Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 14
vtsm Fimmtudagur 9. júll 1981 Akveöið hefur verið, að setja á fót móttökudeild fyrir alkoholista a ,,endurhæfingar- og hjúkrunar- spitalanum" í Kristnesi í Eyjafirði. Er það fyrsta slika deildin Norðanlands, en þörfin var orðin brýn. Verður deildin einkum ætluð afengissjúklingum á Norður og Austurlandi, en þaö verður þó ekki fast- bundiö, enda er Kristnes rikisspítali. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benedikt Arthursson, framkvæmdastjóra í Kristnesi, þegar Vísir brá sér i heimsokn þangaö á dögunum. ,,Þa6 veröur rúm fyrir 10 manns á deildinni”, sagði Bjarni, þegar hann var spuröur nánar út i fyrirkomulag á vænt- anlegri deild. Hún veröur til húsa i nýbyggingu viö gamla spitalann i Kristnesi, sem fram að þessu hefur ekki verið nýtt i læknisfræöilegum tilgangi. Verður hafist handa viö aö inn- rétta húsnæöiö seinnipart sum- ars, þannig aö starfsemi deiW- arinnar geti hafist um áramót- in. En gefum Bjarna orðið aft- ur: „Meöferðin sem veitt veröur á þessari nýju deild mun standa i 10 daga. Verður dagskráin i bland tekin úr starfsháttum á Silungapolli og Vifilsstööum. Þetta veröur sem sé „móttöku- deild”, sem veitir sjúklingnum fyrstu aðstoðina, en siöan getur hann farið i endurhæfingu aö Sogni, Vifilsstööum, eöa hvert hann vill.” — Hverjir leiöbeina? „Ráögjafarnir veröa óvirkir alkóhólistar, en þaö er skilyröi að þeir hafi tveggja ára „þurrk” aö baki. til þess aö þeir veröi ráönir. Þeir fá siöan starfsþjálfun áöur en starfsemi deildarinnar hefst”, svaraöi Bjarni. „Rómantikin blómstraöi hér foröum”, sagöi Bjarni og tyllti sér á svonefndan „Brúöarbekk”. Visism.: GS Breyttir tímar Frlmann. Kristnes á sér langa sögu, allt frá þvi aö Helgi magri settist þar aö. Heilsuhæliö þar á sér lika sina sögu, ekki er sist aö- dragandinn að stofnun þess eft- irtektarverður. Hjúkrunarfé- lagiö Hjálpin i Saurbæjarhreppi mun hafa átt sinn þátt i aö koma af staö söfnun til byggingar heilsuhælis og kaupa á tækjum fyrir ljósastofu viö sjúkrahúsið á Akureyri. Þróaðist þetta siöan til þess, aö stofnað var Heilsu- hælisfélag Noröurlands 22. febrúar 1925. Formaöur var Ragnar Ólafsson, Böövar Bjarkan var féhirðir og Krist- björg Jónatansdóttir ritari. A þessum árum voru berklar tiöir hér á landi. Speglast það best þegar litið er á sjúkraskrá Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri frá þessum árum. Þá hafa verið þar 59 sjúklingar, en af þeim voru 44, eöa 75%, meö berkla. Þaö var þvi brýn þörf á heilsuhæli fyrir berklasjúklinga og Heilsuhælisfélagiö stóö fyrir sinu. 1. nóvember 1927 afhenti félagiö Rikinu aö gjöf heilsuhæl- ið i Kristnesi fullbúiö til rekst- urs. Þaö munar um minna og hlýtur þetta aö hafa verið „Grettistak” á sinum tima. Fyrsti yfirlæknir var Jónas Rafnar. Siöar tók Snorri ólafs- son við og núverandi yfirlæknir er Olfur Ragnarsson. Fram- kvæmdastjóri frá upphafi, allt fram til 1. mai 1978, var Eirikur Brynjólfsson. „Hann byggöi staöinn upp af mikilli elju”, seg- ir Bjarni Arthursson um þennan forvera sinn i starfi. Guöjón Hallsson hnýtir reipi. Ljósm. V. Sjúklingar I Kristnesi sjá um rekstur á sölubúö. Visism.: GS :=2 bi 3 Margrét Valdimarsdóttir og ólina Sigvaldadóttir viö handavinnuna Ljósm.: Valgarður Frima Handavinnan hefur stytt vistmönnum I Kristnesi stundirnar. Ljósm.: Valgaröur Frlma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.