Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 28
Fimmtudagur 9. júlí 1981 síminner 86611 Veöurspa dagsins 1008 mb lægö um 400 kiló- metra suð-austur af landinu og þokast norö-austur. 1020 mb. hæðarhryggur yfir Græn- landi og Grænlandshafi. Enn verður kalt á Noröur- og Austurlandi, einkum þó við sjóinn. • Suðurland: Fremur hæg breytileg átt. Viðast skýjað, sums staöar siðdegisskúrir. Faxaflói til Vestfjarða: Norð-austan gola eða kaldi, en sums staöar stinningskaldi. Úrkomulaust að kalla og viða léttskýjað. Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra: Norðan eða norð-vestan gola eöa kaldi, viöa rigning eða súld, þurrara þegar liður á daginn. Austurland að Glettingi og Austfirðir: Noröan eða norð-austan gola eða kaldi, skýjað og sums staðar dálitil súld. Suðausturland: Fremur hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar skúrir. Veðrið hér og har Veðrið klukkan sex i inorg- un: Akureyri, rigning 5, Bergen þokumóða 14, Helsinki heið- skirt 17, Kaupmannahöfn jwkumóða 19, ósló þokumóða 15, Reykjavikskýjað 8, Stokk- hólmur heiðskirt 20, Þórshöfn skýjað 9. Veðrið klukkan 18 i gær: Aþena rigning 23, Berlin léttsljýjað 25, Chicago létt- skýjað 33, Feneyjar skúr 25, Frankfurt léttskýjað 28, Nuuk skýjað 15, tondon hálfskýjað 26, Luxemburg léttskýjað 26, Las Palmas léttskýjað 23, Mallorka skýjað 27, Montreal heiðskirt 32, New York heið- skirt 33, Parisskýjaö 24, Róm heiðskirt24, Malagaskýjað 24, Vin léttskýjað 25, Winnipeg skýjað 19. Loki segir Sjál fstæðismenn boða til aukafundar I borgarstjórn en allir borgarráðsmenn meiri- hlutans eru erlendis. Skiptir það nokkru máli er ekki bara hægt að hafa partflinu dt til þeirra og halda fundinn í sima? Viðræður isiands og EBE um iiskveiðar við Græniand: . Jer mikið á mlll um sklptlngu loönuafla” - segir Steingrimur Hermannsson „Það ber mikið á milli i við- ræðunum við Efnahagsbanda- lagið um hversu mikinn hluta þess loðnuafla, sem veiddur er á grænlenska svæðinu þeir eigi að fá”, sagði Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráð- herra i'samtali við Vfsi. Steingri'mur sagði einnig, að karfinn á svæðinu frá Fær- eyjum til Grænlands væri of- veiddur en hann væri mest veiddur á islensku hafsvæði. Steingri'mur kvaðst ætla, að Þjóðverjar hefðu áhuga á að fá að veiða sinn kvóta okkar megin en hann hefði tjáð viðræöu- nefndinni að slikt kæmi ekki til greina. „Það verður ekki vin- sælt að fá aftur þýska ryksugu- togara hingað”, sagði Stein- gri'mur Hermannsson. Að sögn Steingrims hefur einkum verið rætt um skiptingu rækjustofnsins á Dornbanka en stofninn gengur þar fram og til baka yfir miðlinu. „Það er eðli- legast að skipta honum i hlut- föllum og þeir eru þvi sam- mála”, sagði Steingrimur Her- mannsson. —ÓM Reynl að slgla á sundmann Það gerðist i Nauthólsvikinni seint i fyrrakvöld að hraðbátur með mann á sjóskiðum i togi reyndi að sigla niður annan mann sem þar var á sundi i vik- inni og það oftar en einu sinni. í einni atrennunni lenti sjóskiðið á hálsi sundmannsins, þannig að för sjást á halsi hans og er það mál manna að stórslys hefði getaðhlotistaf þessum háskalega leik. Sundmaðurinn kærði málið til lögreglunnar og er það þar i rannsókn. —HPH. Hvari mannslns al Lagarlossi: Sjópróf hófust í gær Sjópróf vegna hvarfs unga mannsins af Lagarfossi fyrir rúmri viku hófust i Reykjavik i gær en skipið kom til landsins i fyrrinótt. Að sögn Þórhildar Lindal, full- trúa yfirborgardómara, sem er dómsformaður i sjóprófunum, var þeim frestað siðdegis i gær um óákveðinn tima, þar sem skýrslur frá rannsóknarlögregl- unni i Rotterdam hafa enn ekki borist. Þá sagði Þórhildur að i gær hafi niu skipverjar og einn farþegi, sem var á skipinu, verið yfirheyrðir en ekkert komið fram, sem varpað gæti ljósi á málið' —TT. Það getur verið býsna notalegt að fá sér heitt bað undir berum himni, eftir dagsins amstur og erfiði. Þetta vita þeir sem bregða sér i heita lækinn i Nauthólsvik en þar tók Ijósmyndari Visis þessa mynd i gær. Visismynd ÞóG Oútfylltir víxlar sampykknr í ðlvun - málið nær upplýst en einn vixlll enn I umlerð „Það lætur nærri, að heildar- upphæð þeirra vixla sem komust í umferð hafi numið um 26 þúsund krónum”, sagði Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu rikisins i samtali við Visi i morgun vegna fjárs vikamáls, sem Rann- sóknarlögreglan hefur upplýst. Málavextir í þessu máli voru þeif aö maður nokkur fékk annan mann til að gefa Ut 25 víxla án þess að upphæð vixl- anna væri tilgreind á eyðu- blöðunum. Útgefandinn var öl- vaður þegar þetta gerðist. Þegar hann gerði sér grein fyrir hvað gerst hafði kærði hann til Rannsóknarlögreglunnar. Lög- reglan hafði upp á þeim sem fengið hafði Utgefandann til Ut- gáfunnar en sá hafði þá látið víxlana fara frá sér i frekari viðskiptum. Þó höfðu aðeins fjórir vixlanna komist i umferð af 25, sem upphaflega voru Ut- gefnir. Þri'r þeirra hafakomið i leitirnar en einn vantar, liklega að upphæð um krónursjö hund- ruð. —ÓM ALLIR GETA LEIKID SÉR MEÐ SVIFCXSK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.