Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 12
VÍSIR !?__________________ VloMM Fimmtudagur 9. júlí 1981 Sömu sama magn Áhrlf slðustu hækkunar landbúnaðarvara:: Viö búðarborðiö tæmist budda húsmóöurinnar. Napur raunveruleiki er tóm budda og raunverulegri fyrir neytendur en allar tölur skráöar á stofnunum af sérfræöingum. 500 fleirl krúnur greiðir sex manna ijnlsKylda í Hafnarfirði Fyrir mjóik, smjör, rjóma, skyr, ost og jógúrt greiöir sex manna fjölskylda krónur 1.534.50 á mánuöi eftir 1. júni hækkunina. Þær eru orðnar svimandi háar upphæðirnar sem við greiðum orðið fyrir nauð- þurftir eins og mat og ískyggilega stór hluti mán- aðarlaunanna fara í mat- arkaup. Enda eru raddir þeirra sem sjá um matar- innkaup til heimilanna orðnar háværar í þjóðfé- laginu. Varla koma svo tveir saman að hið háa verðlag á þessum nauð- þurftum beri ekki á góma. Og fólk spyr, er það orðinn munaður á Islandi í dag að nærast? Eftir siöustu hækkun landbún- aðarvara 1. júni sl., þegar mjólk- in hækkaði um 23.7% og kartöflur og smjör um 30% er von aö fólk spyrji. 1 leiðara Visis þ. 1. júni sl., er fjallað um hækkun land- búnaöarafuröa og buddu husmóö- urinnar og þar segir meöal ann- ars: — Húsmóðurina varðar ekk- ert um útreikninga i Seðlabanka eða Þjóðhagsstofnun. Hún bein- linis hlær að visitölufölsunum. Það sem húsmóöirin skilur er matarreikningurinn, verðbólgan i buddunni, þegar krónurnar end- ast ekki lengur til nauðþurJta. Svo einfalt er þaö. Þegar allt kemur til alls, þá er það buddan sem mælir verðbólguna og frammi- stööu stjórnmálamannanna. Napur raunveruleiki Þaö eru orð að sönnu að það sé buddan sem mæli verðbólguna. Við vitum hvað i hana kemur og hve fljótt hún tæmist. Napur raunveruleiki er tóm budda og raunverulegri fyrir neytendur en allar tölur skráðar á stofnunum af sérfræðingum. Eftir þessa sið- ustu hækkun landbúnaöarvara, settist húsmóðir ein i Hafnarfirði niður einn sunnudagsmorgun og skráði á blað raunhæft dæmi sem sannarlega snertir buddu heimil- isins. Þessi hafnfirska húsmóöir vinnur úti hálfan daginn og sér hún um matarinnkaup fyrir sex manna fjölskyldu. Vikulega fær hún greidd sin laun, sem hún fer með beint af vinnustaö á föstu- dögum úti næstu verslun og þar tæmist buddan. Einn föstudaginn fékk hún tieyring til baka af vikulaununum. Neysla: Einn mánuð Húsmóðirin tekur niu vöruteg- undir sem hækkuðu i júnibyrjun og áætlar neyslu þeirra i einn mánuð. Reiknar hún til dæmis með aö sex manna fjölskyldan hennar neyti 120 litra mjólkur, 3 kg af osti og 10 kg af skyri yfir mánuðinn. Á eftirfarandi töflu sjáum við verö á hverri vöruteg- und fyrir og eftir hækkunina. Heildarmismunur nemur krónum 510.20 (51.020,- gkr.) og alls greið- ir hún fyrir þessar vörur krónur 2.860.27 (286.027,- gkr.) mánaöar- lega. Þetta eru aðeins niu vöru- tegundir og þá er allt annað eftir sem telja má lika til nauðþurfta. Húsmóðirin i Hafnarfirði lét okk- ur einnig i té nokkrar tölur yfir heildarmatarkaup frá áramótum og sem dæmi skal þess getið að i matarkaup til heimilisins fyrir mafmánuð greiddi hún alls krón- ur 3.640.00. Þegar við litum á meðfylgjandi töflu, sjáum við að þessi sex manna fjölskylda kaupir sextiu litlar jógúrtdósir á mánuði. Jóg- úrt er talin holl og góö fæða og ætti varla að teljast sérstakur munaður að hafa jógúrt á morg- unverðarborðinu. En húsmóðirin okkar i Hafnarfirði kaupir ,,að- eins” sextiu dósir af jógúrt yfir mánuðinn, en vildi gjarnan kaupa sex dósir á dag, sem gera 180 dós- ir yfir mánuðinn, og þá hvorki meira né minna en 918.00 krónur. Er nema von að fólk spyrji, hvort það sé munaður að nærast á holl- um og góðum mat? — ÞG Vörutegund: Neysla á mán. Verð fyrir og eftjr Mism. Innkaup á mán f. sex m. fj. 1. |uni Mjólk 120 lítrar á kr. 5.60= 672.00 // 4.45 = 534.00 138.00 672.00 Smjör 4 kíló á // 63.30= 253.20 // . 49.00= 196.00 57.20 253.20 Rjómi 4 pelar á // 9.75 = 39.00 // 7.95 = 31.80 7.20 39.00 Skyr 10 kíló á // 9.15 = 91.50 // 7.25 = 72.50 19.00 91.50 Ostur 3 kfló á // 57.60= 172.80 // 46.25 = 138.75 34.05 172.80 Kindakjöt 15 kiló á // 35.35 = 530.25 // 30.30 = 454.50 75.75 530.25 Nautakjöt 10 kíló á // 77.80= 778.00 // 66.90= 669.00 109.00 778.00 Kartöflur 4 kíló á // 4.38 = 17.52 4.00 // 3.38 = 13.52 17.52 Jógúrt 60 box á // 5.10= 306.00 // 4.00= 240.00 66.00 306.00 Kr. 510.20 Kr. 2.860.27(5) A þessari töflu sjáum við verð á niu vörutegundum fyrir og eftir hækknmina 1. júni og hvaða áhrif hækkunin hefur á búreikning sex manna fjölskyldunnar I Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.