Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 16
„Þetta var erflður leikur” - sagðl Magnús Jónatansson. pjálfari isfirðinga, sem iðgðu Skaliagrim að velli 1:0 Gunnar Guömundsson tryggði isfirðingum sigur — 1:0 yfir Skallagrimi á ísafirði, þegar hann skoraði með skalla á 10. min leiksins. — „Þetta var erfiður leikur, eins og ég átti von á — eftir hinn góða sigur yfir Keflviking- um”, sagði Magnús Jónatansson þjálfari isfirðinga. — Við verðum með i lokabar- áttunni og erum ákveðnir að gef- ast ekki upp fyrr en i fulla hnef- ana i þeirri baráttu, sem verður hörð og erfið, sagði Magnús. Isfirðingar eru ánægðir þessa daganaoggera þeir sér vonir um, að tryggja sér sæti i 1. deildar- keppninni, en nú eru 19 ár siðan þeir voru með i baráttunni um is- landsmeistaratitilinn — léku sið- ast i 1. deild 1962. — SOS Helmlr helja Selfyssinga - sem lögðu Þrótt frá Neskaupstað að velli 2:0 Heimir Bcrgsson var hetja Sel- fyssinga, þegar þeir lögðu Þrótt frá Neskaupsstað að velli (2:0) á Selfossi. Heimir skoraöi bæöi mörk Selfvssinga og voru þau afar glæsileg —- fyrst skoraði hann á :i0,min. með þrumuskotiaf 22 m færi — knötturinn hafnaði neðst út við stöngina á marki Þróttara. Hann skoraði siðan aftur 7 min, siðar — þá beint úr aukaspyrnu af 19 m færi. — „Þetta var kærkominn sigur og það var ánægjulegt að sjá þessi fallegu mörk. Þetta kemur til með að hleypa nýju lifi i leik- menn Selfyssinga og nú er bara að fylgja þessu eftir”, sagði Jón Hermannsson þjálfari Selfyss- inga, eftir leikinn, en Heimir skoraði þarna langþráð mörk, þar sem Selfyssingar höföu aðeins skorað tvö mörk áður — bæði Ur vitaspyrnu. Sq§ Revnismenn fenou skell - máttu Dola tap fyrlr Þrótti frá Reykjavík 1:2 í sanúgerði Asgeir Elíasson og strákarnir hans úr Þrótti bundu enda á sigurgöngu Reynis frá Sandgerði á Sandgerðisvellinum, þar sem þeirunnu 2:1. Reynismenn uröu á undan að skora — Pétur Brynjarsson skoraði markið með skoti af 25 m færi. Asgeir EHasson jafnaði metið með góðu skoti frá vitateig, eftir að hafa fengið sendingu frá Baldri Hannessyni. Það var svo varamaðurinn Sverrir Pétursson sem tryggöi Þrótti sigur skoraði markið með sinni fyrstu spyrnu i leiknum, þar sem hann var ný- kominn inn á. — „Það er erfitt að sækja Sand- gerðinga heim og þvi er þetta kærkominn sigur i hinni hörðu baráttu, sem er nú framundan”, sagöi Asgeir Eliasson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. — SOS Bjðrn varði vílaspyrnu - og bjargaðl Völsungifrá tapl gegn Haukum á Húsavík Björn Ingimarsson, mark- vöröur Völsungs, bjargaði Húsar- vfkurliðinu frá tapi gegn Hauk- um, þegar hann varði vitaspyrnu frá Birni Svavarssyni 7 min. fyrir leikslok á Húsavik. Þar með máttu leikmenn Völsungs hrósa happi meö jafntefli — 2:2. Völsungar urðu á undan að 2. DEILD skora — það var Höröur Bene- diktssonsem skoraði markið á 30. min. — úr þvögu. Kristján Kristjánsson náði siðan að jafna fyrir Hauka, sem komu siðan ákveðnir til leiks i seinni hálfleik og skoraði Þór Hinrikssonþá 2:1 fyrir Hafnarfjarðarliðið, en 01- geir Sigurðsson náði að jafna metin á 75. min. Haukar voru mun friskari i leiknum og fóru þeir illa með mörg góð marktækifæri. — SOS # ANNA GUNNARSDóTTIR...varð sigurvegari i 200 m flugsundi. (Visismynd Þráinn). íslandsmótið í sunúi: tngólfur, ingi Þór og Guðrún Fema með fjóra titla hvert Okkar besta sundfólk var heldur óánægt með árangurinn hjá Sundmeistaramóti islands sem haldið var um helgina i Laugardalslauginni. Sökin var ekki hjá þvi heldur var veðriö svo slæmt að liöiö var háiffrosiö af kulda i lauginni og á bakkan- um báða mótsdagana. Ekkert met var sett á þessu móti, og árangur i meöallagi. Segir það sitt um ástandið, þvi allur hópurinn var vel undirbú- inn fyrir þetta mót. Bestum árangri á mótinu náði GuðrúnFema Ágústsdóttir Ægi. Hún synti 200 metra bringusund á 2:53.34 min. sem gaf henni 667 stig. Ingólfur Gissurarson IA fékk aftur á móti bikarinn fyrir besta afrekið á milli meistar- móta. Það var fyrir 200 metra fjórsund hans, 2:12,08 min. i Karlottkeppninni i april s.l. Þau Ingólfur, Guðrún Fema "STMAN Staðan er nú þessi I 2. deildar- keppninni i knattspyrnu: Reynir S.-Þróttur R.........1:2 Völsungur-Haukar............2:2 Selfoss-Þróttur N. .i.......2:0 Ísafjörður-Skallagr.........1:0 ísafjöröur.... 10 6 3 1 15:8 15 Þróttur R..... 10 5 4 1 12:3 14 Reynir S...... 10 4 5 1 11:6 13 Keflavik....... 9 5 2 2 14:4 12 Völsungur..... 10 4 4 2 15:11 12 Fylkir......... 9 3 2 4 10:11 8 Skallagr...... 10 2 3 5 7:10 7 Selfoss....... 10 2 2 6 4:14 6 Haukar........ 10 1 4 5 8:20 6 Þróttur N..... 10 1 3 6 7:15 5 MARKHÆSTU MENN: Olgeir Sigurðss. Völs.....7 Óli Þór Magnúss. Keflav...5 Ómar Egilsson, Fylki......5 Haraldur Leifss. tsaf.....4 NÆSTI LEIKUR: Fylkir og Keflavik leika á Laugardals- vellinum kl. 20.00 i kvöld. og Ingi Þór Jónsson 1A voru mesta afreksfólk mótsins — unnu fjóra Islandsmeistaratitla i einstaklingsgreinum hvert. Ingi Þór varð Isiandsmeistari i 100 metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 100 metra flug- sundi og 200 metra flugsundi. Ingólfur varð Islandsmeistari i 100 metra bringusundi, 200 metra bringusundi, 400 metra bringusundi og 400 metra fjór- sundi. Guðrún Fema varð svo meistari i 100 metra bringu- • ASGEIR SIGURVINSSON sundi, 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 400 metra fjórsundi. Hún var einnig i boðsundssveitum Ægis sem sigruðu i tveim boðsundum kvenna. Tvöfaldir Islandsmeistarar urðu þau Þorsteinn Gunnarsson Ægi sem sigraði i 400 metra skriðsundi og 1500 metra skrið- sundi og Ólöf Sigurðardóttir Sel- fossi sem sigraði i 400 og 800 metra skriðsundi kvenna. Sama leik léku þær Anna Gunnarsdóttir Ægi sem varð Is- landsmeistari i 100 og 200 metra flugsyndi og Ragnheiður Runólfsdóttir Akranesi sem tók titlana i 100 og 200 metra bak- sundi kvenna. Þá varð karla- sveit Selfoss einnig tvöfaldur meistari með sigri i báðum boð- sundum karla. Þau Eðvarð Þ. Eðvarðsson úr Njarðvikum og Katrin L. Sveinsdóttir fengu sinn meist- aratitilinn hvort á þessu Is- landsmóti. Eðvarð i 200 metra baksundi og Katrin i 100 metra skriðsundi, en þar var mikil keppni á milli hennar og Guðrúnar Femu um fyrsta sætið. —klp— Asgeir Sigurvinsson lék sinn fyrsta leik með Bayern Miin- chen i fjögurra liða móti i Aa- chen á laugardaginn. Asgeir tók þá stöðu Paul Breiner, sem er meiddur. Bayern lagði þá Aa- chen að velli 2:0 og skoruðu þeir Karl-Heinz Rummenigge og Niedermayer mörkin. — SOS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.