggert Magnússon, úr framkvæmdastjórn SAÁ, Hendrik Berndsen, úr framkvæmdastjórn SAA, Björgólfur Guðmundsson formaður SAA, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri SAA, Adda Bára Sigfús- dóttir, formaöur Heiibrigðisráðs Reykjavikur, Gisli Teitsson, fram- kvæmdastjóri Heilsuverndarstöövar Reykjavikurborgar, Sigrlður Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ÁHR og Sæmundur Guðvinsson úr fram- kvæmdastjórn SAA. Vlða er mjög fallegt i Amsterdam, en borg eru geng skipum. Töluverður húsnæðisskortur er I Amsterda lágið að finna lausn við þvi, þeir búa þá hundrað manns búa við þennan kost, en ma rennandi vatns. Naéturllf Amsterdamborgar er I meira laj hverju götuhorni. En auðvitað gerir engin fast verð áður en þeir byrja, aðrir láta ve eins og þessi.... ... en enn aðrir láta kylfu raöa Kasii, setja b: til vorkunnsemi vegfarenda. Aöeins tekur um þrjá klukkutfma að aka la mynd frá Eindhoven i suðurhluta landsin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.