Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 9. júli 1981 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTlG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Tímapantanir í síma 13010 Grímseyjarferðir Drangs Föstudaga frá Akureyri kl. 15.00 til baka frá Grimsey á hádegi laugardags. Þriðjudaga frá Akureyri kl. 08.00 til baka frá Grimsey kl. 18.00 samdægurs. Flóabáturinn Drangur Skipagötu 13, — Akureyri. Simi 96-24088. HITAVEITA SUÐURNESJA Útboð Hitaveita Suðurnesja auglýsir eftir tilboð- um i smiði á göngupöllum og stigum fyrir virkjunarsvæðið. Verkið felur i sér forsmíði og heitsinkhúð- un á um 100 fermetra göngupöllum og til- heyrandi stigum, svo og uppsetningu að hluta til. Otboðsgögn verða afhent frá og með mið- vikudeginum 8. júli á verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavík og skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja, Brekkustig 36, Njarðvík gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 23. júli 1981 kl. 14 i skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja að Brekkustig 36, Njarðvík. Störf sálfræðings og ^ félagsráðgjafa við Sálfræðideildir skóla er laus til um- sókna. Umsóknum ásamt afriti af prófskirteini og upplýsingum um fyrri störf skal skila til fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarn- argötu 12, i siðasta lagi 26. júli n.k. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn sálfræðideilda i simum 32410 og 77255. Fræðslustjóri. Urval af bílaáklæöum (coverum) Sendum i póstkrofu Altikabúðm Hverfisgotu 72 S 22677 VÍSIR Eigendasklptl hjá 20th Centupy fox Stjórnarformaður og aðalfram- kvæmdastjóri kvikmyndafyrir- tækisins 20th Century-Fox sagði af sér um mánaðamótin, þrem vikum eftir að oliuauðkýfingur- inn, Marvin Davis, keypti kvik- myndaverið. Dennis Stanfill lét frá sér stutta yfirlýsingu, þár sem hann sagöi, aðsamningar hefðu verið rofnir á honum. „Hendur minar höfðu verið bundnar og möguleikar minir til þess að halda sömu gæð- um og Fox er þekkt fyrir, höfðu verið þrengdir,” sagði hann. 20th Century-Fox var búið að koma sér upp hér á íslandi undir- búningsaðstöðu fyrir töku mynd- ar, sem heita skal ,,í leit að eldi”, eins og menn minnast. Fram- kvæmdum var frestað i fyrra, en siðan hefur ekkert af hugsanlegu framhaldi frést. tlr „Stjörnustriði”, þeirri kvikmynd, sem fært hefur 20th Century Fox mest i kassann. Oliukauðkýfingurinn, Davis, er sagður maður, sem er einkar anntum einkalif sitt. Hann keypti kvikmyndafélagiðS. júni fyrir 800 milljónir dollara. Fox fýlgja 25 hektarar lands (og það dýrt land), þar sem verið stendur og hljómplötuútgáfa fyrirtækisins. Félagið á skiðahótel, golfvelli og fleiri eignir. Af öllum kvikmyndum félags- ins !til þessa hefur engin reynst þvi, önnur eins tekjulind og „Stjörnustrið” (Star Wars). Villidyralíf l Noregi Aðalmarkmiði með friðun bjarnarins og jarfans i Suður- Noregi hefur veriö náð. Eftirlit með viðkomu þessara dýrastofna sýnir, að báðir hafa komist vel af og það jafnt i Norður-Noregi sem i suðurhluta kndsins. Kemur þetta fram i skýrslu, sem norska veiðimálastofnunin lagði fram nýlega. Þó er varað við þvi, að báðir stofnarnir kunni enn að vera við- kvæmir, svo að þurfi að hafa að- gát áfram. Eru uppi tillögur um nýjar áætlanir varðandi sérfriöun svæða, en um leið verndun hús- dýra og taminna hreindýra á þeim slóðum, sem þykja öðrum heppilegri uppeldisstöðvar fyrir birniog jarfa. Báðir eru nefnilega miklir vargar. Þá kemur fram i skýrslu veiði- málastofnunarinnar, að hjartar- stofninn hafi stækkað 1980. Voru skotnir 19 þúsund elgir i fyrra og 8 þúsund hirtir, sem er meira en nokkru sinni fyrr. Kataiina lyflan enfluröætl Eitt aðalaðdráttarafl ferða- mánna, sem koma til Stokk- hólms, er Katarinahissen við hofnina, en hún er nú að komast i gagnið aftur eftir meiriháttar viðgerðir og breytingar siðasta vetur. Árlega leggja þúsundir manna leið sina i Katarinalyítuna, sem stendur niðri við höfn. Er vinsælt aö borða i matsölunni uppi á út- sýnispallinum og horfa á iðandi atvinnulifiðfyrir neðan. Má af þvi sjá að fleirum þykir gaman að koma niður á höfn á góðviðrisdegi og horfa á athafnirnar en Reyk- vikingum einum. Kannski er hann svona útbreiddur hugsunar- háttur iðjuleysingjans, sem heyrðist hafa á orði, að honum þætti ekkert eins skemmtilegt og vinna. Þegar menn hváðu, hélt hann áfram: „Já, ég get setið timunum saman og horft á menn vinna.” Katarinalyftan er raunar um leið mikilvægur tengiliður hafn- arsvæðisins við suðurhluta Stokk- hólms, sem stendur uppi á háu holti. Án hennar yrðu menn að klifa upp brattar tröppur þangað, alls 95 þrep. Henlug aðstaða Útfararstjóri i Kólombiu, sem raunar starfar einnig sem lög- reglumaður, hefur verið sakaður. af starfsbræðrum sinum um að notfærasér siðarnefnda starfið til framdráttar i þvi fyrrnefnda. Oðrum útfararstjórum og lik- kistusmiðum blöskrar, hve góðan aðgang þes'si dugnaðarmaður hefur að likum fólks, seni látið hefur lifið i átökum eða umferðar- slysum. Segja þeir, að hann færi likin til eigin útfararstofu og búi um þau i kistum, áður en hann skili þeim i likhús lögreglunnar. Þaðan er sagt, að hann hringi i aðstandendur og semji um útfar- arkostnaðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.