Vísir - 15.07.1981, Side 8
8
vlsm
Mi&vikudagur 15. júli 1981
útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aðstodarfréttastjóri: kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaöamaöurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-
mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Útlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eiríkur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targ jald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Hvað er eiginlega að gerast á
Bretlandi? Undanfarna tíu daga
hafa þar í landi brotist út óeirðir í
fjölmörgum borgum, þar sem
unglingar fara ruplandi og r*n-
andi, kveikja í húsum og vinna
spellvirki á mönnum og mann-
virkjum. Lögreglan er send á
vettvang en á í vök að verjast.
Forsætisráðherrann reynir að
stilla til friðar en fær yfir sig
tómata og klósettrúllur. Yfir-
völdin standa ráðþrota frammi
fyrir skrílshætti og skemmdar-
verkum, og óeirðirnar blossa upp
í hverri borginni á fætur annarri.
Hér er eitthvað meira en lítið
að. Bretland, hefur ávallt verið í
fararbroddi siðaðra samfélaga,
leikreglur lýðræðis eru í háveg-
um hafðar, og þjóðin er þekkt að
kurteisi og fágaðri framkomu.
Stéttaskipting er þar nokkur, en
almennt er fólk vel upplýst,
menntað og umburðarlynt.
Skrílsmenning eða barbarismi
hefur heyrt til undantekninga
meðal breskra borgara og verið
bundið við ákveðna staði og at-
burði.
Oeirðirnar þessa dagana
spretta upphvarvetna um landið,
einkum þó i iðnaðarborgum, þar
sem atvinnuleysi er mikið.
Enginn vafi er á því, að orsök-
ina er að einhverju leyti að finna
i atvinnuleysi. Það hefur vita-
skuld áhrif, þegar milljónir
manna ganga um iðjulausir og
ungt fólk útskrifast úr skyldu-
námi, án þess að sjá sér nokkra
framtíð í vinnu og lífsbjörg. Þau
félagslegu vandamál, sem slíku
ástandi fylgja, hljóta að vera
mörg og viðkvæm. Fólk fyllist
beiskjuog hatri gagnvart þjóðfé-
lagi og stjórnvöldum, og í niður-
lægingu sinni beinir það spjótum
sínum að verðmætum og vald-
höfum, sem því finnst að beri
ábyrgð á ógæfunni.
En atvinnuleysi er ekki einhlít
skýring. Athygli hefur vakið
hversu margir af óeirðaseggjun-
um í Bretlandi eru úr hópi fólks
frá Asíu og Afríku. Fólk af ólík-
um kynstofnum frá sam-
veldisþjóðunum hefur flykkst til
Bretlands síðustu áratugina.
Vegna uppruna síns, hugsunar-
háttar og viðhorfa hafa innflytj-
endur ekki aðlagast bresku þjóð-
lífi. Lífshættir og lifnaður þeirra
er af sérstökum toga og þótt ekki
sé sagt, að hann sé verri enn
annarra, þá leiðir það til ó-
hjákvæmilegra árekstra. Eng-
lendingar eru þekktir f yrir form-
festu, íhaldssemi og jafnvel sér-
visku,og það tekur meira en eina
kynslóð innflytjenda að aðlagast
þeim þjóðfélagsháttum.
Fyrir áratug eða svo var Enoch
Powell, einn þekktasti stjórn-
málamaður Breta. Hann vakti á
sér athygli, þegar hann varaði
við óheftum innflutningi þel-
dökks fólks. Skoðanir hans þóttu
bera vott um kynþáttaofsóknir
og öfgar og áttu ekki upp á pall-
borðið. Nú hefur þessi sami Pow-
ell komið fram á sjónarsviðið og
hrópað: Hvað sagði ég? Skoðanir
Powell voru og eru síður en svo
aðlaðandi eða frjálslyndar, og
það er hart að þurfa að viður-
kenna að þær eru réttar að því
leyti, að aðlögun og sambýli
ólíkra kynstofna hefur erfiðleika
í för með sér.
Auðvitað er unnt að leita
margra annarra skýringa og það
stendur Bretum sjálfum næst, að
leysa sín innanríkismál. En að
því leyti hljóta þessir atburðir að
vera okkur (slendingum til um-
hugsunar og aðvörunar að þarna
er um að ræða atlögu að horn-
steinum siðaðs þjóðfélags,
uppþot gegn lögum og reglu,
útrás skríls í sinni verstu mynd.
Þetta gerist í landi sem er skylt
okkur og nálægt í fleiru en einu
tilliti. Eflaust er langt í land að
slíkt geti átt sér stað á Islandi, en
þó er hollt fyrir okkur að vita að
það er grunnt í siðleysið, ef
brunnurinn er ekki byrgður.
Atvinnuleysið er böl sem við
erum blessunarlega laus við,
enda sjáum við hverjar af-
leiðingarnar geta orðið. Við erum
einnig laus við þau þjóðfélags-
legu vandamál sem hljótast af
átökum og árekstrum ýmissa
þjóðernisbrota, sem búa í sama
landi. Af því getum við dregið
lærdóm.
Er Slfl-maöurinn á batavegi?
Fyrir nokkru siöan var afar
athyglisverður umræðuþáttur i
sjónvarpinu. Athyglisveröur,
bæöi fyrir þaö, að i honum kom
fram hvernig ein af róttækustu
málpipum Alþýðubandalagsins
I þorði ekki aö beita sér harðar en
hverannar „aula-krati”, og lika
vegna þess aö sá hinn sami á
einna mestan heiöur af Leyni-
skýrslunum sem félagar
Sósialistafélags Islendinga
Austantjalds sendu sin á milli á
árunum i kring um 1960. Þessi
maöur er Hjalti Kristgeirsson,
hagfræöingur, en hann var viö
nám I Ungverjalandi frá 1955 og
var þvi' í BUdapest þegar upp-
reisnin var gerð 1956. Á þeim
tima gat hann sér „afar gott”
orö sem fréttamaöur, þvi hann
var sá eini i öllu landinu sem
ekki tók eftir mannvigunum og
bardögunum sem áttu sér staö á
hverju götuhomi. 1 hans frétta-
pistlum varalltmeöró og spekt,
i stakasta lagi, nema hvaö
nokkrir „óeiröaseggir” voru
kannski aö sperra sig á götum
úti.
Að hafa trú
Þegar lesnar eru skýrslur og
bréf Hjalta frá Ungverjalands-
árunum kemur ósjálfrátt upp I
hugann, aö svona hljóti trúarof-
stæki aö vera. Þannig hluti gæti
enginn maöur skrifað ööruvisi
en hann væri blindaður af trú.
Hann segir i bréfi til SkUla
MagnUssonar, sem var við nám
i Peking:
„Ég játa án alls kinnroöa,
aö ég er ekki meiri bógur en
þaö, aö ég þarf kenningafræði
til að geta séö I gegn um
bissnessinn. Ég treysti ekki á
brjóstvitiö eitt til aö vera
materíalisti og dialektiker,
ekki á brigðula stéttvlsi til að
vera sósialisti, ég þarfnast
bæði heimspekikenningar og
pólitiskrar linu”.
Þannig lýsir Hjalti eigin
„brjóstviti” og- „hugsun”.
Þaö kom þvi eins og þrumaUr
heiöskiru lofti þegar hann lætur
þau orð falla f sjónvarpinu, að
Milton Friedman boöi einhvers-
konar trU, þegar hann varpar
ljósi á lifsmynstur mannanna,
bendirá gallana og finnur leiöir
til Urlausnar. Nei, svona talar
dcki rökrétt hugsandi maður.
Þetta er munurinn á aö lýsa
umhverfi sinu á sjálfstæöan og
frjóan hátt, eða, aö þora ekki aö
lita upp Ur kommUnistaávarp-
inu af ótta viö aö sjá eitthvaö
sem er sósfalfskum (mis)skiln-
ingi ofvaxiö.
H jalti viH hugsa
fyrir fólkið
Allar umræöur i tittnefndum
sjónvarpsþætti endurspegluöu
andstæöar skoðanir Hjalta og
Jónasar Haralz, bankastjóra,
sem var andstæöingur hans i
þættinum, á skynsemi mann-
anna til aö hugsa sjálfstætt og
taka eigin ákvarðanir.
Jónas álftur aö sem flestar
ákvarðanir eigi aö vera teknar
af fólkinu sjálfu, á markaöi,
burtséð frá vilja stjórnvalda. Aö
hver maöur hafi rétt til að ráöa
sinu lifi sjálfur án þvingana eöa
þrýstings frá valdhöfunum.
Viö skulum lita á skoðanir
alþýðubandalagsmannsins
Hjalta Kristgeirssonar á þessu.
Hann skrifaði f sama bréfi, og
áður var nefnt, til SkUla
MagnUssonar i Peking: „Hér
kemur inn i item a). ósósiálisk
vitund almennings (fasiskt upp-
eldi o.fl.). Þaö er sem sé ckki
hægt að treysta á frumkvæöi
fólksins, heldur telst
nauösynlegt aö reka þaö áfram
eins og sauðfé I rétt.”
Meö öðrum oröum: Fólkið er
ekki nógu skynsamt til aö hugsa
sjálfstætt, það veröur aö hugsa
fyrir það.
Aö þessum oröum sögðum
þykir rétt aö biöja lesendur
aðeins aö hugsa Ut I þann mögu-
leika, aö þessi maöur gæti kom-
ist I óskoröaöa valdaaöstööu i
þjóöfélaginu. Ég spyr: er
lifvænlegt aö kjósa flokk sem
kveöur mann meö sliku hugar-
Haraldur Kristjáns-
son, iðnnemi, rifjar upp
SíA-skýrslurnar, sem
samanstóðu af bréfa-
skiptum ungra komm-
únista á sjötta áratugn-
um. Þessir ungu menn
eru nú flestir hverjir
komnir i æðstu valda-
stöður í Alþýðubanda-
laginu.
m
fari til forsvars fyrir sig i
sjónvarpi? Hvernig skyldu hinir
forkólfarnir vera?
Helkuldi valdhafans
NU hefur verið sagt frá frétta-
mannshæfileikum Hjalta Krist-
geirssonar, trúarskoðunum
hans og áliti á skynsemi hins
almenna borgara. Þaö er þvi
rétt aö skoöa aöeins siöferöiö,
hjartahlýjuna og réttlætis-
kenndina sem hann talaði svo
mikiö og vel um i sjón-
varpsþættinum góða.
Hann geröi sér sérstakt far
um aö koma fram sem fulltrUi
manngæsku og réttlætis,
hamraði mikiö á harðneskju
markaðarins og ranglæti. Við
skulum þvi' enn einu sinni skoöa
nokkrar linur sem hann sendi
vini sinum SkUla MagnUssyni,
til Peking:
„1952 er talið aö 100.000
manns, 1% þjóðarinnar, hafi
veriö hér i vinnubúðum,
margir fyrir litlar eöa engar
sakir. Enginn var óhultur um
llf sitt eöa limi, öll andstaöa
og mögl gegn rikjandi skipu-
lagi var barin niður (i bók-
staflegri merkingu).
Framleiöslan jókst aö vlsu,
en hfskjörin versnuðu engu aö
siöur.” (R.B. bls. 76)
Þrátt fyrir þessi orð segir
hann á næstu siöu:
„Hins vegar er þetta alltént
sósialismi og hreint ekki svo
ósvmpatiskt þjóðféiag aö lifa
í. Við aðlögumst þvi að meira
eöa minna leiti, og teljum
okkur skylt aö verja þaö fyrir
óvinum þess i ræðu og riti.”
(R.B. bls. 78)
Samkvæmt þessari skoðun er
nánast allt leyfilegt, öll meðul
nothæf, til þess eins að koma á
einhverju skipulagi sem heita á
sósialiskt. Það má svipta menn
frelsi, kUga þa og pynta ef það ÍSj
er „nauðsynlegt” til aö ná W
markmiöum valdhafanna. Af w
þvi, að það er sósialiskt er 5»
Hjalta Kristgeirssyni „skylt” CsS
að verja frelsissviptingu, kUgun Ns
og misþyrmingar, i ræðu og riti NS
meö þeim marxiska „sann- Sn
leika” sem hann á i hugskoti ðg
sinu. Hvað er oröiö um alla
manngæskuna, réttlætis-
kenndina og særðu hjarta- 5»
hlýjuna, sem Alþýöubandalags- §S
maðurinn átti svo mikiö af i KS
sjónvarpinu. SS
Ég leyfi mér aö taka undir nS
þau orö nóbelsverölaunahafans SJs
i hagfræði.Friedriks A. Hayeks, SS
þegar hann segir: „Hinir verstu W
komast til valda”.
Ég hef þá sterku tilfinningu,
að á hinu sósialiska íslandi, sæti
Hjalti Kristgeirsson i PólytbUró !SS
(miöstjórninni). SS
Í:
Niðuriag
I þessari grein hefur verið
fariö sterkum orðum um einn af
valdamestu mönnum Alþýöu-
bandalagsins. Rétt er að benda
á, að fjármálaráðherra vor SX;
Ragnar Arnalds skrifaöi
formála aö sögu og stefnuskrá W
flokksins, og þar þakkar hann \SS
Hjalta Kristgeirssyni sérstak-
lega þaö mikla starf sem hann !»
lagði af mörkum við samningu NS
þess rits. NS
Ef einhver, sem þetta les,
skyldi draga i efa þau áhrif og §§;
völd sem hann hefur innan
flokksins þá er rétt að athuga
það, að hann var einn aðal hug-
myndafræöingur SlA-klik-
unnar, sem tók völdin i Alþýðu-
bandalaginu 1962 og
Guðmundur J. Guömundsson
kallar „gáfumannafélagiö.”
HUn hefur völdin ennþá.