Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 01.07.1981, Blaðsíða 16
16 MiOvikudagur X. júlí 1981 MEÐISCARGOTII. AMSTERDAM Glaðvær borg með fjölbreytt mannlíf og miðstöð lista Lægsta flugfargjaldið Frá Kr. 2.098.-báðarleiði AMSTERDAM ISCARGO Félag, sem Iryggir samkeppni i llugi! SKRIFSTOFA: AUSTURSTR/ETI 3, S 12125 og 10542. Einhell vandaöar vörur LÓÐBYSSA Með mnbyggðu Ijósi. Hitnarsamstundis. Skeljungsbúðin Suöurlandsbraut 4 si'mi 38125 Haldsölubirgöir: Skeljungur hf Smávörudeild 81722 simi Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BÍLARYÐVÖRNHf Skeifunni 17 a 81390 lesendur hafa orðið Hvaða tilgangi á betta gerræði að pjðna? Vinkonur hiringdu: „Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar til að lýsa yfir megnri óánægju með að loka eigi verslunum á laugardögum. Við skiljum raunar ekki hvaða tilgangi þetta gerræði á að þjóna. Hér er aðeins verið að ráðast gegn almenningi og hagsmunir fólksins eru alger- lega fyrir borð bornir. Það er verið að refsa þeim kaupmönn- um, sem vilja bjóða upp á góða þjónustu, og vilja gera við- skiptavinum sinum, sem hæst undir höfði. Við tvær viljum skora áborgaryfirvöldað gripa i taumana hið fyrsta. Hinn al- menni ibúi i borginni á þá kröfu á hendur fulltrúa sinna.” HVM MEfl ERLENDU FERÐAMENNINA? F. J. hringdi: laugardögum til að versla, þvi að á að loka öllu á laugardögum og með alla erlendu ferðamennina? „Ég bý i Keflavik og hef ávallt það er eini dagurinn, sem við það með lögregluvaldi. Ekki geta Mér finnst þessar laugardagslok- farið til höfuðborgarinnar á hjónin getum farið saman. En nú allir hlaupið til á kvöldin. Og hvað anir vera reginhneyksli.” Mlkll óánægja með laugardagsiokunina Frá lesendasíðunni: Lesendasiðan vill koma þvi á framfæri að margir hafa orðið til þess að hringja og láta i ljós óánægju sina með aðgerðir gegn þeimkaupmönnum i Reykjavik, sem hafa haft verslanir sinar opnar á laugardögum. Þvi miður er ekki unnt að birta allar athugasemdirnar en þar sem þær eru svo til allar samhljóða verða þessar tvær raddir, sem nú birtast, að skoðast, sem full- trúar þessa stóra hóps. Við hvetjum lesendur samt sem áð- ur að hafa samband við okkur og láta skoðanir sinar i ljós. . Nu keyrol um ðverbak: Ibrðllabáltur varð ao auglýslngabættl íþróttamaður skrifar „Það er vægast sagt stór- furðulegt hvað main, sem sjá um sjónvarpsþætti, leyfa sér að bjóða landsmönnum upp á. „Trimmþættir og auglýsinga- þættir” Jóns B. Stefánssonar og nú Sverris Friðþjófssonar, sem hafa verið kallaðir iþróttaþætt- ir, hafa alltaf komið á óvart fyrir lélegheit. Það keyrði þó um þverbak sl. mánudagskvöld, þegar Sverrir bauð upp á aug- lýsingaþátt um Iþróttamiðstöð- ina á Selfossi, sem félagi hans Jón B. Stefánsson, stjórnar og þá var einnig auglýst upp hesta- mót og getraunastarfssemi i sambandi við þau, þar sem möinum gefst kostur á að spá um hvort að Gustur, Ropi eða Víxill verða fyrstir i þessu eða hinu hlaupinu. Var sagt frá iþróttavið- burðum helgarinnar I þættin- um? — Nei, svo sannarlega ekki. Allur timinn fór i að aug- lýsa upp íþróttamiðstöðina á Selfossi. Ekki var sagt orð um Norðurlandamót fatlaðra i Vestmannaeyjum eða sagt frá Unglingameistaramótinu i golfi. ÞeirJónB. og Sverrir ættuað taka iþróttaþætti Bjarna Felix- sonar til fyrirmyndar. Bjarni vinnur sina þætti vel. Hann seg- ir frá þvf sem er að ske hverju sinni, en er ekki með aug- lýsingastarfssemi i þáttum sin- um, um íþróttamiðstöð Jóns B. Stefánssonar á Selfossi eða knattspyrnuskóla Vikings (Sverris Friðþjöfssonar). Þáttur Sverris á mánudags- kvöldið var fyrir neðan allar hellur.” « Af hverju eru geðsjúkiingar úlskrlfaðir af sjúkrahúsum án bess að batl náist? Aðstandandi skrifar: „Um leið og ég vil þakka Visi fyrir framlag sitt á ári fatlaðra til þeirra verst settu, sem eru geðsjúklingar, með birtingu á greininni um geðveika manninn iHraunbænum, sem virðist búa við verri skilyrði en húsdýrin okkar og meiri óhamingju en venjulegt fólk getur imyndað sér, vil ég benda á að það eru til geðsjúklingar, sem búa við enn verri skilyrði en þetta, þ.e. eiga hvergi höfði sinu aö halla. Fyrir þeim veröur nú varla þverfótaö imiöbæ Reykjavíkur. Afhverju er þetta fólk sifellt útskrifað af sjúkrahúsunum án þess að raunverulegur bati náist? Er verra að eyða ævinni á sjúkra- húsi, að einhverju leyti, en sem rekald haft aö háði og spotti á götunni? Hvortkysuheilbrigðis- yfirvöld og geðhjúkrunarfölk ef það einn góðan veðurdag yröi þeim sjúkdómi að bráð, sem gerir fólk ósjálfrátt gerða sinna?” Bréfntara finnst bankastjórarnir ekki standa sig i stykkinu og geri „bröskurum” of hátt undir höfði á kostnað þeirra lægra launuðu. Skyldu þessir Hafnfirðingar hafa fengið „jáið” langþráða? Ber öonkum ekki skylda tii að sinna háum sem lagum? Bankar ættu að skammast sín” •» V.S. skrifar: „Nýlega fór ungur maður i einn aðalbankann i Reykjavfk og ætlaði að fá vaxtaaukalán. Maður þessi, sem stendur i i- búðakaupum, þurfti mjög á láninu að halda þrátt fyrir að þau séu sannarlega okurlán, alla vega gefa vextirnir það til kynna. Maöurinn vinnur hjá stcrfnun, sem greiðir allt hans kaup i gegnum bankann, og þar hefur hann unnið i sex eða sjö ár. I bankanum spurði banka- stjórinn hvort maðurinn hefði einhver viðskipti við bankann og hann svaraði þvi til að hann fengi jú allt sitt kaup greitt um hann. Það fannst stjóranum hins vegar litilvæg viðskipti og manninum var neitaö um vaxtaaukalánið, sem eins og allir vita og ég sagði áður er langt frá þvi aö vera góögerðar- lán. Ég spyr: hefur bankastjóri leyfi til að neita þessum manni um lán, þótt hann sé láglauna- maður, og fái „aöeins” kaup sitt greitt i gegnum bankann? Eru engin takmörk fyrir þvi, hversu oft þeir, sem eru þurfandi eru reknirá dyrá meðan braskarar vaða út og inn i bankann með milljónatugi? Ég spyr: eru bankarnirkomnir með þvingan- irá fólk, ber þeim ekki skylda til að sinna almennum viðskipta- vinum, háum sem lágum? Ég bara spyr.” Bréfritari er óánægður með frammistöðu Sverris Friðþjófssonar, annars umsjónarmanns iþróttaþátta sjónvarpsins, og vist er að Sverrir er ekki aö tala við „iþróttamann” á þessari mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.