Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 1. júli 1981 Hraunbæiarmállð: verður að svipta mannlnn sjálfræðl? Béltarlarslögln gera tjölbýiis- lögln övlrk! „Fógeti getur ekki úrskurðað um útburð á fólki nema úr leigu- húsnæði og þá á tilteknum for- sendum, en ákvæði laganna um fjölbýlishús um brottvisun fólks úr eignarhúsnæði eru óvirk þar sem réttarfarsiögin heimila ekki fullnustu slikrar ákvörðunar”, sagði ólafur Sigurgeirsson aðal- fuiitrúi borgarfógeta. En Visir spurði hann um gang mála eins og þess sem skýrt var frá i blað- inu i fyrradag um usla af völdum geðveiks óreglumanns i fjölbýlis- húsi i Hraunbæ, þar sem hann býr i eigin kjallaraherbergi. „vona að Deir enflur- skoði af- stððu sína” - segir lormaðus VSÍ um úrsdgn Meistarasamðands Dyggingarmanna „Við væntum þess og vonum, að þeir taki þessa afstöðu sina til endurskoðunar”, sagði Páll Sigurjónsson formaður Vinnu- veitendasambands islands þegar Visir spurðihann um fyrirhugaða úrsögn Meistarasambands bygg- ingarmanna úr Vinnuveitenda- sambandinu. Páll sagði, að VSI hefði borist bréf meistarasambandsins þar sem framfylgt væri ákvörðun aðalfundar um úrsögn. Hann sagði einnig, að nefnd hefði verið skipuð á vegum meistarasam- bandsins til að kanna málið út i hörgul og kvaðst hann vona að hún kæmist að annarri niður- stöðu. Úrsögn Meistarasambands byggingarmanna tekur gildi um næstu áramót að öllu óbreyttu. . —ÓM Ólafur kvað fólk beita ýmsum ráðum i svona tilvikum, m.a. krefðist það fébóta fyrir röskun á högum, gerði hinum brotlegu rikninga vegna þrifa o.fl. og færu þau mál þá fyrir dómstóla. Hugs- anlegt væri að viðkomandi missti eignarhald á ibúð sinni i fram- haldi af þvi. Þetta er hins vegar mjög seinvirk leið. Byggingafulltrúinn i Reykja- vik, Gunnar Sigurðsson, kvað embætti sitt hafa afskipti af mál- um af þessu tagi og þá oftast i samvinnu við heilbrigðiseftirlitið, og dæmdist húsnæði óhæft til ibúðar gæti heilbrigðisráð beitt viðkomandi dagsektum. Matthias Garðarsson hjá heilbrigðiseftir- litinu, sem skoðaði herbergi óreglumannsins i Hraunbæ, skömmu eftir að lögreglan fjar- lægði hann vegna ónæðis og sóða- skapar á laugardaginn var, kvað greinilegt af lýsingum sambýlis- fólks hans og aðkomumanni, að háttalag hans væri afar óeðlilegt. Sagði Matthias að sér hefði virst vandinn snúa að andlegu ástandi mannsins fyrst og fremst, sem félli undir læknisfræðilegt mat. Heimir Bjarnason aðstoðar- borgarlæknir kvað lögreglu hafa beðið sig um að lita á manninn, en þar sem hann var i frii, hafi hann visað á vaktlækni. Sambýlisfólk umrædds manns við Hraunbæ vildi undirstrika, að enda þótt ónæðið af honum hefði verið yfirgengilegt, rynni þvi jafnframt til rifja að vita af hon- um i eymd sinni og hjálparlaus- um. Það hefur nú leitað til lög- fræðings með mál sitt. En sam- kvæmt þeim heimildum sem Vis- ir hefur sankað að sér, virðist að- eins um það tvennt að velja, að umræddur maður fari sjálfviljug- ur úr herbergi sinu eða verði sviptur sjálfræði og fjarlægður. Að öðrum kosti er ekki sjáan- legt að þessu ástandi i fjölbýlis- húsinu við Hraunbæ linni i bráð, þrátt fyrir ákvæði fjölbýlishúsa- laganna, sem kveða skýrt á um heimildir til brottvisunar hins umrædda manns úr eignarher- bergi sinu. HERB Friða Björnsdóttir sigraði I vélhjólakeppninni á ísafirði. ökuleikni’81: i UNG STULKA SIGRAÐI i I VÉLHJÚLAKEPPNINNI Vestfirðingar leiddu saman [ ökuskjóta sina i ökuleikni Bind- ■ indisfélags ökumanna og Visis i ! siðustu viku. Þar fóru fram tvær j bifrciðakeppnir, á Bildudal og ■ isafirði, og ein vélhjólakeppni á ! isafiröi. Scm áður var fjölmenni j mikið mætt á keppnirnar og | keppendur vorp óvenju margir. A þriðjudagskvöld, 23. júni, | reyndu Bildælingar og nágrann- b ar með sér í bliðskaparveðri i niðri á bryggju, þrátt fyrir að 1 verðlaun fyrir keppnina, sem * Fiskvinnslan á staðnum gaf, I hefðu ekki borist aö sunnan. En 3 hvað um það, keppnin fór fram jj og úrslitin urðu sem hér segir: 1. Arnar Guðmundsson á ■ Ford Granada með 220 reísist. 2. Torfi Andrésson á Ford í Cortina með 223 refstist. 3. Hlynur Björnsson á BMW * 320 með 236 refsist. Kvöldið eftir var ökuleiknin I haldin á tsafirði og létu bæjar- b.......... búar sig ekki muna um að loka einni götu bæjarins til að keppn- in gæti fariðfram. Keppnin varð mjög jöfn og spennandi og náðu bilstjórarnir mjög góðum árangri. Meðal annars var meti Borgfirðinga i ökuleikninni hnekkt. Röð keppenda varð að lokum þessi: 1. Einar Halldórsson á Lada 136 refsist. 2. Jón Ebbi Halldórsson á Toyota Corolla með 172 refsist. 3. Trausti Kristjánsson á Toyota Corolla með 192 refsist. Einar hefur þvi náð besta árangri i ökuleikninni til þessa og mega ísfirðingar þvi vel við una. önnur vélhjólakeppni sum- arsins var siðan haldin á fimmtudagskvöldið og tóku nú að skipast veður i lofti. Það var nefnilega ung stúlka, Friða Björnsdóttir, systir Einars Halldórssonar, sem sigraði með yfirburðum alla sina keppi- nauta og urðu úrslitin þannig: 1. Friða Björnsdóttir á Suzuki 50 með 206 refsist. 2 Jón Ebbi Halldórsson á Honda 350XL með 213 refsist. 3. Kristján Jóhannsson á Honda 50 með 251 reísist. Verðlaun i bifreiðakeppninni gaf Netagerð Vestfjarða en Isa- fjarðarkaupstaður gaf verð- launin i vélhjólakeppninni. ökuleiknin hefur þegar verið haldin á öllum stöðum á Norð- urlandi nema á Akureyri, þar sem hún stendur yfir þessa dag- ana og Húsavik, en þar verður hún haldin 1. júli. Úrslit að norð- an verða birt fljótlega. 1 Visi á laugardaginn misritaðist að Ökuleiknin yrði haldin á Egils- stöðum 3. og 4. júii, en hið rétta erað hún verður haldin þar 2. og 3. júli. —TT. A annað hundrað rússnesk skip - <» ai ciemngi Landhelgisgæslan taldi i gær- morgun um 119 sovésk fiskiskip , að kolmunnaveiðum norðaustur af Glettingi, rétt utan við fisk- veiðilögsöguna. Þoka var inikil á þessu svæði, svo stuðst var viö radarmælingar. Skipin eru mörg hver þrjú i hnapp, svo tala skip- anna gæti veriö allt að 200 þótt það komi ekki fram á radar. —AA Þá eru framkvæmdir byrjaöar við langþráða vega- gerð vfða um land eftir langan tima moldarvega og harðan vetur, sem enn einu sinni sannaði okkur, að vega- kerfið, eins og frá þvi heur verið gengið, telst ekki til frambúðar. Það er ömurlegt til þess aö vita, eftir að tekist hafði aö koma á- ætlun um eiginlega vegagerö upp i hundrað og fimmtíu kiló- metra þetta sumar, skyldi þurfa að láta sparnaðarráöstafanir koma niður á áætluninni, svo nú virðistsem enn minna verði lagt en ætlað var. Þetta vekur upp þau gömlu sannindi, að margt veröur okkur aö óhamingju, og þó þaö mest, hvað menn virðast skilningsvana á þau atriöi, sem hvað áhrifarfkust eru tilaö efla gott mannlíf f landinu. Eftir aö Félag islenskra bifreiðaeigenda taldi sig hafa unnið fylgi viö lagningu tvö hundruð kílómetra slitlags á ári, komu hundrað og fimmtíu kflómetrar Ut Ur kvörn þingsins, og sfðan sparnaðaraö- gerð, sem miðaði að þvi aö stytta þessa vegalengd enn meir á ársgrundvelli. Það er sérkenniiegt að horfa upp á það ár eftir ár hvaö ráða- menn eru skilningssljóir á þyöingu eins helsta framfara- máls landsins. Ljóst er að lyft varð Grettistökum þegar færir vegir voru lagðir vitt um strjál- býlt land á krepputimum upp úr 1930. Þá þötti nauðsynin svo brýn, að ekki var spurt hvernig hægt væri að leggja þessa vegi, heldur sagt að þeir skyldu lagðir. Fimmtiu árum siðar virðast menn enn vera þeirrar skoöunar, aö enn sé það mölin og drullan sem dugi okkur best I vegar stað, og annað sé ekki nema oflæti, sein auk þess sé alltof dýrt að framkvæma. Að- eins tvö riki I Afriku eru verr stödd i vegamálum en islend- ingar, og má með sanni segja, að lágt leggjumst við til að ná haldbærum samanburði. Félag islenskra bifreiðaeig- enda er eini félagsskapurin f landinu, sem fær er um að þrýsta á um úrlausnir i vega- málum fyrir hönd bifreiöaeig- enda. Félagið þarf öruggan stuöning nýrra og gamalla meö- lima til að ná árangri. Þess er að vænta að sá stuöningur verði veitur, svo stjórnmálamenn sjái, að bifreiðaeigendum er al- vara, þegar þeir benda á nauö- syn á varanlegum vegum. Framundan eru margar helstu umferðahelgar sumarsins, þegar FIB verður með undirskriftarlistar I bilum FIB á vegunum, þar sem hver sá sem um veginn fer geti lýst yfir andúð sinni á seinagangi við nauðsynjaverk, sem ætti að vera biiiö aö taka föstum tökum fyrir löngu. Það er ljóst að Vegagerð ríkisins er orðin langþreytt á að láta moka möl og sandi i vegi, sem fjdka sfðan burtu jafn- harðan fyrir veðri og umferð, eða þá aö þessir kjörvegir Is- lenskra s t jórn má la ma nna renna burt með rigningar- vatninu. Vegageröin hefur sýnt þaö í verki, og kallað í tilrauna- skyni, aö henni er umhugað að koma helstu aðaleliöum lands- ins „undir þak”. Þaö var þvi orðinn hver siðastur fyrir Al- þingi aö samþykkja eitthvert lágmarksátak i vegagerö. En auövitað þurfti aö beita sparnaðinum þar, þegar hægt hefði verið aö spara eitthvert eitttthvað í drullumokstrinum. Enþótt óvænlega horfi i þess- um efnum þrátt fyrir „metá- tak” eiga bifreiðastjórar ekki að láta menn sleppa við svo bdið. Þeir eiga að gera þetta sumar aö vegasumrinu mikla með kröfugerð og undirskrift- um, sem lengi verður munað eftir. Svarthöföi þjónustu viö bfleigendur um allt land. Það er að visu ljóst, aö I ár verður lagt jafn mikiö af varan- legum vegum og lagt hefur verið samtals siðustu tuttugu ár. Enþað er ekki nóg.Viðmiðun er einskis nýt, vegna þess að hér hefur ekkert verið lagt af varanlegum vegum, nema Ing- ólfsbrautin austur. Bifreiðaeig- endur þurfa þvi með ýmsum hættiaö lýsa óánægju sinni meö ástanda veganna. Það væri best gert með þvi að frammi lægju BlLSTJÚRAR KREFJIST VEGAGERÐAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.