Vísir - 09.07.1981, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 9. júli 1981
VlSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen
drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaöur á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-
mundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Útlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvöröur: Eirikur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targ jald kr. 80 á mánuði innanlands og verð í lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúia 14.
Sofandi Skaksamband
Það er leitt til þess að vita, að
Skáksamband Islands skuli ekki
hafa sinnu á að styðja ákvörðun
Friðriks Ólafsonar, forseta
FIDE, um frestun einvígis Karp-
ovs og Kortsnojs með öðru en
orðaglamri hér innanlands. Það
er hollenska skáksambandið sem
hefur tekið forystu um aðgerðir
til stuðnings Friðrik meðal allra
skáksambanda Vestur-Evrópu
fyrir þing FIDE sem fram fer
síðar í þessum mánuði. Á meðan
hefur forysta Skáksambands l's-
lands setið og velt vöngum, en í
raun ekki gert neitt til að tryggja
stuðning skáksambanda annarra
landa við ákvörðun Friðriks
Ólafssonar. Það þykir kannski
nóg að hafa skrifað undir ályktun
stjórnar Skáksambands Norður-
landa um þetta mál?
Sannleikurinn er sá, að Skák-
samband íslands hefur glutrað
niður tækifæri til að hafa forystu
um að tryggja það, að á þingi
FIDE verði samþykkt stuðnings-
yfirlýsing við ákvörðun Friðriks.
Það er vitað mál, að þar munu
f ulltrúar Sovétrikjanna og leppar
þeirra reyna að koma höggi á
forseta FIDE. Enginn skyldi
ætla, að sú atlaga verði ekki
vandlega undirbúin með til-
raunum til að hafa áhrif á full-
trúa skáksambanda Vesturlanda
og óháðra ríkja. Rússar hafa
kosið að f ara í áróðursstríð, saka
Friðrik um brot á reglum FIDE
og þar f ram eftir götunum. Gegn
þessum áróðri verður að vinna út
um heim og það gerir Skáksam-
band íslands ekki með því að
senda einhverjar gamlar frétta-
tilkynningar til íslenskra fjöl-
miðla. Þjóðin stendur einhuga að
baki Friðrik.
En seinheppni forystu íslenska
skáksambandsins er með ein-
dæmum. Hingað til lands var
búið að ráða, á vegum þess
sovéska, stórmeistarann David
Bronstein. Hann átti að kenna
íslenskum unglingum skák.
öllum að óvörum kom í hans stað
annar sovéskur skákmaður, sem
lét það vera sitt fyrsta verk við
komuna til landsins, að gagnrýna
Friðrik Ólafsson. Engum getum
skal að því leitt hvort hugur
fylgdi máli í þessari gagnrýni.
Hann hefur fengið sínar fyrir-
skipanir áður en hann fór að
heiman og verður að velja milli
þess að hlýða eða vera sendur á
geðveikrahæli. Það eru þeir
kostir sem þegnum kommúnista-
ríkja er boðið upp á, nema hvað
sumir geta valið Síberíu frekar
en hælin ef þeir kjósa frekar.
Þetta breytir þó engu um það,
að Skáksambandi íslands bar
skylda til að afþakka störf þessa
manns og óska eftir því að hann
færi hið snarasta af landi brott.
Það hefði sýnt Rússum svo ekki
færi milli mála, að íslenska
þjóðin stendur fast að baki kröf u
forseta FIDE um að eiginkonu
Kortsnojs og syni verði leyft að
fara frá Sovétríkjunum. Skák-
sambandsmenn kyngdu ásök-
unum Alexei Suetin hins vegar
þegjandi og Þjóðviljinn birtir
mynd af útsendaranum í hópi
íslenskra skákmanna. Er það
nema von að blaðið sé himinlif-
andi yfir aðgerðarleysi Skák-
sambandsins.
Satt best að segja þótti lands-
mönnum nóg um þá skömm er
nokkrir íslenskir þingmenn sátu í
kavíarveislum austur í Moskvu
án þess að minnast einu orði á
mál Kortsnojs. Þeir töluðu svo
sem nógu digurbarkalega, sumir,
áður en haldið var af stað austur
en þar var þeim skipað að þegja
um Kortsnjomálið. Þeir hlýddu
orðalaust, en í stað þess að
strunsa heim í fússi héldu þeir
áfram að skála í kampavíni við
yfirfangaverðina í Kreml. En
þótt þingmennirnir hafi verið
snarlega mátaðir þar eystra var
einhver von til þess að Skáksam-
bandið kynni mannganginn
betur. Því miður hefur raunin
orðið önnur.
„Hvað skyldi stolt þing-
manna í vegamálum ann-
ars vera þjóðinni dýrt í
svo sem einn áratug?
Getur verið að fyrir það
mætti gera örugga þó
nokkra flugvelli víðs veg-
ar um landið, svo annað
dæmi úr samgöngumál-
um sé tekið", segir
Magnús Bjarnfreðsson
meðal annars í grein
sinni.
Júlimánuður er mesti feröa-
mánuður tslendinga um sitt eig-
ið land. Þá eru dagar langir og
nætur bjartar, og sjónvarpslok-
unin hefur sjálfsagt sitt að
segja. Afram ferðumst við um
landið fram eftir ágústmánuði,
en síöan dregur úr ferðunum,
uns ekki fara aðrir eftir hoiótt-
um og hiykkjóttum þjóðvegum
dreifbýlisins en þeir, sem brýnt
erindi eiga.
Það er kannski að bera I
bakkafuilan lækinn að setja Ifn-
ur á biað um islenska þjóðvega-
kerfið. Svo margir eru búnir að
skammast út i það og svo marg-
ar mótmælasamþykktirnar er
búið að gera vegna ráðstöfunar
þess fjármagns, sem mönnum
finnst að ætti að fara i vegina.
Þó verður ekki svo um sumar-
mánuði á islandi hugsað eða
skrifað að þeir komi ekki I huga
manns.
Kannski
mesta furða?
Raunar er þaö svo aö ekki eru
allir eins hissa á islensku veg-
unum og Islendingar sjálfir.
Mér er minnisstæöur roskinn
Miö-Evrópubúi, sem skammaöi
mig hálfgert fyrir tveimur ár-
um, þegar ég var aö afsaka viö
hann vegina okkar Hann sagöist
ekkert skilja i þvi hvernig tvö
hundruö þúsund sálir gætu þó
haft svona góöa vegi og sér væri
sem hann sæi smáborg i Evrópu
meö sama ibúafjölda halda
sliku vegakerfi úti.
Sjálfsagt er mikiö til i oröum
þessa feröalangs, en þaö breytir
ekki þvi aö mörgum okkar
finnst einkennilega aö verki
staöiö meö ýmsar vegabætur.
Kemur þar raunar ekki til van-
kunnátta islenskra verkfræö-
inga né vegageröarmanna yfir-
leitt, heldur endalaust pot
stjórnmálamanna, sem koma i
veg fyrir hagstæö og skynsam-
leg vinnubrögö. Ar eftir ár eru
smáspottar teknir fyrir, lagöir
malbiki, oliumöl eöa ööru
bundnu slitlagi. Nokkrir kiló-
metrar i einu hingaö og þangaö.
Auövitaö eru þessir kilómetrar
eins langir og aörir kilómetrar
væru i samfellu, en mikiö ósköp
hljóta vinnubrögöin aö veröa
óhagstæöari meö þessu móti.
Ekkert stælt verktakafyrirtæki
ris upp i vegagerö, enginn sér-
hæföur vega-verktaki getur
blómstraö og vinnubrögöin bera
þess vott aö um eitthvaö annaö
er hugsaö en fólkiö sem lætur
sig hafa þaö aö feröast um land-
iö á sumrin.
Mánuöum saman eru smá
vegarspottar nánast ófærir öll-
um venjulegum bilum. Var það
ekki nærri tvö sumur sem spott-
inn frá Landvegamótum austur
að Rauöalæk á Suðurlandsvegi
var nær óökufær? Og hvaö
skyldi taka langan tima núna aö
gera sæmilega fært milli Hellu
og Hvolsvallar?
Þannig er þetta viöa um land-
iö. Óratima tekur aö ganga frá
stuttum vegarspottum hingaö
og þangaö vegna þess aö hvergi
má gera neitt aö ráöi, svo ein-
sem menn vilja fá og borga fyr-
ir Verðlag á mat á islenskum
matsölustööum er aö visu allt of
hátt miðað viö verölag i flestum
öörum löndum, en viö ööru er
vart að búast eins og verðlag
matvæla almennt er hér.
Gistiaöstaða fyrir feröamenn
er lika oröin mjög frambærileg,
hvort sem menn vilja búa á
hótelum eöa fá ódýrari gistingu,
og gistingin sjálf er seld viö
mjög sanngjörnu veröi á is-
lensku hótelunum.
Mikil breyting hefur lika orðið
til hins betra i fjölbreytni ferða,
hvort heldur er á lofti eða landi
heldur til þess aö skoöa náttúru
þessa eylands. Ef við takmörk-
um aögang fólks aö henni þar
sem hún er hrikalegust og feg-
urst þá erum viö um leiö aö tak-
marka feröamannastraum og
vega aö þýðingarmiklum at-
vinnuvegi. Þaö er lika hlægileg-
ur barnaskapur að halda að
hingaö megi draga erlenda
ferðamenn i stórum stil til þess
aö paufast áfram i rykmekki
dreifbýlisveganna eingöngu,
ef þeir mega ekki fara um há-
lendiö og skoöa djásnir þess.
Góö gistiaöstaöa á hótelum og
sveitabæjum er dýrmæt, en það
hverju sé árlega peöraö i Öll
kjördæmin og enginn þingmaö-
ur þurfi aö viöurkenna fyrir
kjósendum sinum aö ekkert hafi
veriö gert hjá þeim!
Hvaö skyldi stolt þingmanna i
vegamálum annars vera þjóö-
inni dýrt i svo sem einn áratug?
Getur veriö aö fyrir þaö mætti
gera örugga þó nokkra flugvelli
viös vegar um land, svo annaö
dæmi úr samgöngumálum sé
tekiö?
Framför í gistimenningu
og ferðavali
Fleira hugsa ferðamenn en
um vegi. Þeir þurfa beina og
gistingu og þeir vilja geta valiö
um margvislegan feröamáta.
Þar hafa óneitanlega orðið
miklar framfarir siöustu árin.
Matsölustaðir eru orönir býsna
þéttir og flestir þeirra eru mjög
sómasamlegir, þótt á einstaka
stað séu menn ekki enn búnir að
skilja að matsala er þjónusta
Samstarf sérleyfishafa og
samstarf þeirra og Flugleiöa og
annarra innanlandsflugfélaga
viröist vera aö færast i gott horf.
Flugleiðir eiga lika skiliö hrós
fyrir góðar samgöngur innan-
lands, og væri óskandi aö unnt
væri aö búa flugvelli landsins
betur, svo þjónusta félagsins og
samstarfsaöila þess nýttist bet-
ur.
Hálendiðog náttúruvernd
— vandræðabörnin
Veikasti hlekkurinn i okkar
ferðamálum er liklega þaö sem
flestir sækjast eftir — náttúra
okkar. Hún er ákaflega viökvæm
og þolir illa átroöning. En viö
veröum aö sætta okkur viö þá
einföldu staðreynd aö þaö er
hennar vegna sem fólk kemur
fljúgandi frá flestum löndum á
noröurhveli jarðar hingaö til
lands. Það kemur ekki hingaö til
þess að skoöa þá þjóö sem er aö
eigin sögn merkilegust allra,
fólk sem þar gistir vill einnig
flest skoöa hálendið.
Þaö er samt margt hægt aö
gera til þess aö vernda við-
kvæma náttúru lands okkar og
ef islenska rikiö vill hagnast
áfram á feröamannastraumi,
þá veröur þaö aö skilja aö þaö
getur kostaö einhverja peninga i
upphafi, — og svo auðvitað vilj-
ann margrómaöa. Mörgum feg-
urstu stöðunum má hlifa meö
þvi aö beina umferö og gistingu
frá þeim á góöan staö i nágrenn-
inu og sjá til þess aö gæslumenn
séu nægilega margir til þess aö
framfylgja reglum. Islenskar
náttúruminjar má vernda veru-
lega meö þvi að heröa svo refs-
ingar fyrir að spilla þeim eöa
stela aö menn hugsi sig vand-
lega um áöur en þeir gera þaö.
Meö hertri löggæslu, bæöi á
fjallvegum og i tollskoöun er
miklu unnt aö breyta. Allt er
þetta hægt — vilji er allt sem
þarf!
Magnús Bjarnfreðsson.